Tíminn - 01.04.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur
1. apríl 1992
65. tbl. 76. árg.
VEkÐILAUSASÖLU
KR. 110.-
Eyðsla Islendinga í utanferðum óx um 17% í fyrra en tekjur af erlendum ferðamönnum minnkuðu:
Fjórði hver fiskur fór í
ferðagjaldeyri í fyrra
Um 18,7 milljarða halli varð á viðskiptum okkar við útlönd á síð-
asta ári, samkvæmt tölum Seðlabankans, eða sem svarar rúmlega
20% heildartekna fyrir vöruútflutning ársins. Þetta er aðeins litlu
hærri upphæð en „kreppuþjóðin“ eyddi á ferðum sínum erlendis.
íslendingar snöruðu út 17,5 milljörðum í erlendum gjaldeyri fyrir
erlendan ferða- og dvalarkostnað á árinu. Það svaraði til fjórðungs
allra útflutningstekna fyrir sjávarafurðir eða um 270.000 kr. að
meðaltali á hveija fjögurra manna fjölskyldu.
Þetta var 2,5 milljarða, eða 17%
hækkun frá árinu áður og varð
mesta aukningin á síðustu mánuð-
um ársins, sem Seðlabankinn rekur
til verslunarferða landsmanna til út-
landa. Tekjur íslendinga af erlend-
um ferðamönnum drógust hins veg-
ar saman um 185 milljónir milli
sömu ára. Halli á ferðajöfnuði lands-
manna óx því um 2,7 milljarða milli
ára.
Undanfarin ár hafa gjaldeyrisstekj-
ur vegna eyðslu erlendra ferða-
manna hér á landi dugað fyrir u.þ.b.
helmingi þess sem fslendingar
eyddu í útlöndum. í fyrra dugðu
gjaldeyristekjurnar af útlendingun-
um aðeins fyrir 41% af okkar eyðslu
í útlöndum.
Þessi 17.460 milljóna króna gjald-
eyriseyðsla okkar erlendos samsvar-
ar rúmlega 117 þúsund krónum á
hvern íslending sem kom að utan á
árinu. Upphæðin skiptist þannig, að
mati Seðlabankans, að 15.120 millj-
ónir eru útgjöld ferðamanna (19%
hærri upphæð en árið 1990). En
2.340 milljónir fóru í dvalarkostnað
íslendinga sem dvelja erlendis, svo
sem námsmenn, sjúklingar, sendi-
menn og þess háttar. Þau útgjöld
hækkuðu aðeins um tæplega 4% frá
fyrra ári. T\FRETTAST\BIRG-
IRNFERDA.BK1
Erlendir ferðamenn hér á Iandi
voru litlu færri á síðasta ári
(143.400) en íslendingar sem fóru
til útlanda (149 þúsund). Erlendu
ferðamennimir eyddu þó aðeins um
7 milljörðum kr. hér innanlands,
þ.e. langt innan við helming þess
sem meðal-íslendingurinn eyðir í
útlöndum. Vekur athygli að eyðsla
útlendinga hérlendis minnkaði um
hátt á annað hundrað milljónir milli
ára þrátt fyrir nokkra fjölgun, eða úr
50.250 kr. að meðaltali 1990 í
48.400 kr.árið 1991.
Til viðbótar eyðslu innanlands hafa
íslendingar um 5,5 milljarða kr. í
fargjaldatekjur af erlendu ferða-
mönnunum. Heildartekjur af þess-
um hópi eru því um 12,4 milljarðar
króna að mati Seðlabankans.
Þess má geta að nettó gjaldeyris-
tekjur landsmanna af samgöngum
em miklu lægri. í skýrslu um
greiðslujöfnuð við útlönd eru tekjur
af samgöngum um 12,8 milljarðar,
en útgjöld vegna samgangna rúm-
lega 11,1 milljarður. Nettó gjaldeyr-
istekjur af samgöngum em því tæp-
lega 1,7 milljarðar á síðasta ári, sem
var um 600 milljónum króna minna
en árið áður. Heildartekjur lands-
manna fyrir útfluttar vömr og þjón-
ustu vom rúmlega 129 milljarðar
króna á síðasta ári, Það var aðeins
um 0,9 milljörðum meira en árið
áður.
En þótt gjaldeyristekjurnar ykjust
nær ekkert dró það aldeilis ekki úr
gjaldeyriseyðslu þjóðarinnar. Hún
keypti erlendar vörur og þjónustu
fyrir 148 milljarða kr., sem var 12
milljörðum meira en árið áður. Af-
leiðingin varð sú að viðskiptahallinn
óx úr 7,7 milljörðum árið 1990 í
18,7 milljarða króna á síðasta ári.
Það jafngildir t.d. rúmlega 42 þús-
und krónum á hvert mannsbam í
landinu að meðaltali. Þessi aukni
viðskiptahalli stafar þannig ein-
göngu af miklum innkaupum okkar
á vörum og þjónustu erlendis frá.
Hallanum var (að vanda) mætt með
því að taka erlend lán. Teknir vom
14,5 milljarðar nettó í löngum er-
lendum lánum á árinu — eða litlu
lægri upphæð en íslendingar eyddu
í innkaup og skemmtanir í utan-
landsferðum sínum á síðasta ári. Á
vissan hátt mætti því segja að þjóðin
hafi slegið erlend lán fyrir nær öll-
um utanlandsferðum sínum á síð-
asta ári. - HEI
Nýir framleiðendur taka við framleiðslu á Brennivíni og Ákavíti og ÁTVR situr uppi með birgðir:
Framleiðsludeild ÁTVR var
seld til Sprota án útboðs
f gær var undirritaður samningur
milli Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs og
Orra Vigfússonar f.h. Sprota hf.
um kaup þess síðamefnda á fram-
leiðsludeild ÁTVR. Kaupverð var
23 milljónir og að mestu á skulda-
bréfum. Salan fór fram án þess að
leitað hafl verið tilboða í fram-
leiðsludeildina og segir Ólafur
Ragnar Grímsson, fyrrverandi
fjármálaráðherra, þetta siðlausa
sölu sem lýsi því best hvemig
sjálfstæðismenn hygli flokksgæð-
ingum á kostnað skattborgaranna.
Friðrik Sophusson vísar gagnrýni
Ólafs á bug og bendir á að viðræð-
ur um þessa sölu hafi staðið í lang-
an tíma og ekkert tiíefni hafi verið
til að ætla að ríkið hefði getað gert
betri sölu. Ráðherrann sagði að
með þessu væri riðið á vaðið með
einkavæðingu ríkisfyrirtækja en
þó þannig að ríkissjóður mun ekki
tapa tekjum vegna einkasölu, því
áfengissalan verður áfram í hönd-
um ríkisins.
Vinsælustu tegundir framleiðslu-
deildar ÁTVR hafa verið Brennivín
og Ákavíti og mun vera hægt að
rekja stóran hluta kaupverðsins á
framleiðsludeildinni til þessara
tveggja vörumerkja. Sproti hyggst
flytja alla framleiðsluna upp í
Borgarnes þar sem fyrirtækið er
þegar með áfengisframleiðslu, og
er stefnt að því að framleiðsla þar
geti hafist strax um næstu mán-
aðamót.
Að sögn Orra Vigfússonar mun
þessi flutningur hafa í för með sér
nokkrar útlitsbreytingar á fram-
leiðslunni og það hafi því orðið úr
að fyrirliggjandi birgðir hjá ÁTVR
af þessum tveimur áfengistegund-
um fylgi ekki með í kaupunum þar
sem öll markaðssetning þeirra
muni miðast við nýju umbúðirnar.
Sproti hyggst leita fyrir sér á er-
lendum markaði með þessar tvær
áfengistegundir jafnframt því að
selja þær hér innanlands. ÁTVR
hefur skuldbundið sig í kaupsamn-
ingnum til að selja ekki birgðir
sínar af Brennivíni og Ákavíti eftir
1. maí, þegar nýir framleiðendur
koma með sína vöru á markað.
Tíminn fékk þær upplýsingar hjá
Höskuldi Jónssyni hjáÁTVR að um
nokkurt skeið hafi mátt sjá hvert
stefndi og því væru mjög takmark-
aðar birgðir til af þessum tegund-
um hjá þeim. Hann var því ekki í
vafa um að lagerinn kláraðist fyrir
næstu mánaðamót og trúlega yrðu
síðustu Brennivíns- og Ákavítis-
flöskurnar uppseldar strax í næstu
viku, því í sumum útsölum væru
aðeins til nokkrar flöskur af þess-
um tegundum, en til frekara ör-
yggis yrði verð á þeim Iækkað um
30% þannig að tryggt væri að
ÁTVR sæti ekki uppi með birgðir
sem ekki mætti selja. Samhliða
þessu myndi ÁTVR reyna að rýma
lagerpláss það sem framleiðslu-
deildin hefur hingað til notað en
þar væri nokkuð af berjavínum og
líkjörum, m.a. Merkurdögg og
Hekluglóð, sem framleiddir voru |
fyrir nokkrum árum en lítið sem I
ekkert selst. Þessir líkjörar og r
berjavín myndu nú verða boðin á í
hálfvirði eða þaðan af minna því
geymslukostnaður safnaðist á
þessar birgðir sem erfitt væri að
réttlæta. Útsala þessi hefst í dag og
verður Ákavítið og Brennivínið selt
í öllum útsölunum en berjavfnið
og líkjörarnir verða eingöngu seld-
ir í Heiðrúnu við Lyngháls í
Reykjavík.