Tíminn - 01.04.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. apríl 1992 Tíminn 3 Utanríkisráðherra hafnar möguleika á tvíhliðasamningi íslands við EB og setur upp tvo kosti, EES eða EB. Ráðherra segir: „Það er óvíst að EES- stefna íslands haldi“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fullyrti í umræðum um skýrslu um utanríkismál á Alþingi í gær að stefna íslenskra stjómvalda í Evrópumálum værí óbreytt, þ.e. að ná samningum um evrópskt efnahagssvæði (EES). Hann sagði hins vegar alls ekki víst að stefnan haldi þar sem óvíst sé að EES verði nokkura tímann að veruleika. Utanríkisráðherra sagði að ef þróunin verði á þennan veg dugi íslandi ekki tvíhliðasamningur milli Evrópubandalagsins og íslands. Hann sagði að íslensk stjóravöld verði að skoða aðra kosti sem eru í stöðinni, ekki síst að óska eftir aðild að EB. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Liechtenstein. Þar að auki væri hafði ekki tekið til máls í gærkvöldi þegar blaðamaður Tímans lauk störfum. Forystumenn stjómarand- stöðunnar óskuðu eftir því fyrir um- ræðuna að forsætisráðherra gerði skýra grein fyrir stefnu ríkisstjómar sinnar til hugsanlegrar aðildar ís- lands að EB áður en þeir tækju til máls. Hann féllst ekki á þessa ósk og var reiknað með því að hann myndi tala seint í gærkvöldi. Eins og búist var við varði utanrík- isráðherra mestum tíma ræðu sinn- ar til að ræða ný viðhorf í evrópskri samvinnu. Hann byrjaði á því að greina stöðu EES-samningsins í for- tíð og nútíð. Hann sagði að þegar viðræður um samninginn hófust ár- ið 1989 hefði staða heimsmála verið allt önnur en hún er í dag. Aðeins eitt EFTA-ríki, Austurríki, heföi óskað eftir aðild að EB. Önnur ríki EFTA hefðu ekki verið tilbúin til að tengist EB beint, m.a. vegna hlut- leysisstefnu sinnar. Þetta væri breytt í dag. Flest benti til að öll stærstu EFTA-ríkin muni ganga í EB. Jón Baldvin sagði að árið 1989 hefði ver- ið takmarkaður áhugi fyrir því innan EB að veita fleiri ríkjum aðild að bandalaginu. Bandalagsríkin hafi viljað ljúka innri þróun þess áður en það væri stækkað frekar. Þetta sömuleiðis væri breytt. Nú biði EB öll EFTA-ríkin velkomin í bandalag- ið. Jón Baldvin sagði augljóst að fram- tíð EES væri óviss þegar öll ríki EFTA væru komin í EB nema ísland mjög óvíst að EES-samningurinn komist nokkurn tímann í fram- kvæmd. Utanríkisráðherra sagði enn margt í veginum fyrir gildistöku hans. Óvíst sé hvaða meðferð hann muni fá hjá EB-dómstólnum. Þá sé andstaða við samninginn innan Evr- ópuþingsins. Öll þjóðþing landanna 19 sem mynda eiga EES eigi eftir að staðfesta samninginn og óvíst sé hvort það takist á þeim skamma tíma sem er til næstu áramóta, en þá á samningurinn að taka gildi. Sviss- nesk stjórnvöld telja sig t.d. þurfa mun lengri tíma. Eftir að hafa gert grein fyrir þessum erfiðleikum í sambandi við EES- samninginn sagði utanríkisráðherra að eftir sem áður væri það stefna ís- lenskra stjórnvalda að fá samninginn samþykktan. Ekkert gæti komið í staðinn fyrir EES. Það hentaði okkur best. Utanríkisráðherra sagði að íslend- ingar yrðu að velta fýrir sér hvað þeir ættu aö gera ef ekkert yrði af EES. Þegar í stað ætti að fara að afla upp- lýsinga um þá kosti sem þá lægiu fýrir. Hann sagði alveg skýrt að tví- hliðasamningur milli íslands og EB myndi ekki duga íslendingum. Hann ræddi síðan kosti og galla beinnar aðildar íslands að EB. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem töluðu í gær lýstu yfir stuðningi við EES-samninginn með nokkrum skilyrðum þó. Þeir sögðu jafnframt að ef ekkert yrði af EES ættu íslend- ingar að leita eftir tvíhliða samning- Endurgreiðslulágmark verði 48 þús. á ári: LÍN-frumvarpið í aðra umræðu? Óánægja kom fram í gær hjá fullt- rúm minnihlutans í menntamála- nefnd Alþingis með það að í Morg- unblaðinu í gærmorgun voru sagð- ar fréttir af því að nefndin hefði svo gott sem lokið umfjöllun sinni um frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna og að ákveðnar tillögur lægju fýrir og að frumvarpið færi brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Ástæða óánægjunnar var sú að það var ekki fyrr en á fundi nefndarinnar í gær, eftir fréttaflutning Morgun- blaðsins, að minnihlutinn fékk að sjá tillögur meirihlutans. Upplýs- ingar Morgunblaðsins eru hafðar eftir Ólafi Arnarsyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra, þar sem hann var staddur á fundi með námsmönn- um í Boston á sunnudag. Formaður menntamálanefndar, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagði á Alþingi f gær að ummæli Ólafs væru á hans eigin ábyrgð og að engar upplýsingar hafi verið gefnar fjölmiðlum um þetta hjá meirihlutafulltrúum í mennta- málanefnd. um við EB. Aðild aö EB kæmi ekki til greina. Steingrímur Hermannsson spurði hvað væri unnið með aðild íslands að EB. Hann sagðist sjálfur ekki sjá neitt atriði sem skilgreina mætti sem ávinning. Hann sagði að sjávar- útvegsstefna EB og réttur EB til að fjárfesta í sjávarútvegi útilokaði aðild Islands að EB auk fleiri atriða. Hann sagði það bamaskap að láta sér detta í hug að ísland geti haft einhver áhrif á stefnu EB með því að ganga í bandalagið. Áhrifm verði engin. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að forsætisráðherra yrði að gefa skýra yfirlýsingu um stefnu ríkisstjómar sinnar í þessum málum. Hann sagð- ist treysta margendurteknum yfir- lýsingum forsætisráðherra um að aðild fslands að EB sé ekki á dagskrá, a.m.k. ekki á þessu kjörtímabili. Hann sagði að í trausti þessara yfir- lýsinga hefðu menn tekið umræðu um aðild að EB algerlega út af dag- skrá. Ólafur Ragnar sagði að með yf- irlýsingum sínum hefði utanríkis- ráðherra stórlega spillt möguleikum til að ná samstöðu um EES-samn- inginn. Nánar verður sagt frá umræðunni í Tímanum á morgun. -EÓ Forvarnir gegn sjálfsvígum Hópurinn um forvamir gegn sjálfsvígum ungmenna heldur opinn fund í kvöld, 1. aprí! ld 20.30 í Gerðubergi í Breiðholti Kynnt vcrður forvamastarf í skólum og fjallað um vanh'öan ungmenna, sorg og h'ðan að- standenda þeirra sem svipt hafa síg lífl. Fólki verður gefinn kost- ur i að mynda sjálfshjilpariiópa undir handieiðslu fagmanm. Hópurinn um forvarair gegn sjálfsvígum ungmenna hefur unnið efni tengt bæklingnum , Aðeins eitt líf‘ sem dretft hefur verið m.a. f skóhim landsíns. Efnið er í víðri meridngu heíl- brigðisfræðsla og er þar fjallað um tilfinningar, samskiptí og væntíngar ungmenna. Forvamahópinn skipa Axel Ei- ríksson úrsmiður, Biigir Ágústs- son sjúkrahúsprestur, Helga Hannesdóttir bamageðlæknir, Jón G. Stefánsson geðlæknir, Lilja Óskarsdóttir þjúkrunar- fræðingur og Unnur Halldórs- dóttir uppeldisfræðingur. —sá I tillögunum er áfram gert ráð fyr- ir 3% hámarksvöxtum á námslán, en gert er ráð fyrir að endurgreiðala lánanna hefjist tveimur árum eftir námslok en ekki eftir eitt ár eins og gert var ráð fýrir í upphaflegu frum- varpi. Hins vegar er fallið frá því að lánin skuli endurgreidd á fjórföldum námstíma. Þá er í breytingartillögum meiri- hluta menntamálanefndar talað um að árleg endurgreiðsla verði í tvennu lagi. Annars vegar fasta- greiösla sem nemi 48.000 kr. að lág- marki á ári og hins vegar viðbótar- greiðsla sem nemi 5% af útsvars- stofni við afborganir af skuldabréf- inu fyrstu 5 árin og síðan 7% eftir það. Frá útreiknaðri viðbótar- greiðslu á hverjum tíma dregst sú upphæð sem viðkomandi borgar í fastagreiðslu. Ljóst er að samkvæmt þessum til- lögum mun greiðslubyrði náms- manna aukast til muna og er ekkert samkomulag um þær í mennta- málanefnd. Hluti fortíðarvanda Hitaveitu Reykjavíkur er fólginn í veitingahúsinu á Oskjuhlíö. Tímamynd Aml Bjama Fjárfrekar framkvæmdir, þ.á m. bygging Perlunnar, koma niður á endurnýjun of gamalla heitavatnsæða: „Fortíðarvandi“ Hita- veitunnar hleðst upp Margar veituæðar Hitaveitu Reykjavíkur eru komnar á eöa yfir þann aldur sem talinn er venjuleg- ur endingartími þeirra. Eölilegur endingartími stofnæða er talinn frá 30 og allt upp í 40 ár, en til eru dæmi um allt að 50 ára gamlar æðar. Þrátt fyrir þetta voru við- haldsverkefni Hitaveitunnar skor- in niður, eða þeim frestað um 60 milljónir á síöasta ári og „fortíðar- vandinn" í veitukerfinu heldur áfram að hlaðast upp á þessu ári. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa og stjórnarmanns í Hitaveitu Reykjavíkur, voru svo- kölluð „sérstök viðhaldsverkefni" Hitaveitunnar skorin niður um 20 milljónir á fjárhagsáætlun síðasta árs. Önnur viðhaldsverkefni á veg- um H.R. voru lækkuð um 40 millj- ónir króna, en hluta af þeirri upp- hæð var varið í aukna vinnu og vélaleigu vegna bráðaviðgerða. Sigrún segir það hafa komið fram á stjórnarfundum Hitaveitunnar, að á þessu ári eigi stofnunin við ákveðinn fortíðarvanda að stríða, sem stafar af því að til margra ára hefur ekki verið staðið sem skyldi að fyrirbyggjandi viðhaldi. Þetta sé vegna mikilla fjárfestinga í öðrum verkefnum og þar vegi þyngst á metunum bygging Perlunnar í Öskjuhlíð. „Það er meginverkefni Hitaveitu Reykjavíkur að koma góðu og nægu vatni til notenda," sagði Sig- rún Magnúsdóttir í samtali við Tímann í gær. „Til þess er jú Hita- veitan, en ekki til þess að byggja skrauthallir og þegar staðið er frammi fýrir svona stöðu hlýtur það að vera algert forgangsverk- efni að ráðast í fýrirbyggjandi að- gerðir.“ Gunnar Kristinnsson hitaveitu- stjóri sagði í gærkvöldi að það væri ekki nýtt, að Hitaveita Reykjavíkur þyrfti að skera niður endurnýjun veituæðanna, vegna peningaleysis. Hins vegar hefði H.R. aldrei farið út í fyrirbyggj- andi endurnýjun, þ.e.a.s. að skipta um lagnir vegna aldurs áður en þær fara að bila, vegna þess að sá kostur væri mjög dýr. Gunnar neitaði því jafnframt að bygging Perlunnar hefði áhrif á endurnýj- un veitukerfisins — þær fram- kvæmdir hefðu að vísu leitt til þess að skera þurfti annað niður í staðinn, en Perlunni hafi verið bjargað með erlendu láni. í október á síðasta ári var lögð fram í stjórn H.R. skýrsla, sem var unnin samkvæmt beiðni hita- veitustjóra, þar sem kemur fram úttekt á Hitaveitunni og stefnu- mótun fyrir hana. í skýrslunni kemur fram að fyrirbyggjandi við- haldsverkefni við æðakerfi hita- veitunnar hafa verið látin sitja á hakanum. Síðan skýrslan kom fram hefur sífellt verið frestað að taka hana gagngert fyrir. í síðasta mánuði lagði Sigrún fram alllanga bókun í stjórninni, þar sem m.a. hvatt er til þess að tekið verði á þeim tillögum er koma fram í skýrslunni og tekið undir það með höfundum hennar að taka þurfi á fortíðarvandanum í æðakerfinu. -ÁG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.