Tíminn - 01.04.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 01.04.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýri 18D • Mosfellsbae Sfmar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. HTNO HJÁ OKKUR ■ BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 ful \ iiC«®briel VéC" HÖGG- DEYFAR 1 Verslió hjá fagmönnum m c J varahlutir WL Hamarsböfóa 1 - s. 67-6744 ] Tímiiin MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 Uttekt á áhrifum samningsdraga Dunkels sýnir að stjórnvöld hafa svigrúm til þess að koma í veg fyrir að röskun af þeirra völdum verði meiri en nemur áhrifum búvörusamningsins: GATT-boltinn er í höndum Halldórs og stjórnvalda Samkvæmt áfangaskýrslu um áhrif hugsanlegs GATT-samkomu- lags á landbúnaðinn og þjóðarbúið, þurfa samningsdögin eins og þau eru lögð fyrir ekki að fela í sér röskun í landbúnaði fram yfir þá sem hvort sem er verður með búvörusamningunum. Þetta stafar af því að stefnt er að meiri raunlækkun á verði landbúnað- arvara í búvörusamningnum en GATT-drögin leiða af sér. Verði ísland aðili að GATT er það lýtur að sauðfjárframleiðslunni gerir þannig í höndum ríkisstjómarinnar og landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndal, hverjar afeiðingar samning- anna verða fyrir landbúnaðinn og neytendur. Þetta er ályktað út frá þeim forsendum að markmið búvöm- samningsins um lækkun raunverðs á sauðfjárafurðum náist og svipuð markmið náist varðandi aðrar búvör- ur. Sá hluti búvömsamningsins sem ráð fyrir að raunverð afúrða lækki um rúmiega 20% á fimm ámm. Áfangaskýrslan um GATT var kynnt opinberlega í gær, en hún er unnin af þriggja manna nefnd, sem landbún- aðarráherra skipaði í desember síðast- liðnum. Formaður nefndarinnar er Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, en auk hans sitja í nefhdinni Magnús B. Jónsson, for- stöðumaður Hagþjónustu landbún- aðarins, og Ketill A. Hannesson, hag- fræðiráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Ketill skrifaði undir áfanga- skýrsluna með fyrirvara, þar sem hann telur að skerðing á innanlands- stuðningi samkvæmt hugsanlegum GATT-samningi verði meiri en stjóm- völd gefa fyrirheit um í búvörusamn- ingnum. Nefndin tekur á áhrifum GATT- sam- komulagsins eins og það var kynnt ís- lenskum stjómvöldum, þ.e.a.s. tilboði Dunkels, sem íslensk stjómvöld hafa þegar sett fram ákveðna fyrirvara við. Gert er ráð fyrir að breytingamar, sem samningsdrögin fela í sér, verði í þremur þrepum á aðlögunartíma frá mmmmmmm^tmmmmmm 1993 til 1999. Á þessu tímabili eiga svokölluð tollaígildi innfluttra land- búnaðarvara, þ.e. mismunur á heild- söluverði vöm innanlands og cif- heimsmarkaðsverði, að lækka um 36% að meðaltali. Við skoðun Þjóð- hagsstofnunar kom í Ijós að verulegt svigrúm er fyrir „yfirtollun“ á inn- fluttum vömm, sem gerir þær að mestu ósamkeppnishæfar við inn- lenda framleiðslu. Þetta er m.a. hægt með því að Iækka tolla á vömm sem GATT-drögin ná til og em ekki fram- leiddar hér á landi. Þjóðhagsstofnun reiknaðist það til að hér væri nógu mikið af slíkum tollum til þess að meðaltalslækkunin yrði 36%, en þó þannig að enginn tollur á vöm, sem ii 11 i'mnawM—— framleidd er hér innanlands lækkaði um meira en 15%. Gunnlaugur Júlíusson, hagffæðing- ur, hjá Stéttarsambandi bænda, segir að þessi niðurstaða komi talsmönn- um bænda ekki á óvart Hver áhrif hugsanlegs GATT- samnings verði velti á því hvað stjómvöld geri og þess vegna sé full ástæða fyrir bændur að vera á varðbergi. „Skýrsluhöfundar hafa tekið þann pól í hæðina að gera ráð fyrir að stjómvöld nýti þá möguleika sem fyr- ir hendi em, Ld. að skapa svigrúm fyr- ir yfirtollun,“ sagði Gunnlaugur. „Það er möguleiki á þessum hlutum. Verð- ur hann nýttur? Það er spumingin." -ÁG. Mat forseta ASÍ á því sem atvinnurekendur vildu bjóða: Obreyttur kaup- máttur í boði Samkvæmt nýju fréttabréfi ASÍ lagði forseti ASí mat sitt á það, áð- ur en viðræðuslit urðu í samningum, hversu langt atvinnurekendur myndu lengst vilja ganga, og var þetta mat sent atvinnurekendum til að fá úr því skorið hvort rétt væri metin þeirra afstaða. í fréttabréfi ASÍ segir að þetta mat hafi atvinnurekendur ekki fengist til að stað- festa með tilboði og að frést hafi af ágreiningi í þeirra hópi. Þetta stöðumat forseta ASÍ þótti launþegum ekki vera tilefni áframhald- andi viðræðna. Samkvæmt mati forseta ASÍ var heildarniðurstaðan sú að kaup- mátturinn myndi að meðaltali haldast óbreyttur innan ASÍ á samningstímabilinu, raunar hækka um 0,4%. Kaupmáttarþróunin hefði hins vegar orðið mjög mis- munandi eftir tekjuhópum. Kaup- Fjórir nýir sýslumenn Forseti íslands skipaði í gær þrjá sýslumenn frá 1. júlí nk. Þeir eru Guðmundur Sophus- son, aðalfulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði, sem verður sýslu- maður í Hafnarfirði, Þorleifur Pálsson, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, sem verður sýslumaður í Kópavogi og Ólafur K. Ólafsson, bæjarfógeti í Nes- kaupstað, sem verður sýslumað- ur í Stykkishólmi. Þá hefur forseti íslands áður skipað Jón Skaptason, yfirborg- arfógeta í Reykjavík, til að gegna embætti sýslumanns í Reykjavík frá sama tíma. —sá máttur þeirra sem eru með tekjur undir 80 þús. kr. á mánuði hefði að meðaltali aukist um 1,8%, sem hefði þýtt að þeir hefðu endurheimt þann kaupmátt sem var í ágúst 1991. M.ö.o. þeir hefðu náð svipaðri stöðu og var þegar þjóðarsáttin rann út eða aðeins rúmlega það. Þeir sem höfðu allra lægstu tekj- urnar, eða undir 60 þús. kr., hefðu hins vegar náð þeirri kaupmáttar- stöðu sem var í júní 1991, en þá var kaupmáttur einna mestur á þjóðar- sáttartímabilinu. Forsendurnar sem gert var ráð fyr- ir í þessu mati voru þær að gengi yrði óbreytt á samningstímanum, vextir á ríkisskuldabréfum yrðu lækkaðir í stórum skrefum. Þá eru í gangi viðræður við bændur um þróun búvöruverðs og það ásamt því að verðbólgan yrði innan við 2% frá upphafi til loka ársins gaf mögu- leika á að semja um áðurnefnda kaupmáttarniðurstöðu. Þetta stöðumat forseta ASÍ var lagt fyrir stóru samninganefndir ASÍ, BSRB og KÍ. í fréttabréfi ASÍ segir að fljótt hafi komið í ljós að þetta var ekki eina stöðumatið sem var í gangi auk þess sem ekki náðist samstaða um viðræður á þessum grundvelli og að þær hafi því ekki getað haldið áfram. Síðasta redding fyrir refabúin? Tillögur nefndar um úrbætur í loðdýrarækt eru nú til umfjöllunar innan stjórnarflokanna. Þær gera m.a. ráð fyrir ríkissjóður taki á sig 260 til 300 milljón króna skuld loðdýrabænda hjá Ríkisábirgða- sjóði gegn því að Stofnlánadeild landbúnaðarins afskrifi a.m.k. jafn- háa upphæð. Verði farið eftir tillögum nefndar- innar á rekstrarstaða loðdýrabúa að jafnaði að vera þannig að grein- in standi undir sér. Þetta á sér í lagi við refarækt þar sem verð skinna hefur hækkað og á yfirstandandi söluári er spáð 100% sölu og hækkandi verði. Spáð er a.m.k. sambærilegri sölu minnkaskinna og á síðasta ári, en skiptar skoðan- ir eru um hvort verð hækki eða standi í stað. -ÁG. Nýir dómarar Dómsmálaráðherra hefur skipað eftirfarandi menn til að gegna embættum í dómskerfmu þegar nýtt fyrirkomulag þess tekur gildi 1. júlí nk: Frey Ófeigsson héraðsdómara í embætti dómstjóra héraðsdóms Norðurlands eystra til sex ára frá og með 1. júlí nk., Jónas Jó- hannsson héraðsdómara við hér- aðsdóm Vestfjarða frá 1. des. 1992, Ólaf BÖrk Þorvaldsson héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá 1. júh' 1992 og Ólaf Ólafsson héraðsdómara við héraðsdóm Norðurlands eystra frá 1. júh' 1992.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.