Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. apríl 1992 69. tbl. 76. árg. VEkÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- [ nýju frumvarpi til hjúskaparlaga er lagt til að sú lagaskylda að prestar reyni að koma á sáttum við hjónaskilnað verði afnumin: Nú verða hjón aö vaska upp saman Félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp tii hjúskap- arlaga. Verði frumvarpið að lögum verða hjón skyldug til að skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimiiisrekstrar og framfærslu fjölskyldu. í frumvarpinu er lagt til að það verði því aðeins skylda að prestar reyni að koma á sáttum milli hjóna sem óska eftir skilnaði að hjón hafi forsjá fyrir ósjálf- ráða börnum. í greinargerð með frumvarpinu segir að eitt af markmiðum þess sé að stuðla að þeirri þróun að bæði hjón taki sameiginlega þátt í heimilisstörf- um. Þar segir ennfremur að ákvæði þessa efnis skuli gegna leiðsöguhlut- verki og að marka þá almennu stefnu er gildi ætti að hafa. Frumvarpið ger- ir einnig ráð fyrir að hjónum sé skylt að veita hvort öðru upplýsingar um afkomu sína, þ.e. um tekjur og eignir og horfur á næstunni. I frumvarpinu er ákvæði um að karla og kona verði að vera orðin 18 ára til þess að þau megi giftast og að sérstakt leyfi þurfi frá dómsmálaráðuneyti ef um yngra fólk er að ræða. Þetta er óbreytt frá eldri lögum. Hins vegar er fellt niður ákvæði um að leyfi þurfi frá foreldrum ef um hjónavígslu ungs fólks er að ræða. Gert er ráð fyrir að andlega fatlað fólk fái að ganga í hjónaband. Þá er ákvæði í lögum sem bannar vígslu tengdra manna fellt niður. Aðeins systkinum og skyld- mennum í beinan legg verður bannað að eigasL Þetta þýðir að hálfsystkini mega giftast f kafla um hjónaskilnaði eru reglur einfaldaðar og hjónaskilnaðarástæð- um fækkað. I greinargerð segir að frumvarpið miði að því að hvetja hjón til að leita samkomulags um skilnað- inn, um forsjá bama, framfærslu og fjárskipti. Ný viðhorf á þessu sviði telji tilgangslaust að meta sök vegna skilnaðar. Gerð er tillaga um að tím- inn sem líður frá skilnaði að borð og sæng og til lögskilnaðar verði styttur niður í 6 mánuði ef hjón eru sammála um skilnaðinn, ef ekki verði tíminn eitt ár. Verði frumvarpið að lögum er fellt úr gildi lög um ákvæði sem skyldar hjón sem óska eftir skilnaði til að leita til prests um sáttaumleitanir. Lagt er til að öll hjón eigi kost á slíkri þjónustu, en aðeins verði skylda að leita sátta ef hjón hafi forsjá með ósjálfráða böm- um. -EÓ Verður 500 tonnum af rúllubaggaplasti breytt í ruslapoka? Hampiðjan hf kannar endur* vinnslu á mllubaggaplasti Menn hafa haft áhyggjur af því hvaö verði af rúllubaggaplastinu eftir að búið er að taka það utan af böggunum. Hefur Hampiðjan fundið lausnina? Hampiðjan hf. er í samvinnu við bændur og Endurvinnsl- una hf. að gera tilraunir með að endurvinna rúllubagga- plast, en talið er að um 400- 500 tonn af slíku plasti falli til á ári hverju hér á landi. Ham- iðjan á vélar sem hún hefur notað við að endurvinna þorskanet. Tilraunin er á frumstigi, en enn sem komið er hafa engir tæknilegir örðug- ieikar komið í ljós við vinnsl- una. Notkun á plasti utan um rúllu- bagga hefur aukist mikið á síðustu árum. Tálið er að notkunin á ári sé um 400-500 tonn og eykst stöðugt. í upphafi voru rúllurnar settar í stóra poka og reyndu bændur þá að nota þá oftar en einu sinni, en það gekk misjafnlega. Á síðustu árum er farið að rúlla böggunum inn í plastfilmu. Þykir sú aðferð hentugri. Útilokað er hins vegar að nýta filmuna aftur utan um heyið. Plastinu fylgir því mikið umhverfisvandamál sem bændur og aðilar sem sinna um- hverfismálum hafa leitast við að leysa. Fyrir skömmu reyndi Hampiðjan að endurvinna rúllubaggaplast í vél- um sem fyrirtækið notar við að end- urvinna þorskanet. Að sögn Davíðs Helgasonar hjá Hampiðjunni tókst tilraunin vel. Engir tæknilegir örð- ugleikar séu á að endurvinna plastið með þessum hætti. Hann sagði að nú væri verið að safna saman meira af rúllubaggaplasti með það fyrir augum að gera aðra tilraun og end- urvinna plast í meira magni. Rúllubaggaplast er oftar en ekki skítugt og tætingslegt. Davíð sagði að það væri ekki vandamál. Hluti af endurvinnslunni væri að þvo plastið og fjarlægja úr því óhreinindi. Plast- ið er saxað niður, þvegið, þurrkað og brætt. Út úr þessari vinnslu kemur borði sem er saxaður niður þannig að til verða plastkom. Plastkornin eru síðan notuð í plastpoka eða aðr- ar vörur úr plasti. Davíð sagði að Hampiðjan hafi ekki tök á að vinna plastkornin. Fyrir- tæki í plastiðnaði hér á Iandi gætu hugsanlega nýtt kornin, en annars yrði að flytja þau úr landi. Hann sagði að enn sem komið væri hefði markaður fyrir plastkorn ekki verið kannaður. Það verði hins vegar gert þegar þeim tæknilegu tilraunum sem nú standa yfir sé lokið. Davíð sagði að ef þessi tilraun tæk- ist vel væri hugsanlegt að reynt verði að endurvinna fleiri gerðir af plastúrgangi, t.d. áburðarpoka. -EÓ Eiður vildi fimm þingmenn til Brasil- íu en nú bara tvo: Forystumenn ins eru ósáttir við þá ákvörðun trúar allra flokka á Alþingi eigi ektó fulltrúa á umhverfisráðstefn- unnl í Rio de Janeiro sem haldin verður í júní í sumar. Aljfyðu- í þessu máli og vísar í því sam- bandi í bréf frá umhverfisráðu- nev'tinu sem ritað var í byrjun febrúar þar sem þiugflokkamir voru beðnir að tilnefna meaa til setu á ráöstefnunni, Bréf umhverfisráöuneyti8to8 er ritað 7. febrúar af Jóni Gunnari Ottóssyni, deildarsfjóra í ráðu- neytinu, fyrir hönd umhverfisiáð- herra. I bréfinu eru allir þing- flokkar beðnir um að tíbetoa menn til setu á ráðstefhunni fyrir nefndi Hjörieif Guttormsson. Hann hcfur síðan undhhúið sig fyrir förina. Hann sat nua. fúndi ásamt fulltrúum annarra flokka með embættísmönnum þar sem farið var yfir málfiutning og BI- lögugerð Islands á undirhúnings- ráðstefnunni í New York sem haldin var í lok síðasta mánaðar. boð frá forsætisnefridlnni um að Mþingi myndi aðeins senda tvo menn á ráðstefnima, einn frá stjómarandstöðunni og ehm frá stjómariiðinu. Fulitrúi Alþýðu- bandalagsins mótmæfi þeáru á fundi með formönnum jdng- þess krafist að fulltrúar Alþíngís á ráðstefnunni verði fimm. Steingrímur J, Sigfússon, vara- formaður flokksins, sagði þ»ð al- rangt að Alþiýöubandakígið sé að hvetja tíl óhófs f sambandi ríð þáttföku ískrnds í tóðstefnunnL Hann sagði að umhverftsráðherra og forsætisráðherra eða forseti Alþingis muni fara á ráðstefnuna trúar sinna flokka. Stjómarand- stöðuflokkamir æthi að geta fengið sma fuUfcrúa jafnvel þÓ að ektó verði sendir nema 10-12 full- trúar á ráðstefnuna. Steingrímur sagðist telja að nægfiegt væri að 10 mcnn fæm á ráðstefnuna fyrir hönd ístands. HWjZ margir fara á landi, en umh nú nýlega talað um 11-13 menn. Áður vom nefndar tölur á bflinu 25-40 manns. Talið er að þátttaka hvers og eins kosti rítóssjóð í kríngum 400 þúsund krónur. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.