Tíminn - 07.04.1992, Síða 2

Tíminn - 07.04.1992, Síða 2
2 Ttminn Þriðjudagur 7. apríl 1992 Einkastrætóinn í Austurbænum: LeiðA leggst af á fimmtudag Þessar ungu bailerín- ur voru um helgina að Ijúka fyrsta ári sínu í Bail- ettskóla Sigriðar Ármann í fteykjavík. Þær tóku sig vel út á sviði Borgarieik- hússins á sunnudaginn, þegar lokasýning nem- enda fór þar fram. Dans- atriðið, sem sést á þess- ari mynd, heitir „Ball- ettskórnir mfnir“. Tfmamynd: Aml BJama Næstkomandi fímmtudag verður tilraunaakstri með litlum strætis- vagni í gamla Austurfaænum hætt og svonefnd leið A lögð niður. Tilraunin hefur nú staðið í hálft ár og í tilkynningu frá SVR segir að far- þegar hafi að jafnaði verið einn til tveir í hverri ferð. Þörfin fyrir þjón- ustu þessa hafi því reynst miklu minni en reiknað hafði verið með. Það er einkaaðili, sem hefur annast þennan akstur eftir að útboð á veg- um SVR hafði farið fram. Kostnaður samkvæmt útboðinu átti að vera um 1,9 millj. kr. á tímabilinu sem hófst 10. okt. sl. Hins vegar hafa fargjalda- tekjur á móti orðið sáralitlar og að- eins lítið brot af kostnaðinum. Því neyðist SVR til að hætta þessum akstri, eins og segir í fréttatilkynn- ingunni. —sá UNNIÐ AÐ VIÐHALDI Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Þjóðminjasafn íslands verður lokað dagana 6.-10 apríl nk., vegna lagfær- inga í forsal safnsins. Þar er verið að mála loft og endurnýja raflagnir. Safnið verður síðan opnað aftur al- menningi laugardaginn 11. apríl og þann dag verður opnuð sýning í Bogasalnum á skrúða, áhöldum og gripum frá Skálholti. Um er að ræða gripi úr vörslu safnsins, bæði kirkju- gripi s.s. kaleikinn góða, gripi tengda einstökum mönnum í Skálholti o.fl. Síðast en ekki síst má nefna hið merkilega altari úr kirkju Brynjólfs Sveinssonar, sem fengið var að láni fyrir sýninguna úr Skálholtskirkju. Alþjóðlegur hjartadagur í dag er helgaður endurhæfingu. Kristján Benediktsson: Endurhæfing hjarta- sjúkra höfuðnauðsyn „Það var stórt skref stigið fram á við, þegar farið var að gera hjarta- skurðaðgerðir hér heima fyrir rúmum þrem árum síðan, en til þess tíma fóru íslendingar einkum til London í slikar aðgerðir. Til þess að sjálf aðgerðin beri varanlega góðan árangur er góð endurhæfing höfuðnauðsyn,“ segir Kristján Benediktsson, félagi í Landssamtök- um hjartasjúklinga. í dag, 7. apríl, er alþjóðlegur hjarta- dagur og Landssamtök hjartasjúk- linga helga hann endurhæfingu. Endurhæfingarstöð fýrir hjarta- og lungnasjúklinga, HL-stöðin, var stofnuð 1. apríl árið 1989. Hún er sjálfseignarstofnun, sem komið var á fót í sameiningu af Landssambandi hjartasjúklinga, Hjartavernd og SÍBS. Fulltrúar þessara samtaka sitja í stjórn stöðvarinnar, en auk þeirra sitja þar fulltrúar Ríkisspítala, Listdansskólinn í Þjóðleikhúsinu: Aukasýning í kvöld Vegna mikillar aðsóknar veröur aukasýning í kvöld í Þjóðleikhúsinu kl. 21 á nemendasýningu Listdans- skólans. í skólanum eru um 870 nemendur á aldrinum 9 til 20 ára, og taka flestir þeirra þátt í sýning- unni. Sýningin er 15 stutt atriði, klassískur listdans, nútímadans og spuni, sem sýna vel getu nemend- anna. Verkin á sýningunni eru eftir kenn- ara skólans, þau Ingibjörgu Björns- dóttur, Margréti Gísladóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Árna Pétur Guðjónsson, Sylvíu von Kospoth, Unni Guðjóns- dóttur og Ivgeníu Gold. Ljósameist- ari er Páll Ragnarsson og sýningar- stjóri er Jóhanna Norðíjörð. I fyrsta sinn um langan tíma er hóp- ur drengja í Listdansskólanum, eða alls 11, og því hægt að hafa sérstakan karladanshóp. Á sýningunni dansar hópurinn rússneskan dans sem sér- staklega er saminn fyrir þá. —sá Borgarspítala, Landakotsspítala og Reykjalundar. Þjálfunardagskrá sjúklinga í endur- hæfingarstöðinni er í höfuðdráttum í tvennu lagi, eftir því hvort um er að ræða lungna- eða hjartasjúk- linga. Lungnasjúklingar í endur- hæfingu eru nú um 70 talsins og skiptast í þrjá hópa, sem hver um sig mætir þrisvar í viku. Hjartasjúklingar eru þjálfaðir með tvennum hætti: Annars vegar fer fram frumþjálfun, en hins vegar við- haldsþjálfun. Frumþjálfunin er ætl- uð þeim, sem nýiega hafa gengist undir skurðaðgerð eftir hjartaáfall. Þrek og ástand hvers einstaklings er sérstaklega metið af læknum og sjúkraþjálfurum og mjög vel fylgst með öllum breytingum og framför- um. Kristján hefur gengist undir hjartaaðgerð og lokið frumþjálfun og stundar nú viðhaldsþjálfun. „Ég hef náð upp jafn miklu þreki og vel- líðan eins og ég bjó við löngu áður en ég fór að finna fyrir þrengslum í kransæðum," segir hann. Kristján Benediktsson. Tryggingastofnun greiðir kostnað við frumþjálfun þeirra, sem gengist hafa undir hjartaaðgerð á sama hátt og hún greiðir fyrir sjálfa aðgerðina. Að sögn Kristjáns teldist það vart skynsamlegt að eyða stórfé í aðgerð- ina sjálfa, en gera síðan ekkert til þess að árangurinn verði sem allra bestur og sjúklingurinn geti á ný orðið nýtur þjóðfélagsþegn. Fram- haldsþjálfun verða sjúklingar hins vegar að standa straum af sjálfir. Kostnaði við hana er þó haldið í lág- marki og í HL-stöðinni kostar tími í framhaldsþjálfun um 500 kr. — En hvernig finna menn að kransæðar þeirra eru að þrengjast? Kristján, sem er gamall íþrótta- maður og íþróttakennari, hefiir alla tíð verið í ágætri þjálfun. Hann kveðst hafa fundið fyrir sjúkdómn- um þannig að hann varð óeðlilega mæðinn. „Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að fara í hjartaaðgerð og enginn í minni ætt hefur kvartað undan því að vera slæmur fyrir hjarta. Mér hætti hins vegar að lítast á blikuna, þegar ég þurfti að stansa í miðju Bankastrætinu til þess að kasta mæðinni. Ég fór því til hjarta- sérfræðings, sem sagði mér að ég væri kominn með þrengsli í krans- æðarnar utan á hjartavöðvanum. Þá fór ég í svonefnda þræðingu og þar greindust þrengingar, en þó ekki svo miklar að talin væri ástæða til að skera mig upp. Síðan liðu nokkrir mánuðir, en ástandið versnaði, því við bættist að ég byrjaði að fá verk út í handlegg. Þá leitaði ég aftur til læknis og 15. janúar 1990 gekkst ég undir aðgerð á hjartadeild Landspítalans, sem gekk mjög vei og ég útskrifaðist af spítala eftir tíu daga. Skömmu síðar hófst frumþjálfunin og síðar við- haldsþjálfunin, sem ég stunda enn. Og árangurinn er, eins og ég sagði áður, sá, að þrek mitt og almenn líð- an er eins og hún var löngu áður en ég tók að finna fyrir sjúkdómnum," segir Kristján Benediktsson. Krabbameinsfélag Reykjavík- ur skorar á útgefendur: Reykjandi fólk burt úr Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem haldinn var fyrir skömmu, sendi frá sér ályktun þar sem heitið er á út- gefendur og ljósmyndara blaða og tímarita að forðast að birta myndir af reykjandi fólki, ekki síst ef um er að ræða áhrifamikl- ar fyrirmyndir ungs fólks, s.s. vinsæla tónlistarmenn, sýning- arfólk og leikara. Sömu áskorun er beint til allra þeirra, sem framleiða efni til sýningar í sjón- varpi og í kvikmyndahúsum. „Fundurinn lýsir einnig þeirri skoðun að reykingar á leiksviði séu úrelt fyrirbæri og ekki leng- ur verjandi, bæði vegna þess að um er að ræða neyslu á hættu- legu ávanaefni og vegna þess að þær fara í bága við rétt meðleik- ara og áhorfenda á reyklausu andrúmslofti,“ segir í ályktun fé- lagsins. Jafnframt samþykkti að- alfundurinn ályktun þar sem aukinni umræðu um stöðu og réttindi barna er fagnað, og á það er minnt að brýnt sé að verja ungu kynslóðina fyrir hvers kyns ávana- og fíkniefnum, og áfengi og tóbak fylli flokk ólög- legra fíkniefna þegar böm eiga í hlut. Á aðalfundinum var Jón Þor- geir Hallgrímsson yfirlæknir endurkjörinn formaður Krabba- meinsfélags Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.