Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 7. apríl 1992 Moskva - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, slapp með skrekk- inn í gaer þegar þingmenn á rússnenska þinginu felldu það með naumun meirihluta að taka ekki til umræðu vantrauststill- ögu á ríkisstjóm Jeltsíns. Á sama tíma flutti Interfax frétta- stofan fréttir af því að forsæti- ráðherra Azerbaijan, Hasan Hasanov, hafi verið steypt af stóli í innanríkisátökum í lýð- veldinu. Sarajevo, Júgóslavíu - Skotmenn hófu skotríð á þús- undir friðarsinna sem voru sam- ankomnir í kröfugöngu fyrir friði í Sarajevo, höfuðborg lýðveldis- ins Bosníu-Herzegóvínu, í gær eftir að átök fóru dvínandi þar. Talið er að þessir skotmenn hafi veriö Serbar. Á sama tíma hitt- ust utanríkisráðherrar Evrópu- bandaiagsríkjanna í Lúxemborg til að ráðgast um það hvort við- urkenna ætti lýöveldin Bosníu- Herzegóvínu og Makedóníu sem sjálfstæð fullvalda ríki og varð niðurstaðan jákvæð. Róm - Samkvæmt fýrstu tölum í ítölsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina er sam- steypustjóm mið- og vinstri- manna á Ítalíu fallin. Tokyo - Kínverskir og japansk- ir forráöamenn skiptust á gjöf- um og vináttukveðju í gær þeg- ar formaður kínverska kommún- istaflokksins, Jiang Zemin, kom til Japan í heimsókn. Embættis- menn í japanska utanríkisráðu- neytinu sögðu í gær að allt benti til þess að gengið yrði frá 5,26 miiljarða dollara láni til Kínverja á næstu vikum. Nikosía - Iranir hafa sakað vestrænar ríkisstjórnir um að vera í slagtogi með skemmdar- verkamönnum sem ráðist hafa gegn sendiráðum Irans í hinum ýmsu borgum á Vesturlöndum að undanförnu. Iranir krefjast framsals ofbeldismannanna. Genf - Einn hæst setti embætt- ismaður umhverfismála hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær aö skemmdir á ósonlaginu væru mun meiri en hingað til hafði verið talið og lagöi með formlegum hætti til að bann við ósóneyöandi efnum myndi taka gildi strax að Ijórum árum liðn- um eða áriö 1996. London - Öflug sprengja sprakk í Sohohverfi í London í gær og leikur grunur á um að Irski lýöveldisherinn hafi verið þar að verki. Sprengingin veldur Bretum nokkrum áhyggjum enda verður gengið til kosninga þar á morgun. Bonn - Talsmenn stóru flokk- anna tveggja í Þýskalandi töl- uðu í gær um nauðsyn þess að leysa með hraði þann vanda sem fylgdi sívaxandi ásókn er- lendra flóttamanna á að komast inn ( landið. Þessi áhugi stóru flokkanna kemur í kjölfar þess að öfgaöfl til hægri, fjandsamleg útlendingum, unnu mikið á í fylkiskosningum í tveimur fylkj- um um helgina. Úrslitakeppni ísiandsmótsins í körfuknattleik: Frá Margréti Sanders, fréttaritara Timans á Suðumesjum: Valsmenn náöu að hefna ófaranna í Keflavík á fostudagskvöldiö, með því aö sigra Keflvíkinga örugglega á sunnudagskvöld, 104-91. Liöin standa því jöfn að vfgi eftir tvo leiki, en það liö sem sigrar í þremur leikj- um stendur uppi sem Islandsmeist- ari. Valsmenn hafa leikið mjög skyn- samlega þaö sem af er úrslitanna og ljóst að um spennandi keppni veröur að ræða. Hins vegar virðast Keflvík- ingar ávallt eiga í erflðleikum í fyrri hálfleik og hlýtur það að vera áhyggjuefni. „Við ætluðum að sigra á heimavelli og það tókst. Það hleypti illu blóði í okkur að eftir leikinn í Keflavík, hlógu áhorfendur og gerðu grín að okkur. Okkur tókst að sýna hvað í okkur býr. Það er þó áhyggjuefni að við áttum í miklum erfiðleikum með pressuvörn Keflvíkinga, en við mæt- um grimmir til leiks í Keflavík á þriðjudag og við látum það sama ekki gerast þar aftur,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Vals. Valsmenn hófu þennan leik á sama hátt og þeir gerðu í íyrsta leiknum, af miklum krafti, spiluðu mjög vel saman og hittu vel og var þá alveg sama hvaða leikmaður átti í hlut. Þeir hreinlega yfirspiluðu Keflvík- inga. Staðan í hálfleik var 53-30. Keflvíkingar komu grimmari til síð- ari hálfleiks, beittu pressuvöm upp allan völl og náðu með þeim hætti að hirða boltann hvað eftir annað af Valsmönnum, sem áttu ekkert svar við vörninni. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í níu stig, 91-82, og fór þá að fara um áhangendur Vals- manna, hvort leikurinn frá því í Keflavík væri að endurtaka sig. En svo fór þó ekki. Hittnin hjá Vals- mönnum var í lagi og munaði þar um vítaskotin á lokamínútunum og stóðu þeir því uppi sem sigurvegarar. Valsmenn léku þennan leik mjög skynsamlega og ef hraðaupphlaup nýttust ekki, var spiluð sókn sem í flestum tilfellum tók nær allar þær þrjátíu sekúndur sem þeir hafa til umráða. Liðsheildin stóð sig vel í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik voru það þeir Tómas Holton, Franc Book- er og Magnús Matthíasson, sem voru burðarásar og bestu menn liðsins. Booker náði sér vel á strik í þessum leik í heild sinni og munar þar miklu frá fyrsta leik liðanna. Keflvíkingar hafa átt slaka fyrri hálfleiki í báðum leikjum liðanna og hlýtur það að vera áhyggjuefni. Mun- urinn í hálfleik var of mikill og þrátt fyrir góða vöm og ágæta hittni þá náðu þeir ekki að minnka muninn meira en raun bar vitni. Bestu menn liðins voru þeir Nökkvi Már Jónsson, sem er mjög skemmtilegur leikmað- ur, og þá lék Jón Kr. Gíslason ávallt vel upp á samherja sína, átti 10 stoð- sendingar, en var þó með daufara móti í leiknum. Kristinn Friðriksson hitti mjög vel í síðari hálfleik, en var þó allt of lengi utan vallar. Einnig munaði um þriggja stiga körfur Guðjóns Skúlasonar. „Eflaust höfum við verið of öruggir og það gekk allt upp hjá þeim, en ekkert hjá okkur. Strákarnir léku eins og þeir væru hræddir við Valsmenn, en það má fastlega búast við jöfnum og spenn- andi leik og við leikum til sigurs," sagði Sigurður Ingimundarsson, leikmaður ÍBK, en hann varð að horfa á þennan leik, vegna meiðsla í baki. Magnús Matthíasson Dómarar leiksins voru þeir Kristján Möller og Leifur Garðarsson. Stig Vals: Franc Booker 34, Tómas 24, Magnús 12, Svali 12, Ragnar 9, Matthías 7, Símon 4 og Guðni Hafst. 2. Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 21, Nökkvi 20, Guðjón 17, Bow 16, Jón Kr. 9, Hjörtur 6, Albert 2. Tölur úr Ieiknum: 7-7, 22-13, 35- 24, 44-24, 53-30 — 63-35, 67-45, 72-53, 84-72, 91-82,104-91. ÍBK-sigur í fyrsta leik Fyrsti leikurinn í úrslitunum fór fram í Keflavík á föstudagskvöldið fyr- ir troðfullu húsi og sigruðu Keflvík- ingar í þeim leik 106-84, eftir að hafa verið 9 stigum undir í hálfleik, 39-48. Valsmenn léku íyrri hálfleikinn mjög vel og höfðu mest 15 stiga forystu. I síðari hálfleik snerist dæmið við og Keflvíkingar höfðu þá undirtökin. „Við lékum fyrri hálfleikinn eins og liðsheild og mjög skynsamlega. Ef hraðaupphlaup gengu ekki upp var stillt upp og spilað. Aftur á móti vor- um við of bráðir í síðari hálfleik. Ef við spilum okkar leik á heimavelli okkar, þá vinnum við leikinn," sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Vals. Keflvíkingar komu mjög öruggir til leiks í síðari hálfleik og fóru á kostum á meðan ekkert gekk upp hjá Vals- mönnum. Nökkvi var besti maður vallarins, skoraði mikið og var mjög grimmur í fráköstum. „Þetta var ffá- bært og ég er himinlifandi yfir þessu. Ég fann mig mjög vel í leiknum, en búast má við að næsti leikur verði jafn og spennandi," sagði Nökkvi Már Jónsson, leikmaður IBK. Jón Kr. gætti Bookers mjög vel og lék uppi meðspil- ara sína. VAlsmenn léku allir vel í fyrri hálfleik og áberandi var hve liðsheildin starf- aði vel saman og hittnin var ótrúlega góð. Liðið var hins vegar mjög slakt í síðari hálfleik. Flautuglaðir dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Leifur Garð- arsson. Stig ÍBK: Nökkvi 28, Bow 21, Guðjón 19, Kristinn Fr. 15, Jón Kr. 9, Albert Ó 7, Hjörtur Harðarson 7. Stig Valsmanna: Magnús 21, Ragnar 16, Booker 13, Tómas 12, Símon 12, Svali 8, Ari G. 2. -P.S. Himr nýju Fram er komín á AJþingi þings- ályktunartíUaga þar sem fyrstí flutningsmaður er Ámi Johnsen, en hann hefur fengið þingmenn úr öUum flokkum tíl að flytja tiUöguna með sér. Tillögugerðarmenn vilja „fela forsætisráðuneytínu og menntamálaráðuneytínu að semja við sjónvarpið um gerð fræðslu- og kynningarþátta um störf Alþingls og alþíngismanna.** Óhætt er að segja að þessi tíUaga sé tímanna tákn, þvi í henni opin- berast ótrúlega margbreytílegur sannleikur. Það fyrsta, sem þessi tillaga opinberar, er að einhverjir þingmenn gera sér grein fyrir því að iöggjafarsamkoma þjóðarinnar og þó öllu heidur sumir fuUtrúar, sem þar sitja, njóta ekki mikils trausts landsmanna um þessar mundir. í öðru lagi ber tíUagan vott um að einhverjir þingmenn telja þrátt fyr- ir aUt að þeir séu emhvers trausts verðir. Síðast en ekld síst sýnir þessi tíUaga greinilega hvers vegna alþingismenn njóta takmarkaðs trausts meðal abnennings, þar sem tUiagan sjálf er vanhugsuð og tíl þess eins fallin að gera þingmenn enn tortryggilegri en áður. 20-25 þátta spennti- spjaU við alþingismenn I greinargerð með þessari þings- áfyktunartUIögu segir að nauðsyn- legt sé að landsmenn fái óbrenglað- ar uppfysingar um storf alþingis- manna, en „margt bendir tíi þess f umræðu á Islandi að fóik hafi mjög bjagaða mynd af þeirri fjölþættu og viðamUdu starfsemi sem fer fram í Alþingi og hjá alþingismönnum.“ Vissulega kann það að vera rétt hjá Áma Johnsen og félögum að þörf sé á því að kynna störf Alþingis bet- ur en gert hefur verið. Einhvem veginn læðist þó sá gmnur að Garra að það, sem Áma Uggi þyngst á hjarta, sé að útskýra að oft þurfí þingmenn að vera að aka eftír Miklubrautinni með bflasímann kláran, eða vera í fótbolta f KR- heimilinu þegar verið er að greiða atkvæði í þingsaL Þá vekur það athygli í þessari þingsáfyktunartUlögu hve flutn- ingsmenn virðast gjörsamlega sneyddir raunveruleikaskyni, þegar kemur að hugmyndum þeirra um áhugamál og skoðanir þjóöarinnar. Talað er um að æskilegt væri að gera 20-25 stutta sjónvarpsþættí, sem væm 5-7 mínútna langir og tengdust markvisst frettatímum sjónvarpsins. Sfðan segir f greinar- gerð: „Þá væri hægt að gera efnið spennandi með vibtölum við þing- menn og aðra um verklag, umræð- ur á bak við tjöldin og ýmsa þætti sem sjaldan eru í svíðsljósinu.14 Skyldu þeir vera margir, sem telja að enn eitt viðtalið við Áma John- sen um starfshætti Alþingis sé „spennandi sjónvarpsefni"? Trú- Iega tæki þá a.mJc. einhver þing- maður undir með Spaugstofunni: „Ég vildi ég væri að leika í betri mynd!" Dagskrá samkvæmt tilskipun Alvariegast af öllu er þó það dóm- greindarieysi, sem bbrtist í sjálfri hugmyndinni um sjónvarpsþætt- ina. Dagskráigerð samkvæmt tíl- skipun frá Alþingi er stórt skref aft- urábak í fsienskri flölmiðlun, jafn- vel þó verið sé að taJa um ríkássjón- varp. Einhvem veginn hefur Garri það á tilfinningunni að starfsmenn sjónvarpsins Utu það ekki hýru auga ef forsætísráðuneytíð og/eða menntamálaráðuneytið færu að krefjast þess af fréttastofu sjón- varps eða einhverjum öðrum deild- um þess, að hún útbyggi þessa kynningarþætti frá Aiþingi. Mikið hefúr veríð rætt og ritað um hlut- verk útvarpsráðs og pólitíska skip- anþess, enþrátt fyriraðþaðmálsé allt hið viðkvæmasta, hefur mönn- um tekist að koma sér upp viðun- andi starfsreglum. Samkvæmmt þeim reglum sldptir ráðlð sér ddd af einstökum ákvörðunum f dag- skrárgerð og er ekki fyrirfram með puttana í þvf sem starfsfólkið er að gera. Tilskipanir frá Alþingi um tíl- tekna dagskrárgerð ásamt tíllögum um efnistök koma því eins og skrattínn úr sauðarieggnum og verða í raun bamalegar þegar þær eru hugsaðar tíl enda. Annar möguleiki er þó til í þesso sambandi, og hann er sá að Ámi Johnsen og félagar hafi hugsað sér að þessir þættir og kynningar- myndir yrðu unnar og birtar sem auglýsingar frá Alþingi. í því tilfelli væri kostnaðurinn orðinn svimandi og miðað við umræður á Alþingi um auglýsingakostnað ríkistns að undanfömu er ólfldegt að flutn- ingsmenn telji verjandi aö fara þannig meö skattpeninga lands- manna. Niðurstaðan er því sú að ef þingmenn vilja bæta ímynd sma meðal almennings, þurfa þeir ein- faldlega að vanda málflutning shm og hugsa tíllögur sínar ö! enda. Á þingi eru (jölmargir þingmenn, sem þannig fara að, og þeir njóta virðingar. Þeír hins vegar, sem brn á borð fyrir fólk ótraustvekjandi skyndilausnir, uppskera eins og tíl er sáð. Þeir verða sjálfir ótrúverð- ugir. Garri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.