Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. apríl 1992 Tlminn 3 Steingrímur Hermannsson segir yfirlýsingu fgrsætisráðherra Noregs engu þurfa að breyta um stefnu íslendinga: Gróa vill aö Norö- menn gangi í EB Gro Harlem Brundtland, forsætísráðherra Noregs, lýsti því yfir á fundi norska Verkamannaflokksins um helgina að hún teldi að Norðmenn ættu að ganga í Evrópubandalagið. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það eigi ekki að hafa áhríf á afstöðu íslendinga þó að Norðmenn gangi í EB. Hann segist hins vegar reikna með auknum þrýstingi hér á landi við að ís- land geríst aðili að EB ef ekkert verði af evrópska efnahagssvæðinu (EES). Steingrímur segir að þróist mál á þennan veg eigi fslendingar ekki að ganga í EB heldur gera tvíhliða samning við EB. „Staða Norðmanna er allt önnur en okkar. Þeir eru að sækjast eftir allt öðrum hlutum en við með því að ganga í EB. Þeir sækjast eftir því að geta haft áhrif á framtíðarþróun EB, utanríkisstefnu þeirra o.s.frv. Staða norsk iðnaðar skiptir einnig máli í þessu sambandi. Ef við fáum samning um evrópskt efnahagssvæði, eins og við lögðum hann fyrir í síðustu ríkisstjóm, þá er hann fullnægjandi fyrir okkur. Við erum bara að sækjast eftir að ná við- skiptasamningum við EB,“ sagði Steingrímur. Umræðan á íslandi um evrópska samvinnu hefur verið að breytast síðustu dagana. Steingrímur var spurður hvort þróun mála í Noregi muni breyta umræðunni hér heima. Hann kvað það ekki eiga að vera. „Ég hef það á tilfinningunni að ef ekkert verður af evrópsku efnahags- svæði þá kunni umræðan hér heima að verða töluvert heit um þessi mál. Ef ekkert verður af EES og Norð- menn ganga í EB em þeir komnir inn fyrir tollmúra EB en við ekki. Ef EES verður að vemleika verður staða íslensks og norsks sjávarút- vegs svipuð. Ef ekkert verður af EES á ég frem- ur von á því að hér verði vaxandi krafa um inngöngu okkar í EB. Að mínu mati kæmi það ekki til greina jafnvel þó svo færi. Við yrðum aldrei í EB annað en Nýfundnaland er í Kanada, eins og er ágætlega lýst í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina." Það hafa ýmsir bent á að EES sé bara stundarfyrirbrigði þar sem flest EFTA-löndin séu á leið inn í EB. Kvennalistinn hefur m.a. oft bent á þetta í sínum málflutningi um þessi mál. Þetta var borið undir Stein- grím. „Ég hef ekki séð nein rök sem sannfæra mig um það að EES- samningurinn geti ekki orðið tví- hliðasamningur okkar og EB ef hin EFTA-löndin ganga í EB. Það er hins vegar ljóst að það þyrfti að endur- semja um stofnanir EES og um stjórn svæðisins," sagði Steingrím- ur. Ekki náðist í Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra til að fá viðbrögð hans við yfirlýsingu Bmndtlands . -EÓ Egils páska- bjór er oröinn klár Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur nú í annað sinn bruggað páskabjór en erlendis er löng hefð fýrir slíku. Páskabjórínn er millidökkur á lit og bmggaður samkvæmt gömlu lög- unum þýsku sem mæla fyrir um að aðeins skuli brugga bjór úr vatni, malti, humli og ölgeri. Nýjung í íslenskum greiðslukortum: Samkort sem tengikort við Eurocard Nýtt Samkort sem er tengikort við Eurocard og þannig fullgilt greiðslu- kort á alþjóðavísu hefur nú verið gef- ið út í samvinnu Kreditkorta hf. og Samtaka samvinnuverslana, sem í em öll kaupfélög á landinu sem reka smásöluverslun. Á hinu nýja greiðslukorti er mynd af Heklu á framhliðinni en íslenskar landslagsmyndir em jafnan á greiðslukortum Kreditkorta. Nýja Samkortið er hið fyrsta í röð tengi- korta hjá Kreditkortum hf. en tengi- kort em gefin út í samvinnu fyrirtæk- isins og ýmissa félaga og samtaka. Nýja Samkortið er þó sérstakt að því leyti að auk þess sem það er alþjóðlegt greiðslukort, er það jafnframt félags- mannakort í kaupfélögunum. Sem slíkt veitir það handhöfum sínum ýmis hlunnindi, svo sem aðgang að sértilboðum og afslætti auk þess sem handhafar þess fá sent fréttabréf Sam- taka samvinnuverslana. Nýja Sam- kortið gildir í heimabyggð og í heim- inum öllum. —sá Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjórí Kreditkorta hf., til hægri, afhendir Þórí Páli Guðjónssyni, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi og formanni Samtaka samvinnuverslana, fyrsta nýja Samkortið. Ýsuveiöar í net Sjávarútvegsráðuneytið hefur apríl 1992. Ákvörðunin tekur til ákveðið að leyfa notkun á sex ýsuveiða í net í Faxaflóa og fyrir þumlunga netum frá og með 4. Suðurlandi. Macintoshtölva númer 10 þúsund Nýlega seldist Macintoshtölva núm- er tíu þúsund hjá Apple umboðinu, Radíóbúðinni hf. Tölvan er af gerðinni Macintosh Classic og það var fimm manna fjöl- skylda í Reykjavík sem hugðist kaupa hana en fékk hana í staðinn gefna í tilefni af þessum tímamót- um. Að auki fékk fjölskyldan með tölvunni Apple Stylewriter blek- prentara, forrit og músarmottu. Á myndinni afhendir Sveinn Orri TVyggvason, verslunarstjóri Apple umboðsins, þeim Hjalta Þórissyni og Guðrúnu Björk Tómasdóttur og bömum þeirra, Teiti, Margréti og Guðnýju, Classic tölvuna ásamt fylgihlutum. —sá Reykjavíkurdeild RKÍ endurnýjar tækjakostinn: Tveir nýir sjúkrabílar Reykjavíkurdeild RKÍ hefur tekið í notkun tvær nýjar og fullkomnar sjúkraflutningabifreiðar. Bifreið- arnar eru af gerðinni Ford Econo- line og eru búnar öflugum dísilvél- um en önnur auk þess búin fjór- hjóladrifl sem gerir sjúkraflutn- ingamönnum kleift að komast til torfærari staða en ella. Bflarnir voru fluttir til landsins sem venjulegir sendiferðabflar en ís- lenskir iðnaðarmenn hafa breytt þeim í fullkomna sjúkrabíla. Þak bfl- anna var hækkað og soðið á á ný með leysigeislatækni og þeir síðan innréttaðir. Það verk önnuðust bif- reiðasmiðirnir Óskar Halldórsson og Gunnlaugur Einarsson. Fyrir- tækið Fjallabflar, stál og stansar setti síðan framdrif í annan bflinn. —sá Frá afhendingu nýrra sjúkrabíla. Frá vinstri Sigurður Kr. Bjöms- son, markaðsstjóri Globus hf, umboösaöila Ford á íslandi, Davíö Davíösson, deildarstjóri bíladeildar Globus, Þór Halldórsson, varaformaöur Reykjavíkurdeildar RKÍ, Torben Friðriksson, gjald- keri Reykjavíkurdeildar RKf, Gunnlaugur Einarsson og Óskar Hall- dórsson bifreiöasmiöir og Jón Hólm framkvæmdastjóri Fjallabíla, stáls og stansa hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.