Tíminn - 08.04.1992, Page 5

Tíminn - 08.04.1992, Page 5
Miövikudagur 8. apríl 1992 Tíminn 5 r Askell Einarsson: Jöfnun atkvæðisréttar Hér verður stuðst við kafla í grein Jónasar Fr. Jónssonar, sem ber heitið , Jafnt vægi atkvæða — Prófsteinn lýðræðis“ og birtist í tímaritinu „Stefni“, 4. tölublaði, 42. árgangi 1991. Kaflinn nefnist „Leiðir til úrbóta“. „Hrinda þarf stefn- unni í framkvæmd“ Þetta er heiti á lokakafla áður- nefndrar greinar Jónasar Fr. Jónssonar í tímaritinu „Stefni". í kafla þessum víkur höfundur Stefnisgreinarinnar að stefnuyf- irlýsingu núverandi ríkisstjórn- ar. í niðurlagi kaflans segir Jón- as orðrétt: „Við þetta mætti að- eins bæta setningunni: „Skal þetta gert með fækkun þing- manna“.“ Þetta er kjarninn í tillögum margra sjálfstæðismanna og formanns Alþýðuflokksins. Um leiðir að þessu marki segir Jón- as eftirfarandi orðrétt: .Aðalatriðið er að misvægi at- kvæða verði leiðrétt sem fyrst og það gert án þess að þing- mönnum fjölgi. Til viðbótar þessu ætti að stefna að því að einfalda reglur um úthlutun þingsæta." Jónas sýnir fram á það að fjölga þurfi um 50 þingsæti til að jöfn- uður náist með núverandi kerfi. Núverandi misvægi kjósenda í síðustu alþingiskosningum 1991 voru 182.990 kjósendur á kjörskrá. Kosið var um 63 þing- sæti. Það voru 2.905 kjósendur á bak við hvern þingmann að meðaltali. Skipting þingsæta og atkvæði á bak við hvern þingmann var þessi. Einnig er sýnt frávik frá meðaltali kjósendafjölda á þing- mann í landinu (Táfla 1). Þessi samanburður sýnir al- varlegt misvægi atkvæðisréttar miðað við búsetu kjósenda í landinu. Þrátt fyrir þetta tryggja kosningareglurnar eðlilegt vægi þingsæta á milli stjórnmála- flokka. Þetta gerist þannig að í hverju kjördæmi eru eitt eða fleiri þingsæti þar sem heildar- atkvæðavægi flokka ræður meiru en val þingmanna, en val kjósendanna sjálfra í kjördæm- inu. Vaxandi óánægja er með þetta kerfi hjá landsbyggðar- kjósendum. Kjósendur á Suð- vesturlandi eru einnig óánægðir með það að vægi atkvæða þeirra sé notað til að velja þingmenn í öðrum kjördæmum, til að jafn- vægi náist á milli flokkanna. Það fer ekki á milli mála að kjós- endur eiga erfitt með að sætta sig við að frambjóðandi, sem hefði náð kjöri eftir venjulegum hlutfallsreglum, þurfi að víkja fyrir öðrum frambjóðanda, sem vegna atkvæðavægis flokks hans í öðrum kjördæmum hlýtur þingsætið. „Fækkun þingmanna - sama kerfi“ Þetta er heiti á undirkafla í grein Jónasar og þar segir orð- rétt: „Ef þessi leið yrði farin myndi kosningakerfið verða óbreytt að undanskildu því að þingmönn- Önnur grein um allra kjördæma, nema Reykjavíkur og Reykjaness, yrði fækkað um tvo og „flakkarinn" svonefndi færður til Norður- lands eystra (raunfækkun í þvf kjördæmi er um 1, verða alls 5)“. Þetta jafngildir því í fram- kvæmd að alþingismenn verði 51 í stað 63 nú. Sumir rökstyðja þessa fækkun, að ef sú krafa verði viðurkennd að ráðherrar kalli fyrir sig varamenn á þing, meðan þeir gegna ráðherra- stöðu, verði jafnmargir á þing- fararkaupi og nú er, þrátt fyrir fækkun þingmanna. Einnig eru þau rök að salur Alþingis rúmi ekki með góðu móti sæti fyrir tólf þingmenn til viðbótar núver- andi tölu alþingismanna. Sam- kvæmt þessu kerfi verður meðal- tal á bak við hvem þingmann 3.588 kjósendur. Þingmannatala kjördæma og meðaltal kjósenda á bak við þingmann og frávik frá þessu landsmeðaltali (Táfla 2). Þessi samanburður sýnir að að- eins þrjú kjördæmi ná meðaltali kjósenda á bak við sína þing- menn. Næst til að ná þessu marki er Suðurland, sem skortir þó 348 kjósendur á hvern þing- mann sinn til að ná landsmeðal- tali. Reykjavík er með 8820 fleiri kjósendur en meðaltal kjósenda á hvern þingmann segir til um. í óbreyttu kerfi eru 21.114 kjós- endur umfram meðaltal á kjós- anda á alþingismann í Reykjavík. Reykjaneskjördæmi er með alls 1320 kjósendum fleiri, ef miðað er við meðaltal kjósenda á hvern þingmann. Þetta er mikil breyt- ing frá núverandi kerfi, þar sem Reykjanes hefur 12.430 kjósend- ur umfram þingmannatölu í nú- verandi kerfí. Sú hugmynd, sem hér er rædd, sýnir að Reykjavík mundi skorta aðeins tvö þing- sæti til að ná kjósendajafnvægi með þessu breytta kerfi. Eftir meðaltalinu myndi Norðurland vestra eiga rétt til tveggja þing- sæta í stað þriggja, sem tillaga Jónasar gerir ráð fyrir. Eftir sama útreikningi ná Vestfirðir tæplega tveimur þingsætum, ef fylgt er blint þessari meðaltalsreglu um kjósendafjölda að baki hverjum þingmanni. Hér er það spurning hvort færa eigi til viðbótar sitt hvort þing- sætið frá Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra til Reykjavíkur. Ég held að enginn sé tilbúinn til að svara því játandi. Til að tryggja hlut þeirra kjör- dæma betur, sem hafa kjósendur að baki sínum þingmönnum samkvæmt meðaltalsreglunni, er eðlilegt að reglur um skipt- ingu jöfnunarþingsæta ráðist af endanlegu vali þeirra. Öðru máli gegnir um hin kjördæmin, sem ekki hafa meðaltals kjósenda- fjölda á bak við sína þingmenn. Miðað við síðustu alþingiskosn- ingar ættu hér hlut að máli síð- asti þingmaður Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Kostur áðurnefndrar tillögu er sá að hún raskar ekki kjördæma- kerfinu frá 1959, þótt hún geti mjög raskað hag fámennari kjör- dæma og alþingismanna sem hlut eiga að máli. Þessi tillaga hefur einnig þann kost að við- halda jafnvægi milli þingflokka. Tillagan festir núverandi kjör- dæmi í sessi, sem gætu orðið umsýsluhérað heimastjórnar á viðfangsefnum ríkisins sem nú eru í umsjá miðstýrðra stofnana í Reykjavík. Til að ná þessu verð- ur að binda kjördæmin sem heimastjómarskipulag í stjórn- arskránni. Stór hreyfanleg kjördæmi Ein þeirra hugmynda, sem Jón- as hreyfir í grein sinni, er þessi: „Breytileg kjördæmamörk: Hugsa mætti sér að kjördæma- mörk yrðu breytileg og þau ákveðin af Hagstofunni á ákveðnu árabili eða einhverjum tíma fyrir kosningar." Hér á höfundur vafalaust við stór kjördæmi með hlutfalls- kosningum. Með þessum hætti myndu hagsmunir hinna smærri flokka njóta sín áfram. Með tilliti til þess að höfundur hugsar sér kjördæmamörkin hreyfanleg er eðlilegt að ganga út frá sem jafn- fastri þingmannatölu í hverju kjördæmi. Áður hafði Jónas stungið upp á að þingmenn væm 37 með 5000 kjósendur að baki hverjum, ellegar 46 þingmenn með 4000 kjósendur að baki hverjum þingmanni. Til þess að hiutfallskosningar njóti sín í framkvæmd, þurfa helst að vera ekki færri en 5 þingmenn í kjör- Hér er það spurning hvort fœra eigi til viðbótar sitt hvort þingsœtið frá Vest- fjörðum og Norður- landi vestra til Reykjavikur. Ég held að enginn sé tilbú- inn til að svara þvi játandi. dæmi, en talan 7 miklu æski- legri, miðað við jafnræði á milli flokka. í fljótu bragði er mjög erfitt við íslenskar aðstæður að útfæra þessa tillögu. Hins vegar má hugsa sér tilfærslu á milli núver- andi kjördæma, þannig að ekki færri kjósendur verði að baki hvers þingmanns en meðaltalið segir til um. Það má hugsa sér frávik á hvorn veginn um sig um 10% frá meðaltali kjósenda á þingmann. Þetta gæti ieitt til röskunar á núverandi kjör- dæmaskipan, ef halda á við það mark að ekki verði færri en 5 þingmenn í hverju kjördæmi. Einmennings- kjördæmin Ekki fer hjá því, að einmenn- ingskjördæmaleiðin nýtur fylgis margra, og er Jónas Fr. Jónsson einn þeirra. í grein sinni stingur hann upp á tveimur hugmynd- um. Sú fyrri er hin svonefnda breska leið. Færanleg mörk ein- menningskjördæmanna, sem væru endurskoðuð með vissu millibili. Tálar hann um 37 eða 46 einmenningskjördæmi og er þá gert ráð fyrir 4000-5000 kjós- endum í hverju kjördæmi. Ef miðað er við hærri kjósendatöl- una, ætti Reykjavík að skiptast í 14-15 kjördæmi, og ef síðari leið- in er valin verða 18 einmenn- ingskjördæmi í Reykjavík. Allir hljóta að sjá að þetta er hjákát- legt í framkvæmd og vafalaust verða kjördæmin það landfræði- Iega smá, að þetta kerfi verður broslegt í raun. Ef miðað er við hærra kjósendamarkið, væru Vestfirðir að undanskilinni Reyk- hólasveit og Strandasýslu eitt einmenningskjördæmi. Slíkt víðlendi á sér fyrirmynd í enskri kjördæmaskipan, að því er varðar nyrsta hluta Skotlands og eyjamar. Ekki er vafamál að menn eigi erfitt með að kyngja þessum andstæðum í kjördæma- kerfinu. Einmenningskjördæmi hafa þann stóra kost að þau hreinsa flokkakerfið. Einmenningskjör og landslistar Síðari leið Jónasar, þ.e. blönd- uð Ieið — landskjör og einmenn- ingskjördæmi — er athyglis- verðari. Vegna jöfnunaráhrifa landskjörs má hugsa sér stærri frávik í íbúafjölda einmennings- kjördæma. Þýska kosningakerfið til neðri deildar er þannig að landinu er skipt upp í næstum jafnfjölmenn einmenningskjör- dæmi, og fer samhliða er lands- kjör í hverju sambandsríkjanna. Flokkur, sem nær ákveðnum hundraðshluta atkvæða, á rétt á þingsæti samkvæmt þessu kerfi, þótt flokkurinn hafi ekki fengið kjörinn þingmann í einmenn- ingskjördæmi. Staða þýsku sam- bandsríkjanna er einnig tryggð með fulltrúakjöri þinga þeirra til efri deildar þýska þingsins. Verði farin einmenningskjördæma- Ieiðin, er þýska leiðin miklu manneskjulegri en hin breska. Máski sú eina sem er framkvæm- anleg við íslenskar aðstæður. Valið er á milli tveggja leiða Ekki er ljóst hvaða leið verður valin til að stuðla að jafnvægi at- kvæðaréttarins. Landsbyggðar- menn verða að gera sér grein fyr- ir því að þeir verða að ná sáttum við meirihluta þjóðarinnar, ef landsbyggðin á að halda hlut sín- um á við þéttbýlið. Þetta er kjarni málsins. Þetta næst ekki með því að misbjóða rétti ann- arra. Hér verður valið á milli þýsku leiðarinnar og endur- bættrar skipanar stórra kjör- dæma. í þessu sambandi kemur til álita ein af ábendingum stjómarskrárnefndar frá því í desember 1982, sem einnig hef- ur verið í umræðunni. Tillagan er sú, að kjördæmin verði sex talsins. Fjögur þeirra fylgi Qórðungsskipaninni, þ.e. utan Suðvesturlands, sem skipt- ist í tvö kjördæmi, Reykjanes og Reykjavík. í þessari ábendingu var gert ráð fyrir fastri þing- mannatölu hvers kjördæmis og ellefu uppbótarþingsætum, sem úthlutað væri til viðbótar eftir eldri reglum. Inn í þessar hug- myndir hafa einnig komið hug- dettur um að kjósandi geti greitt bæði atkvæði persónubundið og flokkslista, sem ekki þarf að færa saman flokkslega. Samkvæmt stefnumörkun ríkisstjómarinnar er stefnt að auknum persónu- rétti kjósenda við val þing- manna. Hér í þessari grein verður ekki lagður dómur á málflutning Jón- asar Fr. Jónssonar. Það verður gert í þriðju og síðustu grein- inni. Höfundur er framkvæmdastjóri FJóröungssambands Norðlendinga. Tafla 1 Þingsæti Kjósendur Frávik frá Skipting á þingm. meðaltali Reykjavík 18 4078 +1173 Reykjanes 11 4035 +1130 Vesturland 5 1978 -927 Vestfirðir 5 1317 -1588 Norðurland vestra 5 1438 -1467 Norðurland eystra 7 2633 -272 Austurland 5 1824 -1081 Suðurland 6 2328 -577 Tafla 2 Þingsæti Kjósendur Frávik frá - Skipting á þingm. meðaltali Reykjavík 18 4078 +490 Reykjanes 12 3698 +110 Vesturland 3 3296 -292 Vestfirðir 3 2195 -1493 Norðurland vestra 3 2396 -1192 Norðurland eystra 5 3685 +97 Austurland 3 3040 -548 Suðurland 4 3492 -96

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.