Tíminn - 08.04.1992, Síða 6

Tíminn - 08.04.1992, Síða 6
6 Tíminn Miövikudagur 8. apríl 1992 ORLOF AFNUMIÐ OG EKKERT FRÍ1. MAÍ Mjög alvarlegt ástand er nú ríkjandi í fínnsku efnahagslífí. Ríkisstjóm borgaraflokkanna sat á rökstólum alla síðustu helgi og nú liggja fyrir ákvarðanir hennar um niðurskurð ríkisút- gjalda, sem munu hafa mikil áhrif á hagi fínnsks almennings í framtíðinni. Alls hefur finnska ríkisstjórnin hugsað sér að beita niðurskurðar- hnífnum svo ótæpilega, að henni takist að spara um 130 milljarða ísl. króna á ári hverju fram til 1995. Helstu sparnaðarráðstafanirnar eru lækkun ellilífeyris, barna- og at- vinnuleysisbóta. Auk þess vill finnska ríkisstjórnin afnema orlofsgreiðslur til launþega. Til að það takist, þarf þó að nást samkomulag um þau efni milli aðila vinnumarkaðarins. Þá hefur einnig borið á góma að afnema frídaga, þeirra á meðal 1. maí. Höfuðtilgangur ríkisstjórnar- innar með fyrirhuguðum aðgerðum er að stöðva straum gjaldeyris út úr landinu. Búist er við gengisfellingu finnska marksins innan skamms, Finnar kljást nú við alvarlega efnahagserfiðleika í kjölfar þess að markaðir þeirra í Sovétríkjunum hrundu, þegar sovétskipulagið féll. Þeir reyna nú með öllum ráðum að hefta neikvæðan greiðslujöfn- uð við útlönd og styrkja innlenda framleiðslu. Myndin er af gullgrafara í nyrsta hluta Finnlands. Þar finnst eitthvað gull, en þó varla í þeim mæli að muni um í þeim erfiðleikum sem nú blasa við Finnum. jafnvel áður en vikan er úti, og að hún muni leiða til slita á stjórnar- samstarfi borgaraflokkanna. Sé hins vegar litið til lengri tíma, þá er til- lögum ríkisstjórnarinnar ætlað að leiða til þess að kostnaður finnskra iðnfyrirtækja lækki og samkeppnis- staða þeirra batni. Eftir að Sovétríkin hrundu töp- uðu Finnar sínum þýðingarmesta markaði. Þetta hefur haft í för með sér gíf- urlegt atvinnuleysi í landinu. Það er nú 12% og mun fara hraðvaxandi, verði ekkert að gert. Hvort sem efnahagstillögur ríkis- stjórnarinnar ná fram að ganga eða ekki, þá er það víst að finnskur al- menningur á erfiða og óvissa fram- tíð í vændum, þar sem umfangs- miklir og tryggir verslunarsamning- ar við stóra bróður í austri til fjölda ára í senn eru nú úr sögunni. —IVJ, Svíþjóð Stjómin veikari fyrir gagnvart vandanum Skoðanakönnunin, sem DV birti í fyrradag, verður að teljast verulegt áfali fyrir núverandi stjómarflokka, en móðurflokkurinn hefur ekki notið minna fyigis frá því 1987. Þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn hafi b»tt við sig rúmum 2% frá því er blaðið birti skoðanakönnun í febrú- ar sL, hefur hann eigi að síður tap- að tapað 4% fylgi firá því í kosning- unum og má telja víst að þótt skoð- anakannanir séu reikular firá einum tíma til annars, muni kratar tapa verulegu fylgi á stjómarsamvinn- unnl við Sjálfstæðisflokkinn, þegar upp verður staðið úr sljómarstól- unum. Sagan sýnir enda að Aiþýðu- flokkurinn hefiir jafnan orðið að gjalda meira en bróðurpart synda- gjaldsins í sfjómum meö íhaldinu. Kvíöaefni fyrir forsætisráöherra Hvað Sjálfstæðisflokknum við- kemur, em þessar tölur nokkuð kvíðaefni fyrir forsætisráðhcrra, en hann virðist nú á leiðinni með flokk sinn í ógöngur, sem minna á það er geröist í formannstíð Þorsteins Pálssonar. Sagt er að innan flokks- íns sé mótframboðið gegn Þor- steini geymt en ekfd gkymt og tak- ist Davíð Oddssyni eÚd að halda þeim afturbata, er flokkurinn náöi eftir Albertsmálin, gæti farið að hitna undir honum svo um mun- aði. Ágreiningur mun talsverður í þingmannaliði sjálfstæðismanna, cins og Ingi Björa Albertsson hefúr vitnað um í viðtali, en einingin um núverandi formann mun riða víðar en þar. Gefist færi á, telja sumir að ýmsir sjálfstæðismenn væm tfl- búnir að styðja nýjan fiambjóð- anda. Hafa sem kunnugt er ýmsir verið nefndir í þvi sambandi, svo sem Magnús Gunnarsson, en vafl þykir leika á að Þorsteinn verði boð- inn fram aftur. Taka ber könnunina alvarlega Þótt skoðanakannanir eigi að sjáff- sögðu að taka með hæfiiegum fyrir- vara og dæmin sýni aö þær eru sveiflukenndar, virðast línumar að þessu sinni þaö skýrar að það væm mikil mis- tök hjá stjómar- flokkunum að taka könnunina ekki alvariega. En þeir munu hugga sig við það í bili að enn er langur tími til alþingiskosninga, og lifa sjáifsagt í voninni um að jafnvægi veröi á komið eftir núverandi niður- skurðaraðgerðir, þegar þar að kem- ur, og fólk verði farið að sætta sig við „thatcherismann“, sem nú er er rekinn. En þótt kosningar séu enn langt undan, steðja afvarieg vanda- mál að, sem ekki verður vænst að tíminn lækni af sjálfú sér. Þjóðar- sáttin riðar tii fails. Svo má brýna deigt jára... Verkalýðshreyflngin hefur tekið breytingum á undanfömum árum og verið rekin sem hver önnur hag- stofa, eða því sem næsL Lífskjörin eru vegin og metin með flóknum útreikningum, sem aðeins tak- eiga auðveldara með að ræða sam- an, því þeir tala sama mál, sem oft skorti á fyrrum. Hins vegar hefur blllð mifll verkalýðsforystunnar og launþega sjálfra aukisL Þess verður Ld. oft vart að verkajýösfoiystuirai gremst afskipti félagsmanna sinna, sem henni þyfrir tala af þekfdngar- leysi og reynsiuleysi, sé tillögum forystunnar ekki andmælaiaust samsinnL Þetta eykur enn á firr- inguna og búið ervið að margir fbr- ystumenn Íaunþega megi gá aö sér, eigi þetta ekki að leiða tii illkynjaðr- ar valdspillingar, sem þrífst vana- lega best í umhverfl áhrifamanna sem einangrast. Þessi þróun er tví- mælalaust stjómvöidum af því tagi, er nú sitja, í hag. En nú er svo að sjá sem sannist máltækið um að „svo megi brýna delgt jám að bíti", og iaunþega- hreyflngin er vís til að rjúfa friðinn á vinnumaricaðinúm með alvarlegri hætti en menn hafa orðið vitni að undanfarin ár. Skoðanankönnun DV leiðir í ijós að stjóm Davíðs Oddssonar stend- urveikiýriraðhefiaátökafþvítagi. Hana skortir innri einingu og hún hefur oft orðið ber að þvergirðings- hætti og skorti á sáttfýsi, sem verða kann afdrifaríkL taká að blása alvar- legaámóti. maricaður hluti launþega ber skynbragð á, og því lýlgja breyt- ingar í samskipt- um launþega- samtaka og ríkisvalds. Þessir aðiiar Erlendar fréttir Tripoli Hópur líbýskra manna I kröfu- göngu hefti för bílalestar sem flutti sendinefndarmenn SÞ til Tri- poli, höfuðborgar Líbýu. Erindi sendimannanna var aö ræöa Lockerbie deiluna viö stjómvöld landsins. Óeirðalögregla beitti síðar táragasi þegar hópar manna reyndu að ryðjast inn í hótel sem hýsti sendimenn SÞ í Tripoli. Ráðherrar Arabarikja reyndu i Kaíró að koma á ein- hvers konar samkomulagi milli SÞ og Líbýu svo fresta mætti fyr- irhuguöu viðskiptabanni gagnvart Libýu. Það tókst ekki, enda virö- ist óbrúanlegt bilið milli lítils samningavilja Líbýumanna og einurðar Vesturlanda í máli þessu. Vesturlönd krefjast þess að Líbýa framselji tvo menn sem grunaðir eru um hermdarverk sem farþegaflugvél yfir Lockerbie i Skotlandi 1988. Brussel Bandarikjastjórn hefur ákveðið að viðurkenna sjálfstæði þriggja lýð- velda Júgóslaviu; Slóveniu, Króa- tíu og Bosníu Herzegóvínu að sögn James Baker utanríkisráð- herra. Orrustuþotur sambands- hers Júgóslavíu gerðu a.m.k. tvær loftárásir i dögun i gærmorg- un á staði í Bosníu- Herzegóvinu og fimm manns fórust í eldflauga- árás þar. Bardagarnir blossuðu upp eftir að Evrópubandalagið hafði viðurkennt sjálfstæði sam- bandsríkisins sl. mánudag Moskva Deilur Rússa og Úkraínumanna um yfirráð yfir Svartahafsflotanum blossuðu upp á ný þegar bæði tóku sig til og hugðust stjóma ferðum fleyjanna 300 sem teljast til flotans. Stjórnmáiaástand í báðum ríkjunum er mjög ótryggt og Boris Jeltsín á undir högg að sækja með efnahagsáætlun sina sem hann ver með oddi og egg í landsstjórn Rússlands. Róm Stjómarsamstarfsflokkamir fjórir á Ítalíu undir forsæti Giulio Andre- otti héldu naumum meirihluta í kosningunum á ftaliu um helgina. Flokkamir náðu 15 þingsæta meirihluta i neðri deild ítalska þingsins en þar eru þingsætin alls 630. Flokkarnir fjórir; Kristilegir demókratar sem er flokkur Andre- ottis, Frjálslyndir og Sósíaldemó- kratar höföu áður 40 þingsæta meirihluta. Bendery, Moldóvu Andrei Kozyrev utanrikisráðherra Rússlands var fagnað sem hetju af rússneskumælandi aðskilnaö- arsinnum í Moldóvu þegar hann lagði fram friðaráætlun sem ætlaö er að binda enda á þjóðemisdeil- ur i Moldóvu. Washington George Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur afturkaliað 320 milljón dala efnahags- og hemaöaraö- stoð til Perú í þvi skyni að sýna andúð sina á þeim gemingi for- seta landsins; Alberto Fujimori að leysa upp þing landsins. Bagdad Vopnasérfræðingar SÞ komu til Bagdad í gær. Þeir munu leita eftir því hvort stjórnvöld landsins leyfi þeim að eyðileggja mikla kjarnorkutilraunastöð sem þau siðarnefndu fullyrða að starfi einungis í friðsamlegum tilgangi. Bangkok Yfirherstjóri Tælands og heilinn á bak við byltingu hersins á síðasta ári, varð i gær 19. forsætisráð- herra landsins. I herforingjabylt- ingunni i fyrra var löglega kjöm- um stjórnvöldum landsins kastað fyrir róða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.