Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð í lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að hlusta ekki á nema jábræður Ríkisútvarpið er ein af grónum og virtum stofnun- um í þjóðfélaginu. í yfir sex áratugi hefur það verið óaðskiljanlegur þáttur tilverunnar. Menningararf- urinn, sem þetta starf hefur skapað, er ómetanleg- ur. í fljótu bragði mætti ætla að farsælt starf ríkisút- varpsins þennan langa tíma gerði það að verkum að stofnunin sæti á friðarstóli í þjóðfélaginu. Svo virð- ist ekki vera. Ríkisútvarpið virðist nú vera í brenni- depli í einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar. Nýlega hefur verið skipuð nefnd til þess að endur- skoða útvarpslögin. Það vekur sérstaka athygli að nefndin er þannig skipuð, að enginn frá starfsliði eða forustumönnum ríkisútvarpsins á sæti í henni, þrátt fyrir þá gífurlegu reynslu, sem þar er innan veggja, og það mikla hlutverk, sem ríkisútvarpið hefur í menningarlegu tilliti og í öryggismálum landsmanna. Hins vegar eiga einkastöðvarnar þarna sína full- trúa. Við því er auðvitað ekkert að segja að þau sjónarmið komist að við endurskoðun útvarpslaga. Hitt er ljóst að fjarvera útvarpsmanna úr nefndinni gefur ákveðnar vísbendingar um það hvert endur- skoðun laganna á að stefna. Breytir ekki neinu um það, þótt ágætir útvarpsráðsmenn úr stjórnarliðinu eigi þar sæti. Ríkisútvarpið hefur afar mikilvægu þjónustu- hlutverki að gegna við alla landsmenn. í starfí þess hefur verið leitast við að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði, þótt útsendingar séu ekki nógu góðar á ákveðnum landsvæðum og ekki hafí verið bætt þar úr af fjárhagsástæðum, sem er mjög miður. Það er eðlilegt að ríkisvaldið hafí forgöngu um að reka þessa stofnun áfram. Ábyrgð ríkisvaldsins á útvarps- og sjónvarps- rekstri ríkisútvarpsins hefur sjálfkrafa orðið til þess að gerðar hafa verið kröfur til þess um óhlut- drægni. Það er áríðandi að búið verði þannig um hnútana að þessi krafa verði virt áfram. Undirbúningur ráðherra þessarar ríkisstjórnar undir lagasetningu vekur sérstaka athygli. Þau þáttaskil virðast hafa orðið að stjórnarandstaðan á enga aðild að undirbúningi löggjafar, og er þar átt við þátttöku í nefndum sem undirbyggja ný laga- frumvörp. Yfirleitt hefur það verið svo hingað til, að reynt hefur verið eftir föngum að tryggja að sem flest sjónarmið komist að og fulltrúar stjórnarand- stöðu komi að málum á undirbúningsstigi. Algjör stefnubreyting í þessu efni hefur orðið hjá núver- andi ríkisstjórn, að undanteknu því að á vegum fé- lagsmálaráðuneytis starfa nefndir með þátttöku stjómarandstöðunnar. Þetta er auðvitað mikil afturför, og verður til þess að harðari átök verða um málin á lokastigi. En það hefur hver ríkisstjórn sinn stfí, og þessi, sem nú situr, hefur þann að hlusta ekki á nema jábræður. „Þriðji heimurinn“ er kominn úr tísku Mönnnum er nú að verða það ljósara með hverjum deginum að það mun taka langan tíma að friðvænlegur samskipta- grundvöllur og stöðugt efn- hagslíf nái að verða til í fyrrum Sovétríkjunum. Fyrir utan þau átök og illindi, sem heimurinn hefur þegar orðið vitni að, er talið að raunverulegt stríð kunni senn að brjótast út milli Azera og Armena. Herskáir hópar biðu ekki boðanna að hrinda fyrsta lögkjörna forset- anum í Georgíu úr valdasessi, og þar situr nú einhvers konar ,júnta“ að völdunum. Þótt Rússar og Úkraínumenn hafi náð að halda friðinn hvað af er, þá er það ljóst af tóninum í orðsendingum milli ríkjanna um ýmis ágreiningsefni, að ekki er hægt að ganga að því sem gefnu að þeir ekki slíti þann frið síðar. Og það liggur í loftinu að fleiri ríki þarna eigi eftir að láta frá sér heyra vegna óútkljáðra mála, sem enn hef- ur ekki þótt tími til kominn að bera fram af fullum þunga. Þótt napurlegt sé við það að kannast, má vera að sú stað- reynd að „sovéskt“ alræði er víða við lýði enn í afskekktari lýðveldunum sé ástæða þess að ekki hefur soðið víðar upp úr en orðið er. Rússneska nýfrels- ið hefur síður en svo náð út í alla afkima hins víðlenda ríkis. Leynilögregla og einráðir hér- aðsstjórar hafa mjög víða litlu eða engu tapað af gömlum völdum. Á óöldina í Júgóslavíu þarf ekki að minnast, Rúmenar og Ungverjar munu enn eiga sitthvað vantalað hvorir við aðra og þannig mætti halda áfram. Fjárstreymi í eina átt Allt veldur þetta þvf að ástæða er til að atburðir í A- Evrópu haldi áfram að laða að sér athygli heimsins í mörg ár og ef til vill áratugi enn. Og ekki aðeins það. Fjármunir, sem ríku löndin hafa tök á að veita til efnahags- hjálpar, munu vísast renna að mestum hluta til A- Evrópu á næstu árum, og ástæðurnar þurfa ekki vera mannúðarástæður eingöngu. Því fyrr sem friður og regla kemst á, verða aðstæður hag- stæðari til fjárfestingar, því peningar og arðmyndun þurfa á friði að halda. Hvar sem um hægist er nokkur von til að út- lendir fjárfestingaraðilar bjóði sig fram. Þótt atvinnuhættir vegna landfræði- og náttúru- aðstæðna séu að vísu einhæfir í mörgum þessara ríkja, kann það að koma á móti að þarna hefur fólk fyrir betri undir- stöðumenntun og verkþekk- ingu en í snauðum löndum í öðrum heimhlutum, og er því fýsilegra vinnuafl í augum auðmagnsins fyrir vikið. Athyglin er daud Afleiðingar þessa geta orðið afar alvarlegar í framtíðinni fyrir þau lönd, sem löngum voru kölluð „þriðji heimur- inn“, og það höfðu glöggir menn bent á fyrir all löngu. Og þessar afleiðingar eru farnar að koma í Ijós. Morgunblaðið í gærdag birtir stutt viðtal við Helga Hróbjartsson, kristni- boða í Eþíópíu, sem fyrst kom þangað árið 1974 og hefur ná- ið fylgst með þróuninni í hinu hrjáða landi. Helgi segir um ástandið þarna: .Ástandið er verra nú en 1974- 1975 og 1984-1985 þeg- ar hungursneyð ríkti og allra augu beindust að Eþíópíu... sí- fellt erfiðara er að vekja athygli á ástandinu í Afríku eftir um- byltingarnar í Austur- Evrópu, en þörfin eykst ár frá ári.“ Enn segir í þessu viðtali: „Menn eru lengur að taka við sér nú en áður og það verður sífellt erfið- ara að fá aðstoð í tæka tíð... Brýnast er að fá mat núna. En síðan verður að koma til víð- tækari hjálp og reyna að byggja upp bústofninn. En fyrst verðum við að vekja at- hygli heimsins á ástandinu.“ Sterkir keppinautar Veita ætti síðustu setning- unni athygli. Búið er við að það reynist mjög örðugt að ná athygli heimsins á málefnum landa eins og Eþíópíu nú. Neyðin þar höfðar ekki til ímyndunarafls manna í sama mæli og fyrr og þar með dvín- ar hæfileikinn til samúðar. Gamli þriðji heimurinn er ekki jafn spennandi og A-Evrópa. Þetta mun vitanlega ekki að- eins koma fram í minni neyð- arhjálp, heldur líka í efnum sem ekki eru af tilfinningaleg- um toga, eins og neyðarhjálp hlýtur að vera í aðra röndina. Þriðjaheimslöndin eru auðvit- að í mikilli þörf fyrir erlent fjármagn til uppbyggingar. Sum hafa að vísu að heita má ekkert aðdráttarafl í því efni, en þau sem af náttúrunnar hendi ættu að hafa það, hafa fengið keppinaut sem er þeim líklega ofvaxinn — A-Evrópu. Auk tiltölulega góðrar al- menningsmenntunar og áður er að vikið, eru samgöngur og meiri nálægð við markaði A- Evrópu í hag. Þetta hlýtur að mynda á næstu árum og ára- tugum enn geigvænlegra djúp milli þróaðra landa og þriðja heimsins en fyrr. Alkunna er að slíkt ástand kallar víðast á harðstjórn eða kyndir undir trúarlegu ofstæki sem víða á sér sterkar rætur, ekki síst í N-Afríku, sem kunnugt er, heldur líka sunnar, t.d. í Súdan. Þarna kunna að spretta upp enn nýir leiðtogar af tagi Hus- seins og Gaddafis, eða hreyf- ingar sem byggja á trúarof- stæki eins og Frelsisfylkingin í Alsír, sem á meirihlutafylgi meðal landsmanna, þótt henni sé haldið niðri með valdboði að sinni. Andi klerkastjómarinn- ar, sem ríkti í íran, er ekki dauður. Hann lifir góðu lífi þar í landi og víðar og enginn veit hvenær hann gengur aftur margefldur. Þetta eru verðug hugleiðing- arefni, og sá dagur kann að renna að ekki dugi Iengur þau úrræði sem beitt var í Persflóa- stríðinu til að greiða úr vand- anum. Vísast fáum við Vestur- landamenn frið til að líta und- an í aðra átt einhver ár enn. En á meðan munu ótal öfl, svo í Arabaheiminum sem víða um Afríku, nýta tímann vel. Þau munu undirbúa þá stund er ekki verður framhjá þeim litið lengur. Hvað þá mun við blasa er vissulega ekki gott að spá um. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.