Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. maí 1992 Tíminn 5 GATT Framtíð íslensks landbúnaðar er nú í mikilli hættu, af tvennum orsökum aðallega. Sú hin fyrri er umsaminn samdráttur og að- lögun framleiðslunnar að innlendum markaði. Það er vissulega verulega sársaukafull aðgerð, sem mun kosta milli 500 til 1000 ársverk í landbúnaði sem þýðir talsverða fækkun bænda sökum samdráttar í tekjum. Önnur og enn meiri hætta steðj- ar að landbúnaðarframleiðslunni hérlendis og víðar. Það eru svokall- aðir GATT-samningar. Þar er ekki allt sem sýnist og látið hefur verið í veðri vaka í svokölluðum upplýs- ingum um þau mál. Tilvitnun: Utanríkismál: Skýrsla Jóns B. Hannibalssonar utanríkis- ráðherra til Alþingis 1992 bl. 116. Geta má þess að umsagnir skýrsl- unnar eru mjög stytt yfirlit úr hin- um raunverulega texta, sennilega 1/10 til 1/20 úr hinum raunveru- lega texta og ekki sammerkt við frumtexta hvað varðar kaflaskipti og málsgreinar. (Aths. B.H.) Orðrétt: Skýrsluhluti merktur: XI. Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti — GATT. Kafla- heiti: (6.3.1) Heilbrigðis- og sjúk- dómavarnir fyrir plöntur og dýr. „Vegna óljósra reglna um heil- brigðis- og sjúkdómavamir í við- skiptum með landbúnaðarvörur var talið nauðsynlegt að um yrði tjallað sérstaklega. Samkomulag ríkir um fyrirliggjandi drög um þennan þátt. Meginniðurstaðan er fólgin í því að ríki em knúin til þess að réttlæta innflutnings- hömlur í skjóli heilbrigðis- og sjúkdómavama með vísan til vís- indalegra raka. Þetta mun því setja beitingu slíkra reglna mun þrengri skorður en áður.“ (Vinnu- skjal Dunkels, heilbrigðismálakafli um landbúnaðarmál, að Iíkum dag- settur á 20/12 1991, sem endanleg afstaða hans er upp á 18 síður, með allþéttum texta á stofnanamáli og þar með að hluta erfitt til hárná- kvæmrar lögfræðilegrar skýring- ar.) Ljóst er að ef af GATT-III = Uru- guay-samningnum verður (hér eft- ir kallaður einungis GATT-III), þá er áætlað, miðað við gögn Dunkels, að setja á stofn ráð og/eða stjómar- nefnd, sem kölluð verður Comm- ittee on Sanitary and Phytosanitary Measures. Sú stofnun á að hafa ná- ið samráð við alþjóðastofnanir, sér- staklega þrjár stofnanir, sem heita Codex Alimentarius Commission, ásamt International Offíce of Ep- izootics, einnig Intemational Plant Protection Convention með það að markmiði að tryggja sem besta fá- anlega vísindalega og tæknilega ráðgjöf fyrir stjómina. Lauslega þýtt úr gögnum merkt MTN. TNC/W/FA Page L. 42 paragraphs 38 og 40. Þetta, ásamt ritefni á hinum 18 síðum, segir manni það að hvert einstakt land, sem gerist aðili að GATT-III samningi, er nánast með báðar hendur bundnar á bak aftur hvað varðar eigin ákvarðanir um sérreglur fyrir eigið landsvæði, og þess vegna í stóraukinni hættu fyr- ir innflutningi á smitsjúkdómum og efna- og/eða lyfjamengaðri vöru. Þetta er 100% óviðunandi staða og ætti alls ekki að vera samþykkt af ríkjunum. Spyrja má því: Hvernig verður heilbrigðisvottun á matvælum háttað skv. hinum nýju GATT- samningsdrögum? Verður vottun- in í framleiðslulandinu, vinnslu- landinu, ef um siíkt er að ræða, eða í innflutningslandinu og hvemig verður með farið, ef ágreiningur er um vottun vömnnar? Bjarni Hannesson: III gildran Þetta eyðileggur einnig að öllum líkum möguleika íslands til nauð- synlegrar vemdar gegn ýmsum sjúkdómum, sem ekki em til hér- lendis, ásamt efna- og lyfjameng- aðri vöm, og einnig að verja landið með tæknilegum reglum, atriði sem ýmsir hafa gert sér vonir um að væri einfaldur og auðveldur möguleiki. Samkvæmt endanlegu vinnu- skjali Dunkels, landbúnaðarkafla, heilbrigðisreglur, að innflutnings- landi beri að sanna á vísindalegan hátt að um sýkta og/eða mengaða vöm sé að ræða, slíkar rannsóknir geta tekið marga mánuði, jafnvel mörg ár, og kostað offjár, niður- staða að leggjast að líkum fyrir GATT-stofnunina til endanlegs mats og á meðan er allt í óvissu með innflutningsbannið á meintri sýktri og/eða mengaðri vöm. Þvílíkt ferli ákvarðanatöku er fyrirfram ótækt í framkvæmd. Það að reglur og/eða sú áhætta, sem falin er í því að ákvarðanir um leyfðan innflutning færist frá inn- flutningslandi til alþjóðlegrar stofhunar, telur B.H. vera algerlega óviðunandi. FYRRI HLUTI Vegna: Að líkum seinni ákvarðanatöku hjá slíkri stofnun, þegar sérstakt ástand skapast t.d. ef smitsjúkdóm- ur gýs upp og bregðast þarf skjótt við til að hindra útbreiðslu smits til ósýktra svæða. Annað: "Sönnunarskylda, skv. vís- indalegum kröfum um staðfestingu á að um sé að ræða mengaða og/eða sýkta vöm, er að líkum alltof svifa- sein og jafnvel dýr, þar sem sönn- unarskyldan virðist vera hjá viðtak- anda vömnnar, hafi ekki orðið vart við slíkt hjá framleiðanda eða vinnsluaðila vömnnar, enda gæti einnig verið möguleiki á að reynt yrði að dylja slíkt í framleiðslu og/eða vinnsluferlinu og einnig jafnvel hjá verslunaraðila vömnnar, sem geta verið margir frá upphafi til endastöðvar vömnnar. Þessi áhætta ein og sér ætti skil- yrðislaust að vera viðurkennd á þann hátt að heilbrigðisreglur, boð og bönn innflutningslands giltu, en ekki vottun útflutningslands, framleiðanda, vinnsluaðila, söluað- ila og/eða að líkum svifaseinnar al- þjóðastofnunar. Þriðja: Eftirlit alþjóðastofnunar með framkvæmd reglna yrði nán- ast óframkvæmanlegt og það ætti að vera fyrirfram fullljóst og þess vegna ættu slíkar hugmyndir ekki að ræðast sem alvörumál. Fjórða: Athyglisvert er að sáralít- ið er minnst á mengun og meng- unarhættu í matvælum í þessum matvælahollustuþætti í samnings- drögum Dunkels. Eiturefni, horm- óna- og lyfjamengun, þungmálma- mengun og efnameðhöndluð mat- væli — það er erfitt og nánast lítt framkvæmanlegt fyrir viðtökuland slíkrar vöru að fást við að sanna á vísindalegan hátt líklega skaðsemi, bæði vegna kostnaðar og tíma sem það tekur vegna þeirra fjölbreyttu vöruflokka og að líkum oft á tíðum erfiðrar sönnunarskyldu á uppruna vöru, því afar auðvelt er ef ein- hverjir svindlarar eru í vinnsluferli matvæla að gefa rangar upplýsing- ar um gæði, meðhöndlun og upp- runa vörunnar. Krefjast ber því fyrir íslands hönd skilyrðislauss réttar á því að innlendar reglur gildi um innflutn- ingsbann á meintum sýktum og/eða menguðum vörum. Markaðsaðgangur Óbjörgulegt getur orðið þegar bírókratar og viðskiptajöfrar fara að seta saman allsherjar viðskipta- reglur um verslun með landbúnað- arafúrðir, ásamt afskiptum af skipulagi í framleiðslu og styrkja- kerfi í landbúnaði, ásamt tollaregl- um. Tilvitnanir í skýrslu J.B.H. um utanríkismál GATT, bl. 116. (6.3.2.) Markaðsaðgangur Jáeginniðurstaðan varðandi markaðsaðgang er að háir tollar (tollígildi) leysa af hólmi magn- takmarkanir á innflutningi. Jafn- framtskal leyfa tiltekinn lágmark- sinnflutning á lægri tollum auk þess að tryggja þann markaðsað- gang áfram sem fyrír hendi var á viðmiðunartímanum. Jafnframt em sett vamaglaákvæði, sem leyfa hærri tolla þegar innflutningur fer yfir tiltekið mark. Þá er gert ráð fyrir að dregið verði úr tollvemd- inni í áfongum á ámnum 1993- 1997 og lágmarksmarkaðsað- gangur smáaukinn á sama tíma. íþessum kafla verður fyrst fjall- að um tollígildun, síðan um lág- marksaðgang og loks vamagla- ákvæði. Grímur S. Norðdahl: Umhverfisfasismi Um nokkurt árabil hafa vaðið uppi nokkrar þekkingarlitlar og há- værar klíkur, sem hafa búið sér til þá kjaftasögu og virðast trúa henni, að sauðfé hafi eytt gróðri Iandsins. Og rembast nú við að gera það að grunni fyrir lögum og reglugerðum. Þó það gangi þvert á stjórnarskrá og eignarrétt, meira en þúsund ára skyldu- bundin réttindi tilheyra lögbýlum eins og veiðiréttur í ám og vötnum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vann sakamál, sem saksóknari rík- isins höfðaði á mig að tilhlutan sýslumanns. Ég neitaði réttar- sætt. Það var ekki deilt um hvort atvikið, sem kært var út af, væri rétt, heldur um lögfræðilegan grunn reglugerðanna, sem talið var að ég hefði brotið. Niðurstað- an var þessi: „Dómsorð: Ákærði, Grímur Skúlason Norðdahl, skal vera sýkn af kröfum ákæruvalds- ins um refsingu og greiðslu sakar- kostnaðar. Málsvarnarlaun skip- aðs verjanda ákærða, Sveinbjarn- ar Jónssonar, hrl., krónur 7.500,00, greiðist úr ríkissjóði. Steingrímur Gautur Kristjáns- son.“ Þessum undirréttardómi áfrýjaði saksóknari ekki, og viður- kenndi þar með hvernig að þessari málshöfðun var staðið. Þessa hlið málsins mættu umhverfisfasist- amir kynna sér betur. En snúum okkur að trúaratrið- um, þar sem þekkingarskortur virðist vera grunnurinn. Það eru sögulegar staðreyndir, að eldgos þurrkuóu út Litla-Hérað og eyddu mannabyggð í Þjórsár- dal. Harðindi undangenginna alda Eg get sýnt hvetjum, sem nennir að koma og skoða, svœði, sem eru friðuð á fjórða áratug, og Önnur þar sem ausið hefur ver- ið ríkulega á með líf- rœnum áburði, eng- in friðun og ekkert grasfrœ, nema ís- lenska grasfrœið, sem fýkur með öllum vindum, hefur fund- ið þar lífsskilyrði og þar er nú algróið land. Og siðastland sem sauðfé hefur beinlínis grœtt upp. voru svo hrikaleg aö litlu munaði að Breiðamerkurjökull næði í sjó fram. Skriðjökullinn hafði eytt mörgum býlum og annexíum, og einhverjum mestu skógum, sem sögur fara af, í Breiðumörk. Kunningi minn, sem var að skoða myndir af jökullóninu við Breiðamerkurjökul, sagði: „Skyldu þeir halda að rollurnar hafi krafsað skriðjökulinn yfir byggðina og skóginn?" íslending- ar voru ekki orðnir nema nokkrir tugir þúsunda, og fénaðareign svo lítil að það nægði varla til lífs- framfæris. Svo það er bersýnilegt rugl í umhverfisfasistum að sauð- kindin hafi eytt gróðri landsins. Ef það væri orsökin, myndi uppblást- urinn byrja við fjárhúsin, en þar er allstaðar algróið land. Því má ekki gleyma að gegnum aldirnar var lítið um eldivið, annan en skán, hrís og lyng. „Ef Dísu litlu er kalt, skal ég rífa meira hrís,“ sagði Dav- íð. Gífurlegt magn af skógi var notað til kolagerðar. Það er og staðreynd að fram á þessa öld var útigangsfé í Núps- staðaskógi, Galtalækjarskógi, Bæjarstaðaskógi og Þórsmörk, og þrátt fyrir harðindi, beit og skóg- arhögg voru þessar skógarleifar þó til. Eg á mynd frá gömlu beitar- húsunum í Skaftafelli. Þar er birkigróður allt í kring. Einnig mynd frá girðingu KFUK í Vindási í Kjós. Þar er enginn munur á birkigróðri utan og innan girðing- ar, og eru þó fjárbú í grenndinni. Það er kominn tími til að um- hverfisfasistar kyngi kjaftasög- unni um að sauðfjárrækt og vöxt- ur skóga séu ósættanlegar þver- stæður. Ég man ástand gróðurs í lok síöasta harðindakafla, sem yfir þetta land hefur gengið, frosta- vetrarins 1918 og snjóavetrarins litlu síðar. Þá var úthagi allur öm- urlega gróðursnauður. Síðan fór tíð hlýnandi. Jöklar hafa minnkað, fénaði fjölgað og gróður vaxið bæði í heimahögum og á nær- liggjandi heiðum. Ef til vill er líka samband á milli sauðfjárfjölgunar og vaxandi gróð- urs, samanber hundaþúfurnar þar sem ótrúlega þroskamikill gróður vex á ótrúlegustu stöðum, og á rætur sínar að rekja til fugla him- insins, sem tylla sér þar oft og skilja eftir ofurlítinn þakklætis- vott í formi lífræns áburðar. Ég get sýnt hverjum, sem nenn- ir að koma og skoða, svæði, sem eru friðuð á fjórða áratug, og önn- ur þar sem ausið hefur verið ríku- lega á með lífrænum áburði, eng- in friðun og ekkert grasfræ, nema íslenska grasfræið, sem fykur með öllum vindum, hefur fundið þar lífsskilyrði og þar er nú algróið land. Og síðast land sem sauðfé hefur beinlínis grætt upp. Moldar- börð sem stækka á hverju ári, þó efnunum sem gætu stöðvað eyð- inguna sé í stórum stfl hent á öskuhaugana. Vatn og vindur tek- ur ekkert tillit til blaðurs um- hverfisfasista, sinueldar ekki held- ur. Eitt af því, sem mest ógnar gróðri og öðrum verðmætum í ná- grenni þéttbýlis, eru sinueldar og það er fyrir dugnað brunaliðsins að ekki hafa hlotist af stórskaðar, og þó hefur vaxtarmikill trjágróð- ur orðið eldinum að bráð. Það er furðanlegt sambandsleysi milli sveitarstjórnarmanna og hesta- manna að hefja ekki skipulega og skynsamlega samvinnu um beit á þessum hættusvæðum. Þetta er mjög auðvelt í framkvæmd með nútíma girðingatækni. Úlfarsfelli í apríl ‘92.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.