Tíminn - 07.05.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 07.05.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 7. maí 1992 Tíminn 7 s' " : > : ' :-v ; / > ' Faöir fyrirgef þeim“. Amish-fólkið lítur á árásirnar sem áskorun frá guöi og hafa til þessa endurbyggt sex eyöilagðar hlööur án þess aö áfellast brennuvarginn. Brennuvargur ógnar rólegri tilveru amish-fólksins: Sértrúarflokkurinn þegir meðan hlöðumar brenna Á árinu 1985 var gerð í Hollywood kvikmyndin „The Witness", Vitnið, með Harrison Ford í aðalhlutverki. Þar segir frá litlum dreng úr óvenjulegu samfélagi, sem verður vitni að morði á ferð til stórborgar. Lögreglumaður (Ford) er sendur á vettvang til að vernda líf drengsins fyrir glæpamönnum, sem ætla að koma vitn- inu að morðinu fyrir kattamef áður en það er um seinan. Mynd- in snýst síðan að mestu leyti um samskipti lögreglumannsins og samfélags amisha í Lancastersýslu í Pennsylvaniu, fólks sem hefur hafnað nútímalifnaðarháttum og lifir trútt við sína trú og siði, sem þeir hafa viðhaldið frá því þeir hrökkluðust frá Evrópu til Ameríku á 17. öld. Oft hefur amish-fólkið verið litið hornauga af umhverfi sínu, en hvort það liggur að baki núverandi ofsóknum gegn því er ekki vitað. Brennuvargur gengur laus í am- ish- héraði og fólkið neitar að leggja lögreglunni lið við að finna hann. Það haföi verið dagur fullur von- brigöa fyrir lögreglumanninn Ro- bert Davis, sem var alls óvanur lífs- afstöðu amish-fólksins, bænda- samfélags sértrúarhóps sem er tregt til að eiga samskipti við utan- aðkomandi. Hann hafði veriö send- ur til að aðstoða við að komast að hver væri að reyna að stefna lífsaf- komu þeirra í voða. En hann rak sig á að „samvinnan" var eins og að eiga við múrvegg. Dökk jakkafötin, sólgleraugun og fráhneppt skyrtan í hálsmálið gáfu heimamönnum ótvírætt til kynna að hann væri „enskur", en það lýsingarorð notar amish-fólkið um alla þá sem standa utan þeirra eigin nátengda samfélags. Leit hans að brennuvarginum, sem hafði brennt til grunna sex hlöður á bóndabæjum amisha, bar engan árangur. ,4esús segir okkur að gleyma ög fyrirgefa“ ,Jesús segir okkur að gleyma og fyrirgefa," segir Sam Yoder, eigandi einnar af hlöðunum. Gróf, svört vinnuföt hans, óræktarlegt skegg og svartur barðastór hattur minna meira á málverk eftir Brueghel en Pennsylvaniu á 20. öld. „Við viljum engar ákærur, enga rannsókn og enga refsingu. Þannig förum við að,“ segir hann. Lögreglumaðurinn Davis á bágt með að skilja þessa uppgjöf. íkveikjumar, sem gerðar vom í marsmánuði sl., höfðu í för með sér skaða, sem metinn er á eina milljón dollara, drap 139 nautgripi, 38 hross og eyðilagði fjöldann allan af landbúnaðarvélum. „Þefurinn af brennandi holdi og óhljóðin í skepnunum fylgja mér alla tíð,“ segir TYoy Snook, fyrsti lögreglumaðurinn sem mætti á vettvang. „Ég vil ná þeim, sem gerði þetta.“ Yoder hafði engar tryggingar, frekar en hinir amish-bændumir sem urðu fyrir hlöðumissi. En það skiptir litlu máli í samfélagi, sem þekkt er að samhjálp. Aðrir amish- bræður alls staðar frá í Pennsylvan- íu fóm að safnast saman í Kis- hacoquillas-dalnum í grennd við Belleville til að aðstoða við að reisa nýjar hlöður. Mörg hundmð karlmenn með fornfáleg verkfæri — í amish-landi er ekki notað rafmagn né nýtísku- tækni — unnu frá dögun þar til rökkvaði, en konumar bjuggu til mat og hreinsuðu til. Á 36 klukku- stundum risu sex risastórar timb- urbyggingar. „Það var ánægjulegt að sjá,“ segir Yoder. „Vegir guðs em órannsakanlegir. Hann gefur okkur verkefni að takast á við og við sáum áskomnina og tókum henni.“ Hver getur viljað þessu fólki illt? En það var ekki síður mikil áskomn, sem Davis varð að takast á við, þegar hann reyndi að fá upplýs- ingar hjá fólkinu. Hann skilur ekki hver gæti fundið hjá sér hvöt til að gera amish-fólkinu illt, en það lifir sama einfalda lífinu og forfeður þess, sem fluttust frá Sviss til Am- eríku á 17. öld til að verða ekki brennt á báli fyrir villutrú.Þorps- búamir í BelleviIIe vom skelfingu lostnir yfir íkveikjunum. Flestum líkar vel við amish-fólkið og virða það, en samfélag þess öðlaðist frægð í kvikmyndinni „Vitnið" með Harrison Ford í aðalhlutverki. Frammámenn í viðskiptum hétu 5.000 dollara verðlaunum fyrir handsömun misindismannsins. Að utan Sumir halda að undirrót illvirk- isins sé að finna í hatri á minni- hlutahópum. Belleville er þorp 60 mflur vestur af Harrisburg, höfuð- borg Pennsylvaniu, og þar er að finna þá sem líta á samfélagshygð amishanna og höfnun þeirra á nú- tímalifnaðarháttum sem vott um andamerískan hugsunarhátt „Þeir eru skítapakk í illaþefjandi göml- um fatadruslum, sem ekki vilja að- lagast og verða Ameríkanar," segir einn íbúinn. Aðrir eru andsnúnir regluföstum lífsstfl þeirra, sem er rígbundinn við háleitar hugmyndir. „Það leikur enginn vafi á því að reglufastur lífs- stfll þeirra er áfellisdómur um þá, sem lifa frjálslegra eða það sem við myndum kalla venjulegu lífi. Fjölda fólks finnst samanburður- inn óþægilegur," segir Tom Kramm, prestur við lútherska kirkju í þorpinu. Annað, sem veldur úlfúð, er að amishunum er ekki gert að greiða vegarskatt, þar sem þeir nota hest- vagna í stað bfla. „Ef þeir eru Amer- íkanar, ættu þeir að borga skatt,“ segir 25 ára byggingaverkamaður. „Ég verð reiður yfir því að þeir mega gera rásir í veginn með jám- hjólunum sínum og láta mig bíða meðan þeir silast áfram fyrir fram- an mig og borga svo ekkert." Ströng viðurlög við að hlýða ekki ströngum lögmálum amishasamfélagsins Önnur kenning er sú að brennu- vargurinn hafi verið einn amis- hanna, en lent upp á kant við sam- félagið og þess vegna leitað hefnda. Lögmál amishanna em einstaklega ströng. Litið er á rennilása, hnappa og jafnvel vasa utan á fötum sem merki um hégómagimd og þess vegna bannað að láta það sjást. Það er litið á kaup á bfl eða of náinn fé- lagsskap við „Englending" sem synd, sem oft er refsað fyrir með „frystingu". Þeir, sem fyrir því verða að vera sniðgengnir, mega jafnvel ekki borða við sama borð og fjölskylda þeirra. „Þetta getur verið mjög harka- legt og af hlotist mikil gremja, þeg- ar þetta er refsing fyrir eitthvað smávægilegt, eins og að láta klippa hár sitt stutt frekar en að láta það vaxa eins og Abraham Lincoln, eða fyrír að vilja hafa yfirskegg þegar eingöngu alskegg eru leyfð," segir John Hostetler, höfúndur bókar um amishana. Táningur, sem var „frystur" fyrir að eiga vingott við „Englending" og að kaupa bfl, segist hafa orðið að flytja að heiman vegna þess að for- eldrar hans gátu ekki gengið til alt- aris. „Þau voru hrædd um að yngra fólkið í fjölskyldunni leiddist á villi- götur vegna mín. Ég var ekki bein- línis rekinn að heiman, en ég var ekki velkominn þar,“ segir þessi syndahafur. Enn aðrir álíta að íkveikjumar hafi einfaldlega verið skemmdar- verk. „Ég held að það hafi verið ein- hver heimskur asni úti á galeið- unni, bara að gera einhver asna- strik undir áhrifum brennivíns og fíkniefna," segir einn íbúinn. „Viö trúum ekki á makleg málagjöld, við trúum bara á kærleika guðs“ Hvað svo sem að baki býr, hafa amisharnir meiri áhuga á að fara aftur að vinna með plógunum sín- um en að leita uppi þann, sem hef- ur rofið friðinn. Jesús kenndi okk- ur að mikilvægast af öllu er kær- leikur, og við viljum sýna hverjum þeim, sem þetta gerði, það í bæn- um okkar,“ segir einn bændanna. „Við trúum ekki á makleg mála- gjöld, við trúum bara á kærleika guðs.“ Það verður enginn bamaleikur fyrir lögregluna að hafa uppi á sökudólgnum án hjálpar amish- fólksins. Lögreglustjórinn í Belle- ville segir að málið kunni að verða óupplýst um aldur og ævi. „Amish- fólkið er ljúfasta fólk í heimi, og ég get ekki fengið af mér að stinga upp á neinni ástæðu til að skaða það,“ segir hann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.