Tíminn - 07.05.1992, Side 8

Tíminn - 07.05.1992, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 7. maí 1992 Elínbet H. Fædd 4. maí 1898 Dáin 25. apríl 1992 Mamma hringdi í mig vestur í Bol- ungarvík um morguninn þann 25. apríl og sagði að hún amma mín væri dáin. Við höfðum búist við þessari frétt undanfarna daga, þar sem amma var orðin mjög lasburða. Ég sá hana síðast í byrjun mars- mánaðar, þokkalega hressa, og kvaddi ég hana þá í síðasta sinn. Ég minnist hennar Elínbetar ömmu minnar með hlýjum hug og söknuð í hjarta. Hún var alltaf mjög goð við mig og reyndist okkur Mæju systur minni vel þegar við misstum pabba okkar, þá aðeins sex og átta ára gamlar. Hún var hjá okkur tvo vetur eftir föðurmissinn og hugsaði um heim- ili fyrir mömmu á meðan hún var að vinna. Það var okkur mikil stoð að hafa ömmu heima er við komum úr skólanum. Hún veitti okkur það öryggi, sem við þörfnuðumst á þeim tíma, og erum við systurnar mjög þakklátar fyrir hvað hún var okkur alltaf góð amma. Amma hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu og voru þær ófáar stundirnar sem við áttum með henni, bæði sem börn og fuilorðnar stúlkur, þar sem hún rifjaði upp gamla tímann og sagði okkur sögur frá sínum yngri árum. Var þá oft glatt á hjalla og munum við syst- urnar eftir ömmu á þessum stund- um, skellihlæjandi dillandi hlátri og tárin runnu niður kinnar henn- ar. Þær minningar, sem ég á um hana ömmu, eiga eftir að ylja mér í fram- frá Innrí-F'agradal tíðinni og langar mig að kveðja hana með þessum orðum Þorsteins Erlingssonar: Og svo fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífðglaða kringum sig. Elínbet Rögnvaldsdóttir, Bolungarvík Laugardagurinn 25. apríl rann upp bjartur og fagur. Það var gott ferða- veður. Snemma að morgni þess dags lagði móðir mín upp í sína hinstu ferð. Öldruð kona, 93 ára, fasmikil en hæglát. Hún hafði háð sitt stríð við elli kerlingu. Við hjón- in höfum margs að minnast og allt að þakka. Frá því móðir mín varð ekkja að seinni manni sínum 1965 dvaldi hún oft á heimili okkar á Móaflöt 13. Hún átti ríkan þátt í uppeldi barna okkar, sem hún unni mjög og var alltaf boðin og búin til að aðstoða. Hún vildi halda þétt um hópinn. Það verður vandsetið sætið hennar mömmu, sem dvaldi hjá okkur í 26 jól og flesta aðra hátíðis- daga. Síðustu æviár sín dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og vil ég þakka starfsfólki þar þá góðu umönnun, sem hún var aðnjótandi til hins síðasta. Veri mamma að ei- lífu guði falin. Elísabet, Þóra og Gísli Við sitjum hér feðgarnir og horfum — Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför Elínbetar H. Jónsdóttur frá Fagradal Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Óska eftir sveitastarfi 16 ára strákur, vanur sveitastörfum.óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 91-54875. Tilkynning frá gatnamálastjóra um hreinsunardaga í Reykjavík vorið 1992 Sérstakir hreinsunardagar veröa laugardagarnir 9. og 16. maí og veröa ruslapokar afhentir I hverfastööv um gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hiröa upp poka og rusl. Til aö auövelda fólki aö losna viö rusl eru gámar á eftirtöldum stööum: Ánanaust móts við Mýrargötu Sléttuveg í Fossvogi Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð Gylfaflöt austan Gufunesvegar Jafnasel í Breiðholti Gatnamálastjórinn í Reykjavik Hreinsunardeild Reykjavlk4. mal 1992 Til sölu Múller mjólkurtankur Tekur 2.200 lítra, er með Freon 22 kælivökva. Upplýsingar í síma 98-76548. Jónsdóttir á mynd af ömmu. Ég segi syni mín- um að amma Eiínbet, sú sem haldi á honum á myndinni, sé dáin. Hann brosir og segir eitthvað á sinni fimm mánaða gömlu tungu. Ég veit að hann skilur ekki hvað pabbi er að segja eða af hverju pabbi er með tár í augunum. Hann veit heidur ekki að á bak við tárin og söknuðinn er viss friður. Amma var orðin þreytt og hefur nú fengið að hvflast. Við amma vorum alltaf mjög náin. Við gátum talað saman um allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér sögur frá huldufólki í Álftafirði og uppvaxtarárunum á Brekku í Hnífs- dal og ég sagði henni frá því hvað ég og strákarnir höfðum verið að bralla. Amma hafði alltaf tíma til að tala við baldna strákinn sinn. Amma kom oft í heimsókn á Móa- flötina. Þar leið henni vel og þar vildi hún helst vera. Þar vildum við systkinin líka helst hafa hana. Það voru líka engin jól án ömmu. Svo langt sem mitt minni nær hefur amma verið á Móaflötinni yfir jólin. Síðustu jól eru fyrir margra hluta sakir merkileg. Þau voru fyrstu jól sonar míns, síðustu jól ömmu hans og þeirra einu jól saman. Ég er þakklátur fyrir að þau hafi fengið að kynnast. Seinna, þegar hann er orð- inn eldri, mun ég sýna honum aftur myndina þar sem langamma hans heldur á honum mánaðargömlum og þau brosa hvort að öðru. Við amma kvöddumst um síðustu áramót, þegar ég og mín fjölskylda fluttum til Flórída. Þó að við vissum að þetta væri okkar hinsta kveðja hérna megin, kvöddumst við með brosi. Við vissum að við yrðum allt- af saman, sama hvorum megin hafs eða himins við værum. Ömmu þakka ég fyrir allt og allt. Snorri Þann 25. apríl andaðist hún amma okkar, Elínbet H. Jónsdóttir. Okkur systkinin langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Við komum til með að sakna þeirra stunda sem hún átti með okkur, bæði á okkar heimili og hennar. Það voru ófáar stundir sem við áttum með henni, þar sem við sátum og töluðum um liðna tíð. Óhætt er að segja að við lærðum mikið af þessum samtöl- um, því hún hafði Iifað tímana tvenna og hafði frá miklu að segja. Við komum til með að sakna jól- anna með henni, því hún hafði eytt þeim tíma árs á heimili okkar svo lengi sem við munum. Við munum sakna hláturs hennar og hlýju og vonum að þar sem hún er núna, hvar sem það nú er, geti hún bros- að, hlegiö og að henni líði vel. Nú er hún farin, en við munum minnast hennar og varðveita minningu hennar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Með þessum orðum viljum við kveðja ömmu, sem var okkur svo kær. Nú fauk í það skjól, sem skýldi mér, og skammvinna vonin dvínar. Mig langar enn til að líta hér lokuðu brámar þínar. Með þér til himins burt nú ber blessun og þakkir mínar. Þorvaldur, Snorri, Ragnar og Sigrún, bamaböm á Móaflöt 13 Mig langar í fáum orðum að kveðja hana ömmu mína blessaða, sem lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi laugardaginn 25. apríl síðastliðinn, nær 94 ára. Amma, sem hét fullu nafni Elínbet Hjálmfríður Jónsdóttir, fæddist 4. maí 1898 á Brekku í Hnífsdal. For- eldrar hennar voru Rannveig Ein- arsdóttir frá Hvammi í Dýrafirði, Magnússonar í Skáleyjum, Eyjólfs- sonar í Svefneyjum, og Jón Hálfdán Guðmundsson frá Árbakka í Hnífs- dal, Jónssonar frá Brekku (áður Hrauni) í Hnífsdal, Jónssonar frá Læk í Aðalvík. Tæpra tveggja ára flutti amma með foreldrum sínum að Þverdal í Aðalvík, en dvölin þar varð skömm, því Rannveig, móðir hennar, lést þar af barnsfararsótt í desember 1902, aðeins þrítug að aldri. Börnin voru þá orðin fimm, amma elst fjögurra ára, og svo Guðmundur, Kristjana, Pálína og Rannveig ný- fædd. Rannveig var tekin í fóstur í Aðalvík, en Jón flutti með hin börn- in fjögur heim að Brekku í Hnífsdal. Þar ólst amma upp næstu árin hjá föður sínum og föðurforeldrum, Guðmundi Jónssyni og Jónu Bárð- ardóttur, en einnig nutu þau í upp- vextinum mikils ástríkis langömmu sinnar, Elísabetar Kjartansdóttur frá Bakka. Jón, faðir ömmu, kvæntist síðar Sigríði Magnúsdóttur úr Hnífsdal og áttu þau tvö börn, Ragnar og Sveinborgu. Sigríður lést tæpra 29 ára árið 1908. Eftir lát Sigríðar flutti fjölskyldan að Árbakka í Hnífsdal, að Sveinborgu undanskil- inni sem fór í fóstur til Dýrafjarðar. Að Árbakka reyndist amma hálf- bróður sínum Ragnari mikið skjól í uppvextinum, en hann var henni af- ar kær, en hann lést tæpra 16 ára árið 1921. Þau systkinin á Árbakka sóttu öll barnaskóla í Hnífsdal. Þótti það góður skóli svo af bar, og sótti amma þann skóla í 5 eða 6 ár. Var það öll hennar skólaganga, utan skóla lífsins, sem reyndist henni heldur harður skóli framan af ævi. Á unglingsárum var amma þó einn- ig við saumanám, sem síðar reynd- ist henni afar hagnýtt. Er leið á unglingsárin, árin 1916 til 1919, lögðu þær systurnar amma og Kristjana (Beta og Jana eins og þær voru kallaðar) land undir fót og héldu til Norðurlands. Þar voru þær við kaupavinnu, fyrst á Páfastöðum i Skagafirði, svo að Hólum í Hjalta- dal og líka á Akureyri. Á Hólum kynntist amma fyrst seinni manni sínum, Þórólfi afa mínum, en þar var hún honum samtíða seinni vet- urinn hans á bændaskólanum 1916-1917. Á Akureyri vistaðist amma fyrst hjá Jakobi Hafstein og svo hjá Sigurlaugu í Gúttó. Þessum árum á Norðurlandi lýstu þær syst- urnar sem ævintýraárunum sínum eða draumaárunum og víst er að Norðurland var ömmu alla ævi afar kært í minningunum. Haustið 1919 kom amma aftur heim til Hnífsdals og kynntist þá fyrri manni sínum, góðvini Guð- mundar bróður hennar, (Einari) Jakobi Einarssyni, sjómanni á ísa- firði. Þau gengu í hjúskap 22. apríl 1922 og stofnuðu heimili á ísafirði. Amma og Jakob eignuðust tvö börn: (Jónu) Guðmundu, fædda 2. mars 1923, hennar maður, nú látinn, var Rögnvaldur Ólafsson úr Bolungar- vík; og (Einar) Jakob, fæddan 13. júní 1925, látinn 30. nóvember 1988, sem var kvæntur Kristínu Sigurjónsdóttur. Jakob Einarsson drukknaði er vélbáturinn Njörður fórst með allri áhöfn út af Vestfjörð- um, trúlega 17. desember 1924, rúmum sjö mánuðum áður en son- ur hans fæddist og lét amma soninn heita í höfuð föður síns. Eftir lát Jakobs bjó amma áfram á ísafirði með börnin og vann fyrir sér og börnunum með saumaskap og komst vel af. Vorið 1926 barst henni svo bréf frá afa, Þórólfi Guðjónssyni, sem greinilega hafði fylgst með henni frá því veturinn á Hólum, þó úr fjar- lægð væri. Bauð hann henni að koma til sín til innanbæjarstarfa og hafa börnin með. Amma lýsti þessu svo.að þá hafði komið kría svífandi úr vesturátt með tvo unga á bakinu. Afi var fæddur 21. ágúst 1892 á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði. Hann hafði flutt norðan úr Stranda- sýslu að Innri-Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu sumarið 1924 ásamt 6 systkinum sínum og foreldrum, Guðjóni Sigurðssyni frá Sunnudal og Ingibjörgu Þórólfsdóttur frá Hrófá. Ömmu fórust greinilega innan- bæjarstörfin í Fagradal vel úr hendi, því á Þorláksmessu árið 1926 gengu þau afi í hjónaband. Eftir það stýrði amma búi í Fagradal í 39 ár af fá- dæma krafti og myndarskap. Amma og afi eignuðust fjögur böm: Móður mína, Ingibjörgu, fædda 25. júlí 1927, gifta Halldóri Þórðarsyni, vél- stjóra úr Reykjavík; Rannveigu, fædda 9. september 1929, var gift Eggerti Einarssyni, vélstjóra úr Reykjavík; Sigurð, nú bónda í Fagradal, fæddan 11. nóvember 1932, kvæntan Erlu Karlsdóttur frá Kollsá; og Elísabetu Þóru, fædda 29. september 1939, gifta Gísla Valdi- marssyni, kennara í Garðabæ. Alls eru barnabörn ömmu 23 og bama- barnabörn 27. Amma og afi bjuggu myndarbúi í Fagradal og var fyrir stóru heimili að sjá. Einatt voru þar um og yfir 20 manns í heimili og töluverður gestagangur að auki. Þrátt fyrir mikið annríki veit ég að amma undi sér afar vel í Fagradal. Hún hafði á orði hversu mjög hún hreifst af vor- dýrðinni og kyrrðinni í Fagradal og hversu ógleymanleg fegurð Breiða- fjarðar var á vorkvöldum. Þegar börnin voru nokkuð komin á legg, sneri amma sér í vaxandi mæli að félagsmálastörfum ýmiss konar. Hún var í mörg ár ritari í stjórn kvenfélagsins í Saurbæ og sömu- leiðis í sóknarnefnd Staðarhóls- kirkju. Ég minnist þess frá því að ég var patti í sveit í Fagradal hjá ömmu og afa, hversu oft var um það rætt að fara inn á Hól. í mínum huga er og verður því Staðarhólskirkja ávallt bara kirkjan á Hólnum. Hóll- inn var svo greyptur í huga minn frá þessum æskuárum, að það varð mér meiriháttar áfall þegar hann einn góðan veðurdag hét orðið Tjarnar- lundur. Vorið 1956 var amma kosin for- maður Sambands breiðfirskra kvenna og í skólaráð Staðarfells- skóla. Hún var formaður Sam- bandsins í ein 17 ár, eða í allmörg ár eftir að Þórólfur afi dó, sem var 2. ágúst 1965. Þegar afi dó var Siggi frændi tekinn við búi í Fagradal, en amma og afi bjuggu enn á loftinu í gamla bænum sem nú er horfinn. í nokkur ár eftir að afi dó starfaði amma á saumastofunni á Reykja- lundi í Mosfellsbæ á vetrum, en fór vestur í Fagradal á sumrin. Eftir það fluttist hún alfarin til Reykjavíkur þar sem hún bjó lengst af ein í eigin íbúð, en þó síðustu árin á vistheim- ilinu Seljahlíð í Breiðholti og nú síðast í Sunnuhlíð í Kópavogi. Ég gleymi aldrei fallega brosinu hennar og megi góður guð geyma hana og varðveita í nýja drauma- landinu. Allir dagar eiga kvöld, allar nœtur morgna. Þannig verða árin öld og öldin mynd hins horfna. (N.N.) Þórólfur Halldórsson dóttursonur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.