Tíminn - 26.05.1992, Side 1
Þriðjudagur
26. maí 1992
95. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Fyrrum eigendur Isnó vilja eiga Isnó áfram:
Eykon neitar að gefast upp
„Hjóla-
skauta-
svell“
Þessir knáu krakkar voru á
hjólaskautum á „skauta-
svellinu" í Laugardal, en
því hefur nú verið breytt
þannig að unnt er að vera
þar á hjólaskautum, en
þessi tilraun á að standa í
sumar.
Tímamynd Áml Bjama
Góðar lfkur eru taldar á að fyrri
eigendur fiskeldisstöðvarinnar
ísnó hf, Eyjólfur Konráð Jóns-
son, Kristinn Guðbrandsson og
Þórarinn Kristinsson, kaupi
þrotabú fyrirtækisins af Fram-
kvæmdasjóði og Landsbanka ís-
lands.
Nokkur önnur tilboð hafa borist í
eignimar eða hluta þeirra. Tilboð þre-
menninganna er hins vegar í allar
eignir ísnó.
Tilboð þremenninganna er gert fyrir
hönd hlutafélags sem þeir hyggjast
stofna um reksturinn. Búist er við að
það skýrist á næstu dögum hvort til-
boði þeirra verður tekið eður ei. Eyj-
ólfur Konráð vildi ekki gefa upp
hversu hátt tilboðið er.
„Ég hef tröllatrú á fiskirækt. í henni
liggur framtíðin og þá er ég ekki ein-
göngu að tala um ræktun vatnafiska,"
sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagðist
hafa haft áhuga á fiskirækt í 35 ár og
væri ekki tilbúinn til að gefast upp nú
þó að á móti blási. -EÓ
Bæklingur til
styrktar baráttunni
gegn steranotkun:
Þær mlklu fjámpphæðir sem
íþróttlmar velta í heíminum f dag,
segir Óiafur Ólafsson lamllæknir
veia helstu orsökina fyrir auHnni
steranotkun mcðal Sþróttamanna
en f gær gaf Landlæknisembættið
út upplýsingahækling um steralyf.
Það voru læknamir Pétur Péturs-
son og Ari Jóhannesson sem tóku
upplýsingamar í bæklingnum
saman. Ari segir áhyggjuefni að
sfærsti hópurinn sem notar lyfin
geri það einungis í fegronar- og
hégómaskyni, þ.e.a.s. að eldd er
um að ræða fólk sem keppír í vaxt-
arrækt eða b'ftingum. Notaðir em
allt upp í 10-100 falda þeir
skammtar sem gefnir em í lækn-
ingaskyni.
Landlæknisembættið telur mis-
notkun stera ven algenga meðal
íslenskra krafUyfíinga- og vaxtar-
ræktarmanna og styðst þar við
reynstu 30 lækna sem þekkja
steramisnotkun og afleiðingar
hennar í gegnum daglegt starf.
Komið hefur í ljós að ekki er auð-
velt að hætta steranotkun og getur
því fylgt vanlíðan samsvaranleg
þcirri hjá heróínneytendum. I
bæklingnum era aukaveriranlr
meðai annars kynntar og geta þær
verið mjög siæmar og sumar
hverjar varanlegar. Meðal helstu
aukaverkana era hár blóðþrýsting-
ur, kransæðasjúkdómar og tíma-
bondin ófrjósemi hjá körium.
Kvcnfólk fær oft aukinn hárvöxt
(skegg) og djúpa rödd sem ekki
ganga tíl baka þó þær hættí
neyslunni.
BækUngnum verður m.a.
dreift í heilsuvemdarstöðvar,
líkamsræktarstöðvar og tíl
leikfimikennara. —GKG.
Eigendur Fjölmiðlunar sf. „plataðir" til að borga 23 m.kr. of mikið fyrir Stöð 2 og vilja fá leiðréttingu:
Verslunarbanki gaf rangar
tölur um skuldir Stöðvar 2
Dómkvaddir matsmenn af Bæjar-
þingi Reykjavíkur hafa komist að
þeirri niðurstöðu að upplýsingar
sem stjóraendur Verslunarbankans
veittu um fjárhagsstöðu íslenska
sjónvarpsfélagsins (Stöðvar 2) í árs-
byrjun 1990 hafi verið rangar um
sem nam 200 milljónum króna. Sá
munur þýddi að Verslunarbankinn
fékk 23 m.kr. of hátt verði fyrir
hlutabréf þau, að nafnverði 150
m.kr., sem Fjölmiðlun sf. keyptí af
bankanum í byrjun árs 1990.
Fjölmiðlun sf. vill fá þetta bætt en
bankinn segist engar bætur greiða
nema að undangengnum málaferl-
um. Við erum sáttir við matið eins og
það er — því það staðfestir að það var
rétt mat Fjölmiðlunar sf. að kaupin á
hlutabréfunum voru byggð á alröng-
um upplýsingum Verslunarbankans.
Eiginfjárstaða Stöðvar 2 var neikvæð
um 700 milljónir en ekki 500 millj-
ónir eins og Verslunarbankinn upp-
lýsti, sagði Sigurður G. Guðjónsson,
Iögfræðingur Fjölmiðlunar sf., á
fréttamannafundi í gær.
Sigurður segir ítrekuðum tilraun-
um Fjölmiðlunar sf. til að ná samn-
ingum um bætur hafa verið fálega
tekið af fúlltrúum Verslunarbankans.
Fjölmiðlun sf. hafi því á miðju ári
1991 óskað eftir að þetta mat yrði
gert og samkomulag hafi þá tekist
um val á matsmönnunum, tveim lög-
giltum endurskoðendum. Þótt mats-
niðurstaða liggi nú fyrir breyti það
ekki afstöðu Eignarhaldsfélags Versl-
unarbankans sem hafi svarað því til
að bætur verði einungis sóttar með
málaferlum. Eigendur Fjölmiðlunar
sf. hafa tekið sér frest til nk. mánu-
dags til að ákveða um framhald máls-
ins.
En ber matsniðurstaðan ekki vitni
um það að eigendur Fjölmiðlunar
Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Fjölmiðlunar sf.
Tlmamynd Áml BJama
hafi ekki fyrirfram athugað nægilega
vel hvað þeir voru að kaupa og geti
þar með sjálfum sér um kennt hafi
þeir keypt „köttinn í sekknum"?
Sigurður segir það mjög alvarlegt
mál ef menn geti ekki treyst niður-
stöðutöðutölum viðskiptabanka á
reikningum fyrirtækja sem bankinn
hafi í gjörgæslu. Hafi verið um gá-
leysi að ræða sé slíkt mjög vítavert í
bankaviðskiptum. Enda hljóti bankar
að vita hvað stórir viðskiptavinir
þeirra skulda.
í matsgerðinni segir m.a. varðandi
upplýsingar: „Af gögnum málsins má
ráða að áætlun frá Lánasviði Verslun-
arbankans, dags. 20.12.89. (dskj. 10)
hafi verið það grundvallargagn sem
stuðst var við þegar kaupin voru
gerð.“ Bent er á að ársreikningur fyr-
ir 1989 var ekki fyrir hendi þegar
kaupin voru gerð né heldur árshluta-
uppgjör. - HEI