Tíminn - 26.05.1992, Page 3
Þriðjudagur 26. maí 1992
Tíminn 3
Ferðamálafélag Skagafjarðar og
Siglufjarðar fundar:
Fallegir staðir og
góð umgengni
Fcröamálafélag Skagafjarðar og
Siglufjarðar hélt opinn fund á
Siglufirði 8. maí sl., en félagið er
aðili að Ferðamálasamtökum Norð-
urlands vestra.
Tilgangur félagsins er m.a. að
leita nýrra leiða til að laða ferða-
menn til héraðsins og efla vitund
almennings fyrir varðveislu fag-
urra staða og snyrtilegri umgengni
um landið. Einnig vill félagið
stuðla að merkingu skoðunar-
verðra staða og gönguleiða. Á
fundinum var ákveðið að gefa út
bækling fyrir sumarið þar sem að-
staða sú, sem þegar er til staðar í
Skagafirði og á Siglufirði, verður
kynnt.
Ferðamál voru einnig fundarefni
Atvinnumálanefndar Siglufjarðar á
fundi hennar 12. maí. Þar var
ákveðið að vísa til bæjarstjórnar að
kannað verði hvort hagkvæmt sé
að skipuleggja orlofshúsabyggð á
Saurbæjarási með það í huga að
bjóða félagasamtökum og öðrum
tilbúnar Ióðir undir orlofshús.
Nefndin leggur til að starfsmaður
verði ráðinn til að sinna ferða-
mönnum, a.m.k. yfir sumarið. Auk
þess kom fram eindregin ósk um
að Siglufjarðarvegur verði byggður
upp eins fljótt og unnt er, lagður
varanlegu slitlagi og mokaður
fimm sinnum í viku yfir veturinn.
Ferðamenn geta því átt von á
góðu í sveitinni, þegar fram líða
stundir. —GKG.
Þriðjungur greiðslukortahafa nýtti sér
heimild til að dreifa greiðslu:
Um 40% ungra
korthafa hafa
lent í vanskil-
um á s.l. ári
Merkilegur munur er á því effir
aldri fólks hve tnisjafnlega vel því
gengur að kaupa ekki meira út á
greiðslukortið en það á aura fyrir á
gjalddaga. Könnun, sem Neytenda-
samtökin gerðu núna í aprfl, leiddi
m.a. í ljós að 40% korthafa á aldr-
unum 25-35 ára höfðu ient í van-
skilum á síðustu tólf mánuðum,
þ.e. ekki getað greitt reikninginn
fyrir gjalddaga. Bæði meðal yngra
fólks og eldra, upp að fimmtugu,
hafði tæpur fjórðungurinn af van-
skilum að segja. Og af korthöfum
eldri en 50 ára höfðu aðeins 6%
lent í vanskilum. Meðaltalið er rúm-
lega fjórðungur og þar af hafði
þriðji hver (9%) oftar en einu sinni
lent í greiðsluerfíðleikum á árinu.
Neytendablaðið segir frá þessari
könnun. Þar kemur líka í ljós að nær
þriðjungur (31%) allra korthafa hafa
nýtt sér tilboð kortafyrirtækjanna
um að skipta greiðslum á þrjá mán-
uði tvisvar til þrisvar sinnum á ári.
Gert er ráð fyrir að enn fleiri hefðu
lent í vanskilum með reikninginn, ef
þessarar þjónustu nyti ekki við. Af
1.200 manna úrtaki reyndust 817
fúsir að svara spumingum um
greiðslukortanotkun. Af þeim sagð-
ist meirihlutinn, 60%, ekki nota
kort, en þó var algengt að einhver
annar á heimili þeirra gerði það.
Langalgengast var að eitt kort væri á
heimili (65%).
5% kaupa nær allt út
á kort
Korthafar voru spurðir hvað þeir
áætluðu að stór hluti af viðskiptum
heimilisins, öðmm en greiðslum af
lánum og húsnæði, væri greiddur
með greiðslukorti. Hátt í helmingur
taldi það undir 20% og um þriðjung-
ur nefndi 20-50%. Hins vegar töldu
um 5% korthafa sig nota þau við
meira en 80% heimilisviðskiptanna
(líklega flest nema bensínkaup, sem
nú er líka hægt að gera út á kort).
TVúlega er sá hópur meðal þeirra
8% korthafa, sem kváðust gera öll
sín matarinnkaup út á kort. Til við-
bótar sagðist þriðjungurinn oft nota
kortin við matarinnkaupin, annar
þriðjungur sjaldan, en fjórðungur
korthafa segist aldrei kaupa mat út á
kort.
Sammála um hver á
að borga
„Hver finnst þér að eigi að greiða
kostnað vegna greiðslukorta?" Þessi
spuming var lögð fyrir alla þátttak-
endur í könnuninni og vekur athygli
að nánast enginn skoðanamunur
kom í ljós á milli korthafa og þeirra
sem ekki nota kort. Korthafar eiga
að borga kostnaðinn að mati 81%
korthafa og 86% kortlausra, en að-
eins 14% og 19% vilja að hann legg-
ist á vöruverðið.
Helmingurinn vill fá
debetkort
Könnunin leiddi líka í Ijós tölu-
verðan áhuga á debetkortum — þ.e.
kortum sem em andstæða greiðslu-
korta að því leyti að úttekt á slíkt
kort dregst jaftióðum frá inneign á
bankareikningi viðkomandi. Debet-
kortum er því ætlað að koma í stað
ávísana. Um helmingur svarenda
sagðist nota þessa þjónustu ef hún
stæði til boða. Það á einnig við um
þann hóp, sem ekki notar kredit-
kort Þriðjungur þeirra, sem nú nota
greiðslukort, vildi fá debetkort í
staðinn, en hinir mundu nota bæði
greiðsluformin.
Að sögn Neytendablaðsins er búist
við að debetkort verði komin á
markaðinn ekki síðar en á fyrri hluta
næsta árs, kannski fyrr.
- HEI
Frá fundi Ferðamálafélags Skagafjarðar og Siglufjaröar: Sóley Erlendsdóttir, Ragnar Ólafsson for-
maður atvinnumálanefndar, Einar Steinsson formaður Ferðamálafélagsins, og Elín Sigurðardóttir
oddviti Lýtingsstaðahrepps í Skagafirði.
(fsö
Sölutjöld 17. júní 1992 í
Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn
17. júní 1991 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða
að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla
viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á
sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi
föstudaginn 5. júní kl. 12.00.
Vakin er athygli á því, að öll lausasala
frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er
stranglega bönnuð.
%
3 góðar ástæður
til að velja Jötun h/f og Alfa-Laval
sem samstarfsaðila!
Verslun Jötuns
Sérverslun fyrir landbúnað er meö allan nauðsynlegan búnað fýrir dagleg-
an rekstur. Allt það nýjasta frá Alfa-Laval finnur þú (versluninni auk annars
vöruúrvals. Starfsfólk Jötuns fer oft á endurmenntunarnámskeið til að geta
leiðbeint þér sem best.
„Alfa-Shop“-verslunin“
Kemur til þín! Viðgerðarmaður frá Alfa-Laval býður fullkomna þjónustu á
Alfa-Laval og Manus tækjum, svo og ýmsum vörum sem þú þarfnast til
rekstrarins. „Verslun á hjólum" sparar þér kaupstaðarferð. Jafnframt færðu
leiðbeiningar sérffæðings við vöruval.
„Alfa-Laval og þjónustan“
ER í sérflokki í landinu hvað varöar vel uppbyggt þjónustunet týrir þig sem
vinnur við landbúnað. Traust menntun og góð þjálfun leggja grunninn aö
góöri vinnu viögerða- og þjónustumanna ffá Jötni. Flestir íslenskir bændur
nýta sér þekkingu og þjónustu ffá Jötni.
VIÐ BYGGJUM A GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU!
oc ALFA- LAVAL
AGRI SCAWPINAVIA
MTOMÍM
HHiÍsodfý
HÖFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000