Tíminn - 26.05.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 26. maf 1992
Tímiim
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Neyðarráðstöfun gegn
eigin aðgerðum
Ein af niðurstöðum kjarasamninganna var sú að
sjávarútvegurinn þarf að búa við fast gengi á
samningstímanum, eða næstu 10 mánuði. Það
markmið er gott út af fyrir sig og nauðsynleg for-
senda stöðugleika í þjóðfélaginu.
Hitt er svo annað mál að til þess að sjávarútveg-
urinn lifi af, má hann ekki búa við kostnaðar-
hækkanir.
Framvinda þessara mála veldur áhyggjum,
vegna þess að í ýmsum greinum sjávarútvegsins,
einkum fiskvinnslunni, er bullandi taprekstur. All-
ar aðgerðir stjórnvalda síðasta ár í málefnum sjáv-
arútvegsins miðuðu í þá átt að leggja meiri byrðar
á hann. Má sem dæmi nefna að samkvæmt tölum
ffá LÍÚ hafa ýmis gjöld útgerðarinnar til opinberra
aðila hækkað um 459,5 milljónir króna á milli ár-
anna 1991 og 1992.
Eina bjargráðið, sem stjómvöld hafa séð, er að
endurgreiða innistæðu í verðjöfriunarsjóði sjávar-
útvegsins. Innistæðumar í sjóðnum em þrír millj-
arðar króna, sem verða endurgreiddar eftir
ákveðnum reglum til áramóta, og meðal annars
notaðar til að skuldajafna.
Það er dálítið broslegt í öllu tali núverandi
stjórnarherra um viðskilnað fyrrverandi ríkis-
stjómar og tómu sjóðina, að eina bjargráðið í sjáv-
arútvegsmálum skuli vera að greiða út innistæður
úr sjóði, sem til varð á valdatíma fyrrverandi ríkis-
stjómar og var ætlaður til sveiflujöfnunar í sjávar-
útvegi. Með þessari útgreiðslu getur sjóðurinn
ekki gegnt því hlutverki sínu á næsta ári, fari svo
að verð lækki. Það er því greinilegt að útgreiðslan
er neyðarráðstöfun til þess að mæta álögum, sem
núverandi ríkisstjóm hefur lagt á atvinnugrein-
ina. Þar var verið að fram á elleftu stund. Lög um
skattskyldu innlánsstofnana, sem samþykkt vom á
síðustu dögum Alþingis, fela í sér 300 milljón
króna álögur á sjávarútveginn, að mati forráða-
manna Fiskveiðisjóðs íslands, sem metur vaxta-
hækkanir sjóðsins vegna laganna til þessa verðs.
Aðgerðir stjórnvalda gagnvart sjávarútvegi em
því með endemum. Gripið er til neyðarráðstafana
til þess að mæta ástandi, sem stjómvöld hafa sjálf
skapað með auknum álögum. Eftir stendur at-
vinnugreinin berskjölduð fyrir því ef sveiflur verða
í verðlagi, eins og alltaf má búast við.
Við þetta bætist að skipulagsmál sjávarútvegs-
ins em í hinni frægu tvíhöfða nefnd, þar sem for-
mennimir hafa talað sitt í hvora áttina. Margt
bendir nú hins vegar til þess að formaður sá sem
Alþýðuflokkurinn lagði til, Þröstur Ólafsson, sé nú
á harðahlaupum frá stefnu flokksins í málinu. Á
ráðstefnu Sambands ungra framsóknarmanna um
sjávarútvegsmál síðastliðinn laugardag lýsti hann
því yfir að kvótakerfinu og framsalsrétti kvóta yrði
að halda. Hins vegar em orð Þrastar ekki nóg,
meðan stjómarflokkarnir kasta þessu mikilvæga
máli á milli sín.
Gjaldþrot eru orðin þreytt um-
ræðuefni og umQöllun um fall-
ít fiskeldisfyrirtækja er orðin
svo leiðinleg að það er nánast
ókurteisi að bjóða nokkurri
manneskju uppá að hlýða á
svoddan raus, hvað þá að ætlast
til að einhver eyði tíma sínum í
að lesa alla þá hrakfallabálka
sem efnið býður upp á.
Þrotamenn eiga ósköp bágt,
enda missa sumir þeirra aleigu
sína og sinna, og einstaka gerir
enn betur og kemur vinum og
kunningjum út á kaldan klaka.
Kváðu þau sameiginlegu skip-
brot ekki alltaf vera sæl, eins og
rangsnúinn málsháttur kveður
áum.
En mörgum gjaldþrotum
fylgir hulinn vemdarkraftur, og
stórskuldugir þrotamenn taka
við eignum sínum aftur. Þær
vættir, sem svona blessun fylg-
ir, véla svo um að skuldimar
hverfa, en eignir og undanskot
em á sínum stöðum. Oftar en
ekki em galdrarúnimar H/F
ristar á spjöldin, sem svo magn-
aður seiður fylgir.
Að missa og eignast
Nýjar fréttir af gömlu gjald-
þroti vom þuldar í útvarp í gær.
Þær vom á þá lund að fyrrver-
andi eigendur víðáttumikillar
fiskiræktar fyrir norðan, sunn-
an og vestan væm á góðri leið
Hulinn vemdar-
kraftur
með að kaupa fyrmm fyrirtæki
sín eftir gjaldþrotaskipti.
Að venju fylgdu engar útskýr-
ingar á þeim undmm, sem ver-
ið var að segja frá.
Helst lítur út fyrir að lánar-
drottnar taki eignir fyrirtækis-
ins upp í vangreiddar skuldir,
taki á sig kostnað og vexti og
greiði upp allar kröfur, sínar
eigin sem annarra. Ríkið og
aðrir opinberir aðilar fella að
sjálfsögðu niður allar
skattaskuldir og borga
starfsfólki ógreidd laun
og lögbundin framlög í
lífeyrissjóði.
Þegar búið er að hreinsa allar
skuldir og leysa fjárhagsleg
vandamál, stíga fyrrum eigend-
ur ffam á sviðið fullir sjálfs-
trausts og framkvæmdavilja og
segja: „Nú get ég.“
Þá sjá lánardrottnar og
skiptaráðendur að þeir, sem áð-
ur vom skuldum vafðir þrota-
menn, em að sönnu athafna-
menn með mikla og dýrmæta
reynslu, sem skulda engum
neitt, því þeir hafa öðlast frels-
ara, sem kastar öllum þeirra
skuldum á bak við sig.
Gullið freistar
í öllum löndum og á öllum
tímum hefur gullgröftur talist
til áhættugreina. Að vera gull-
grafari er að freista gæfúnnar
og getur þá bmgðið til beggja
vona hvemig til tekst.
Gullgröftur er því mikið æv-
intýri, sem freistar dugnaðar-
manna sem þora að leggja und-
ir.
Á íslandi hafa gullgrafarar
tvisvar lagt í að leita að hinum
skíra málmi. í fyrra sinnið í
Vatnsmýrinni upp úr aldamót-
um og var stofnað hlutafélag
um bor. Eini málmurinn, sem
þá fannst, var látúnið úr hvell-
hettunum sem notaðar vom til
að sprengja sig niður á gullæð-
amar. Félagið var leyst upp og
ævintýrið var á enda.
í síðara sinnið kviknaði sú
fluga í kolli fjáraflamanna að
skip hlaðið gulli hafi grafist í
Skeiðarársand og hafi aldrei
nokkur maður haft döngun í
sér til að fara um borð að ná í
fjársjóðina, þau ár sem það tók
sandinn að verpast um skipið.
Því er upplagt mál að finna dall-
inn í sandinum og hirða dýr-
mætan farm.
En hér em engir ævintýra-
menn á ferð. Aldrei stóð til að
taka áhættu eða tefla í tvísýnu,
ef skipið ekki fyndist, eða þá að
svo undarlega hafi farið að aðr-
ir hafi verið á undan og náð í
farminn þau ár sem gullskipið
var enn ofanjarðar.
Áhættulaus
gullgröftur
Og ævintýrin gerast enn, því
gullleitarmönnum tókst að
plata Alþingi fslendinga upp úr
skónum. Vom samþykkt lög
um að ríkissjóður gengist í 50
milljón króna ábyrgð, færi svo
að hollenska gullflutningaskip-
ið fyndist ekki í Skeiðarársandi,
eða að gullið væri á brott úr
flakinu.
Eitt sinn fannst skipsflak og
var það grafið upp af mikilli
kunnáttu og ærnum kostnaði.
Reyndist það vera, þegar til
kom, ryðkökkur sem eitt sinn
var togari, og strandaði hann á
svipuðum tíma og gullgröftur-
inn stóð hvað hæst í Vatnsmýr-
inni við Öskjuhlíð.
Lyktir leitarinnar að gullskip-
inu vom þær að landssjóðurinn
borgaði kostnaðinn samkvæmt
lögum frá Alþingi, og fer eng-
um sögum af því að gullleitar-
menn hafi verið svo vel tryggð-
ir frá því sögur hófust.
Ævintýri án áhættu
Áhættan af leit að gullskipi í
víðáttum sunnlenskra sanda er
ekki meiri en af fiskeldi, þegar
réttir menn em á réttum stöð-
um. Það vill nefnilega svo
til að það em sömu menn,
sem leituðu að gullskipi
og fengu sjóð allra lands-
manna til að borga brúsann,
sem nú ætla að kaupa gjald-
þrota fiskeldisfyrirtæki fyrir
norðan, sunnan og vestan og
reka það áfram af alkunnum
skömngsskap og bjartsýni.
Þetta em líka sömu menn-
imir og stofnuðu og starfræktu
fiskeldisfyrirtækið fyrir norð-
an, sunnan og vestan og endaði
sá rekstur með frægu gjald-
þroti.
Sjálfsagt em engir meinbugir
á því að afhenda athafnamönn-
unum fyrirtækið aftur og kalla
það sölu. Spumingin er bara
þessi: Hver varð gjaldþrota og
hvers vegna?
Þá vaknar sú spuming í hug-
um þeirra, sem ekkert kunna á
H/F-rúnimar: Hver tapar, ef
einhver er? Það em auðvitað
skuldunautamir, almannasjóð-
ir og lánastofnanir.
Það er hallinn á ríkissjóði og
og sá gífurlegi munur á inn-
láns- og útlánsvöxtum, sem
sumir kalla vaxtaokur, sem gera
ævintýri á borð við þau, sem
hér er minnst á, möguleg.
Því fylgir engin áhætta að
grafa eftir gulli eða reka víð-
áttumikil fyrirtæki, sem fara á
hausinn. Það em almannasjóð-
imir sem áhættan fylgir.
OÓ