Tíminn - 26.05.1992, Síða 5

Tíminn - 26.05.1992, Síða 5
Þriðjudagur 26. maí 1992 Tíminn 5 Verði ekki geysileg aukning í fæðufram- leiðslu í þróunarlöndunum, segja lýðfræð- ingar að margar milljónir til viðbótar af Afr- íkubúum, íbúum Rómönsku Ameríku og Asíu eigi eftir að fæðast á næstu öld einung- is til skammlífis í eymd, sem markast af fá- tækt og svelti. Sameinuðu þjóðimar reyna að afsanna spá- dóm lýðfræðinganna með því að reka kapps- fullt hraðátak í fjölskylduáætlunargerð, sem standa á í áratug. En nú hafa S.Þ. varað við því að beri slíkt átak ekki árangur, horfíst heimur- inn í augu við „fjögurra áratuga örustu mann- fjölgun sem nokkum tíma hafí átt sér stað“, þar sem líklegt sé að íbúafjöldi jarðarinnar tvöfaldist, úr þeim 5,4 milljörðum, sem hann er nú, í 10 milljarða árið 2050, áður en hann nái 11,5 milljarða jafnvægi eftir árið 2150. Um 97 prósent af þessari fjölgun er álitið að eigi sér stað meðal þeirra þjóða, sem nú em taldar heyra til þróunarlöndum. Það er augljóst að slík sprenging í mannfjölgun myndi hafa í för með sér gífurlegt álag á land, vatn, skóga og aðrar náttúrulegar auð- lindir. Hún gæti líka hrint af stað geysilegum fólksflutningum, þeg- ar þeir fátæku leita eftir betra lífi í auðugri löndum. Og það myndi líka enn á ný reyna á getu mann- kyns til að ná jaftivægi milli þeirr- ar hvatar að fjölga sér, getunnar til að rækta matvæli, og getu náttúr- unnar sjálfrar til að skera niður íbúafjölda, þegar hann er orðinn of mikill. Fyrir tveim öldum setti enski lýðfræðingurinn Thomas Malthus fram þá svartsýnu kenningu að það yrði óbærileg fátækt og hungurs- neyð, sem að lokum næði því markmiði að ná stjóm á mann- fjölguninni — á gífurlegan mann- legan kostnað — í hvert sinn sem íbúum lands fjölgaði hraðar en matvælaöflunin ykist Á sjötta ára- tugnum var víða búist við að ein- mitt slík hungursneyð, sem Mal- thus hafði sagt fyrir um, myndi stráfella fólk í þróunarlöndunum á næstu þrem áratugum. Lýðfræð- ingar spáðu þá að íbúafjöldi jarðar- innar, sem þá var um 2,5 milljarð- ar, hefði tvöfaldast 1990. Tölur um mannfjölda reyndust réttar, en hin svokallaða „græna bylting" kom í veg fyrir hungursneyð af slíkri hörmulegri stærðargráðu. Aukin notkun áveitna og áburð- ar, betri stjómun á ræktuðu landi og umfram allt þróun nýrra stofna af hveiti, hrísgrjónum, maís og öðmm komtegundum, sem gáfu af sér mikla uppskeru — þetta allt varð til þess að uppskera margfald- aðist í þróuðum löndum og þróun- arlöndum. T.d. fjórfaldaðist næst- um því hveitiuppskeran í Mexíkó á Örverufræöingar gera tilraunir meö erföatæknilegar lífverur til aö fá fram kornstofn, | Í hafnarsjúk- f dómum. ^ Uppskera fer minnkandi víöa í þróunarlöndum. Þessi jörö í Noröur- Nígeríu hefur veriö mergsogin. Matvælaframleiósla og mannfj ölgun í nýju kapphlaupi ámnum milli 1950 og 1980. Korn- uppskeran 2,6-faIdaðist í heimin- um. Hungursneyð, sem hafði verið landlæg í Asíu og Afríku, varð að mestu leyti útlæg nema þar sem geisaði stríð og átök óbreyttra borgara. „I sögunni er ekki að finna aukningu í matvælaframleiðslu hið minnsta í líkingu við þetta hvað varðar umfang, hraða, út- breiðslu né tímalengd," ritaði breski hagfræðingurinn Michael Lipton í „New Seeds and Poor Peo- ple“ (Nýjar frætegundir og fátækt fólk), skýrslu um grænu bylting- una. Nú vcrður það erfíðara En nú, þegar íbúum jarðarinnar heldur áfram að fjölga með elding- arhraða, ber flestum landbúnaðar- sérfræðingum saman um að það verði erfiðara að hrinda annarri grænni byltingu af stað en þeirri fyrstu. „Það verður erfiðara í þetta sinn, þó að ég haldi enn að okkur geti tekist það með heppni og góð- um áætlunum," segir Stephen A. Vosti, sem starfar við stofnun í Washington sem fæst við rann- sóknir á alþjóðlegri stefnu í fæðu- málum. Þetta þýðir að ríkisstjórnir þróunarlanda verða að stefna að mismunandi markmiðum í einu: bæði að auka framleiðnina í land- búnaði og sjá til þess að umhverfið þoli aukninguna, samtímis því að styðja fátæklinga utan þéttbýlis til að vinna sér inn peninga til að bæta mataræðið. Fyrr á öldum var fæðufram- Ieiðslu haldið í samræmi við íbúa- fjölda fyrst og fremst með því að taka meira og meira land til rækt- unar. En nú er mest af ræktanlegu landi í heiminum í notkun, og eina leiðin til að fá meiri afrakstur virð- ist vera að nýta landið betur. Hins vegar fara áhyggjur vaxandi vegna afleiðinga slíkrar nýtingar á um- hverfið og ótti eykst um að miklu meiri uppskera kunni að gera um- hverfinu skaða. Uma Lele við Flórídaháskóla sagði nýlega á umræðufundi Rockefellerstofrmnarinnar um fæðuþörfina í framtíðinni, að „áhyggjur af því hvað umhverfið þolir veikja vitsmunalegar undir- stöður grænu byltingarinnar". Eftir geysilegan vöxt á nýliðnum áratugum er aukning á uppskeru nú hægari. í sumum tilfellum dregur líka úr uppskerunni víða í þróunarheiminum, oft vegna J&n utaift BE m 1 V ' ' m11 m skorts á vatni, rýmandi jarðvegs og útþenslu þéttbýlis sem neyða bændur til að draga úr ræktun. í fjórum indverskum þorpum, sem rannsóknarstofnunin um fæðu- stefnu kynnti sér, höfðu bændur orðið að láta fjórðung af landi sínu ónýttan, þar sem mikið saltmagn reyndist í jarðveginum vegna of mikillar áveitu. Svo kann að fara með tímanum að með lífefnatækni finnist kom- stofnar, sem standist betur sjúk- dóma og þoli betur þurrka. En slík uppgötvun er ekki enn komin fram. Þangað til svo verður halda sumir umhverfisverndarmenn því fram að jörðin sé að nálgast það hámark sem hún þolir, og uppum- ar jarðvegs- og vatnslindir geti ekki haldið lífinu í öðmm eins mannfjölda til viðbótar þeim, sem þegar byggir jörðina. „Ég dreg í efa að við eigum nokkurn tíma eftir að sjá 11 millj- arða jarðarbúa, vegna þess að þriðji heimurinn hefur ekki getu til að framleiða nægjanlegar land- búnaðarvörur til þess,“ segir Lest- er R. Brown við Worldwatch-stofn- unina í Washington. Bjartsýnismenn álíta að á fáum landbúnaðarsvæðum sé fram- leiðslan komin nærri hámarki, skv. kenningunum, og þess vegna sé svigrúm til að takast á við annað stórt stökk í að auka matvælarækt- un. 1979 reiknuðu hollenskir vís- indamenn út að mögulegt hámark árlegrar uppskeru væri um 18.000 pund á ekm í Rómönsku Ameríku, 14.000 pund í Afríku, 13.000 pund í Asíu og milli 10.000 og 11.000 pund í Norður-Ameríku, Evrópu og Ástralíu. En að sögn Donalds L. Plucknett, vfsindalegs ráðgjafa við stofnun sem fæst við ráðgjöf um landbúnaðarrannsóknir sem hvet- ur til að þróa nýjar komtegundir sem gefa af sér meiri uppskem, er komuppskera í Afríku ekki nema 800 til 1.200 pund á ekm að með- altali utan nýtískulegra búgarða í Zimbabwe og Suður-Afríku. Svigrúm til aukningar? í Asíu hefur uppskera á góðu landi komist upp í 5.000 til 6.000 pund á ekm, en á mörgum stöðum helst hún í 1.000 til 1.500 punda | Á alþjóðastofnun | hitabeltislandbúnaö- | ar í Nígeríu eru ýms- ar tegundir ræktaöra | afuröa geymdar til | aö foröa þeim frá þvi ’að deyja út. flokki. í Rómönsku Ameríku er uppskeran á sumum svæðum allt að 5.000 pundum, en langtum minni annars staðar. Á sama tíma er bændum í Bandaríkjunum og Evrópu greitt fyrir að taka land úr ræktun vegna umframbirgða, meðan löndin sem mynduðu Sov- étríkin em vannýtt. „Það er svig- rúm fyrir miklu meiri framleiðslu með nýjum erfðatæknilegum efn- um, bættri stjómun og meiri áburðamotkun," er skoðun dr. Plucknetts. Eftir að Malthus spáði stöðugu hungri og fátækt í Englandi eftir því sem fólkinu fjölgaði og Ienti í árekstri við takmörk þeirra fæðu- birgða sem til væm, afsannaði iðn- byltingin hrakspá hans með því að auka lífsgæði og hvetja til fámenn- ari fjölskyldna og betri nýtingar landræktunar. Hagfræðingar gerðu sér vonir um að fyrsta græna byltingin leiddi til hins sama í þróunarheiminum og gæfi þannig það sem dr. Lipton kallar „andrúm" frá hungursneyð, á meðan efnahagsleg þróun og lækkandi verð á matvælum drægju úr fátækt og fæðingartíðni lækkaði. En það gerðist aldrei og þeim fá- tæku og hungmðu í heiminum heldur áfram að fjölga. Lexía fyrstu grænu byltingarinnar er sú að verði fjölskyldumar ekki fámenn- ari, kunni margt fátækt fólk áffarn að vanta peninga til að kaupa af- urðimar úr annarri grænni bylt- ingu — þegar hún verður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.