Tíminn - 26.05.1992, Síða 6

Tíminn - 26.05.1992, Síða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 26. maí 1992 BELGRAD Hersveitir múhameðstrúarmanna hindruðu í gær júgóslavneska stjómarherinn í þvi að rýma her- búðir sínar i Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Ástæða þess var sögð sú að stjómarherinn hefði svikið sam- komulag um aö afhenda vopn sin yfirvöldum í Bosníu. I Lissabon ræddu fulltrúar stríðandi aðila í Bo- sníu-Hersegóvínu landamæri hugs- anlegra sjálfsstjómarsvæöa mús- lima, Serba og Króata. BANGKOK Þing Thailands hefur í snarhasti tekið til umfjöllunar viöauka eöa grein við stjómarskrána, sem gerir hermönnum eins og Suchinda Kraprayoon erfiðara fyrir með að komast til valda. Suchinda Kraprayoon er nú farinn í útlegö. MANILA Miriam Santiago, forsetaframbjóð- andi á Filippseyjum, hefur hætt þriggja daga hungurverkfalli, að bón forystumanna kaþólsku kirkj- unnar. Hún hóf hungurverkfall í því skyni að mótmæla kosningasvik- um, sem hún staðhæfir að hafi átt sér stað. JIBSHEET, Líbanon Israelskar herflugvélar og þyriur gerðu sprengjuárás á bækistöðvar Hizbollahsamtakanna í S-Líbanon, en samtök bessi eru hliðholl klerka- stjórninni i Iran. Samkvæmt fregn- um frá leyniþjónustu Israelsmanna hafa Sýriendingar aukið hernaðar- viðbúnað sinn í austurhluta lands- ins. Sömu fregnir herma að Sýr- lendingar hafi sent hundruð her- manna til Llbanons um helgina og hafi þeir komið sér fyrir i Bekaa- dalnum austanverðum. NÝJA DELHÍ Indversk stjórnvöld hafa skipað tveimur sendimönnum Pakistans aö hypja sig úr landi innan 48 stunda, þar sem þeir séu ógnun við öryggi landsins. Brottreksturinn kemur í kjölfar vitnisburðar ind- versks sendimanns í Pakistan, sem segist hafa þar verið handtekinn og pyntaöur af pakistönskum leyni- þjónustumönnum. RÓM Oscar Luigi Scalfaro, forseti neðri deildar ítalska þingsins, ertalinn liklegurtil að verða næsti forseti Italiu. I Palermó fór fram jarðarför rannsóknardómarans Giovannis Falcone, sem myrtur var í sprengjutilræði á dögunum. Mafí- unni var sérlega uppsigað við Fal- cone og talið er víst að hún eigi sök á dauða hans. Jarðarför Falcones snerist upp í almenn mótmæli gegn rómverskum stjómmálamönnum og lá við að hún endaði í algerri upp- lausn. BARCELONA Öryggisverðir og lögregla í Barcel- ona voru í viðbragðsstöðu eftir að sprengja, sem falin var í ruslapoka, sprakk og slasaöi 15 manns í gær. Önnur sprengja fannst einnig fyrir utan skrifstofubyggingu I miðborg- inni, en það tókst aö aftengja hana (tima áður en hún spryngi. ACCRA Minnst 63 manns hafa verið drepnir i kynþáttaóeiröum f norðurhluta Ghana um helgina. Heilu þorpin voru brennd til grunna (óeirðunum og fjöldi ibúa þeirra er nú á flótta frá svæðinu, aö því er yfirvöld segja. ADDIS ABABA Eþíópia gæti gert hungurvofuna burtræka úr landinu og brauðfætt þegna sína, ef heimurinn vildi hjálpa til við að rétta af efnahag landsins, sem er í rúst eftir lang- vinnt borgarastriö. Þetta er skoðun Meles Zenawi, forseta landsins, sem hann lét í Ijós i gær. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Fimm bestu fjórgangsknaparnir. Frá vinstri: Berglind Árnadóttir, Trausti Þór Guðmundsson, Krístín Birna Óskarsdóttir, Sigurður Sigurðarson og Þórunn Þórarinsdóttir. Þorsteinn Aðaisteinsson stendur hjá. n&9Inn Lengi talin fegursta sjón á ísa- landi, fögur snót á glæstum gæð- ingi. Berglind Árnadóttir á Snjalli, sigurvegari I fjórgangi, tölti og ís- lenskri tvíkeppni. Knattspyrnuvertíðin hér á landi hófst fyrir alvöru um helgina: Framarar lágu gegn Þórsurum Deildakeppnin í knattspyrnu hófst um helgina og bar þar hæst keppni í Samskipadeildinni, en í henni voru leiknir fimm leikir. Þaö verður ekki annað sagt en að liðin sem spáð var falli í 2. deild, Þór og KA frá Akureyri, hafi komið verulega á óvart í fyrstu umferðinni með því að vinna góða sigra á andstæðingum sínum. KA lagði íslandsmeistarana og Þór vann sigur á Fram. Á Iaugardag tóku Þórsarar á móti Fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þrátt fyrir að tölfræðin, þ.e.a.s. mið- að við árangur Fram gegn Þór á Ak- ureyri, sé ekki þeim í hag þá voru þeir tvímælalaust sigurstranglegri í þessum leik. Þórsarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og fengu mun fleiri tækifæri. Sigurmark Þórsara í leiknum kom á 49. mín- útu leiksins og kom það eftir langt innkast inn í vítateiginn þar sem Hlynur Birgisson náði að fleyta boltanum aftur fyrir sig þar sem Bjami Sveinbjömsson kom og setti boltann í netið með höfuðspymu. Þórsarar létu ekki við það sitja, en tókst ekki að bæta við fleiri mörk- um. Vestmannaeyingar lágu gegn Valsmönnum á heimavelli sínum á laugardagskvöld, en fresta varð leiknum um tæpar sex klukku- stundir þar sem flugvél með dóm- aratríó komst ekki til eyja vegna veðurs og urðu þeir því að fara með Herjólfi. Heimamenn hófu leikinn af krafti og skomðu strax á 7. mín- útu leiksins og var þar Bojan Bevc að verki. Um fjörutíu mínútum síð- ar, eða á Iokasekúndum (yrri hálf- leiks, jafnaði Baldur Bragason leik- inn fyrir Valsmenn og Anthony Karl Gregory gerði síðan sigurmark Valsmanna skömmu fyrir leikslok. KR-ingar og Skagamenn gerðu sannkallað stórmeistarajafntefli á laugardag, þegar Skagamenn heim- sóttu þá fyrrnefndu í Frostaskjólið. Leiknum lykt- aði með 2-2 jafntefli, en staðan í hálfleik var 1-1. Rúnar Kristinsson kom KR-ingum yfir á 8.mínútu leiksins eftir góðan und- irbúning Ragnars Margeirssonar, en Skagamenn náðu að jafna metin með skoti úr aukaspymu. Þar var að verki Haraldur Ingólfsson, sem gjörnýtti hroðaleg mistök Ólafs Gottskálkssonar í marki KR. Þegar um 15. mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik náði Steinar Ingimund- arson að koma KR-ingum yfir á nýj- an leik, eftir að Kristján Finnboga- son, markvörður ÍA og fyrrum KR- ingur, hafði hálfvarið skot frá Heimi Guðjónssyni. Eftir mark Steinars komu Skagamenn meira inn í leik- inn, en það var ekki fyrr en um tíu mínutur voru til leiksloka sem þeir náðu að jafna leikinn og var það Bjarki Gunnlaugsson sem það gerði. KR-ingar voru þegar á heild- ina litið nær því að sigra í leiknum og fengu þeir fleiri góð færi. Á sunnudagskvöld sóttu KA- menn Islandsmeistara Víkings heim og sóttu þeir þrjú stig í greip- ar Víkinga. Það var Ormarr Örlygs- son, fyrrum þjálfari KA, sem tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Víkingar voru atkvæða- meiri úti á vellinum, en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi, ef undan er skilið færi Guð- mundar Steinssonar eftir slæm varnarmistök KA. KA menn lögðu grunninn að þessum góða sigri með feikn- arlegri baráttu, en það kom á óvart að Gunnar Gíslason stillti upp dálítið breyttu liði, sem var mikið til byggt á samblandi af mjög ungum og óreyndum leikmönnum og gömlum refúm, eins og Gunnari Gíslasyni og Ormarri Örlygssyni. FH-ingar báru sigurorð af Blik- um í hundleiðinlegum leik í Hafn- arfirði á sunnudagskvöld. Það var ekki margt í þeim leik sem gladdi augað ef frá er talið stórglæsilegt mark Andra Marteinssonar á 5. mínútu leiksins. FH-ingar réðu gangi leiksins i fyrri hálfleik, og léku þá undan sterkum vindi. Þeir náðu þó ekki að nýta sér það frekar. í síðari hálfleik voru það Blikar sem höfðu tögl og hagldir í leiknum og á 63. mínútu bar sóknin ávöxt. Stein- dór Elísson gerði þá mark eftir dar- raðardans í vöm FH. Það var síðan um 3 mínútum fyrir leikslok sem FH-ingar gerðu sigurmarkið og var það Grétar Einarsson sem það gerði, eftir voðaleg vamarmistök hjá Blikum. Næsta umferð í Samskipadeild- inni verður leikin á miðvikudag og fimmtudag og mætast þá eftirfar- andi lið: Valur-ÍA, ÍBV-Víkingur, KA-FH, UBK-Þór A. og Fram-KR. Samskipadeildin Þór-Fram.....................1-0 (0-0) KR-ÍA........................2-2 (1-1) ÍBV-Valur....................1-2 (1-1) FH-UBK.......................2-1 (1-0) Víkingur-KA..................0-2 (0-0) 2. deild Leiftur-ÍR...................0-0 Stjaman-Þróttur R............2-3 Víðir-Selfoss ...............1-1 Fylkir-BÍ....................3-2 Keflavík-Grindavík 2-2 3. deild Grótta-Magni ................2-0 KS-Þróttur N.................1-5 Haukar-Tindastóll............1-2 Skallagrímur-Völsungur.......0-3 Ægir-Dalvík..................0-3 4. deild Ernir-Reynir S.............. 1-8 Árvakur-Hvatberar........... 1-1 Njarðvík-Hafnir............. 6-0 Afturelding-Víkingur Ó ..... 2-3 Leiknir-Ármann.............. 0-0 Léttir-HK................... 0-6 Fjölnir-Víkverji............ 3-0 Valur RF.-Huginn............12-0 Huginn S.-Austri ........... 0-1 Sindri-Neisti............... 5-1 KSH-Höttur ................. 0-6 IÞRÓITIR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.