Tíminn - 28.05.1992, Side 2

Tíminn - 28.05.1992, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur28. maí 1992 Atvinnumöguleikar námsmanna: Fólk er hrætt um að fá ekki vinnu Rúmlega 3100 námsmenn, fæddir á árunum 1970-’76, eru á skrá hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurborgar og eins og staðan er í dag er einungis búist við að um helmingi þeirra verði úthlutuð vinna í sumar, að sögn Þórdísar Ámadóttur, fulltrúa skrifstofunnar. Umsækjendur sóttu um störf í byrjun apríl og staðfestu umsóknim- ar þegar prófum iauk. Nú ber þeim að tilkynna sig í hverri viku: „Þau em hrædd um að fá ekki vinnu og koma alltaf hingað reglulega," segir Þórdís. Hún segir jafnframt umsækjendur vera um helmingi fleiri nú en í fyrra. Fáeinir hafa þegar fengið að heija störf en þeir sem fæddir em 76 hefja störf 1. júní: „Hinir sem eldri em slást hver við annan um þær stöður sem em í boði. Úthlutun þeirra er ekki farin í gang ennþá,“ segir Þór- dís. Veittar vom heimildir fyrir fleiri ráðningum hjá Hita-, Rafmagns- og Vatnsveitunni til að komast til móts við atvinnuástandið og hjálpaði það þó nokkmm sem höfðu sótt um störf hjá skrifstofunni. Vinnuskóli Reykjavíkur hefur 1837 manns á skrá, sem fæddir em 1977- 78 á skrá hjá sér. Það em 200 fleiri en fyrir ári og er enn verið að sækja um. Þar verður öllum útveguð vinna til dæmis við hreinsun skólalóða, íþróttavalla, garða ellilífeyrisþega og einnig fást þeir við trjágræðslu í Heiðmörk og á Nesjavöllum. Atvinnumiðlun stúdenta hefur u.þ.b. 1270 námsmenn á sínum veg- um en það em 4-500 fleiri en á sama tíma í fyrra. Leitast er við að finna fólki störf sem tengjast námi þess en í ár er fólk ekki vandfýsið. Að sögn Skúla Helga- sonar, framkvæmdastjóra Stúdenta- ráðs, hefur reynst auðveldast að út- vega nemum í viðskipta- og verk- fræði störf, en nemar í lögfræði, heimspeki og félagsfræði eiga hvað erfiðast uppdráttar. „Tilefni til bjartsýni er nú ekki mikið. Það em stórir geirar sem okk- ur em svo til alveg lokaðir núna, eins og heilbrigðisgeirinn þar sem við höfum venjulega átt gott innhlaup," segir Skúli. „Þetta er auðvitað sér- staklega alvarlegt núna vegna niðu- skurðarins hjá Lánasjóðnum." Hlutfallið milli kynja umsækjenda virðist vera jafnt hjá þeim atvinnu- miðlunum sem rætt var við. —GKG. Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness: 9ummm w ■ milljonir til atvinnu- leysisbóta Aðalfundur Verkalýðsfélags Borg: til 82 einstaklinga. Verkalýðsfélag amess var haldinn 26. maí sl. í Borgamess og Ungmennasam- skýrslu stjómar um starfið á árinu band Borgarfjarðar gefa út héraös- 1991 kemur fram að auk afskipta fréttablaðið Borgfirðing, en blaðið af Iqara- og atvinnumálum var hefur komið út síðan 1987. Á síð- iögð sérstök áhersla á fræðslumáL asta ári kom út 21 töhiblað og Á vegum félagsins vom haldin gengur útgáfan vel. sjö námskeið sem 176 manns Félagsmenn Verkalýðsfélagsins sóttu. Á þessu ári em liðin 20 ár era nú 713 og innan þess starfa frá því að fyrsta námskeiðið var deildir byggingamanna og málm- haldið á vegum Verkalýösféiags iðnaðarmanna. Stjóm þess sldpa Borgamess. Síðan hefúr félagið nú Jón Agnar Eggertsson formað- gengist fyrir um 60 námskeiðum ur, Sigrún D. Elíasdóttir ritari, meðalls HOOþátttakendum.MFA Agnar Ólafsson gjaldkeri, Baldur hcfur skipulagt flest námskeiðin. Jónsson varaformðaur,Svava Hall- Greiddar atvinnuleysisbætur hjá dórsdóttir, Áslaug Pálsdóttir og Verkalýðsfélagi Borgamess og Sigríður H. Skúladóttir með- Verslunarmannafélagi Borgamess stjómendur. vom á árinu 1991 kr. 9.034.295,- —J Vestnorrænt kvennaþing á Egilsstöðum: Nú skal varanlegri samvinnu komið á Vestnorrænt kvennaþing verður haldið á Egilsstöðum dagana 20.- 23. ágúst sem um 300 konur frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi munu sitja. Aðdragandi þess er að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu frá vestnorræna þingmannaráðinu þess efnis að gera árið 1992 að sérstöku vestnorrænu ári. Síðan var ákveðið að þremur stórmálum yrði skipt milli þjóðanna; Grænlendingar hlutu umhverfismálin, Færeyingar æskulýðsmálin og íslendingar jafnréttismálin. Búnaðarfélag bænda í Andakíl í Borgarfirði á rúlluvél sem bindur á fimmta þúsund rúllur á sumri: Reka saman rúlluvél „Höfuöviðfangsefni þingsins verð- ur vinnumarkaðurinn og auk þess hefur hver þingdagur sína yfirskrift,“ segir Ragnheiður Harðardóttir, for- maður undirbúningsnefndar. „Fyrsta daginn veröur fjallað um vinnumark- að og menntun og annan daginn um hafið og umhverfismál. Það er nú það sem þessar þrjár þjóðir eiga sameig- inlegt, að þær byggja afkomu sína á hafinu. Síðasta daginn verður fjallað um konur og möguleika þeirra til áhrifa." Einnig verður komið inn á friðar- mál, vígbúnaðarkapphlaupið og áhrif hugsanlegrar inngöngu í EB á stöðu kvenna. Ragnheiður segir að á Norræna kvennaþinginu í Osló 1988 hafi grænlensku og færeysku konunum ekki fundist þær eiga samleið með skandinavísku konunum og þær ís- lensku gátu tekið undir það: „Okkur fannst löngu vera orðið tímabært að ræða við þessa nánustu granna okkar. Því oft er það þannig að við vitum miklu meira um konur í t.d. Noregi og Svíþjóð en færeyskar og græn- lenskar. Eftir þingið fannst okkur vera kominn tími til að hittast, bera saman bækur okkar og koma á sam- vinnu. Til þess er þingið." Það verða ekki eintómir fyrirlestrar og fundahöld, því boðið verður upp á kvölddagskrár með menningaruppá- komum landanna þriggja. Meðal ann- ars veröur færeyskur hringdans og grænlenskur trommudans. Svo ætlar bæjarstjóm Egilsstaða að bjóða þing- heimi upp á grillveislu. „Við ætlum að koma á varanlegu samstarfi við konur í Grænlandi og Færeyjum sem við höfum ekki haft hingað til,“ segir Ragnheiður. -GKG Búnaðarfélag Andakflshrepps í Borgarfirði hefur undanfarin þrjú ár bundið hey í rúllubagga fyrir bænd- ur í hreppnum. Með þessu hefur náðst verulegur spamaður við véla- kaup og heyverkun. Að sögn Sigurð- ar Sigfússonar, formanns búnaðar- félagsins og bónda í Stafholtsey, hefur þessi samvinna bændanna gefist mjög vel. Á síöasta sumri rúll- aði rúllubindivélin á fímmta þúsund rúllur. Algengt er að rúllubindivélar í eigu bænda rúlli innan við 200 rúll- ur á sumri. Búnaðarfélag Andakflshrepps hef- ur um nokkurra ára skeið rekið véla- útgerð. Félagið á í dag rúllubindivél, rúllupökkunarvél, traktor, jarðtæt- ara, plóg og fleiri vélar. Sigurður sagði að þessi tæki væru mikið not- uð. Hann sagði að í Andakfl væm fá- ar rúlluvélar í eigu bænda. Menn kysu frekar að nota þjónustu búnað- arfélagsins. „Okkur finnst, sumum hverjum a.m.k., of dýrt að kaupa þessi dýru tæki til að binda 100-200 rúllur á ári. Það er nauðsynlegt að menn reyni að sameinast um hlutina, ekki síst núna þegar þrengt er að bændum og þeir hvattir til að draga saman fram- leiðslu. Mér finnst vélaútgerðin hjá bændum yfirleitt vera of dýr,“ sagði Sigurður. Rúlluvél og pökkunarvél kosta milli 1 og 2 milljóna. Auk þess þarf öflugan traktor til að knýja rúlluvél- ina áfram. Sigurður sagði að þessi samvinna bændanna í Andakíl hefði gengið mjög vel. Hann sagði að bændur pöntuðu vélina í upphafi sláttar og síðan væri pöntunum raðað niður. Hann sagði að oftast nær væri hægt að uppfylla óskir manna um bind- ingu á réttum tíma. Sigurður sagði að rúlluvélar væru mjög afkastamikil tæki og því auðvelt að vera í félagi um rekstur þeirra. Eitthvað er um að tveir eða þrír bændur eigi vélarnar saman, en Sigurður sagði að sér væri ekki kunnugt um að önnur búnaðar- félög ættu og gerðu út rúlluvélar. Bændur og bændasynir af bæjum í Andakílshrepp hafa unnið með rúllu- vélina. Sigurður sagði að þegar hey- skapur stæði sem hæst væri unnið með vélina meira og minna allan sól- arhringinn. Hann sagði að menn skiptust á við vinnuna, en þó hefði komið fyrir að duglegir strákar hefðu unnið með hana á annan sólarhring samfleytt. Félagið pakkar rúllunum einnig inn, en til þess þarf sérstaka pökkun- arvél sem búnaðarfélagið á og rekur samhliða rúlluvélinni. Búnaðarfélag- ið hefur einnig útvegað plastið utan um rúllumar. Sigurður sagði að kostnaðurinn við að rúlla væri miklu minni en ef hver og einn bóndi væri með sína vél. Sigurður sagði að búnaðarfélagið hefði keypt nýja rúlluvél árlega. Söluaðilinn hefði tekið gömlu vélina upp í. Hann sagði að búnaðarfélagið hefði komist að mjög hagstæðum samningum um kaupin. Hann sagði nauðsynlegt að vera ávallt með tæki í fullkomnu lagi þegar um svona mikla notkun væri að ræða. Menn yrðu að geta treyst því að staðið væri við loforð um bindingu. Sigurður sagði að í sumar myndi búnaðarfé- lagið heyja í Andakfl með nýrri rúllu- bindivél, nýrri pökkunarvél og árs gömlum traktor. - EÓ Fjármálaráðuneytið telur BHMR hafa gengið of langt en Páll Halldórsson vill koma í veg fyrir misskilning: BHMR ekki á móti Birgi sem slíkum Vegna fréttar Tímans í gær af mótmælum BHMR gegn því að Birgir Guðjónsson hefur verið settur formaður samninganefnd- ar ríkisins telur Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, ástæðu til að koma á framfærí þeirri athugasemd að með þar hafi BHMR farið yfir stríkið. Algerlega óviðeigandi sé að sam- ríkisvaldinu ekki við hvaða menn tökin séu að gefa út einhverjar yf- iriýsingar um það að einhver til- tekinn maður stjórni þessu starfi í umboði ráðherra. Það komi í raun BHMR ekki við hvaða menn ráð- herra velur til starfa og það komi BHMR velji til starfa fyrir sig. Páll Halldórsson, formaður BHMR, hafði samband við Tímann og sagði að frétt blaðsins í gær hafi mátt skilja þannig að BHMR hefði verið að mótmæla því að persónan Birgir Guðjónsson hafi verið gerð- ur að formanni samninganefndar ríkisins. Því færi hins vegar fjarri því mótmælin beindust að því að í starfið hafi verið fenginn maður til bráðabirgða og hann hefði því mjög takmarkað umboð til að ganga frá samningum. BHMR hefði hins vegar ekkert við Birgi sjálfan að athuga og vildi Páll leið- rétta það ef sá misskilningur hafi komist á kreik.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.