Tíminn - 28.05.1992, Page 4

Tíminn - 28.05.1992, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 28. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tvíhliða viðræður eða aðild að EB Samningurinn um EES bíður nú meðferðar Alþing- is, eftir að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hefur undirritað hann með fyrirvara um sam- þykki þess. Ljóst er að þrátt fyrir undirritun samningsins er fjölmörgum spurningum ósvarað. Ekki er það síst fyrir þær sakir að framvinda næstu ára er um margt óljós. Mestri óvissu veldur að þær þjóðir, sem hafa verið með okkur í samfloti í samningagerðinni, stefna nú flestar eða allar á önnur mið: aðild að Evr- ópubandalaginu. Svo getur farið að innan fárra ára verðum við ís- lendingar einir mótaðili Evrópubandalagsins í Evr- ópska efnahagssvæðinu. Hvernig sem litið er á EES- samkomulagið, er alveg víst að þetta mundi valda okkur miklum erfiðleikum vegna þess flókna stofn- anakerfis sem ætlað er að sjá um framkvæmd samn- ingsins. Sú spuming er brennandi hver staða okkar verð- ur undir slíkum kringumstæðum, og það er skylda ríkisstjómarinnar að leggja á borð þingmanna álit sitt á því máli, þegar samningurinn kemur til um- ræðu á Alþingi. Slíkt álit mætti undirbyggja með þeim hætti að snúa sér nú þegar til EB og biðja um viðræður um stöðu íslands, ef aðrar þjóðir EFTA gerast aðilar að Evrópubandalaginu. Ekki er vitað um að farið hafi verið fram á slíkar viðræður. Sú staðreynd blasir við að allar samstarfsþjóðir okkar í EFTA undirbúa nú með einhverjum hætti aðildarumsóknir að EB. Ekkert væri eðlilegra en að íslenska ríkisstjórnin tæki mið af því, sem er að ger- ast í kringum hana, og biðji með formlegum hætti um viðræður um stöðu íslands, sem eina landsins innan EFTA sem ekki hefur hug á aðildarumsókn. Munum við sitja uppi, að EES-samningnum sam- þykktum, með það flókna stofnanakerfí sem hann gerir ráð fyrir, eða eru möguleikar á því að samning- urinn breytist í tvíhliða samning milli íslands og EB? Það er brýn nauðsyn fyrir framhald málsins að fá viðbrögð talsmanna Evrópubandalagsins við slíku grundvallaratriði. Ef ríkisstjómin hefst ekki að um þetta grundvall- aratriði málsins, eykur það mjög tortryggni um að það eigi ekki að láta hér staðar numið heldur fylgja öðmm EFTA-þjóðum inn í Evrópubandalagið. Þetta er lykilatriði varðandi meðferð EES-samn- ingsins og það er beðið eftir viðbrögðum ríkisstjórn- arinnar og utanríkisráðherra við réttmætum kröf- um m.a. miðstjómarfundar Framsóknarflokksins um það að reynt verði með öllum ráðum að gera sér grein fyrir þróuninni í næstu framtíð á hinu vænt- anlega Evrópska efnahagssvæði. 27. ma arkaði héré^ánd': ;ríSSTi;',6puis' „ntaður W FiöldW*Kna men ... 5»tvinnu\eys \ ■ ■ ■ - £*«*» ffsjySS*- írS'•“ín V.Ó duU6 marto OjJJf 'ribttrt »0 tetaiw U“> ®“ .j, fjölí» Sm SSSÍttoA ****£& nlnssjóöi. or fjotdi is atvinnuleysis ^ urn a\darnót ‘i^sSrsi SawfSáSS Menntunina má vel nýta Mikil og góð menntun er besta fjárfestingin. Því er það mikil- vægt að menntun nýtist sem best og að þeir, sem hennar hafa aflað sér, fái tækifæri til að láta aðra njóta góðs af lærdómi sín- um. Þetta er á almanna vitorði og eins hitt að launakjör lang- menntaðra íslendinga eru fyrir neðan allar hellur. Því er ávallt mikil hætta á að þeir leiti ann- að, þar sem prófgráður þeirra eru metnar að verðleikum. í öllum kjaradeilum lang- menntafólks eru þær röksemdir hafðar uppi, að ef ekki er hægt að bjóða kaup og kjör í sam- ræmi við lærdóm og áunna hæfileika hljóti svo að fara að menntað fólk flytji af landi brott og setjist við útlenda kjöt- katla, séu enda aufúsugest- ir í þeim mötuneytum. Til þessa hafa ekki borist fréttir af bágum atvinnu- horfum menntamanna í þeim heimshlutum þar sem virðing fyrir sérþekkingu er hvað mest og launin best. Hins vegar er það leiðinleg staðreynd að með- al flestra þjóða, líka þeirra ríku, er atvinnuleysi landlægt og er síst minna meðal þeirra, sem hafa langskólapróf, en hinna sem ekki er þörf fyrir við færi- böndin eða reiknimaskínur. Það er því ekki á vísan að róa fyrir fólk með háar lærdóms- gráður, að komast í vellaunuð störf í útlöndum. Þar eru víðast hvar margir um þær stöður sem losna, og samkeppnin á vinnumarkaði harðnar ár frá ári. Samkeppnin mikla Leikmenn þykjast lengi hafa séð að takmörk séu fyrir að þörfin fyrir sérmenntað fólk á ýmsum sviðum sé takmörkuð. En þeim hugrenningum er ávallt eytt með því að viðkom- andi hafi ekkert vit á nauðsyn menntunar og enn síður á því að aldrei verði nógu margir nægilega lærðir og að alltaf megi auka við. Annars drög- umst við afturúr og verðum undir í samkeppninni miklu. Það voru því miklar og óvæntar fréttir, sem sagðar voru í Læknablaðinu um atvinnu- horfur lækna heima og heiman. Samdægurs og blaðið kom út glumdu þær í Ijósvakanum og var slegið upp í blöðum. í Evrópulöndum eru 6 af hundraði lækna atvinnulausir og á íslandi er atvinnuleysi stéttarinnar falið. Þriðjungur íslenskra lækna er starfandi er- Iendis og ef 80 af hundraði þeirra kæmi heim, yrði at- vinnuleysi stéttarinnar 20-25 af hundraði. Því er við að bæta að sífellt verður erfiðara að fá stöð- ur erlendis og dulið atvinnu- leysi verður opinbert atvinnu- leysi. Ójöfnuður Óefað eru það góð launakjör lækna, sem valda því hve marg- ir leggja út í langt og strangt nám til að komast í þá eftir- sóknarverðu aðstöðu að ná margföldum launum miðað við það sem almennt gerist á þeim markaði. Nú eru laun lækna ákaflega misjöfn, hvort sem þeir starfa hjá opinberum stofnunum eða sjálfstætt. En hver þau eru, fæst aldrei upp gefið eða hverjir kjarasamningar lækna eru yfir- Ieitt. Það er allt móðu hulinn Ieyndardómur, sem er álíka helgur og bankaleyndin. Samt hefur það kvisast að all- margir læknar hafi með hönd- um mörg störf samtímis. Þeir eru gjaman yfirlæknar á ríkis- reknum stofnunum, prófessor- ar viðríkisrekinn háskóla, sinna stjórnunarstörfúm við enn aðr- ar stofnanir eða deildir og em svo með einkapraxís úti í bæ. Sjálfsagt er það orðum aukið að góðu launin geti orðið tvö- föld og þreföld og að það séu mikil undur hvemig blessaðir mennirnir komist yfir allt það sem þeir þurfa að gera. En víst er að margir ósérhlífnir dugn- aðarmenn em í læknastétt, enda ekki á færi neinna aukvisa að komast í gegnum námið og berjast til stórra embætta. En einhvem veginn er það svo að maður hefur á tilfinning- unni að stöðum og launum sé mjög misskipt meðal stéttar- innar, en bannhelgi er á því að ræða slíkt opinberlega. Hippókratesareiðurinn nær ekki einvörðungu til trúnaðar við sjúklinga, heldur einnig til mistaka og launakjara kolleg- anna. Hörmulegt skipulag Eitthvað skýtur það skökku við að samtímis því að atvinnu- leysi meðal lækna er mikið, þótt dulið sé, em langir biðlistar á sumum deildum sjúkrahúsa og ákaflega erfitt er að ná til ýmiss konar sérfræðinga. Getur tekið vikur og mánuði fyrir sjúklinga að fá viðtal og enn lengri tíma tekur að bíða eftir aðgerð. Ef ekki væri um að ræða dul- úðuga atvinnugrein, sem í hug- um almúgans er fremur í ætt við töffa en vísindi og handverk, þætti svona skipulag hörmulegt og ekki við það búandi. Aldrei er á það minnst, að minnsta kosti ekki opinberlega, að til greina komi að deila stöðum og verkefrium meðal lækna. Af sjálfu leiðir að tekjunum mætti dreifa líka. Það ætti ekki að þekkjast að menn sinni fleiri en einni stöðu samtímis. Ef biðlistar eftir við- tölum og aðgerðum lengjast úr hófi, ætti að vera hægur vandi að hleypa fleiri læknum að sjúk- lingunum.Ætla mætti að nægi- lega margir sérfræðingar séu meðal 400 íslenskra lækna er- lendis og 1200 hér á landi til að sinna flestum þeim sjúklingum sem þurfa á þjónustunni að halda. Hér skal sleppt að blanda í málið ruglinu í núverandi yfir- stjóm heilbrigðismála, sem eykur kostnað með því að loka deildum sjúkrahúsa og skera yf- irleitt allt niður nema gegndar- laust bmðlið, sem felst í því að nýta hvorki hús, tæki né mann- afla til að veita skylduga og lög- bundna heilbrigðisþjónustu. Með breyttu hugarfari og sið- væðingu læknastéttarinnar sjálfrar ætti að vera hægt að koma málum svo fyrir að lækn- um verði ekki ofaukið og að sjúkir og hrjáðir þurfi ekki að bíða langtímum saman eftir þeim læknisdómum, sem fyrir hendi em efvilji er til. Hálaunaðir margramanna- makar, atvinnulausir Iæknar og langir biðlistar sjúklinga, sem ekki fá úrlausn sinna krankleika, er vitleysa sem ekki gengur upp. Svo verður fróðlegt að heyra frá atvinnuhorfum annarra menntastétta heima og heiman. Það er að segja ef heiðarlega er með farið, eins og Læknablaðið gerir. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.