Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 30. júní 1992 Tíminn 5 Veiðimál Aðalfundur Landssambands veiðifélaga í Vopnafírði Fundurinn var haldinn í Grunnskólanum á Vopnafírði 15. og 16. júní. Böðvar Sigvaldason setti fundinn og síðan voru kjörnir fundarstjórar þeir Sigutjón Friðriksson, Ytri-Hlíð, og Bragi Vagnsson, Burstarfeili, en ritarar Jón Guðmundsson, Fjalli, og Jón Benediktsson, Auðnum. Um 40 fulltrúar víðsvegar að af landinu sátu aðaífundinn. verði handa um endurskoðun lax- og silungsveiðilaganna frá 1970 og ítrekuð ýmis atriði, sem Landssam- bandið vill leggja áherslu á við end- urskoðun laganna, svo sem varð- neytis. Aðalfundurinn vekur athygli á mikilvægu hlutverki veiðifélaga í sveitum landsins. Þau séu jafnframt trygging fyrir góðum skilum á arði af veiði og veiti mikilvægar upplýs- skorar á stjórnvöld að setja í íslensk lög skýr ákvæði þannig að til slíks geti ekki komið, nái samningurinn um EES fram að ganga. Sömuleiðis mótmælti fundurinn þeim hug- myndum og tillögum, sem komið hafa fram um að ríkið fái yfirráð yf- ir afréttum eða hlunnindum á af- réttum, sem lögum samkvæmt heyri undir sveitarfélög og upp- rekstrarfélög. Það sé skoðun fund- arins, að málefni afréttanna eigi að vera í höndum heimaaðila, stofnun og starfsemi Umhverfisráðuneytis eigi ekki að breyta neinu í því efni, og varar fundurinn við öllum mið- í skýrslu formanns var m.a. vikið að laxveiðinni 1991, laxveiðikaup- um, breytingu á ákvæðum um Fi- skræktarsjóð, virðisaukaskattsmál- inu, endurskoðun laganna, fram- kvæmd laga og veiðieftirliti, villta laxastofninum og fiskeldinu, flutn- ingi á hrognum og seiðum milli landshluta, afréttarvötnum og veiðiréttindum, Veiðimálanefnd, Veiðimálastofnun, „Vötn og veiði", umhverfisvemd, silungsverkefni, verðlaunum til bændaskólanema, alþjóðlegu Iaxvemdunarstofnun- inni og samskiptum við önnur landssambönd stangaveiði og fisk- eldis- og hafbeitarmála. Góðir gestir Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra ávarpaði aðalfundinn. Hann ræddi m.a. um endurskoðun lax- og silungsveiðilaganna og gat þess að góðar horfur væru á að peningar fengjust til að greiða kostnað við sjávareftirlit. Þá tók til máls Árni ís- aksson veiðimálastjóri, sem ræddi ýmis mál sem efst hafa verið á baugi, og Emil Sigurjónsson, Ytri- Hlíð, flutti kveðjur Stéttarsam- bands bænda. Veislufagnaður Á mánudagskvöld hófst kvöld- fagnaður með kvöldverði í Hótel Tánga kl. 20.00, sem Halldór Sig- urðsson, Miðhúsum, stjórnaði. Eft- ir kvöldverð flutti Gunnar Sigmars- son fræðaþulur fróðleik um sögu Vopnafjarðar, mannlíf þar fyrr og síðar, og Kristján Magnússon, fyrrv. sveitarstjóri, var með spjall á léttari nótunum um atvinnulíf á seinni tímum í Vopnafírði, en undir lok fagnaðarins skemmtu Pálmi Gunn- arsson söngvari og félagar hans með hljómlist og söng. Við lok sam- komunnar sagði Hinrik A. Þórðar- son, Útverkum, skemmtisögur af minnisgóðu fólki um land allt, og raddsterkir félagar og gestir sungu við raust alveg áhyggjulaust nokkur ljóð og lög, sem landsmönnum eru hjartfólgin. Kynnisferð um Vopnafjörð Að morgni þriðjudags var farin kynnisferð um Vopnafjörð í boði heimamanna, og höfðu þeir Sigur- jón Friðriksson, Ytri-Hlíð, Helgi Þorsteinsson, Ytri-Nýpum, og Bragi Vagnsson, Burstarfelli, veg og vanda af leiðsögn um sveitina. Lokaþáttur aðal- fundarins í samþykktum aðalfundarins í Vopnafirði er fagnað þeirri yfirlýs- ingu landbúnaðarráðherra að hafist Stjórn Landssambands veiðifélaga. Taliö frá vinstri: Vigfús B. Jónsson, Laxamýri, Svavar Jensson, Hrappsstööum, Halldór Sigurösson, Miöhúsum, Böövar Sigvaldason formaöur, Baröi, og Ketill Ágústs- son, Brúnastööum. (Ljósmynd: Einar Hannesson) andi skýr ákvæði um aukið eftirlit með sjávarveiði og að það eftirlit verði kostað af ríkissjóði eins og önnur löggæsla. Þá taldi fundurinn rétt að halda því skipulagi veiðimála lítt breyttu, sem hingað til hefur ríkt, þar sem veiðifélög og Veiði- málastofnun gegna lykilhlutverki undir yfirstjórn Landbúnaðarráðu- ingar um þróun veiðimála. Fundur- inn vilji að lögð sé áhersla á að efla starf veiðifélaganna og samtaka þeirra. Þá var ályktað um EES þar sem segir að fundurinn vari alvarlega við samningnum; fjársterkir aðilar geti eignast jarðeignir og Iaxveiði- réttindi hér á landi. Fundurinn stýringartilburðum. í stjórn Landssambands veiðifé- laga eru Böðvar Sigvaldason, Barði, formaður, Halldór Sigurðsson, Mið- húsum, Svavar Jensson, Hrapps- stöðum, Ketill Ágústsson, Brúna- stöðum, og Vigfús B. Jónsson, Laxa- mýri. Einar Hannesson Japanir vilja stytta vinnuvikuna, bœta velferðarkerfið og auka lífsgœði: Japanir breyta um lífsstíl í Japan er nú loks komin upp alvarleg umræða um betri lífskjör og lífsgæði. Japönsk ráðgjafanefnd um efnahagsmál lét þess ný- lega getið að tími væri til þess kominn að Japanir færu að huga að „alvarlegri“ lífsgæðum eftir áratugalangt og miskunnarlaust strit fyrir „bættum efnahag". Tfmi væri nú kominn til þess að hægja á hagvextinum, en huga að raunverulegum gæðum þessa lífs. Ráðgjafanefnd þessi sagði í skýrslu til forsætisráðherrans Kiic- hi Miyazawa að stjórnvöld yrðu nú að huga að styttri vinnuviku, gera hin ýmsu lífsgæði aðgengilegri og bæta velferðarkerfið. .Japanir hafa verið ríkir, en samt ekki aflögufærir," sagði opinber efnahagsráðgjafi í Japan við frétta- menn. .Japanir hafa keppst við að auka hagvöxt og orðið vel ágengt, en gefa einstaklingum samfélagsins hins vegar engan gaum. Nú er tími til þess kominn að virða einstak- linginn og huga að mannlegum þáttum, t.d. með því að auka frítíma fólks," sagði hann. Ráðgjafanefndin, sem talin er hafa mótandi áhrif á stefnu forsæt- isráðherra á hverjum tíma, er undir forsæti Gaishi Hiraiwa, sem einnig stýrir einhvers konar verslunarráði Japana. Deila lífsgæðum Skýrsla nefndarinnar til forsætis- ráðherrans bar heitið „Fimm ára efnahagsáætlun — deilum raun- verulegum lífsgæðum með jarðar- búum“. í henni er gert ráð fyrir hag- vexti, sem er 3.5% að meðaltali á hverju fjárhagsári næstu fimm árin eða til loka ársins 1997. Að stefnt skuli að 3.5% hagvexti af hálfu hins opinbera í Japan þykja nokkur tíðindi, en það er lægsta takmark sem Japanir hafa sett sér í undanfömum 12 efnahagsáætlun- um. „Þetta mun þó duga til þess að gera Japani aflögufæra og ham- ingjusama," sagði talsmaður jap- anska verslunarráðsins. í skýrslu ráðgjafanefhdarinnar segir jafnframt að stefnt skuli að því að stytta vinnutíma Japana á árs- grundvelli úr 2008 stundum í 1800 vinnustundir á næstu fimm árum eða þeim tíma, sem áætlunin mið- ast við. Til samanburðar má geta þess að meðalvinnustundir Þjóðverja voru 1598 árið 1990. Frakkar unnu þá 1683 stundir að meðaltali, Banda- ríkjamenn 1948 stundir og Bretar 1953 stundir. Verðlag og húsnæði í þeim hluta skýrslunnar þar sem fjallað er um verðlag, kemur fram að verð húsnæðis í Tokyo kostar rúmlega áttföld (8.2) árslaun meðal- launamanns, en sambærilegt hús- næði í Bandaríkjunum kostar launamanninn rúmlega þrefaldar (3.4) árstekjur hans. 1 Bretlandi má margfalda meðaltekjur með 4.4 og í Þýskalandi með 4.6 til þess að fá sambærilegar tölur. í þessari fimm ára efnahagsáætlun Japana er stefnt að því að þessi tala lækki niður í 5.0. Úm velferðarkerfið er það að segja að nefndin leggur til að þar verði tekið til hendinni. Mælt er sérstak- lega með stóraukinni aðstoð við fatlaða og gamalmenni, en einnig er lagt til að lífsskilyrði kvenna og út- lendinga í Japan verði bætt. Nýr hugsunarháttur Á það er einnig minnst að mikil- vægt sé að Japanir breyti hugsunar- hætti sínum og hugmyndum um lífsgæði. Fram til þessa hefur það þótt eðlilegt að fólk eyddi frítíma sínum eins og vinnuveitandi þess hefur boðið. Nú verður þess krafist að fólk hafi eigin skoðanir og láti óskir sínar og þrár betur í ljósi. Þegar spáin um 3.5% aukningu þjóðartekna er skoðuð nánar, kem- Útlönd ur í ljós að Japanir gera ráð fyrir að eftirspum á innanlandsmarkaði muni aukast um 3.75%, en dragast saman á erlendum mörkuðum um 0.25%, innflutningur mun m.ö.o. verða meiri en útflutningur. „Við ætlum að huga betur að jafn- ari hagvexti, sem byggir á innlend- um markaðskröfum fremur en miklum og hröðum hagvexti," sagði opinber talsmaður japönsku efna- hagsnefndarinnar. Hagstæður viðskipta- jöfnuður Viðskiptajöfnuður Japana var hagstæður um 7.87 milljarða dala í maí síðastliðnum, miðað við 4.16 á sama tíma í fyrra. Þess er ekki getið hversu langan tíma það muni taka Japani að breyta um lífshætti. Stjórnarerindreki í Japan sagðist búast við því að margir Japanir myndu „slugsast heima í aðgerðar- leysi fyrst eftir að vinnutími stytt- ist“, en síðan myndu menn smátt og smátt breyta lífsháttum sínum. Bandaríkjamenn ánægðir Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Japan, Michael Armacost, hefur hvatt Japani til þess að auka eftir- spurn á innanlandsmörkuðum, svo að meira jafnvægi verði milli inn- og útflutnings. Bandaríkjamenn telja að slíkt muni hafa góð áhrif á þróun efnahagsmála heimsins og draga úr samdrætti á heimsmörk- uðum. „Við Bandaríkjamenn, japönsk stjórnvöld og þjóðir þær, sem búa við viðskiptahalla gagnvart Japön- um, áttum okkur á því hve mikil- vægt heilbrigt efnahagskerfi heims- ins er okkur öllum. Bandaríkja- menn og Japanir eru sterkastir og geta helst gefið heimsviðskiptum vítamínsprautu," sagði Armacost á fréttamannafundi nýlega. — Byggt á Reuter/Krás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.