Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. júní 1992 Tíminn 9 DEUTZ-FAHR Heyvinnuvélar Eígum fyrirliggjandi sláttuþyrlur, diska- sláttuvélar, fjölfætlur og stjörnumúgavélar. Hafiö samband viö sölumenn □ ÞQR ÁRMÚLA H 11 - SÍMI 681500 ÚRVALS VÉLAR í HEYSKAPINN DEUTZ FAHR Tilboö óskast í 40.000 lítra fullvirðisrétt í mjólk Upplýsingar berist til Auglýsingadeildar Tímans fyrir 10. júlí merktar „Fullvirðisréttur í mjólk“. Bændur athugið Til sölu komvals, 10 hestöfl, rúlluvagn, burðargeta ca. 7 tonn. Einnig nokkrar mjólkurkýr með lága frumutölu. Upplýsingar í síma 98-78190 í hádeginu og á kvöldin. --------------------------------------------> 1Í Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Þorgerðar Karlsdóttur Steinum 6, Djúpavogi Fyrir hönd aöstandenda Elís Þórarinsson v ___________________________/ Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Þórsmörk Hin víðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferð ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júli n.k. Tjaldaö verður i Langadal. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til SUF I síma 91-624480, eigi siðar en kl. 16 föstudaginn 26. júni. Athugiö takmarkaö sætaframtxið. Ferðamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur veriö frestað til 10. júli n.k. Vel- unnarar fiokksins, sem enn eiga ógreidda miða, ern hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða i sima 91-624480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráöi, slmi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarftokksins, simi 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. Tímans ■ vlL. V Sophia Loren kemur í Buenos Aires með yngsta syni sínum Eduardo. I heimsókn til Argentínu ásamt yngsta syni sínum Eduardo Doctor Honoris Causa og heiðursborgarinn Sophia Loren Sophiu Loren var tekið eins og þjóðhöfðingja í Buenos Air- es á dögunum. Þar var hún í heimsókn ásamt syni sínum Eduardo. Hún var gerð að heið- ursdoktor við háskólann í borg- inni, var boðið til tedrykkju á heimili forseta Argentínu, Carl- os Menem, og gerð að heiðurs- borgara Buenos Aires. Þar að auki var hún viðstödd frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Aurora þar sem þau mæðgin Sophia og Eduardo leika aðalhlutverk. Leikonan var spurð um líf sitt með eiginmanninum og leikstjóranum Carlo Ponti, en Ponti uppgötvaði Sophiu þegar hún var 15 ára þátttakandi í fegurðarsamkeppni. - Ást mín til Carlos er viðvar- andi og eilíf, sagði hin glæsi- Iega leikkona. Hún sagðist eiga eiginmanni sínum til 35 ára allt að þakka. - Hann hefur verið minn Pygmalion. Leikkonan sem er 57 ára sagðist engin töframeðul nota til að halda sér fallegri og ung- legri. Hún sagði að það gæfist best að elska Iífið taumlaust, hlakka til hvers dags og vera bjartsýn. Hún sagði það mikil- vægt fyrir sig að hafa alltaf sjálfstraustið í lagi annars fynd- ist henni tímanum illa varið og hún týndi sjálfri sér. En hún þakkar fleirum en eiginmann- inum gæfu sína og gengi. Móð- ur sinni, sem er látin fyrir nokkrum árum, segist hún aldrei munu gleyma. Móðir hennar hafi verið hin raun- verulega hæfileikakona og sjálf komist hún ekki í hálfkvisti við hana. Þegar Sophia var lítil stúlka langaði hana til að verða kennari. Nú segir hún að hugs- anlegum nemendum sínum hafi verið mikill greiði gerður að hún lagði ekki út á þá braut. Hér bendir leikkonan á auglýsingaplakat um kvikmyndina Aurora en þar leika þau mæðgin aðalhlutverk og Ponti stýrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.