Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 30. júní 1992 Tíminn 3 Alþýðubandalagið hefur hafnað EES samningnum og Ólafur Ragnar Grímsson segir EB-aðild bjóða upp á meiri möguleika en EES: Sérsamningur við EB er eina leiðin Alþýðubandalagið hafnaði um helg- ina EES samningnum eins og hann liggur nú fyrir. Það gerði mið- stjómarfundur flokksins en fyrir þeim fundi lá tillaga frá flokks- stjóm og þingflokki. Niðurstaða flokksins var sú að skilgreina EES sem forsal EB „hann væri í reynd aukaaðild að EB, forspil að fullri EB aðild“ og að mati formannsins er aðildin að EES jafnvel enn verri kostur en aðild að EB. Ólafur Ragn- ar segist ekki lengur vera þeirrar skoðunar að hægt sé að draga línu á milli þessara tveggja fyrirbæra og að til sé eitthvert hlið sem við þurf- um ekki að ganga í gegnum. Hann segist nú sannfærður um að slíkt hlið sé ekki til. Því bendir hann á að vilji menn hafa áhrif á evrópska efnahagssvæðinu sé miklu betra að sitja við sjálft EB háborðið og telur hann þetta hafa ráðið miklu t.d. um afstöðu Svía. Það sé einfaldlega betra að fara á EB höfúðbólið og hafa eitthvað að segja, en vera áhrifslaus á EES hjáleigunni. Alþýðubandalagið leggur þó ekki til aðildarumsókn að EB, heldur þvert á móti hafnar flokkurinn slíku. Hann vill hins vegar að í stað EES samningsins komi tvíhliða samn- ingar íslands og EB um viðskipti og samvinnu. Það er jafnframt niðurstaða mið- stjórnar Alþýðubandalagsins að ef EES samningurinn kemur samt sem áður til endanlegrar afgreiðslu á Alþingi verði tvennt að gerast áður. f fyrsta lagi verði að fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla um efni samn- ingsins og í öðru lagi verði að breyta stjórnarskránni til að koma í veg fyr- ir stjórnarskrárbrot. Alþýðubandalagið vill að viðræður um tvíhliða viðskiptasamning ís- lands og EB hefjist strax í haust og hefur formaður flokksins látið taka saman sýnishorn af slíkum tvíhliða- samningi þar sem getur að líta út- færslur á ýmsu því sem í slíkum samningi þarf að vera. Þar er þó gert ráð fyrir því að samningsaðilar séu jafnréttháir hvað varðar frumkvæði og eftirlit með samningnum. Á blaðamannafundi í gær benti Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, á að á ráð- herrafundi EB í Portúgal um helg- ina hafi EB einmitt samþykkt að taka nú þegar upp viðræður um að- ild við EFTA ríkin. Þetta bendi til þess að EES muni ekki verða verða sú framtíðarlausn sem upphaflega hafi verið gert ráð fyrir og það sem utanríkisráðherra kallaði vegabréf inn í 21. öldina verði útrunnið fyrir aldamótin, eins og Ólafur Ragnar orðaði það. Það vekur athygli að formaður Al- þýðubandalagsins stillir málum þannig upp að íslendingar eigi um tvo kosti að velja. Annaðhvort fúlla aðild að EB eða tvíhliða viðskipta- samning. Aðspurður hvort þetta þýddi að Alþýðubandalagið liti á aðild sem raunhæfan valkost ef ekki næðist viðunandi tvíhliða samningur kvað Ólafur svo ekki vera en benti á að þetta væru þær tvær meginleiðir sem færar væru til að útvíkka form- leg samningsbundin samskipti aðil- anna. Auk þeirrar almennu athuga- semdar að forsendur tveggja stoða kerfis á stóru evrópsku efnahags- svæði hafi brostið með aðildarum- sóknum EFTA ríkjanna í EB, er það fyrst og fremst á tveimur sviðum sem ALþýðubandalagið gerir at- hugasemdir við EES saminginn. Annars vegar er það hið mikla stofnana- og eftirlitskerfi sem yfir- tekur ýmsa þá starfsemi og það frumkvæði sem áður var í höndum íslendinga og skerði þannig sjálf- stæði þjóðarinnar. Þetta kerfi sé of- vaxið fyrir þau verk sem það á að vinna við breyttar aðstæður og henti hreinlega ekki. Hins vegar eru Al- þýðubandalagsmenn óánægðir með þá niðurstöðu sem sjávarútvegsmál- in hafa fengið í samningaferlinu. Flokkurinn segir að EB hafi neitað að samþykkja grundvallarkröfur okkar íslendinga varðandi það að reglur frjálsra viðskipta nái til sjáv- arafurða og að viðskipti með sjávar- afurðir yrðu tollfrjáls. Hvorugt hafí náðst, EB beitti enn stórfelldum rík- isstyrkjum í sjávarútvegi og skipa- smíðum og legði enn tolla á aðalút- flutningsvörur íslendinga á sama tíma og þeirra helstu útflutning- svörur væru tollfrjálsar hér. Þó tollalækkanir hafí náðst á ákveðnum vöruflokkum telur Alþb. það ekki nægjanlegt og bendir á að ríkis- stjórnin hafí í raun brotið þá grund- vallarreglu íslenskra stjórnvalda að láta ekki veiðiheimildir í íslenskri landhelgi fyrir tollalækkanir. Þetta segja Alþýðubandalagsmenn koma fram í þeim misskilningi að verið sé að semja um gagnkvæmar veiði- heimildir við EB. Hið rétta sé hins vegar að sú loðna sem sagt er að EB láti af hendi í staðinn fyrir að fá að veiða 3000 tonn af karfa í íslenskri landhelgi sé einungis pappírsvið- skipti enda hafi hingað til enginn Tveir miklir brunar um helgina: MIKIÐ TJÓN Á BÁÐUM STÖÐUM Tveir brunar urðu um helgina, ann- ar í Höfnum en hinn á Þorlákshöfn. Slys við Álfheima Ekið var á gangandi vegfaranda um miðjan dag við Álfheima í gær. Var hann fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. —GKG. veitt þessa loðnu nema íslendingar, Norðmenn og Færeyingar. -bg Ráðherra bregst við Menningarsjóðsdeilu: Skipar tilsjónarmann Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra hefur sett A. Snævar Guð- mundsson tilsjónarmann Menningar- sjóðs frá og með 1. júli til næstu ára- móta. Þessi ákvörðun er tekin með vísan til 36. greinar laga nr. 1/1992 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ákvörðunin er tekin í samráði við meirihluta menntamálaráðs. Menntamálaráðherra grípur til þessara ráðstafana eftir að mennta- málaráð varð óstarfhæft eftir fúnd þess á föstudag. Ráðherra segir að for- maður ráðsins hafi neitað að boða til fundar þess fyrr en í ágúst og því bregðist hann við fjárhagslegum vanda Menningarsjóðs með þessum hætti. Hann segir sýnt að kostnaður við rekstur Menningarsjóðs fari fram úr þeim fjárveitingum sem fjárlög árs- ins 1992 ákveða. -BS I Höfnum brann fiskvinnsluhúsið Eitill hf. við Seljavog aðfaranótt laugardagsins og var bruninn til- kynntur um kl. 2:00. Slökkvistarf gekk vel og lauk því um kl.7:00. Mikið tjón varð og er húsið ónýtt að mestu. Á Þorlákshöfn brann einbýlishús að Setbergi 13 og er talið að kviknað hafi í út frá eldavél. Enginnn var heima þegar eldur- inn kom upp en hann var aðeins í eldhúsinu. AJftur á móti bárust reyk- ur og sót út um allt húsið og skemmdu það talsvert. —GKG. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKfRTEINA RÍKISSJÓÐS 11. FL. B.1985 Hinn 10. júlí 1992 erfimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini 10.000,-kr. " 100.000,- kr. " = kr. 529,80 = kr. 1.059,60 = kr.10.596,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1992 til 10. júlí 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3230 hinn 1. júlí 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1992. Reykjavík, 30. júní 1992. SEÐLABANKI ISLANDS AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.92-10.09.93 10.09.92-10.09.93 15.09.92-15.09.93 kr. 937.526,82 kr. 598.913,00 kr. 390.445,45 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 1985- 1.fl.B 1986- 1.fl.A3 ár 1986-1 .fl.A 4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1 .fl.B 1986-2.fl.A4 ár 1986- 2.ÍI.A 6 ár 1987- 1.fl.A2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 01.07.92-01.01.93 01.07.92-01.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 kr. 53.331,38 kr. 32.107,36**) kr. 36.760,62 kr. 40.242,18 kr. 41.462,97 kr. 23.680,35**) kr. 34.072,90 kr. 35.034,79 kr. 29.181,74 kr. 29.181,74 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.