Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tfminn Þriðjudagur 30. júní 1992 Norðmenn segjast ætla að hefja veiðar á hrefnu í atvinnuskyni: Norðmenn aftur í hvalinn! Apalifur grædd í mann Á sunnudagínn græddu læknar vi6 Pittsburgh sjúkrahúsið í Pennsylvaníu lifur ór bavíanapa í mann. Það tók 11 idukkustundir aö græða lifrina í manninn sem er 35 ára gamail og þjáist af lifrar- bólgu (hepatitis B). Læknar við sjúkrahúsið sögðu að líöan mannsins værí eftir at- vikum. Hann væri ennþá í lífs- hættu en haldið á lífi með lyfinu FK/506 sem kemur í veg fyrír sýldngu og að líkami hans hafni lifrinnL Læknamir sögðu einnig að maðurínn, sem ekkl hefur verið nafngreindur að eigin ósk, hefði veríð haldinn banvænum sjúk- dómi og óvíst um batahorfur. Þeir bættu því við að ef manns- lifur hefði veríö grædd í hann hefðu líkur á lifrarbólgu B veríð jafnmiklar og batahorfur hans síst meirí. Talsmaður sjúkrahússins við háskólann í Pittsburgh sagði að sérstök nefnd heföi fjallað um aðgeröina fyrir helgi og gefið samþykki sitt. í nefndinni sitja fulltrúi almennings, fulltrúi geistlegra yfirvalda og vísinda- menn. Þessi nefnd samþykkti einnig aö þrjár aðrar sambærí- legar aðgerðir færu fram þar sem lifrar úr bavíönum yrðu græddar ímenn. Þessar aðgerðir eru runnar undan rífjum dr. Thomasar Starzl sem fyrstur manna tók að nota líffæri úr bavíönum í menn árin 1963 og 1964 í Denver, Col- orado. Á þeim tíma græddi Dr. Starzl sex lifrar úr bavíönum í menn en enginn lifrarþeganna liföi lengur en 98 daga. — Reuter/Krás. Stúlka með lystarstol vill fremur deyja en þyngjast: Neitar allri læknishjálp Bresk stúlka, 16 ára gömul og illa haldin af lystarstoli, hefur krafist úrskuröar dómstóla um að hún megi hafna allri læknismeðferð og halda áfram að svelta sig. Lögmenn hennar fluttu málið fyrir áfrýjunardómstóli og reyndu þar að fá hnekkt eldri útskuröi þar sem læknum var heimilaö að meðhöndla stúlkuna gegn vilja hennar. — Reuter/Krás. Normenn tilkynntu það í gær á Al- þjóðahvalveiðiráðstefnunni að þeir muni hefja hvalveiðar í atvinnuskyni áríð 1993 og þar meö binda enda á al- þjóðlegt bann við hvalveiðum. Þessi ákvörðun þeirra var tilkynnt á fundi ráðsins í Glasgow í gær og enn- fremur í Osló þar sem forsætisráð- herra Noregs, Gro Harlem Brundt- land, sagðist tilbúin til þess að verja þessa ákvörðun hvar og hvenær sem væri. Umhverfissinnar líktu þessari ákvörðun Norðmanna við sjórán og sjávarútvegsráðherra Breta, John Gummer, sagði að það væri beinlínis rangt að koma með svona einhliða yf- irlýsingar þegar um væri að ræða al- þjóðasamkomulag. „Ég er sannfærður um að Norðmenn láta aldrei verða af þessu þegar til kastanna kemur," sagði hann, „vegna þess að þeir eru svo sið- aðir.“ Þegar þingið var sett sagði Gummer í ræðu sinni að hann vildi vara hval- veiðiþjóðir heims við því að snúa aftur til fortíðar og fyrri hátta. Þjóðir heims myndu ekki líða slíka villimennsku. Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti bann við hvalveiöum í atvinnuskyni árið 1985 eins og kunnugt er. Þá máttu Norðmenn, íslendingar og Jap- anir þó veiöa hvali í takmörkuðum mæli í vísindaskyni. Á þessari fimm daga ráðstefnu Al- þjóðahvalveiðiráðsins eiga sæti 37 þjóðir og var ætlunin að taka ákvörð- un um hvort leyfa bæri takmarkaöar veiðar í vísindaskyni. Svo er nú aö sjá sem Norömenn hafi sett allt á annan endann með yfirlýs- ingum sínum en haft er eftir fiilltrú- um á ráðstefnunni að svipaðra yfirlýs- inga og aðgerða megi vænta frá ís- lendingum og Japönum. Reyndar hafa íslendingar þegar tiikynnt úrsögn sína úr ráðinu og tekur úrsögnin gildi frá og með degínum í dag að telja. Þá hafa Rússar gefið í skyn að þeir hyggist hefja hvalveiðar og búist er við að þeir sæki um kvóta til veiða í vís- indaskyni. líf af þessu verður er það túlkaö sem vísbending um að Rússar sækist aftur eftir fyrri stöðu sem hval- veiðiþjóð. Rússar eiga ekki fulltrúa nú á þessari fimm daga ráöstefnu hval- veiðiráðsins í Glasgow. Gro llarlem Brundtland sagöi á fréttamannafundi í gær að ákvörðun stjómar hennar fæli í sér að hefja veið- ar á hrefnu. Hrefnan er smæst hinna stærri hvalategunda og hefur minnst verið veidd. Fyrir vikið er talið mikið af hrefnu í sjónum. Gro Harlem Brundtland sagði að norska stjómin tæki þessa ákvörðun nú um hrefnuveiðar í atvinnuskyni á grundvelli vísindalegra gagna um stórð stofnsins. Hún bætti við að ekki væri búið að ákveða hversu umfangs- miklar veiðamar 1993 yrðu. Samtök umhverfisvemdarsinna, sem eiga áheymarfulltrúa á ráðstefnunni, vömðu Norðmenn við og aðrar þjóðir einnig sem hafa svipað í hyggju. Táls- menn þessara samtaka sögðu að neyt- endur hvarvetna í heiminum myndu sniðganga vömr hvalveiðiþjóða. „Ef Norömenn hefja hvalveiðar em þeir engu betri en sjóræningjar og seldir undir sömu sök og lögbrjótar samkvæmt hafréttarlögum," sagði Cassandra Phillips frá „Worldwide Fund for Nature". Umhverfisverndarsinnar vilja skilyrð- islaust bann við öllum hvalveiðum og vitna til „ómanneskjulegra" veiða. Á dagskrá fundarins í Glasgow liggur fyrir tillaga frá Frökkum um verndun hvala sunnan 40. breiddargráðu á suð- urhveli jarðar en Frakkar vilja að þar verði griðastaður hvala. Talið er að þessi tillaga eigi vísan stuðning margra fulltrúa á ráðstefnunni. Gro I larlem Bmndtland sagði að fyr- irhugaðar hvalveiðar Norðmanna myndu stuðla að jafhvægi í lífríki sjáv- ar. Hún sagöi að hrefnu í Norður-Atl- antshafi hefði fjölgað mjög eftir að bann við hvalveiðum var samþykkt ár- ið 1985. „Það verður að hefta tak- markalausa fjölgun hvala og sela á kostnað fiskitegunda sem sjávarútveg- ur okkar byggir á,“ sagði hún í gær á fréttamannafundinum í Osló. ,AHt of margir hvalir éta nú hinn dýrmæta fisk okkar,“ sagði hún um leið og hún lét þess getið að hún óttaðist ekki yfir- vofandi gagnrýni. Bmndtland sagöi að eftir væri að ákveða hversu mikið Norðmenn myndu veiða af hrefnu. Samkvæmt áreiöanlegum heimildum er talið að það verði innan við 1000 hrefnur. Norðmenn hafa líkt og íslendingar og Japanir veitt hval í vísindaskyni. Þeir höfðu leyfi til að veiða 382 hrefn- ur á ámnum 1992 til 1994 samkvæmt því samkomulagi. Umhverfisvemdarsinnar halda því fram að veiðar hvala með spren- giskutli séu ómannúðlegar og leifar hugsunarháttar 19. aldar. Slíkar veið- ar á spendýmm ætti að banna með öllu. Bmndtland svaraði því hins vegar til að slíkar skoðanir væm kerlingabæk- ur byggðar á tilfinningasemi og ættu ekkert skylt viö náttúmvemd. ,Ábyrg náttúmvemd felst í því að nýta stofna innan eðlilegra marka þannig að þeir viöhaldi sér og nýtist framtíðinni," sagði Bmndtland. Bmndtland sagðist jafnframt vonast til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið myndi leggja blessun sína yfir þessa einhliða ákvörðun Norðmanna. „Við fordæmum ákvöröun Norð- manna. Það er heimskulegt að snúa svona baki við hvalveiðiráðinusagði Kalle Hesstvedt, talsmaður Green- peace-samtakanna. Algeirsborg Mohamed Boudiaf ríkisstjóri í Alsír var skotinn til bana í gær þegar hann var við opnun menningarmið- stöðvar í borginni Annaba sem er í austurhluta Alsír. Boudiaf var settur í embætti fyrir aöeins sex mánuð- um og kom þá í veg fyrir valdatöku strangtrúaðra múslima í kjölfar kosningasigurs þeirra. Sarajevo Vopnahlé það sem nú hangir á blá- þræði í Sarajevo hefur vakið vonir um að loks megi koma vistum til sveltandi borgarbúa um flugvöllinn þar. Slobodan Milosevic forseti Serbíu samþykkti eftir nokkum eft- irrekstur að koma til friðarviðræðna við stjórnmálaandstæðinga sina. Þetta var haft eftir mönnum í Belgr- ad í gær. Boipatong, Suöur Afríku Afríska þjóðarráðið krafðist í gær afsagnar F.W. de Klerk forseta Suður-Afriku. Talsmenn ráðsins sögðu að de Klerk hefði ekki lengur neina stjóm á lögreglu landsins og honum hefði ekki tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð á svörtum. Yfir 20.000 syrgjendur voru við útför 37 fórnariamba sem myrt voru þann 17. júní á hroöalegan hátt í Boipat- ong. Jeríkó, Vesturbakka ísrael Israelsmenn létu 17 menn lausa eftir yfirheyrslur um meint sam- skipti þeirra við Yasser Arafat í Jórdaníu. Mennirnir 17 eru allirfull- trúar Palestínumanna í friðarvið- ræðunum í Miðausturlöndum. Nabatiyeh, Líbanon Herþyrlur frá ísrael sprengdu í loft upp hús Hizbolla skæruliða í suð- urhluta Líbanon. Þetta erfyrsta loftárás ísraela eftir kosningarnar sem fram fóru þar í landi í síðustu viku. Róm Fréttir hafa borist um að hersveitir Azera hafi ráðist að Armenum um helgina í Nagomo-Karabakh og þykja þessar fréttir ekki góðar þeg- ar friðarviðræður standa nú fyrir dyrum í Róm á milli þessara þjóö- arbrota. Los Angeles Jarðskjálftahrinumar tvær sem riðu yfir Kalifomíu á sunnudag eru sagðar hafa valdið skemmdum sem kosta a.m.k. 16 milljónir dala. Bangkok Forsætisráðherrann Anand Pany- arachun rauf þing í gær og sagði efnt yrði til kosninga í Tælandi þann 13. september næstkomandi. Að aflokinni Evrópukeppni Frá fréttarítara Tímans í Sviþjóð, Inga V. Jónassyni Ef við getum ekki samið við þá, þá er ekki um annað að velja en sigra þá. Þessi orð lét utanríkisráðherra dana, Uffe Elleman Jensen, falla fyrir úrslitaleik Dana og Þjóðverja á Evrópumeistaramótinu í knatt- spyrnu síðastliöinn föstudag. Og það voru svo sannarlega Danir sem komu, sáu og sigruðu á þessu Evr- ópumeistaramóti, án þess þó að hafa tryggt sér sæti vegna slaks ár- angurs í undanriðlakeppninni. Viku fyrir upphaf keppninnar var danska landsliðinu boðin þátttaka eftir að landslið Júgóslavíu var sent heim vegna viðskiptabanns Sam- einuðu þjóðanna á hendur landinu. Það var því í miklu hasti sem danski landsliðsþjálfarinn, Richard Möller Nielsen, hóaði saman sínum mönnum og hélt til Svíþjóðar til að hefja æfingar. Sem vonlegt er var Dönum ekki spáð nokkrum frama í keppninni, en heldur litið á þá sem nokkurs konar uppfyllingu til að jafna tölu liðanna eftir fráfall Júgó- slavíu. Nú vita menn betur. Danir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu og það sem meira er um vert, þeir hafa með leikgleði sinni og baráttu sannað og sýnt að þeir eru vel að meistaratitlinum komnir. - En livað er það sem Danir hafa til aö bera sem gerir þeim kleift að leggja að velli, án verulegs undirbúnings, fyrrum Evrópumeistara llollend- inga sem og heimsmeistara Þjóð- verja í einni og sömu viku? í allri fjölmiðlaumræðu hér ytra er lc-ttu lundarfari Dananna þakkað þessi einstæði árangur. Meðan þýski landsliðsþjálfarinn Berti Vogts meinaði sínum mönnum allt líferni sem skaðað gæti einbeitingu þeirra á knattspyrnuvellinum, gaf Richard Möller Nielsen dönsku meisturun- um frí eftir æfingar á degi hverjum. Það er kannski ekki síst í muninum á landsliðsþjálfurunum tveim sem skýringuna er að finna. Á blaða- mannafundum hefur Berti Vogts margítrekað með sigurvissu og nokkrum hroka, að hann er ekki ánægður með annað en knatt- spyrnu á heimsklassa af hálfu sinna manna. Richard Möller Nielsen tal- aði aftur á móti um bleik lífstykki á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik- inn gegn þjóðverjum. Hann sagðist hafa borðað lax þá um morguninn og þá skyndilega orðið hugsað til móður sinnar og allra bleiku líf- stykkjanna hennar. Síðan greindi hann skilmerkilega frá uppbygg- ingu lífstykkja og þeim spöngum sem halda lífstykkjunum saman. Sé einhver þessara spanga fjarlægð hrynur lífstykkið saman og er ónót- hæft. Nielsen lauk síðan þessum at- hyglisveröa fyrirlestri sínum um lífstykki með því að líkja danska landsliðinu við bleikt lífstykki, sem hefði þrjár berandi spangir, sem ekki mættu bresta undir nokkrum kringumstæðum. Átti hann þar við þá Flemming Povlsen, Peter Schmeichel og Kim Christofte. All- ir sýndu þessir leikmenn afburða frammistöðu og sönnuðu þar með góðan skilning Nielsens landsliðs- þjálfara á eðli bleikra lífstykkja, en þó kannski ekki síður á eðli góðrar knattspyrnu. Að lokum var Nielsen spurður hvort hann meinaði mönnum sínum að ástunda kynlíf meðan á Evrópumeistaramótinu stæði. Kvað hann nei viö, en hann setti þó það skilyrði að menn væru ekki aö fást við slíkt í leikhléi. Með þetta að veganesti og eitthvað af boltaæfingum mættu Danir til leiks og unnu eins og öllum er kunnugt. Af einstökum leikmönnum danska liðsins munu menn lengi minnast frábærrar markvörslu Peters Schmeichel, hlaupavilja Flemming Povlsens og ótrúlegri knattleikni Brians Laudrup. Sá sem þó hefur háð haröari baráttu en nokkur ann- ar á Evrópumeistaramótinu er dan- inn Kim Vilfort. Hann hefur flogið heim til Kaupmannahafnar milli leikjanna til að vera við sjúkrabeð sjö ára gamallar dóttur sinnar sem er þungt haldin af krabbameini. Þrátt fyrir það hefur hann leikið frábæra knattspyrnu, sem meðal annars sýndi sig í stórglæsilegu marki gegn Þjóðverjum. Sé litið til baka á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu árið 1992, þá var þar að jafnaði spiluð góð knattspyrna, en þau óvæntu tíðindi gerðust að bæði Englendingar og Frakkar voru sendir heim í háttinn í bók- staflegri merkingu þegar í undan- riðlunum. Þau slagsmál sem ensk- ar og þó aðallega þýskar fótbolta- bullur stóðu fyrir köstuðu þó skugga á keppnina. Nær eitt þús- und manns voru handteknir vegna líkamsárása og skemmdarverka og um hundrað manns þurftu að leita læknis vegna barsmíða og hnífs- stungna enskra og þýskra ofbeldis- manna. Þætti Dana verður þó von- andi Iengst minnst og því viöeig- andi að gefa dönskum knattspyrnu- unnanda síðasta orðið. „1992 var árið sem danska þjóðin í þjóðarat- kvæðagreiðslu neitaði að láta inn- lima landið í Stór-Þýskaland og tæpum mánuði síðar rændi danska knattspyrnulandsliðið sjálfgefnum Evrópumeistaratitlinum frá þeim þýsku."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.