Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 7. júlí 1992 Bæjarstjórn Garðabæjar: Vill breyttar reglur um út hlutun félagslegra íbúða Bæjarsfjórn Garðabæjar hefur skorað á stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins að breyta reglum sínum um lán úr Byggingarsjóði verka- manna á þann veg, að þeim verði beint til byggingar félagslegra íbúða í þágu þeirra, sem helst þurfa þeirra með vegna lágra tekna og takmark- aðra eigna. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi bæjarstjómar 2. júlí s.l. þar sem fjallað var um regl- ur vegna úthlutunar á félagslegu íbúðarhúsnæði. Bæjarstjórn Garðabæjar leggur áherslu á, að íbúðum í kerfmu verði ráðstafað í samræmi við félagslegar Frá vinstri Hjálmar Sverrisson, markaðsstjóri „Utí hött — inní mynd“, sr. Óm Bárður Jónsson og Konráð Gylfason kvik- myndagerðarmaður. Þjóðkirkjan gerir samstarfssamning um: Stuttmyndir um kirkjuhátíðir Þjóðkirkjan hefur gert sam- starfssamning við kvikmyndafé- lagið „Út í hött — inní mynd“ um gerð fræösluefnis um ís- lensku þjóðkirkjuna. Biskup íslands hefur falið verk- efnisstjóra safnaðaruppbygging- ar, sr. Erni Bárði Jónssyni, að vinna að verkefninu. Fyrsti hlutinn verður mynda- röðin „Saga hátíðanna" þar sem hver stórhátíð kirkjuársins er tekin fyrir í lifandi og fræðandi stuttmynd. Framleiðandi myndanna er kvikmyndafélagið „Útí hött — inní mynd“, en Konráð Gylfason sér um dagskrárgerð. Dr. Einar Sigurbjörnsson veitir sérfræði- lega ráðgjöf. —GKG. aðstæður umsækjenda, fremur en að miða við tímaröð umsókna. í ljósi takmarkaðra fjárveitinga til Bygg- ingarsjóðs verkamanna telur bæjar- stjórnin það óforsvaranlegt að beina niðurgreiddum fjármunum félags- lega íbúðakerfisins til þeirra, sem kjósa að úthluta niðurgreiddu hús- næði án þess að taka fullt tillit til fé- lagslegra aðstæðna úthlutunarþega. Vísað er til 46. greinar laga nr. 40/1991 þar sem segir að sveitar- stjórnir skuli eftir því sem kostur er og þörf er á tryggja framboð á félags- legum íbúðum til þeirra, sem ekki eru færir um að sjá sér fyrir hús- næði sökum félagslegra aðstæðna. Til að unnt sé að tryggja þessum hópi húsnæði sé sveitarstjórnum nauðsynleg lánafyrirgreiðsla Hús- næðisstofnunar ríkisins. Lánveit- ingar stofnunarinnar til bæjarsjóðs Garðabæjar duga hins vegar ein- ungis til að mæta þörfum lítils hluta þeirra verst settu. Stofnunin hefur borið við takmörkuðum fjármun- um. Hins vegar hefur stofnunin út- hlutað tilteknum samvinnufélögum lánum til byggingar félagslegra íbúða, en þau félög eru öllum opin og ræðst forgangsröð umsókna um íbúöir af tímaröð inngöngu í félög- in, en ekki af félagslegri þörf. Bæjar- stjórn Garðabæjar bendir á að árlega úthluti Byggingasjóður verka- manna tugum lána til slíkra íbúða, meðan hann synjar sveitarfélögum um lán, sem þau þurfa til að sinna þeim verst settu. -BS Náttúruverndarráð og Ferðafélag íslands: Fiolga land' vörðum Náttúruvemdarráð og Ferðafé- lag fslands hafa ákveðið að fjölga iandvörðum í fríðiandi að fjalla- baki um einn frá 1. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi, og skipta með sér kostnaðinum. A þann hátt verður hægt að sinna landvörslu í friðlandinu á sama hátt og gert var á síðasta árí. Náttúruvemdarráð hefur einn- ig ákveöið að senda landvörð til starfa f friölandi f Hvannalindum á tímabilinu 1. júlí til 15. ágúst. Eigendur Sigurðarskála f Kvcrk- fjöllum, Ferðafélag Fljótsdals- héraös og Ferðafélag Húsavfkur, hafa boðist til að taka þátt í kostnaðinum ásamt Náttúru- vemdarráði. -PS Lögreglan í Borgarnesi sökuð um að sinna ekki Húsafelli: NOKKRIR MENN MED ÓSPEKTIR Lögreglan í Borgamesi sinnti ekki útkalli starfsfólks tjaldstæðisins f Húsafelli, þegar 5-6 manna hópur úr Reykjavík á aldrínum 20-25 ára angraði gesti þar með drykkjulátum og óspektum aðfaranótt sunnu- dags. U.þ.b. 3000 manns voru staddir á tjaldstæðinu. Mennirnir óku drukknir um svæðið og tók gæsla staðarins það til bragðs að taka bfilyklana af þeim, en 3-5 gæslumenn eru á svæðinu um nætur. „Það hefur gengið svo í mörg ár að við fáum ekki aðstoð lögreglunn- ar í Borgarnesi, því þeim finnst svo langt að koma hingað," segir Ingi- björg Kristleifsdóttir, starfsmaður á tjaldstæðinu. „Það hefur komið fyrir að menn aka hérna um drukknir, en hún sinnir því ekki.“ Ekki segist Ingibjörg eiga von á öðrum eins látum um verslunar- mannahelgina, þar eð þá sækir aðal- lega fjölskyldufólk Húsafell heim. Reynt er að vísa þeim, sem ekki kunna að haga sér vel, frá svæðinu. Ingibjörg telur Borgarneslögregl- una hafa of stórt svæði til umráða, og segir hana þar að auki ekki hafa neina næturvakt. Rúnar Guðjónsson sýslumaður segir þá, sem annast tjaldstæði eiga sjálfa að annast alla gæslu á staðn- um. „Við höfum auðvitað mjög stórt svæði, og svo fjölmennt að sumar- lagi að við getum ekki sinnt öllu,“ segir Rúnar. „Við reynum að sinna því sem er lífsnauðsynlegt eftir bestu getu.“ Að tjaldstæðinu á Þingvöllum bar tvo hópa að garði, sem hafði verið vísað frá tjaldstæðinu í Þórsmörk. Var gripið til þess ráðs að kalla lög- regluna í Reykjavík aðfaranótt laug- ardags til aðstoðar lögreglunni á Selfossi, sem sér annars sér um gæslu þar. Sú nótt var því nokkuð erilsöm. Sr. Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður segir aðfaranótt sunnudagsins aftur á móti hafa ver- ið rólega, þar eð þá tókst að vísa hópum, sem hefðu getað verið með ólæti, frá tjaldstæðinu. „Við erum svo heppin að vera með stranga löggæslu. Lögreglan á Sel- fossi er hér allar helgar og það hefur aldrei áður þurft að kalla út auka- hjálp," segir Hanna María. —GKG. Rauðakrosskonur gefa þjálfunareldhús: Sérhannað fyrir þarfir fatlaðra Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ hefur fært iðjuþjálfun Borgar- spítalans þjálfunareldhús að gjöf. Eldhúsið, sem er af sænskri gerð, er sérhannað og útbúið með þarfir fatlaðra í huga. Hægt er að breyta vinnuhæð borða og skápa með raf- búnaði til hagræðis við eldhússtörf- in, hvort sem unnið er sitjandi eða standandi. Einnig er eldhúsið búið tilheyr- andi hjálpartækjum, svo komið verði til móts við sem flestar hreyfi- hamlanir. Þjálfunareldhúsið gerir iðjuþjálf- um spítalans mögulegt að hjálpa þeim, sem orðið hafa fyrir færnitapi í heimilisstörfum með þjálfun og hjálpartækjum. Með gjöfinni hafa Rauðakross- konur fært iðjuþjálfun spítalans kærkomna viðbót við litla færni- þjálfunareiningu, tæki sem ætti að Ámi Sigfússon ásamt Rauöakrosskonum í þjálfunareldhúsinu. Ráðstefna norður- evrópskra bú- fræðslumanna Dagana 9.-19. júlí verður haldin hér á landi ráðstefna norður- evr- ópskra búfræðslumanna, en hún er liður í samstarfl þeirra frá átta Evrópulöndum. Auk þess er boð- ið til ráðstefnunnar áheymarfull- trúum frá átta öðrum Evrópu- löndum. Þetta er í tólfta sinn, sem ráð- stefnan er haldin, og hafa íslend- ingar veríð formlegir þátttakend- ur í ráðstefnunni fjögur síðustu skipti, en áður voru þeir áheym- arfulltrúar. Ráöstefnan er sam- vinnuverkefni Bændaskólanna á Hólum og á Hvanneyri og Garð- vrkjuskólans á Reykjum, og verð- ur hún haldin á þremur stöðum: Hótel örk, þar sem ráðstefnan verður sett, Hótel Áningu á Sauð- árkróki og á Bændaskólanum á Hvanneyri. Fulltrúar íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Hollands, Bretlands og írlands sitja ráðstefnuna, en áheyraarfulltrúar koma frá Þýskalandi, Póllandi, Tékkóslóv- nkíu, Ungveijalandi, Grikklandi, Sviss, Spáni og Lúxemborg, og verða þátttakendur um 120 tals- ins. Eins og áður sagði verður ráðstefnan sett á Hótel örk þann 9. júlí, og verður haldið uppi fjöl- breyttri dagskrá allan ráðstefliu- tímann. -PS geta tryggt betri þjálfun og undir- búning að heimferð, jafnvel þótt nokkurt færnitap hafi orðið eftir sjúkdóma eða slys. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.