Tíminn - 07.07.1992, Síða 3

Tíminn - 07.07.1992, Síða 3
Þriðjudagur 7. júli 1992 Tíminn 3 j Stjórn BSRB um bráðabirgðalögin: „Abyrgðarleysi ríkisstjórnar" Ný bráðabirgða- lög um Kjaradóm Stjórn BSRB lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að virða að vettugi kröftir samtaka launafólks um að kalla saman Al- þingi til að fjalla um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar kjaradóms. Svo segir í samþykkt sem stjómin gerði á fundi sínum á laugardag, eft- ir að ríkisstjórnin ákvað að setja bráðabirgðalög um dóminn, í stað þess að kveða saman Alþingi. I samþykktinni segir ennfremur að það lýsi ábyrgðarleysi hjá ríkis- stjóminni að bregðast ekki við þess- ari eindregnu kröfu þjóðarinnar svo Alþingi geti fjallað um leiðréttingu á því launamisrétti sem staðfest var með dómi Kjaradóms. Misrétti eigi hvorki að fela né staðfesta heldur uppræta. Það eigi að vera viðfangs- efni Alþingis og á ábyrgð stjórnvalda að finna leiðir til þess, í stað þess að KJARADOMUR FUNDAR hlaupa frá vandanum eins og ríkis- stjómin hefur nú gert. - Setning bráðabirgðalaga um starfsreglur Kjaradóms er í engu samræmi við kröfur okkar. Enda þótt stjórn BSRB telji brýnt að endurskoða lögin um Kjaradóm er hún því andvíg að það sé gert á þeim forsendum sem nú hefur verið ákveðið. BSRB ítrekar kröfur sínar um endurskoðun launakerfis opinberra starfsmanna með það fyrir augum að kaupmáttur almennra kauptaxta verði stórbættur. Við sættum okkur ekki við aukinn tekjumun. Hann er íslensku þjóðfélagi til vansa. -BS Forseti íslands hefur undirritað bráðabirgðalög um breytingar á lög- um um Kjaradóm. Þetta var gert eftir að ríkisstjómin komst að þeirri niðurstöðu, eftir langan fund á fostudag, að þessi leið skyldi far- in. Samkvæmt bráðabirgðalögunum bætast tvær nýjar málsgreinar við 6. grein laga um Kjaradóm. Þær eru: Enn fremur skal Kjaradómur við úr- lausn mála taka tillit til stöðu þjóð- arbúsins og afkomuhorfa þess. - Telji Kjaradómur ástæðu til að gera sérstakar breytingar á kjörum einstakra embættismanna eða hópa skal þess gætt að það valdi sem minnstri röskun á vinnumarkaði. Lögin öðlast þegar gildi og enn- fremur eru ákvæði til bráðabirgða um að Kjaradómur skuli svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en 31.júlí 1992, kveða upp nýja úr- skurði á grundvelli þessara laga. Gildistími hinna nýju úrskurða skal miðast við 1. ágúst 1992. Forsendur ríkisstjórnarinnar fyrir setningu bráðabirgðalaga em þær helstar, að úrskurður Kjaradóms frá 26. júní sl. tefli í tvísýnu þeim mikla árangri sem náðst hefur í að treysta stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinn- ar. Afar brýnt sé að varðveita þann stöðugleika og þá samstöðu sem náðst hafi til að mæta þeim áföllum sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir. -BS Kjaradómur kom saman á fundi í gær og hefur nú nýjar línur til að starfa eftir, bráðabirgðalög fiá því á föstudag. Með þeim knýr ríkisstjórn- in Kjaradóm til að úrskurða á ný um laun embættismanna með tiiliti til kjaramála og stöðu þjóðarbúsins. í Kjaradómi sitja fimm menn, þrír eru skipaðir af Hæstarétti, einn af fé- lagsmálaráðherra og einn af fjár- málaráðherra. Skipaðir af hæstarétti eru Jón Finnsson hæstaréttarlög- maður og formaður dómsins, Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað- ur og Ólafur Nilsson endurskoðandi. Brynjólfur Sigurðsson prófessor er skipaður af fjármálaráðherra og Jón Þorsteinsson lögfræðingur af félags- málaráðherra, en Jón skilaði séráliti við úrskurð dómsins 26.júní sl. og samþykkti aðeins um þriðjung af þeim hækkunum sem dómurinn úr- skurðaði um. Það er óljóst hvenær Kjaradómur tekur ákvörðun um nýjan úrskurð, en það má ekki verða síðar en 31. júlí samkvæmt hinum nýju bráðabirgða- lögum. -BS Bílslys í Kjós og Borgarfirði: ■■ Okumaður hlaut alvarleg meiðsl Bíll valt út af við þjóðveginn hjá laxeldisstöðinni í Kollafirði með þeim afleiðingum að hann endaði út í laxeldisskurði. Eins sjá má er bíllinn mikið skemmdur. Ökumað- urinn sem var einn í bílnum hlaut minni háttar meiðsl. Ökumaður hlaut alvarleg bak- og höfuðmeiðsl þegar fólksbíl var ekið út af veginum í Kjós að morgni laugardags. Brotnuðu hryggjarliðir öku- mannsins og brákaðist höfðukúpu- botninn en hann er ekki í lífshættu. Farþegi í bílnum slasaðist lítillega á eyra. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygju á veg- inum en slysið varð á móti afleggjar- anum af þjóðvegi 1 í áttina að Með- alfellsvatni. Umferðarslys varð einnig á sunnudaginn þegar rúta lagðist á hliðina við Munaðarnes í Borgar- firði en vegkanturinn gaf sig. Þýskir ferðalangar voru í rútunni og urðu þeir ekki fyrir neinum telj- andi meiðslum. Litlar skemmdir urðu á rútunni. —GKG. Umferðardeild borgar- verkfræðings kynnir: Ný um- ferðarljós blikka Kveikt verður á nýjum umferðar- ljósum á mótum Nóatúns og Skip- holts á fimmtudaginn nk. Umferðarljósin eru nú látin blikka í nokkra daga til að minna vegfarendur á hin væntanlegu Ijós. —GKG. Stéttarfélögin fengu 44 milljónir í „atvinnuleysisbætur" á síðasta ári: Stéttarfélögin fá 5-6% allra atvinnuleysisbóta Stéttarfélög í landinu fengu greidd- ar rösklega 44 milljónir króna í þóknun frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði 1991, eða sem nemur 5% allra atvinnuleysisbóta sem sjóður- inn greiðir. Þannig fengu 14 félög yfír eina milljón króna úr Atvinnu- leysistryggingasjóði í fyrra. Sum félögin láta sér það þó ekki nægja heldur draga þau einnig félagsgjald af bótunum, en almennt félagsgjald er 1%. Upplýsingar þessar koma fram í fréttablaði Vinnuveitenda- sambandsins. En þar reiknast mönnum til að stéttarfélög geti í mörgum tilfellum haft margfalt meiri tekjur af atvinnulausum fé- lögum sínum en þeim sem eru í fullu starfi. Þeim VSÍ-mönnum þykir ýmis- legt athugavert við núverandi fyrir- komulag á greiðslu atvinnuleysis- bóta. Þrátt fyrir að ríkissjóður og at- vinnurekendur fjármagni sameigin- lega greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði þá eigi einungis félagar í stéttarfélögum rétt á bótum. Og öfugt við það sem tíðkast víðast hvar í öðrum löndum þá greiði hvorki stéttarfélögin eða félagar þeirra neitt til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Stéttarfélögin virð- ist ekki einu sinni bera kostnað af milligöngu um úthlutun atvinnu- leysisbóta heldur hafa af slíku drjúg- ar tekjur. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir stéttarfélögum 5% bótafjár- hæðar fyrir það að taka við umsókn- um félagsmanna, sækja bæturnar til sjóðsins og afhenda þær til félags- manna sinna. Sum þeirra klípa þó fyrst af þeim 1% í félagsgjald til stéttarfélagsins, sem fyrr segir. Þetta kemur þá þannig út að fyrir það að koma 46.380 kr. bótum til félags- manns á mánuði getur stéttarfélag viðkomandi fengið samtals 2.783 krónur í sinn hlut í þóknun og fé- lagsgjald. Af 85 þús.kr. (meðal)mán- aðartekjum verkakonu fengi félagið hennar aftur á móti „aðeins" 850 kr. í sinn hlut. Verslunarmannafélag Reykjavíkur er það stéttarfélag sem fékk hæstar greiðslur frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði í fyrra, rúmlega 4 milljón- ir kr. Milli 2 og 3 milljónir fengu líka Landssamband vörubifreiðastjóra, Verkalýðsfélagið Eining, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Verkakvennafélagið Framsókn. VSÍ hefur krafist þess að stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs staðfesti að óheimilt væri að draga félags- gjöld af atvinnuleysisbótum. Táldi VSÍ að lögum samkvæmt væri ein- ungis heimilt að draga af bótunum 4% framlag í lífeyrissjóð. Meirihluti stjórnar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hafnaði kröfunni. En hana skipa 7 menn, tveir tilnefndir af ASÍ, einn af VSÍ og fjórir kosnir af Al- þingi. Fréttablað VSÍ bendir á að At- vinnuleysistryggingasjóður er að 1/4 fjármagnaður með hluta þess tryggingagjalds sem fyrirtækjum er skylt að greiða af öllum starfsmönn- um sínum, óháð því hvort þeir eru í stéttarfélagi eða ekki, og sömuleiðs af reiknuðum launum atvinnurek- enda. Hinir 3/4 hlutar tekna At- vinnuleysisstjóðs komi úr ríkissjóði og þar með allt eins af skattpening- um þeirra sem ekki eru í stéttarfé- lögum eins og hinna. „Hvernig má það vera, að löggjaf- inn mismuni þegnum sínum svo freklega gagnvart greiðslum úr op- inberum sjóði, sem er fjármagnaður af sameiginlegum sjóði landsmanna og atvinnurekendum?" spyr VSÍ. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.