Tíminn - 16.07.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 16.07.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 16. júli 1992 Neytendasamtökin kæra Betri kaup og Ódýra markaðinn: Eigendurnir gjaldþrota og verslunarleyfislausir Neytendasamtökin lögðu í gær fram kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins á hendur forráðamönnum verslunarinnar Betri kaup (Ódýri markaðurinn). Verslunin hefur tekið við notuðum húsgögnum, að- allega til endursölu. Neytendasamtökin eru með til umfjöllunar mál fyrir 18 einstak- linga vegna viðskipta við þetta fyrir- tæki. Eiga þeir samtals um 1,4 millj. kr. hjá fyrirtækinu vegna muna, sem Betri kaup tók í um- boðssölu. Jón Magnússon hrl. hefur lagt fram kæru til Rannsóknarlögregl- unnar fyrir hönd Neytendasamtak- anna. Þar kemur fram að kærðu eru öll gjaidþrota og ekkert þeirra hefur verslunarleyfi. Einnig að fyrirtækin Betri kaup hf. og Ódýri markaður- inn hafi ekki leyfi til að selja notaða fjármuni. Fyrirtækið Ódýri markað- urinn er hvergi til á skrá, en við það fyrirtæki starfa kærðu og engir aðr- ir. Fyrirtækin hafa verið rekin um alllangt skeið, Betri kaup í Ármúla 15 og Ódýri markaðurinn í Síðu- múla 23, og bæði stundað sömu starfsemi. Bú Betri kaupa hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta, en þrátt fyrir það og að öll leyfi skorti til reksturs starfar það enn. Neytendasamtökin fara fram á við Rannsóknarlögreglu ríkisins að hún rannsaki meintar sakir kærðu hið allra fyrsta, og telur einnig æskilegt að fá upplýst hvers vegna lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík Iætur viðgangast að starfsemi sem þessi sé rekin án tilskilinna leyfa mánuðum saman. Þá eru þeir einstaklingar, sem sett hafa muni í umboðssölu hjá þessum fyrirtækjum og telja þá enn óselda, beðnir um að hafa sam- band við Neytendasamtökin. Jafn- framt vara þau við frekari viðskipt- um við þessa verslun, starfi hún áfram. -BS Stemgrímsfjörður: Fyllist af fiski Mjög góöur afli var hjá trillukörl- um frá Hóimavtk inni í Stein- grímsfirði síöustu helgina í júní. Uitið „Flóinn“ greinir frá þessu, en það er málsvari byggðar við Húnaflóa. Fiskur hefur ekki gengið inn í Stemgrímsfjörð { hálfa öld og því telst þetta til stórtíðinda. Fróðir menn segja að fiskur hafi ekki gengið jafnlangt inn í fjörðinn frá því í stríðinu, a.m.k. ekki jafn- mikfll fískur og nú. Þorskurinn, sem veiddist, var firemur smár, en það var mikið af honum. T.d. fékk Þuríöur ST 180 um eítt og hálft tonn á fjórum tfmum og fákkst aflinn á þrjú handfærL Trillusjó- menn gripu því tækifærið ogvoru á sjó alla hclgina. Ákafi manna var mikili við veiðamar og hafði einn konu sína með sér á sjóinn. Hann neyddist til að skila henni í land á sunnudagskvöld, þar sem hún átti að mæta tfl vinnu morg- uninn eftir. Hann lét þó ekki deigan síga, heldur hélt tafariaust aftur á miðin og nú með móður sína með sér. Þannig sögur segir Flóinn af sínum mönnum. Meðalverð fyrir landaðan þorsk á Hólmavík er nú um 70 kr. fyrir kflóið, þannig að metafli Þuríðar hefur gefið um 100 þús. kr. Dá- gott tímakaup það. -BS Finnur Ingólfsson alþingismaður telur annmarka á útfærslu hlutfalls- greiðslna í lyfjum í reglugerð ráðherra: Þak á hverja ávísun, en ekki á hvern sjúkling Stjórnarandstæðingar viröast taka bæði vel og illa í breytingar heiibrigðisráðherra á reglugerð um lyfjamál, sem kynnt var í vik- unnl. Finnur Ingólfsson, alþingismað- ur Framsóknarflokksins og fyrrum aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, sagði í samtali við Tímann að hlutfallsgreiðslur í lyfjakostnaði væru af því góða og í samræmi við þær hugmyndir, sem framsóknar- menn hafi áður viðrað m.a. í frum- varpi til breytingar á lyfjalögum. Hann sagði að með þessum hlut- fallsgreiðslum væru töluverðar lík- ur á að kostnaðarvitund bæði lækna og sjúklinga ykist til muna og slík meðvitund ein og sér gæti skilað talsverðu í þessum mála- flokki. Finnur sagði hins vegar að erfitt væri að sætta sig við ýmsa þætti í þeirri útfærslu, sem fram kæmi í Finnur Ingólfsson. þessari reglugerð. í fyrsta lagi sagði hann að ekki hafi verið tekin inn í þetta hlutfallsgreiðslukerfi þeir flokkar lyfja sem borguð eru alfarið af sjúklingum sjálfum, s.s. fúka- og sýklalyf og magalyf. Eðlilegt hefði verið að þessir flokkar féllu undir hið samræmda kerfi. f öðru lagi segir Finnur að það hafi a.m.k. ver- ið sinn skilningur og raunar ann- arra að þegar lögum um almanna- tryggingar var breytt um áramótin og heimild gefin til að koma á hlut- fallsgreiðslum í lyfsölunni, þá hafi menn talað um að setja þak á reiðslur hvers einstaks sjúklings. reglugerðinni sé þakið hins vegar miðað við greiðslur fyrir hverja lyfjaávísun. Þarna sé mikill munur á, því hver ávísun geti ekki verið til lengri tíma en 90 daga. Á ársgrund- velli séu menn því að tala um mun hærri upphæðir hjá fólki sem mik- ið þarf að nota af lyfjum, sagði Finnur Ingólfsson. -BG Astand fjalívega Conditíon of mountain tracks Veglr é skyggðum svaeöum eru lokaMf allrl .-X umlerö þar tll annaö veröur auglýst Tracks m ttw shaded areas are ctosjyli* tor ail traffíc unUí further notice * kVWI t llv* J V. > Geflö út 16. |úll 1ð&2 f pmu kontpm nðMU «ém oetta ttriA* érínu 1»2. ** uét aMótf>a»t um avaMM, aam h*r «wu toóuð, náuki tarft* upptyMnjjj; Map no. 9 Published July Wth 1992 TWs fwp lo the lASt ons tfí stfies putmshecllnirxyMrlsSi. Thaiis who tamnci to tra.ti m nrntu m* an shxud on Ihn msp, please aontsa IhnPnMcfíasdsMmmman. Vegagerð rikisins Public Roads Adminístration 9«wm ««* t'te) Náttúruverndarráð Nature Conservation Cottf)cíl fundi Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt þá tillögu fyrir borgarráð að Reykjavíkur- borg stofni hlutafélag, sem yfir- tald rekstur og eignlr Pípugerð- arinnar. Mið verður teldð af því að fjárhagslegur ávinningur borgarinnar verði sem mestur, hagsmunir starfsfólks verði sem best byggðir og eðlileg samkeppnisstaða verði á mark- aðnum. Pípugerð Reykjavíkur hefur verið starfrækt frá 1946 og framleiðir rör og brunna í hol- ræsi borgarinnar, sem og hellur og steina. Gatnamálastjóri kaupir um 50% framleiðslunn- ar, aðrar borgarstofnanir 5%, og 45% eru seld á almennum markaði. Þar eð Pípugerðin er í sam- keppni við fjölda fyrirtækja, finnst fulltrúum Sjálfstæðls- flokksins hún ekki silja við sama borð og hin varðandi við- skipti við Reykjavíkurborg. Afgreiðslu tiflögunnar var frestað. Samþykkt hefur verlð að borgarsjóður festi kaup á fast- eigninnl Aðalstræti 3 og Hafn- arstræti 2. Kaupverð hvorrar lóðar ásamt fasteign er 18.500.000 kr. Þessi hús verða svo rifin, svo hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir við Ingólfstorg. Lóðimar eru í eigu Petrínu Jónsdóttur og hefur Reykjavík- urborg lýst því yfír að verði reistlr söluskálar á Ingólfstorgi eða leyfð torgstarfsemi þar, þá skuli sonur Petrínu, Hlöðver Sigurðsson sem nú rekur sölu- skála á lóðinni Aðalstræti 3, hafa forgang að leigu eða upp- setningu söluskála samkvæmt þeim skilmálum sem borgaryf- hvöld kunna að sefja. Tilboð f byggingu leikfimi- húss við Selásskóla hafa verið yfirfarin og leggur Byggingar- deild ríkisins tll að tilboði S.S. Hús hf. verði teldð. Það er 84,39% af kostnaðaráætlun og reyndist lægst Tfllagan var samþykkt. Svo bar til tíðinda að eigend- ur Hcklu vtð Laugaveg sendu borgarráði bréf þess efnis að margumtöluðu opi í mlðeyju gegnt fyrirtækinu yrði lokað. Gerði borgarstjóri það að til- lÖgu slnni að eftlr því yrði farið og málið því næst athugað bet- ur. En málinu var frestað og kemur því inn á næsta borgar- ráðsfund. —GKG. Nýtt upplýsingarit: Opnun fjallvega Náttúruvemdarráð og Vegagerð rík- isins hafa í sameiningu gefið út upplýsingarit um opnun fjallvega. Því hefur verið dreift á helstu ferða- mannastaði Iandsins, bensínstöðvar og söluskála, þar sem fólk getur nálgast það. í ritinu koma fram ýmsar upplýs- ingar um fjallvegi landsins, opnun- artíma og helstu leiðir. Ritið er gefið út bæði á íslensku og ensku og nýt- ist því jafnt innlendum sem erlend- um ferðamönnum. Tilgangurinn með útgáfu ritsins er að hluta náttúruvernd, þar sem oft hefur brunnið við að ferðamenn leggi á fjallvegi sem ekki eru færir, og því valdið náttúruspjöllum með akstri utan vega. -BS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.