Tíminn - 16.07.1992, Qupperneq 3
Fimmtudagur 16. júlf 1992
Tíminn 3
Aðeins 3 þjóðir með lægra hlutfall heimilisút-
gjalda í heilsuvernd og heilbrigðisþjónustu:
íslendingar vel
undir meðal-
tali EFTA-ríkja
I öllum Evrópulöndum utan
þrem fer stærri hluti af heimilis-
útgjöldum fólks til beinna
greiðslna fyrir heilbrigðisþjón-
ustu og heilsuvernd heldur en
hér á landi. Ef marka má upplýs-
ingar í kverinu „EES í tölum",
eru beinar greiðslur fólks fyrir
heilbrigðisþjónustu lægstar í
Bretlandi m.v. 1989. Svíar og
Danir sluppu einnig ódýrar en
við.
Þetta ár fóru 2,3% af útgjöldum
íslenskra heimila í þennan út-
gjaldalið. Jafnvel þótt það hlutfall
hafi síðan hækkað upp í 2,7%, er
ísland með 4. lægsta hiutfallið af
öllum 16 löndum EES. Hæst eru
þessi útgjöld í Þýskalandi, þar sem
15,1% af útgjöldum heimila fóru í
greiðslur fyrir heilbrigðisþjón-
ustu og heilsuvernd - eða álíka
hlutfall og Þjóðverjar fóru með til
matarkaupa.
Árið 1989 fóru aðeins 1,3% af út-
gjöldum breskra heimila til
beinna greiðslna fyrir heiibrigðis-
þjónustu og heilsuvernd (t.d.
læknisþjónustu, lyf, tannlækn-
ingar og ýmiss konar rannsóknir
utan sjúkrahúsa), sem var lægsta
hlutfallið meðal EFTA- og EB-
landanna. Næstir komu Svíar
(með 1,7%) og Danir (með 1,9%),
sem einnig þurfa fremur lítið að
borga beint úr eigin vasa fyrir
heilbrigðisþjónustu og heiísu-
vernd.
Þau 2,7% af útgjöldum íslenskra
heimila, sem nú (eftir hækkanir
lyfjakostnaðar m.a. á síðata ári)
fara að meðaltali í beinar greiðsl-
ur fyrir heilbrigðisþjónustu og
heilsugæslu, má t.d. bera saman
við þau 2,1% heimilisútgjalda,
sem að meðaltali fara til tóbaks-
kaupa.
Hjá fjölda Evrópuþjóða fer marg-
falt stærri hluti af útgjöldum
heimilanna í þennan lið. Auk
Þjóðverja, sem áður er getið,
þurfa Hollendingar, Svisslending-
ar og Belgar að verja á milli 11%
og 12,5% af heimilisútgjöldunum
til greiðslu fyrir heilsuvernd og
heilbrigðisþjónustu. Hjá öllum
þessum þjóðum er þetta álíka stór
útgjaldaliður eins og útgjöld
vegna samgangna og fjarskipta
(þ.e. samanlagður kostnaður
vegna rekstrar einkabílsins, far-
gjalda með almenningsamgöngu-
tækjum og reikninga fyrir póst-
og símaþjónustu).
Hjá þjóðum Evrópubandalagsins
fara að meðaltali 7,5% heimilisút-
gjaldanna til greiðslu fyrir heil-
brigðisþjónustuna, eða í kringum
þrisvar sinnum hærra hlutfall en
hjá íslenskum fjölskyldum. Með-
altal EFTA-landanna er hins vegar
5,3%, eða kringum tvöfalt hærra
en hjá okkur.
Rétt er að taka fram að framan-
greindar hlutfallstölur segja vit-
anlega ekkert um heildarkostnað
við heilbrigðisþjónustu og heilsu-
vernd í hverju landi. Heldur ein-
ungis um það hversu stór hluti af
útgjöldum heimila í hverju landi
fer að jafnaði til að borga fyrir
þann hluta þessarar þjónustu,
sem ekki er greidd af opinberum
aðilum.
Námsmenn semja um
sérkjör við banka
Stúdentaráð Háskóla íslands og
Búnaðarfoankinn hafa gert með sér
samning um þjónustu fyrir náms-
menn Háskóla Islands, og Bandalag
íslenskra sérskólanema hefur sam-
ið við sparisjóðina um sérkjör sér-
skólanema.
Báðir samningarnir fela í sér nokk-
ur fríðindi fyrir námsmenn.
Samningi Stúdentaráðs H.í. og
Búnaðarbankans er m.a. ætlað að
tryggja námsmönnum fyrirgreiðslu
í kjölfar breyttra úthlutunarreglna
LÍN. Bankinn hyggst lána þeim, sem
komnir eru á aðra önn eða lengra í
námi, 100% af lánsloforði frá LÍN.
Vextir af þessum lánum verða 1%
lægri en vextir af almennum yfir-
dráttarlánum og annar kostnaður
enginn. Þá hyggst bankinn taka sér-
staklega á þeim málum þar sem
koma breytingar á högum náms-
manna sem orsaka tafír í námi, svo
sem vegna veikinda eða barnsburð-
ar. Verður námsmönnum þá gefinn
kostur á skuldbreytingu lánsins til
lengri tíma. Einnig hyggst bankinn
fjölga útskriftarstyrkjum til náms-
manna í Háskóla Islands.
í samkomulagi Bandalags íslenskra
sérskólanema (BÍSN) og sparisjóð-
anna felst m.a. að BÍSN-félagar fá,
umfram venjulega þjónustu, sérstök
námsyfirdráttarlán, sem nema
a.m.k. 90% af áætlaðri mánaðarlegri
lánveitingu frá LÍN, fjármálaráðgjöf
og aðra sérþjónustu. Þá munu spari-
sjóðirnir styrkja ýmsa starfsemi á
vegum BÍSN, s.s. fréttabréfaútgáfu,
útgáfu símaskrár nemenda, menn-
ingarvöku o.fl. Auk þess munu
sparisjóðirnir setja á fót sérstakan
styrktarsjóð nemenda innan BÍSN.
Framlag sparisjóðanna í þennan
sjóð tekur mið af fjölda virkra BÍSN-
félaga í námsmannaþjónustu spari-
sjóðanna, þ.e. Liðveislu sparisjóð-
Almar Eiríksson, formaður BÍSN, og Baldvin Tryggvason, stjómar-
formaður Sambands íslenskra sparisjóða, takast í hendur eftir
undirskrift samkomulagsins.
anna. Það verður 150 þús. kr. fyrir
hverja 100 félaga, þannig að ef 1000
nemendur eru virkir í Liðveislunni
þýðir það 1,5 millj. kr. framlag í
sjóðinn o.s.frv. Úr þessum styrktar-
sjóði verða árlega greiddir út sem
flestir námsstyrkir og aðrir styrkir.
í BÍSN eru milli 3000 og 4000 nem-
endur í 16 mismunandi skólum.
-BS
Amnesty International:
Pierre Sané nýr
framkvæmdastjóri
Senegalinn Pierre Sané hefur ver-
ið ráðinn aðalframkvæmdastjóri
Amnesty International. Tekur hann
BUSETISVARAR BÆJAR-
STJÓRN GARÐABÆJAR
Búseti, landssamband húsnæðis-
samvinnufélaga, telur að bæjar-
stjóm Garðabæjar hafí gert sig
seka um ótrúlega vanþekkingu og
þröngsýni, þegar hún skoraði á
Húsnæðisstofnun ríkisins að
breyta úthlutunarreglum sínum til
að takmarka eða útiloka lán til
húsnæðissamvinnufélaga. Sam-
þykkt þessa efnis var gerð í bæjar-
stjóm Garðabæjar 2. júlí s.l.
Rök bæjarstjórnarinnar voru þau,
að sveitarfélög fái ekki úthlutað
nægum lánum til að afla húsnæðis
fyrir þá lakast settu, því Búsetafé-
lögin fái þessi lán og þar sé félags-
mönnum úthlutað íbúðum eftir
röð og án tillits til aðstæðna.
í fréttatilkynningu, sem Búseti
hefur sent frá sér, er bent á að Bú-
setafélögin starfi eftir lögum um
Húsnæðisstofnun ríkisins og sam-
kvæmt þeim eigi þau rétt á lánum
bæði til félagslegra og almennra
kaupleiguíbúða. Lögin kveða á um
það, að við úthlutun sé farið eftir
röð félagsmanna, að uppfylltum
skilyrðum um tekjur og eignir. Þeir,
sem fá félagslega kaupleiguíbúð
með búseturétti, verða að vera und-
ir ákveðnum tekju- og eignarmörk-
um, sem Húsnæðisstofnun ríkisins
setur, og þar með uppfylla sömu
skilyrði og umsækjendur hjá sveit-
arfélögunum. Fyrir sl. þrjú ár
máttu tekjur einstaklings ekki vera
meiri en rúml. 4 millj. kr. og hjóna
rúmar 5 millj. kr., og eignir alls
undir 1.8 millj. kr. til að fá úthlutað
félagslegri kaupleiguíbúð. Svo
dæmi séu tekin, þá voru meðaltekj-
ur einstaklinga, sem fengu íbúð
með búseturétti frá Búseta í
Reykjavík frá sl. áramótum, tæpar
tvær millj. kr. og hjá hjónum rúm-
ar 2,3 millj. kr. Meðaleign var
266.545 kr. í síðustu húsnæðis-
könnun félagsins reyndust tæplega
87% félagsmanna vera undir tekju-
og eignarmörkum Húsnæðisstofn-
unar, og hliðstæðar tölur hafa verið
hjá öðrum Búsetafélögum.
Nú eru starfandi 14 húsnæðissm-
vinnufélög. Þeim var úthlutað alls
52 lánum frá Húsnæðisstofnun á
þessu ári, eða 9.8% af heildarfjölda
lána. Fjöldi umsókna frá þessum fé-
lögum var hins vegar 27.7% af
heildarfjöldanum, enda félagsmenn
á sjöunda þúsund. Öll félögin, sem
fengu á annað borð úthlutað lán-
um, fengu eingöngu lán til al-
mennra kaupleiguíbúða, nema Bú-
seti í Reykjavík. 71.8% umsókn-
anna voru hins vegar til félagslegra
kaupleiguíbúða. Þessi félög voru
þess vegna beitt miklu misrétti við
úthlutun, sem ekki verður látið
ómótmælt, segir í fréttatilkynning-
unni.
Þá er aftur vikið að Garðabæ. Þar
var sótt um 10 lán til félagslegra
eignaríbúða (verkamannaíbúða) og
bærinn fékk úthlutað 8 lánum eða
80%. Ekkert bæjarfélag á öllu land-
inu fékk svo góða úthlutun, miðað
við umsókn. Búseti í Garðabæ fékk
svo úthlutað til viðbótar 4 almenn-
um lánum. Þessir aðilar fengu sam-
tals 12 lán, en bærinn sótti um 10.
Búseti hefur því stækkað hlut Garð-
bæinga, ef eitthvað er.
En hvað með þá lakast settu í
Garðabæ? Málið er, að allir sem
ætla að fá keypta félagslega eignar-
íbúð, þurfa að fara í gegnum
greiðslumat. Reynslan er sú, að sí-
stækkandi hluti hinna lakast settu
stenst ekki þetta mat, og fær því
enga íbúð. Þessir aðilar reyna
gjarnan að fá íbúð hjá Búseta, þar
sem ekkert greiðslumat fer fram.
Búseti skorar á bæjarstjórn Garða-
bæjar að afturkalla áskorun sína til
Húsnæðisstofnunar ríkisins hið
fýrsta og biðja Búsetafélögin afsök-
unar, enda fari hagsmunir þessara
félaga og sveitarfélaganna mjög
saman í því að leysa húsnæðismál
láglaunafólks á íslandi. -BS
við starfinu af Bretanum Ian Martin,
sem hefur gegnt því undanfarin 6 ár.
Sané er 44 ára gamall og hefúr
starfað sem umdæmisstjóri í Vestur-
og Mið-Afríku fýrir kanadísku þró-
unarstofnunina International Devel-
opment Research Center.
Hann ber nú ábyrgð á rekstri aðal-
skrifstofu samtakanna í London,
sem hefur um 300 starfsmenn. Frá
þeirri skrifstofu er m.a. öllum rann-
sóknum á mannréttindabrotum
stýrt.
Velja þurfti úr alls 1200 umsóknum
frá meira en 30 löndum, m.a. frá ís-
landi, en í Amnesty eru yfir 1 milljón
félagar um allan heim, og eru form-
legar deildir starfandi í 47 löndum.
—GKG.
Bíldudalur:
Unnið í dag
Búist er við að vinna hefjist í Fisk-
vinnslunni á Bíldudal í dag, eftir að
fyrirtækið var formlega tekið til
gjaldþrotaskipta hjá héraðsdómara í
gær. Útgerðarfélag Bílddælinga hef-
ur tekið Fiskvinnsluna á leigu og
verður vinna hafin á vegum þess í
dag, svo framarlega sem skiptastjór-
inn, Skarphéðinn Þórisson hrl., ger-
ir engar athugasemdir við leigu-
samninginn. Leigusamningurinn er
hins vegar til skamms tíma, þannig
að óvissa ríkir um hvert framhaldið
verður.
Grillveisla fyrir 16 manns í einum
poka af lambakjöti á lágmarksverbi
áabeins 187 kr. fyrir manninn