Tíminn - 16.07.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 16.07.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 16. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Atvinnuleysisdraug- urinn færist í aukana Það var löngum litið á sumarmánuðina sem há- bjargræðistímann. Þá eru umsvif í ýmsum fram- kvæmdum meiri en aðra tíma ársins. Yfírleitt hefur þessi árstíð verið sá tími sem flestir hafa haft verk að vinna. Nýlega birtust tölur um atvinnuleysi á landinu í júnímánuði. Þar kemur í ljós að atvinnuleysi fer vax- andi, einmitt á þeim tíma sem það ætti að minnka, ef allt væri með felldu. Atvinnuleysisdagar eru 76 þúsund í júní, og fjölgar um 6 þúsund frá því í maí. Þetta þýð- ir það að 3500 manns á landinu séu án atvinnu, en það samsvarar íbúatölu í stóru byggðarlagi á okkar mæli- kvarða. Þetta ástand er misjafnt eftir landshlutum. Á Suð- urnesjum fer atvinnuleysið upp í 5.6% að meðaltali og er víða um 3%. Atvinnuleysi er annað og miklu meira en prósentu- tölur á blaði. Það er erfitt fyrir þá, sem ætíð hafa verk að vinna, að gera sér í hugarlund hvernig það er að vera kippt til hliðar úr hringiðu hins daglega lífs og hafa skyndilega ekkert að gera og vera alls staðar hafn- að. Það er bæði efnahagslegt áfall og andlegt álag. ískyggilegur tölur um atvinnuleysi verður að taka alvarlega, skyggnast á bak við þær og leita leiða til úr- bóta. Stundum heyrist að þetta séu ekki raunveruleg- ar tölur, atvinnuleysisskráning sé ekki nákvæm, sýni ekki rétta mynd. Meira að segja hafa sést fræðilegar greinar um það að atvinnuleysi verði að vera meira en eftirspurn eftir vinnuafli til þess að hægt sé að halda jafnvægi í efnahagsmálum. Slíkum kenningum ber að mótmæla harðlega. Við eigum ekki að sætta okkur við efnahagsstjórn sem leiðir af sér atvinnuleysi þúsunda manna. Auðvitað eru ástæður fyrir vaxandi atvinnuleysi á landinu. Það er samdráttur í landbúnaði og sjávarút- vegi og hann hefur víðtæk áhrif um allt efnahagskerf- ið og bein áhrif á atvinnustigið bæði í iðnaði og þjón- ustugreinum. Þessa samdráttar gætir því ekki aðeins í sveitum og sjávarþorpum, heldur um land allt, í öllum þéttbýlisstöðum. Þar við bætist að fjárfestingar í bygg- ingum og öðrum mannvirkjum síðustu árin hafa verið gífurlegar, og það hefur slaknað á byggingariðnaðin- um af þeim sökum. Þrátt fyrir þann samdrátt, sem hefur verið, er mikil verðmætasköpun í landinu. Það er langt frá því að all- ir möguleikar séu nýttir í atvinnulífmu. Ríkisvald, sveitarfélög og atvinnufyrirtækin í landinu þurfa að leggjast á eitt til þess að komast yfir erfíðleikana. Sú stefna að ríkisvaldinu komi þeir ekkert við er niður- drepandi fyrir fólkið í landinu. Aðgerðir ríkisvaldsins þurfa að stuðla að aukinni atvinnu í landinu í stað þess að minnka hana. Flatur niðurskurður og samdráttur alls staðar minnkar atvinnu fólksins. Eitt prósentustig í atvinnuleysi kostar ríkissjóð um 700 milíjónir króna. Þeim peningum væri betur varið til atvinnuaukningar. Þess vegna má ekki undir neinum kringumstæðum horfa sljóum augum á tölur um atvinnuleysi. Það hlýt- ur að vera forgangsverkefni stjórnvalda að bregðast við á jákvæðan og trúverðugan hátt. Víst ertu það sem þú étur Fyrir fáeinum árum var rokið upp með þau tíðindi í fjölmiðlum að það byggju „tvær þjóðir" á ís- landi — og þá var vitaskuld átt við hina efnuðu annars vegar, en þá hins vegar sem urðu að velta fyrir sér hverjum skildingi. Það var víst einhver af þingmönnunum sem lyrstur kom flóknu máli saman í þessi hnitmiðuðu orð, og þau voru hent á lofti alls staðar úti í þjóðfé- laginu. „Tvær þjóðirl Tvær þjóðirl" bergmálaði alls staðar. Það gerist oft með orðaleppa og líka stundum smellin spakmæli að þau hoppa inn á „topp-tíu“ Iist- ann í daglegu máli, en hrapa þaðan svo von bráðar og hverfa, eins og dægur- lögin. Til dæmis var það á tímabili á Alþingi að hver einasti þingmað- ur að heita mátti var orðinn „ka- tegórískt" með eða móti hinu eða þessu frumvarpi eða þingsályktun- artillögu. Blöðin átu þetta svo eftir og þar varð allt „kategórískt" í þeim um skeið. Svo segja úrtölu- mennirnir að Alþingi sé marklaus stofnun! Þegar frambjóð- andinn mé En það var þetta um „tvær þjóð- ir“. Nú er hætt að nota nákvæm- lega þessa setningu, þegar rætt er um kjaramun í landinu, og hann er skilgreindur með nýjum orðum og aðferðum, en eiginlega ekkert snjallari. Það er eldgömul trú á fs- landi að þar búi bara ein „þjóð“, allir séu jafnir og sléttir og ráð- herrann ræði við erfiðiskarlinn eins og aldavin sinn, þegar þeir finnast af tilviljun. Fjöldi er til af skrýtlum í þessa veru, eins og þeg- ar frambjóðandinn mé upp við vegg á beituskúr í Grindavík, alveg eins og hann væri einn af beitn- ingamönnunum. Þetta þótti svo al- þýðlegt og elskulegt að hann rak- aði víst að sér atkvæðum fyrir vik- ið. Svo eru skrýtlur um það, sem kynlegir kvistir ýmsir misstu út úr sér við volduga menn, og það, sem hinir voldugu sögðu við kynlega kvistinn. Kynlegi kvisturinn botn- aði svo samtalið með einhverri endemis ambögu, sem varð óðara landsfræg, og báðir aðilar öðluðust ástsæld þjóðarinnar fyrir vikið. Sannanirnar fyrir jöfnuði allra á ís- landi eru einmitt gjama í þessa vem. Einhverjar svona mgludalla- sögur. Umgengnishópamir Eftir stendur samt að fámennið minnkar fjarlægð milli stéttanna, og það er til dæmis ómótmælan- legt að hér geta háttsettir menn gengið um á almannafæri án líf- varðar og engum kemur til hugar að berja þá eða drepa. Hvaða tal er þetta þá um „tvær þjóðir"? spyr einfeldnin því. En jú, jú. Víst em „tvær þjóðir" á íslandi og það er hreint ekki frá- leitt að þær megi vera fleiri. Það má til dæmis finna þetta, þegar forystumenn þjóðarinnar koma fram við hátíðlegri tilefni og ræða við þjóðina sína svona vítt og breitt, um kjör hennar og afkomu miðað við aðrar þjóðir og svo fram- vegis. Þá verður margur þess samt iðulega var að þessum orðum er alls ekki beint til hans eða hennar, heldur allt annars fólks. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Um- gengnishópar manna em stétt- bundnir og ein stétt þekkir ekki hagi og heimili hinnar. Það á bæði við um láglaunamanninn og þann efnaða. Valdamennirnir heyra und- antekningalítið til efnaðri hópun- um og koma ekki nema á þau heimili þar sem velsældin býr. Þannig sannfærast þeir um að hinn almenni íslendingur búi við velsæld. Þetta em auðvitað einföld sálfræðileg áhrif frá umhverfinu, sem menn lifa í, og menn skyldu því ekki dæma efnamanninn of hart fyrir þetta. Það em yfirgnæf- andi líkur á að það færi nákvæm- lega eins fyrir fátæklingi, yrðu þær hamingjusamlegu breytingar á högum hans að hann yrði skyndi- lega ríkur. Brátt sannfærðist hann um að enginn gæti í það minnsta verið mjög snauður. Nema þá auð- vitað suður í svörtustu Afríku, þar sem börnin bera stóra bumbu af skorti og neyð og moskítóflugum- ar bmna upp og niður andlitin á þeim. í grennd við hann sjálfan hættir fátækt hins vegar mjög skjótt að fyrirfinnast. Rímaður orðaleppur En hvað er að tala um blindu og skammsýni mannanna. „Der Mann ist was er frisst" (maðurinn er það sem hann étur) segir þar, og er nú ekki verra að geta gripið upp rím- aða klisju á tungu heimspekinnar því til sönnunar. En af því að þeir stjórna, sem hafa meira og betra í sig að láta en aðrir, þá hafa þeir auðvitað aðrar viðmiðanir þegar að því kemur hvað séu sæmandi lífs- kjör. Þeir, sem hafa vanist góðu, verða mjög örvæntingarfullir ef þeim virðist þeir verða að fara að halda í við sig. Það er satt að segja miklu hræðilegra mál í þeirra augum en hinna, sem hafa vanist litlu. Ég þekki per- sónulega fólk, meira að segja ágæt- is fólk, sem ég þyrði næstum að sverja að mundi fremur taka inn eitur en þurfa að lifa á svonefndum láglaunum. Nei, ég þyrði að sverja það án nokkurs fyrirvara. Það hef- ur líka mikið að missa. Og forsjónin hefur nú hagað því svo að þeir stjóma, sem búa við góðu kjörin. Þetta fólk stjórnar áreiðanlega flest af því eins vel og viturlega og því er gefið vit til. En ég held að það muni ekki stjórna vel og viturlega fram yfir þann tíma er það sér fram á að kreppa muni að því sjálfú. Þá mun það telja neyð blasa við og sú skoðun þess væri hreint engin uppgerð. Langt frá því. Því þætti þá að „þjóðirí' væri í neyð — af því að á íslandi er bara ein „þjóð“, sú þjóð sem það sjálft þekkir. Þá er senni- legt að það finni að „þjóðirí' neyð- ist til að gera fleira en gott þykir. Fallegar heitstrengingar verður því miður að láta sem ósagðar. Það verður gengið í satt að segja mjög „óþjóðleg" viðskiptabandalög og bjóða útlendingum að gjöra svo vel að fá sér svolítinn þorsk. Síðan meiri þorsk. Ekki mun þetta ger- ast í flýti og það verða felld mörg tár og miklum pappír eytt í flóknar samningsgerðir. Og svo kemur eitt af öðru og nú má lesandinn skálda í eyðumar. Loks kann að verða reynt að selja hið örfoka hálendi, kæri sig þá einhver um að kaupa. Æ, skrýtin skepna er hann annars maðurinn, en það em ekki ný sannindi. AM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.