Tíminn - 16.07.1992, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 16. júlí 1992
Sameiginlegar friðargæslusveitir Rússa og Georgíumanna skakka leikinn:
Taka höndum saman um
friðargæslu í S-Ossetíu
Sameiginlegar friðargæslusveitir Rússa og Georgíumanna virðast
hafa náð að stilla til friðar með óeirðaseggjum í Suður-Ossetíu.
Deilur hafa verið miklar á þessu svæði, eins og kunnugt er af frétt-
um, og bardagar grimmilegir. í gær, miðvikudag, hafði friðargæslu-
sveitunum þó tekist að lægja öldumar.
Deilur hafa hins vegar blossað verið ein verstu þjóðernisátök í Sov-
upp annars staðar í gömlu Sovét-
ríkjunum, sem undirstrikar nauð-
syn þess að friðargæsla sé efld. Þessi
sameiginlega tilraun Rússa og Ge-
orgíumanna er talin geta orðið fyrir-
mynd að öðrum svipuðum aðgerð-
um á vegum Samveldisríkjanna þar
sem skyndiaðgerða er þörf.
Fimm manns voru drepnir í átök-
um stjórnarhers Moldavíu og liðs-
sveita aðskilnaðarsinna á Dnéstr-
svæðinu í gær. f Nagorno-Karab-
akh-héraði náðu Armenar aftur á
sitt vald þorpi sem Azerar höfðu lagt
undir sig í síðasta mánuði. Þar hafa
Rússar njósna þrátt
fyrir þíðu og bætt
samskipti austurs
og vesturs:
Njosnari
handtekinn í
Kaupmanna-
höfn!
f gær birtu stjómvöld í Danmörku
yfirlýsingu þar sem segir að rúss-
neskum stjóraarerindreka hafi
verið vísað úr iandi.
Ástæðan, sem upp er gefin fyrir
brottvísuninni, er sú að maður-
inn, sem ekki er nafngreindur,
hafi stundað iðju sem ekki hæfði
stöðu hans. Þetta segja menn að
sé kurteislegt orðalag yfir njósnir.
f yfiriýsingu frá danska utan-
ríkisráðuneytinu segir að rúss-
neski sendiherrann í Danmörku
hafi veríð látinn vita um brott-
reksturínn. Meira er ekki sagt í yf-
irtýsingunni.
Ef marka má grein, sem birtíst
í dagblaðinu Berlingske Tidende í
gær, þá lét danska öryggislögregl-
an ráðuneytíð vita að Rússanum
hefðu borist leynilegar upplýsing-
ar frá tölvumanni, sem búsettur
er í norðuríduta Kaupmannahafn-
ar.
Dagblaðið Beríingske Tidende
segir að töhmmaðurinn, sem var í
þjónustu hins opinbera og vann á
manntalsskrífstofu í Gladsaxe,
hafi verið handtekinn í síðustu
viku, þegar hann átti hádegisverð-
arfund með Rússanum.
Blaðið segir að maðurinn hafi
látíð Rússanum í té nafnalista
með upplýsingum um Dani, sem
búsettir eru erlendis. Talið var að
leyniþjónusta Rússa gætí notað
nafnalistana tíl þess aö koma sér
upp samböndum eríendis.
Tölvumaðurínn danskl situr nú
í fangelsi og er borinn þeim sök-
um að hafa Ijóstrað upp trúnaöar-
málum. Berlingske Tidende segir
að danska öryggislögreglan og yf-
irvöld í Gladsaxe hafi staðfest
handtöku töhmmannslns, en hafi
hins vegar neitað að gefa nokkrar
frekari upplýsingar um málið.
Rússneska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn viii ekkcrt um málið
scgja og neitar að nafngreina
sijórnarerindrekanu, sem vísað
var úr landi.
—Reuter/Krás.
étríkjunum gömlu um langt skeið.
Hinum sameiginlegu hersveitum
Rússa og Georgíumanna var dreift á
15 km langt svæði á milli Suður- Os-
setíu og Georgíu. Þeim var ætlað að
stilla sér upp á milli stríðandi fylk-
inga. í gær áttu þessar sveitir von á
liðsstyrk frá sveitum úr Norður-Os-
setíu.
Það þótti Iofa góðu að ekki var
hleypt af einu einasta skoti meðan á
þessum aðgerðum stóð, en embætt-
ismaður í borginni Gori, sem er við
landamæri Suður-Ossetíu, var í
símasambandi við fréttamenn og
greindi þeim frá atburðinum.
Suður-Ossetía krefst sjálfstæðis
frá Georgíu og vilja íbúarnir þar
tengjast frændum sínum í Norður-
Ossetíu, sem er aðili að Samveldis-
ríkjunum.
Á þriðjudag streymdu hundruð
rússneskra fallhlífarhermanna og
þjóðvarðliðar frá Ceorgíu til Suður-
Ossetíu. Ætlun þeirra var að stöðva
þjóðernisátökin, sem þarna hafa
geisað með litlum hléum í tvö ár og
kostað hundruð manna lífið.
Þetta er fyrsta sameiginlega verk-
efnið á sviði hernaðar, sem lýðveldi í
Samveldisríkjunum taka sig saman
um frá því að Sovétríkin liðu undir
lok. Þessar sameiginlegu aðgerðir
Rússa og Gerorgíu eru um margt
mjög merkilegar, þótt þær séu ekki
mjög umfangsmiklar. I þessum að-
gerðum eru Rússar á lagalegum
grunni að stunda hernað í ríki sem
er utan Samveldisríkjanna, þ.e.a.s.
Georgíu.
Valery Manolov hershöfðingi,
Lífiö er ekki dans á rósum hjá blessuöu fólkinu í lýðveldum Sovét-
ríkjanna gömlu. Þessari gömlu konu hefur þó tekist aö krækja sér
í fleskbita.
einn æðsti maður hermála í Sam-
veldisríkjunum, sagði í samtali við
Itar-Tass-fréttastofuna að utanríkis-
og varnarmálaráðherrar lýðvelda,
sem tilheyra Samveldinu, myndu
hittast á fimmtudag og ræða stofn-
un sameiginlegra friðargæslusveita.
Þessum sveitum væri ætlað að
bregðast við átökum eins og þeim,
sem nú geisa í Nagorno-Karabakh
og Moldavíu.
„Við leggjum til að settar verði á
laggirnar friðargæslusveitir, sem
sæki styrk sinn til herja Sambands
sjálfstæðra ríkja," sagði hann.
Varnarmálaráðherra Georgíu,
Tengiz Kitovani, gaf í skyn í gær að
stofnun friðargæslusveita væri ekki
eingöngu spurning um pólitískan
vilja, heldur einnig spurning um
peninga.
„Það ætti að fækka í gæslusveit-
unum, sem eru í Suður- Ossetíu, úr
500 manns í 200 manns frá hverju
lýðveldi," sagði hann. Hann bætti
því við að sérhver hermaður fengi
8000 rúblur eða kringum 3700
krónur íslenskar í Iaun. „Fjárhagur
okkar er mjög erfiður og þessi út-
gjöld eru okkur þung byrði,“ sagði
Kitovani við Nega-fréttastofuna í
gær. —Reuter/Krás.
Breskir þingmenn nefna hlutina réttum nöfnum og eru ófeimnir
við að:
Samþykkja 40%
hækkun á styrkj-
um sér til handa
Breskir stjórnmálamenn virtu aö
vettugi óskir ríkisstjórnarinnar um
hófiega hækkun styrkja þeim til
handa. Þeir greiddu atkvæði f
breska þinginu í fyrradag og sam-
þykktu nærri 40% hækkun styrkj-
anna.
Eftir langan og stormasaman
fund í neðri deild þingsins var til-
laga stjórnarinnar um hóflega
hækkun felld, en þess í stað sam-
þykkt tillaga, sem felur í sér hækk-
un sem nemur allt að 1.155.000 ísl.
krónum (11.000 pund).
Styrkir til breskra þingmanna
nú, fyrir utan bein laun þeirra, eru
3.043.530 ísl. krónur (28.986
pund). Þessum aurum er ætlað að
mæta kostnaði þeirra við skrifstofu-
hald hvers konar og kaup á tækjum
og tólum.
John Major forsætisráðherra og
ríkisstjórn hans höfðu farið þess á
leit við þingmenn að þeir settu öðr-
um Iandsmönnum gott fordæmi í
kaupkröfum. Major taldi að hófleg
hækkun til þingmannanna væri
9.8%
Atkvæðagreiðslan í þinginu fór
hins vegar þannig að Major og
stjórn hans biðu lægri hlut með
127 atkvæða mun. Ríkisstjórn
Johns Major er talin hafa 21 at-
kvæðis mun á breska þinginu, en sá
meirihluti gufaði upp þegar at-
kvæði voru greidd um „kostnaðar-
auka“ bresku þingmannanna.
Margir þingmenn úr röðum íhalds-
manna gerðu annað hvort að greiða
hinni gríðarlegu „kauphækkun" at-
kvæði sitt eða sitja hjá.
Stjórnmálamennirnir rökstuddu
þessa hækkun með því að kostnað-
ur þeirra við skrifstofuhald og
ferðalög hefði hækkað gríðarlega.
Þessi hækkun kæmi kauni þeirra
hins vegar ekkert við. Obreyttur
þingmaður á breska þinginu fær í
laun 3.150.000 kr. á ári (30.000
pund).
Stjórnvöld í Bretlandi höfðu ný-
lega mótmælt kauphækkunum til
forstjóra og yfirmanna í einkageir-
anum og vísuðu þá til þrenginga í
efnahagslífi og verðbólgu, sem er
3.9% í landinu.
Fyrr í þessum mánuði neitaði
stjórnin opinberum starfsmönnum
um umtalsverða kauphækkun, sem
þeir fóru fram á. Breska stjórnin
ákvað þá að kaup skyldi ekki hækka
umfram 4%.
—Reuter/Krás.
SARAJEVO — Múslimar,
sem reyna allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að verja
borgina Gorazde í austurhéruð-
um Bosníu-Herzegóvínu,
sendu út neyðarkall í gegnum
útvarp og báðu um hjálp til
þess að verjast Serbum, sem
sækja hart að borginni. I orð-
sendingunni, sem send var út á
stuttbylgju, sagði að ef hjálp
bærist ekki innan skamms, yrði
Gorazde jöfnuð við jörðu.
LUNDÚNIR — Radovan Kar-
adzic, leiðtogi Serbneskra
sveita, sagði í gær, þegar frið-
arviðræöur hófust að nýju, að
hann hefði samþykkt tillögur
um frátekna landræmu til hjálp-
arstarfs á átakasvæðunum í
Bosníu-Herzegóvínu. Hann
sagði fréttamönnum einnig að
Serbar væru til viðræðu um
skilyrðislaust vopnahlé.
RÓM — Skurölæknar tóku
góðkynja æxli á stærð við ap-
pelsínu úr iörum Jóhannesar
Páls páfa I gær. Þeir sögðu
jafnframt að hinum 72 ára
gamla páfa liði vel, þótt best
væri fyrir hann að dvelja næstu
10 daga á sjúkrahúsinu sértil
hvildar og endumæringar.
JÓHANNESARBORG—
Afríska þjóðarráðið og vinstri
sinnaðir bandamenn þess búa
sig nú undir ijöldaaðgerðir til
þess að hrekja ríkisstjóm hvítra
frá völdum. Þeir tóku stórt upp í
sig í gær og sögðust vilja að-
gerðir, en ekki innantóm loforð.
MOSKVA — Frjálslyndir fjöl-
miðlafurstar og ritstjórar í Rúss-
landi sökuðu forustumenn rúss-
neska þingsins um að vilja
koma á strangari ritskoðun en
ríkti á dögum kommúnismans.
Slíkt myndi undirbúa jarðveginn
fyrir annað valdarán harðlínu-
manna. Borís Jeltsín, forseti
Rússlands, sagði löndum sln-
um að þeir gætu óhræddir farið
I sumarfrí nú í ágúst, án þess
að tilraun yrði gerð til valda-
ráns. Hann sagðist þó sjálfur
ætla að dvelja í Moskvu í sínu
fríi.
JERÚSALEM — Palestínu-
menn kröfðust þess í gær að
hinn nýi forsætisráöherra (sra-
els, Yitzhak Rabin, kallaöi hið
bráðasta alla ísraelska her-
menn frá hinum umsetna há-
skóla a-Najah í Nablus. Skólinn
er á herteknu svæðunum á
vesturbakkanum. Palestínu-
menn sögðu að með því gætu
Israelsmenn sýnt vilja sinn í
verki. Umsátrið um skólann
hófst þegar ísraelski herinn hélt
því fram að á svæði háskólans
væru vopnaðir Palestínumenn.
ALGEIRSBORG — Sakborn-
ingar þeir, sem nú eru fyrir her-
dómstóli í Alsír og eru meðlimir
í hinum útiæga Islam-flokki (is-
lamic Salvation Front), sögðu
við réttarhöldin í gær að réttur-
inn yrði einn að bera ábyrgð á
afleiðingum gerða sinna.
Dómsniðurstöðu var að vænta
síðla í gær, en mennimir eru
sakaðir um landráð.
SANAA — Herflugvél á veg-
um stjómarinnar í Jemen brot-
lenti í eyðimörkinni skammt ut-
an við Aden, þegar hún lenti í
sandbyl aðfaranótt þriðjudags.
Hin opinbera fréttastofa lands-
ins, Saba, sagði að allir þeir,
sem um borð voru, hefðu farist
eða 57 manns.