Tíminn - 24.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 24. júlí 1992 135. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- 1 v: . g . "■.., .4-ii'rnSsjííí4» Annar eistnesku sjómannanna gengur frá björgunarþyrlunni viö Borgarspítalann í gær. Hjálparbeiðni barst frá eistneskum togara: Tímamynd Slgurstelnn Flogið meó t*o sjómenn í land Tveir veikir sjómenn af eistneskum togara voru fluttir með þyrlum vam- arliðsins til lands í gær. Togarinn var staddur 233 mflur suð- vestur af landinu þegar hjálparkallið barst. Þar eð þyrla Landhelgisgæsl- unnar getur ekld flogið svona langt var leitað til Vamarliðsins sem sendi tvær þyrlur af stað. Þyrlumar fóm í loftið kl. 12:55 ásamt Hercules C-130 eldsneytisbirgðaflugvél sem sá þyrl- unum fyrir eldsneyti á leiðinni, enda flugtími hvora leið ríflega einn og hálfur tími. Samkvæmt upplýsingum talsmanns Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli var læknir um borð í annarri þyrlunni tii þess að annast sjómennina á leiðinni að Borgarspítalanum. Annar maður- inn þjáðist af innantökum sem talið var að rekja mætti til briskirtilsins, en hinn af bráðri botnlangabólgu. Sjúklingamir vom síðan halaðir upp hvor í sína þyrlu og lenti sú fyrri við Borgarspítalann kl. 16.50 og sú síðari kl. 17.10. —GKG. Vaxtalækkanir ertendis spör- uðu ríkissjóði 700 milljónirá fyrri helmingí ársins, en nóg er nú samt: Vaxtagreiðslur ríkisins um lOOkr.ámann # a Að vextir erlendra lána hafa að undanfömu verið Isgri heldur en gert var ráð fyrir við gerð fjáriaga sparaði rikissjóði nær 700 milljóna kr. útgjöld á fyrri helmingi ársins. Enda fljótt að muna nm hvcrt pró- sentubrot hjá þeim sem skulda mlkið. En þrátt fyrir þessa miklu vaxtalækkun urðu vaxtagreiöslur rikissjóðs um 4,6 milijarðar króna á fyrri helmíngi þessa árs. Það þýð- ir að rfldssjóður þarf að meðaltali að borga rúmlega 25 milljónlr { vexti á hvctjum einasta dcgi, þ,e. líka laugardaga og sunnudaga. Þessar rúmlega 25.181.000 krónur sem rflrið þarf að greiða í vexti dag hvem samsvara rétt tæp- lega 100 kr. á dag á hveit einasta mannsbam í landinu (frá ungbðm- um til öldunga), eða tæplega 400 kr. á dag á hveija fjögurra manna fjiilskyldu, sem svo gjarnan er tek- in til viðmiðunar. Við gerð fjáriaga var reiknað með vaxtagreiðslum upp á tæplega 5.3 milljarða á fyrra árshelmingL An þessarar heppilegu vaxtalækkunar heföi rfldð því þurft að borga um 29 miiljónir í vexti dag hvem, Þaö svanur rúmlcga 110 kr, á dag á hvem íslcnding, eða 440 kr. á dag á hveija fjögurra manna fjölskyldu. —HEl Fiugleiöir og flugvirkjar: Boðuðu verkfalli aflýst flug með eðlilegum hætti Samninganefndir Flugleiða og FÍugvirkjafélags íslands undirrit- uðu í fyrrinótt nýjan kjarasamning sem gildir til áramóta. í frétt frá Flugleiðum segir að nýi kjarasamningurinn færi flugvirkj- um sömu launahækkanir og al- mennt hefur verið samið um á launamarkaði á þessu ári. Boðoðu verkfalli flugvirkja á mánudag og þriðjudag í næstu viku hefur verið aflýst og allt flug Flugleiða vcrður því með eðlilegum hættí, en um 7400 farþegar eiga bókað far með félaginu þessa daga. Samkomulagið náðist eftir langan og strangan fund hjá rfldssátta- scmjara, sem hófst upp úr hádegi á miðvikudegi og stóð langt fram á nótt. -BS Grandi ákveður að senda meira af óunnum karfa á erlendan markað og frysta meira úti á sjó: Grandi sameinar nú tvö frystihús í eitt Sameining frystihúsanna Crandagarðs og Norðurgarðs í eitt frystihús í Norðurgarði er meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem stjóm Granda hf. gerði grein fyrir á nýafstöðnum aðalfundi. Eftir vinnsluhlé hjá Granda milli 31. júlí og 24. ágúst verður því aðeins unnið í Norðurgaröi, en starfsemi lýkur í Grandagarði. Þetta er ein þeirra aðgerða sem ákveðin var til þess að mæta þeim samsamdrætti í kvóta og þar af leiðandi tekjumissi sem fyritækið hef- í öðru lagi var ákveðið að senda meira af óunnum karfa á erlendan markað, enda sé betra að sigla með karfann en að tapa á vinnsiunni í landi. Og í þriðja lagi var ákveðið að kaupa stórt frystiskip, Örfirisey. Auk vinnslu á 1.000 tonnum af bolfíski og meiri karfa- og grálúðufrystingu er skipið ætlað til veiða og vinnslu fiskistofna sem sækja má utan kvóta. í nýjasta fréttabréfi Granda hf. kemur fram að nú sé unnið hörð- um höndum að því að endurskoða alla starfsemi vinnslunnar og ónýtta möguleika útgerðarinnar. Sam- dráttur í þorskkvóta þýði samtals um 400 milljóna kr. tekjumissi fyrir Granda í fyrra og í ár. Mánuði eftir aðalfund standi menn síðan frammi fyrir nýjasta niðurskurðinum. Sá niðurskurður sem nú sé til umræðu þýði 1.700 lestir af þorski fyrir Grandatogarana, til viðbótar sam- drættinum í fyrra sem reynst hafi 2.200 tonn brúttó. - HEI Skammt stórra högga á milli í handboltamálum þjóðarinnar: Heimsmeistaramótið í handbolta *95 verður á íslandi Heimsmeistaramótið í handbolta verður haldið á íslandi árið 1995 en það var samþykkt á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins í gær. Jón Asgeirsson, formaður Handknattleikssambands íslands, sat þingið fyrir íslands hönd, sem haldið var í Barcelona. Mótsstaður verður Laugardals- Ólympíuleikana kl. 7:00 í morgun. höllin og þarf að gera nokkrar breytingar á henni svo hún sam- ræmist lögum um keppnina. Hún á t.d að geta rúmað 4200 manns. íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik hélt til Barcelona á Jón Ásgeirsson verður ekki með í för þar eð meiri þörf er á honum heima við fjáröflun. Árið 1984 fékk Iiðið fjárstyrk frá Alþjóða Ólympíunefndinni þegar leikarnir voru haldnir í Los Ange- les og austantjaldsþjóðirnar ákváðu að taka ekki þátt í þeim. „Fyrirvarinn var þó meiri en nú, því við höfum ekki getað farið út í neina fjáröflun. Svo er þetta kostn- aðarsamara en það þyrfti að vera, því farið er með flugi, sem er miklu dýrara en ef við hefðum pantað það á réttum tíma,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, varaformaður Hand- knattleikssambandsins. „Við munum því í samráði við ís- lensku Ólympíunefndina reyna að fá greiddan kostnað vegna þessa." Handknattsleiksliðið skipa þeir Birgir Sigurðsson, Gunnar Andrés- son, Gústaf Bjamason, Valdimar Grímsson, Gunnar Gunnarsson, Héðinn Gilsson, Konráð Olavson, Patrekur Jóhannesson, Jakob Sig- urðsson, Einar Sigurðsson, Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson fyrirliði. Markmenn verða Sigmar Óskars- son, Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Aðalfararstjóri er Ólafur Schram, fararstjóri er Guðjón L. Sigurðs- son, þjálfari er Þorbergur Aðal- steinsson og Einar Þorvarðarson er aðstoðarþjálfari. Liðsstjóri er Davíð Sigurðsson og Brynjólfur Jónsson er læknir. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.