Tíminn - 24.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 24. júlí 1992 Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík laugardaginn 8. ágúst 1992 Farifl verður um: Gullfoss — Geysi — Hveravelli — Blönduvirkjun Kl. 08:00 Lagt af stað frð BSl og ekið að Geysi I Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á aö skreppa i sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekiö norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu feröalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuð I fylgd leiðsögumanns. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og er ekiö aö Staöarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staðarskála og ekiö til Reykjavlkur. Áætlaö er að koma til Reykjavlkur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,-. Tekiö verður á móti sætapöntunum I slma 624480 eða á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4.-7. ágúst. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarfólk Noröurlandi eystra Nú gróöursetjum við Skógræktarferðin verður farin á morgun, laugardaginn 25. júll n.k. Gróðursett verður að lllugastöðum kl. 14.00-17.00. Grillveisla i Vaglaskógi aö gróöursetningu lokinni. Dagskrá: Ávarp, Guömundur Stefánsson. Gamanmál, Stefán Vilhjálmsson. Þingmenn og bæjarfulltrúar keppa. Fjöldasöngur við harmonikuundirieik Stefáns Þórissonar. Takið með ykkur útileguborðið og stólana. Nú mætum við öll og tökum þátt í landgræðsluátaki. Stjórn K.F.N.E. SUF-þing á Egilsstöðum 28.-30. ágúst DAGSKRÁ Föstudagur 28. ágúst: Kl. 16.00 Setning. Siv Friöleifsdóttir, formaður SUF. Kl. 16.30 Kosning embættismanna, skipað I nefndir Kl. 16.45 Ávörp gesta. Kl. 17.15 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldveröur. Kl. 20.00 Fyririestrar um sjávarútvegsmál. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 21.30 Nefndastörf. Kl. 22.30 Óvæntar uppákomur á Munaðarhóli og/eða i Hliöskjálf. Laugardagur 29. ágúst: Kl. 08.30 Arbitur. Kl. 09.00 Nefndastörf. Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisveröur. Kl. 13.00 Umræöur og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé. Kl. 16.00 Afgreiösla stjómmálaályktunar. Kl. 17.00 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla að hætti Héraðsbúa. Kl. 23.00 Sveitaball (með þverpólitísku yfirbragði). Sunnudagur 30. ágúst: KJ. 09.00 Árbítur. Brottför. Skaftfellingar— Ferðafólk Héraðsmót framsóknarmanna I V- Skaftafellssýslu verður haldiö I Tunguseli laugar- daginn 25. júlí og hefst kt. 23.00. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Mætum öll. Stjómln. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarftokksins 10. júli 1992. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinnlngur nr. 29595 2. vinningur nr. 26487 3. vinnlngur nr. 1668 4. vinnlngur nr. 36086 5. vinningur nr. 9702 6. vinningur nr. 23897 7. vinnlngur nr. 24772 8. vinningur nr. 39900 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vmnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar I slma 91-624480. Með kveðju og þakklæti fyrir veittan stuðning. Framsóknarflokkurinn. 9. vinnlngur nr. 715 10. vinningur nr. 17477 11. vinningur nr. 4527 12. vinningur nr. 36239 13. vinnlngur nr. 3146 14. vinningur nr. 30173 15. vinningur nr. 1992 MINNING Magnús Einarsson Enginn skilur líf okkar og sjálf- sagt ekki til þess ætlast. Við eigum alltaf erfítt með að átta okkur á þeim snöggu umskiptum sem fylgja, þeg- ar samferðamenn í blóma lífsins burtkallast. Það eina, sem við getum gert, er að minnast þeirra með þakk- læti í huganum, fyrir vel unnin störf og gott viðmót. Algengt er nú orðið að fólk lifi há- aldrað, mikið komið úr tengslum við lífið, en sumt deyr ungt. Ennþá erum við minnt á þetta. Magnús Einarsson bankaútibús- stjóri á Egilsstöðum varð bráð- kvaddur miðvikudaginn 3. júní sl. á miðjum aldri. Fyrst verður manni hugsað til heimilis þess framliðna. Þar er nú mikið skarð fyrir skildi, sem seint verður að fullu bætt, og út á við gegndi Magnús ábyrgðarmiklu starfi, þar sem hann gat sér gott orð og vinsældir allra sem til þekktu. En tíminn læknar öll sár, sem betur fer, og oftast kemur maður í manns stað og lífið heldur áfram eins og ekkert hafi ískorist. Minning Magnúsar mun lengi geymast í hugum Hér- aðsbúa, enda standa þeir margir í þakkarskuld við hann. Magnús var alinn upp á Valþjófs- stað, hjá foreldrum sínum, Einari Sveini Magnússyni bónda þar og Maríu Jónsdóttur konu hans, frá Bessastöðum, sem var ein af 14 systkinum. Á þessum árum bjuggu Unnur hálfsystir hans og maður hennar, Ingólfur Gunnarsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal, á móti for- eldrum hans á Valþjófsstað. Allt fólkið bjó undir sama þaki í myndar- legum bæ með stóru timburhúsi, sem Þórarinn Þórarinsson prestur hafði látið reisa, en hann var þá lát- inn fyrir nokkrum árum. Fyrri kona Einars Sveins var Þuríður dóttir séra Þórarins og Ragnheiðar Jóns- dóttur konu hans. Þau Einar Sveinn og Þuríður áttu tvær dætur, Ragn- heiði, sem búsett er í Reykjavík, og Unni húsfreyju á Valþjófsstað. Maggi litli var sólargeislinn á heimilinu. Man ég eftir að Unnur systir hans sagði: „Ég veit bara ekki hvernig við færum að hérna, ef við hefðum ekki hann Magga." Snemma kom í ljós að hann var ýmsum góð- um hæfileikum gæddur. Hann var músikalskur með afbrigðum, og átti enda ekki langt að sækja það úr báð- um ættum. Hann spilaði á hvaða hljóðfæri sem hann komst yfir og þandi gamlan harmonikuræfil af miklu fjöri, svo hljómaði um allan bæinn. Slíkt framtak er ekki lítils virði í einangrun sveitalífsins, jafn- vel á gestkvæmu heimili eins og Val- þjófsstað. Magnús flutti ungur að heiman. Hann nam við Eiðaskóla 1956-1959, TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Selási 1, Egilsstöðum en hélt ekki áfram námi, var sjálf- menntaður, og bar ekki á öðru en það dygði honum við þau margvís- legu og oft flóknu störf sem hann tók að sér um dagana. Eftir Eiðadvölina gerðist hann skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa. Fljótlega var hann gerður að fulltrúa kaupfélagsstjórans, Björns Stefánssonar, og síðar Þorsteins Sveinssonar. Við þetta starfaði hann samfellt í 17 ár. Ekki var trútt um að sumum fyndist mikil ábyrgð vera falin svo ungum manni, en Magnús óx með ábyrgðinni og öðlaðist traust viðskiptavina Kaupfélagsins, þótt ekki væri hann öllum taum- þægur, enda viðskiptavinirnir marg- ir og misjafnir. Líklega hefur Einar Sveinn faðir hans ekki fundið í honum búmanns- efni, hugur hans líklega hneigst til annarra starfa, eins og í Ijós kom. Heyrði ég þó haft fyrir satt, að öllu sem Maggi tók sér fýrir hendur, hafi hann rösklega að gengið og snemma verið trúr yfir litlu. Kom síðar í ljós, að trúmennskan var meginþáttur í eðli hans og leiddi til þess m.a. að á hann hlóðust ábyrgðarstörf marg- vísleg. Árið 1976 var Magnús ráðinn úti- bússtjóri Samvinnubankans, þegar opnað var nýtt útibú hans á Egils- stöðum. Fluttist hann þá úr Kaupfé- laginu upp í bankann. Breytti það í raun engu, því hann var hinn sami trúi starfsmaður þegar þangað kom. Magnús var sveitamaður í raun og sannleika. Óhætt er að fullyrða að margur bóndinn naut frábærrar fyr- irgreiðslu hans í viðskiptum við bankann, og fyrir margt eldra fólk og ellilífeyrisþega var hann eins konar fjárhaldsmaður, fylgdist ná- kvæmlega með efnahag þess og að- stoðaði það við að ná rétti sínum gagnvart kerfínu, við kaup á bílum, íbúðum o.s.frv. Það var álit Magnúsar heitins, að sveitirnar yrðu ætíð undirstaða ís- lenskrar menningar og þroska, og mikilvægt væri því að hlúa sem best að byggð og búskap í sveitum. Á seinni árum hafa verið skiptar skoð- anir um hvað háan víxil hver bóndi ætti að fá, af því sem sunnanmenn skömmtuðu úr hnefa. Held ég að ég fari rétt með að Magnús hafi þar heldur verið bændunum ríflegri en hitt, að því marki sem hann gat ráð- ið. Ekki þar fyrir, að sumum þótti víxillinn ekki stórmannlegur. En þar þýddi ekki um að fást, allt stóð eins og stafur á bók hjá Magnúsi. Ákvarðanir bankastjóra hljóta æt- íð að vera umdeilanlegar, því starfið er vandasamt, en Magnús naut óskoraðs trausts í því, að flestra dómi. Búið er að skrifa ýmislegt um Magnús og störf hans, sem ég ætla ekki að endurtaka, en skrif þessi sýna ótvírætt hvaða álits hann naut og hvaða traust menn báru til hans. Hann átti sæti í stjórnum flestra fyr- irtækja og stofnana Egilsstaðakaup- túns, fyrir utan fjölmargar nefndir, og endaði oftast með að verða for- maður. Hann sat fundina ekki eins og brúða, gæti ég trúað, kannaði málið frá ýmsum hliðum, rökfastur vel, og lét til sín taka ef því var að skipta. Hann tamdi sér ávallt gott skap, þó var langt í frá að hann væri skaplaus, hann gat brýnt röddina ef honum mislíkaði eða fram af hon- um gekk. Þó voru glettnin og kímn- in alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, og fór vel saman við fram- komu hans alla. Magnús var tryggur vinur vina sinna, og fagnaði þeim á sinn hlé- dræga en vingjarnlega hátt, hvenær sem þá bar að garði. Heimilinu í Odda var við brugðið fyrir gestrisni þeirra hjóna, og minnti að því leyti meira á sveitabæ en heimili emb- ættismanns í kaupstað við þjóð- braut, eins og það raunar var. Gam- an hafði Magnús af að fá sér í glas og gleðjast með góðum félögum, en í rauninni breytti það honum lítið, viðmót hans var alltaf jafn aðlað- andi. Hann virtist aldrei drekka sér til vansa. Eiginkona Magnúsar er Guðlaug Guttormsdóttir frá Ási í Fellum, dóttir hjónanna Guttorms Brynj- ólfssonar bónda þar og Guðríðar Ól- afsdóttur frá Skeggjastöðum í Fell- um. Ung missti hún föður sinn og tvær eldri systur í hræðilegu slysi sem varð á Ási haustið 1946. Hefúr sá atburður líklega skilið eftir svöð- usár, sem seint eða aldrei grær. Guð- ríður brá búi stuttu eftir að þau Gulla og Maggi giftust og flutti til þeirra í Odda á Egilsstöðum, þar sem hún hefúr átt athvarf síðan, nú bráðum orðin níræð en við sæmi- lega heilsu. Það vita allir sem til þekkja, að Magnús reyndist henni eins og besti sonur og var einkar kært á milli þeirra. Sama á við um Maríu móður hans, er hún dvaldi nokkur síðustu árin á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Er sagt að ekki liði svo dagur, að Magnús kæmi ekki að heimsækja hana, þegar hann var heima. Þau Guðlaug og Magnús eignuð- ust þrjár dætur, Maríu, Guðrfði Am- ey og Droplaugu Nönnu. Allar eru þær uppkomnar og hafa gengið skólaveginn, tvær þær eldri eru bú- settar fyrir sunnan. Dæturnar voru Magnúsi mikill gleðigjafi, enda löð- uðust þær mjög að honum, og hann lét sér annt um þær. Fjölskyldan í Odda hefur mikils misst við hið óvænta fráfall heimilisföðurins, sem var forsjá þeirra í einu og öllu, eins og reyndar svo margra annarra. Magnús var fæddur 30. mars 1941 og var því aðeins 51 árs er hann and- aðist 3. júní síðastliðinn. Hann var jarðsettur á Egilsstöðum fimmtu- daginn 11. júní að viðstöddum mikl- um mannfjölda. Var greinilegt að margir vildu votta honum virðingu í síðustu ferðinni og þakka vel unnin störf. Magnús var ekki mikið fyrir að fara troðnar slóðir, nema aö þvf marki sem skyldan bauð, og kannske var hann ekki allur þar sem hann var séður, frekar en svo marg- ir aðrir. Hið meðfædda listamanns- eðli hans hefur líklega ekki alltaf átt auðvelt með að sættast við fjármála- manninn Magnús, þótt allt virtist falla í ljúfa löð á yfirborðinu. Þrátt fyrir langa fjarveru var Magnús alltaf Fljótsdælingur innst inni og hélt alltaf uppi góðu og tíðu sambandi við ættarstöðvar sínar og fólkið í sveitinni. Þegar talið barst að Valþjófsstað Ijómaði hann í fram- an. Að lokum viljum við Laufey Ólafs- dóttir, kona mín, þakka Magnúsi og Guðlaugu fyrir óteljandi ánægju- stundir á heimili þeirra á Egilsstöð- um, þar sem við höfum alltaf verið velkomin hvernig sem á stóð. Eftir- lifendum óskum við alls góðs á Iífs- leiðinni, hvort sem hún verður löng eða skömm. Hallgrímur Helgason, Droplaugarstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.