Tíminn - 24.07.1992, Page 2
2 Tíminn
Föstudagur 24. júlí 1992
Sjávarútvegsráðherra stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um veiðar næsta fiskveiðiárs — ákvörðun sem honum ber
lögum samkvæmt að taka. Samráðherrar og -flokksmenn létta ekki undir:
Böðlast gegn Þorsteini
innan ríkisstiómarinnar
Þær hugmyndir sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt
fram í ríkisstjóminni miða við að farið verði því sem næst eftir tillögum
Hafrannsóknastofnunar hvað varðar veiðar á þorski á næsta fískveiðiári.
Heimilað verði að veiða aðeins 190 þúsund tonn af þorski á fískveiðiárinu.
Til þess hins vegar að draga úr
þeim gríðarlega samdrætti sem veru-
lega minni þorskafli hefði í för með
sér, leggur ráðherra til að veiðar á
sterkum fiskistofnum utan kvóta
verði stórauknar og muni þar mestu
um úthafskarfa. Þá verði sókn aukin
verulega, eða um 30%, í kola frá því
sem nú er og aukin áhersla lögð á
veiðar á karfa, ufsa og ýsu. Jafnframt
verði 12 þúsund tonna veiðiheimild-
um Hagræðingasjóðs úthlutað til
þeirra byggðarlaga sem verst yrðu úti
vegna minni þorskveiði.
Kunnar eru niðurstöður vísinda-
manna um ástand þorskstofnsins og í
ljósi þeirra mun það vera almennt
álitið að óráðlegt sé að veiða meiri
þorsk en Hafrannsóknastofnun leggur
til. Því almenna áliti deila þó ekki allir
og í Alþýðublaðinu í gær kemur fram
að innan ríkisstjómarinnar sé nú hver
höndin uppi á móti annarri en meiri-
hluti ráðherranna sameinist þó um
eitt — að vera á móti hugmyndum
sjávarútvegsráðherra um veiðar og til-
högun þeirra á næsta fiskveiðiári.
í Alþýðublaðsfréttinni segir að ráð-
herramir, ekki hvað síst forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra, séu Þor-
steini Pálssyni afar reiðir vegna þess
að hann sýni lítinn samstarfsvilja í
„þeim erfiðu málum sem tengjast
þorskbrestinum". Þá er greint frá því
að Friðrik Sophusson Ijármálaráð-
herra þvemeiti hugmyndum sjávarút-
vegsráðherra um að úthluta veiði-
heimildum Hagræðingasjóðs. Þessum
hugmyndum hefur forsætisráðherra
lýst sem svo að þær líkist helst grillu-
sögum Munchausens baróns sem m.a.
dró sjálfan sig upp úr forardíki á hár-
inu og hestinn með. Það er því ljóst að
það standa mörg og hvöss spjót á sjáv-
arútvegsráðherra einmitt nú þegar
hann stendur frammi fyrir erfiðri
ákvörðun — ákvörðun sem hann á
lögum samkvæmt að taka og bera
ábyrgð á, en ekki aðrir.
Tíminn ræddi í gær við Steingrím
Hermannsson, formann Framsóknar-
flokksins, um horfumar í ljósi ástands
þorskstoftisins. í dag er rætt við íúll-
trúa Kvennalista og Alþýðubandalags
og í blaðinu á morgun verður ítarleg
grein um þetta efni eftir Halldór As-
grímsson íyrrv. sjávarútvegsráðherra
og viðtal við Jakob Magnússon, að-
stoðarforstjóra Hafrannsóknastofhun-
ar. —sá
Davíð Oddsson forsætisráðherra setur á laggirnar:
Nefnd um flutning
ríkisstofnana til
Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur tilnefnt fulltrúa frá öllum þingflokk-
unum í nefnd, sem huga á að flutningi ríkisstofnana út á land. Athygli hef-
ur vakið að forsætisráðherra óskaði ekki eftir tilnefningu þingflokkanna í
nefndina, heldur tilnefndi þá sjálfur. Frá stjómarandstöðuflokkunum em
tilnefndar þrjár konur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista:
Ýtrasti niðurskurður
er öruggasta leiðin
Formaður nefndarinnar er Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, fyrrum
þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá Ai-
þýðuflokki er Tómas Ingi Olrich, Val-
gerður Sverrisdóttir frá Framsóknar-
flokki, Kristín Ástge i rsdótti r frá
Kvennalista og Margrét Frímanns-
Sigurjóna
Jakobsdóttir
er látin
Sigurjóna fæddist að Básum í
Grímsey 16. september 1891 en
lést 18.júlí síðastliðinn og var
því 100 ára að aldri er hún féll
frá. Sigurjóna giftist Þorsteini
M. Jónssyni, skólastjóra, bóka-
útgefanda og alþingismanni, og
átti með honum heimili á Borg-
arfirði eystra, Akureyri og í
Reykjavík þangað til hann lést
árið 1976. í Reykjavík bjó Sig-
urjóna til æviloka. Auk þess að
stýra stóru heimili starfaði hún
mjög að meningarmálum, eink-
um á vegum Leikfélags Akur-
eyrar og var kjörinn heiðursfé-
lagi þess. Tók hún þátt í störf-
um Kantötukórs Akureyrar og
var um tíma formaður hans.
Ævisaga Sigurjónu kom út ár-
ið 1983, skráð af Gylfa Gröndal.
Ber bókin nafnið Björtu hlið-
arnar.
dóttir frá Alþýðubandalagi.
Margrét Frímannsdóttir segir að
einn fundur hafi verið haldinn í
nefndinni til kynningar og enn hafi
ekki komið til umræðu um hvaða rfk-
isstofnanir verði að ræða. Alþýðu-
blaðið hefur nefnt Byggðastofnun
sem stofnun sem flytja ætti. Margrét
segir að þaö liggi alls ekki fyrir og tel-
ur sig óbundna af einhverjum ákvörð-
unum sem ríkisstjómin hefur tekið.
Málið verði skoðað almennt. Hvað
varðar tilnefningu forsætisráðherra í
nefndina segir Steingrímur J. Sigfús-
son, varaformaður Alþýöubandalags,
að honum hefði þótt eðlilegra að
óskað hefði verið eftir tilnefningu við
þingflokkana. Hins vegar séu þekkt
fordæmi fyrir hendi og þetta hafi
tíðkast í tíð flestra ríkisstjórna. Það
hafi þó aðallega átt við þegar um
stærri nefndir væri að ræða t.d.
nefndir með mörgum fulltrúum
hagsmunaaðila og fagaðila, að þá hafi
stundum verið tíndir inn menn úr
ýmsum stjórnmálaflokkum. -BS
Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing-
kona Kvennalista og fulltrúi í sjáv-
arútvegsnefnd Alþingis, telur að
síðustu tillögur Þorsteins Páls-
sonar í kvótamálum séu það
skársta sem heyrst hafí frá ríkás-
stjóminni.
Hún bendir einnig á að stemma
þurfi stigu við gámaútflutningi og
auka vinnslu fisks í landi.
„í sambandi við 12 þús. tonna
kvóta Hagræðingarsjóðs finnst mér
alveg sjálfsagt að taka hann til ráð-
stöðunar í aukinn kvóta, það er í
samræmi við hugmyndir Kvenna-
listans þó hann hafi orðið til á ann-
an hátt en við hugsuðum okkur,“
segir Anna Ólafsdóttir Björnsson.
„í sambandi við að taka meira úr
öðrum stofnum, sem er önnur
megintillaga Þorsteins Pálssonar,
þá virðist vera að óhætt sé að gera
það. Við verðum hins vegar að
passa upp á að ganga ekki of langt í
þeim efnum, því aðrir stofnar hafa
ekki verið ofveiddir til neinna
vandræða fram til þessa. Rétt væri
að heyra í sérfræðingum Hafrann-
sóknastofnunar um þessi mál, áður
Anna Ólafsdóttir Björnsson,
Kvennalista.
en endanleg ákvörðun verður tek-
in, hvort þar leyndist einhver
gildra. Að öðru jöfnu sýnist mér að
hægt sé að sætta sig við þessar
hugmyndir. í þriðja lagi að fara upp
í 190 þús. tonn í þorskveiðum, þar
erum við að taka nokkra áhættu,
þar sem sumir vísindamenn telja
að við eigum hættu á hruni, að þá
værum við að spenna bogann til
hins ýtrasta.
Það er þó alla vega nærri lagi, en
þær háu tölur sem heyrst hafa hjá
öðrum. Þetta er kjarninn úr hug-
myndum Þorsteins og það skársta
sem heyrst hefur úr þessari átt.“
Hvað varðar hugmyndir Davíðs
Oddssonar um að dreifa kvóta til
verst settu byggðanna segir Anna
að sér finnist að það hljóti einhvers
staðar að þurfa að jafna. Þá verði að
búa þannig um hnútana að það hafi
ekki í för með sér að fleiri byggða-
lög verði illa sett. Því dæmi þurfi að
liggja mjög vandlega yfir, en hún
bendir á að aðrar leiðir finnist.
Frekar ætti að stemma stigu við
gámaútflutningi á fiski. Hins vegar
sé óhjákvæmilegt að skoða vand-
lega stöðu hvers einasta byggðar-
lags og grípa til jöfnunar og ann-
arrar viðbótar þar sem það er hægt.
Þetta og meiri og betri vinnsla, sem
frumkvæði hafi komið til frá fólki í
fiskvinnslu, séu svör sem hægt er
að líta á. Öruggt sé að einhvers
staðar þurfi að grípa til meiri
stuðnings og stjórnvöld verða að
axla það, ef þau fara í ýtrasta niður-
skurð, sem er öruggasta leiðin.
-BS
Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalags:
Varfærin ákvöröun nú og mál skoðuð
Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa í gær og fyrradag hist til að ræða fram-
komnar tillögur sjávarútvegsráðherra um fískveiði næsta ár að ósk sjávar-
útvegsnefndarmanna flokksins, þeirra Steingríms J. Sigfússonar og Jó-
hanns Ársælssonar. Steingrímur segir að eindregin afstaða hafí komið fram
á fundinum.
„Við teljum í fyrsta lagi óhjá-
kvæmilegt að taka þessar upplýsing-
ar um ástand þorskstofnsins mjög
alvarlega og það eigi að bregðast við
þeim með ábyrgum hætti. Það er að
segja, að ekki verði leyfð meiri veiði
en svo að stofninn byggist upp, enda
verði samhliða gripið til aðgerða til
að auðvelda sjávarútveginum og
byggðalögunum að mæta því.“
Þá var í öðru lagi lagt til að rann-
sóknir yrðu stórauknar til að fá sem
gleggsta mynd af ástandinu, bæði til
skemmri og lengri tíma. Þá yrði tek-
ið mið af ástandinu í sjónum, áhrif-
um veiðarfæra o.s.frv.
í þriðja lagi vilja Alþýðubandalags-
menn ítreka, að taka verði tafarlaust
á hinum almenna rekstrarvanda
sjávarútvegsins, sem búið hefur við
óviðunandi afkomu allt frá síðari
hluta síðastliðins árs. Þar er sérstak-
lega talað um að fallið verði frá þess-
um nýju álögum og gjöldum, sem
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er að
leggja á sjávarútveginn upp á sam-
tals milljarð króna. Þar er stærst fyr-
irhuguð sala veiðileyfa Hagræðinga-
sjóðs upp á hálfan milljarð og síðan
vaxtalækkunin sem lofað hafi verið,
en ekki komið. Þá þurfi að taka á
lánstíma, lánskjörum og afborgun-
Steingrímur J. Sigfússon, Al-
þýðubandalagi.
um af skuldum sjávarútvegsins.
Þá eru Alþýðubandalagsmenn með
það í huga að veiðiheimildum Hag-
ræðingasjóðs verði beitt með ein-
hverjum hætti til að mæta vanda
þeirra byggðarlaga sem verst verða
úti.
Steingrímur segir það athyglisvert
að menn hafi lítið rætt ástandið eins
og það er áður en takast þarf á við
skellinn vegna aflasamdráttar, það
er að sjávarútvegurinn býr við tap-
rekstur upp á 4-6 milljarða á ári.
Steingrímur bendir á að lögin séu
þannig að þótt menn tækju var-
færna ákvörðun núna, þá hefðu þeir
tíma til að breyta henni og bæta ein-
hverjum veiðiheimildum við, ef svo
bæri undir, allt fram í aprfl á næsta
ári. Þannig að sjávarútvegsráðherra
gæti tekið ákvörðun um lágmarks-
úthlutun núna og notað næstu
mánuði til að skoða málin betur.
-BS