Tíminn - 30.07.1992, Qupperneq 6

Tíminn - 30.07.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 30. júlí 1992 Fyrstu lotu í kosningabaráttu Clintons til forsetaembættis lokið: Clinton nuddar salti í sárin - sakar Bush um skattahækkanir I gær hélt demókratinn og forseta- frambjóðandinn Bill Clinton til New Orleans Superdome þar sem Bush hélt sína fraegu ræðu 1988 á þingi repúblikana og sagði við bandarísku þjóðina: „Lesið af vör- um mér!“ Clinton, sem er ríkisstjóri í Ark- ansas, hefur reynt að byggja upp spennu og eftirvæntingu í þessari fyrstu lotu kosningaferðar sinnar. Fundahöldin í New Orleans eru há- punkturinn og inarka endi fyrstu lotu. Clinton vitnar mikið til áður- nefndra orða Bush sem urðu fleyg. Þau lét hann falla þegar hann keppti að forsetaembættinu fyrir fjórum árum og lofaði þá að engir nýir skattar yrðu lagðir á lands- menn ef hann (Bush) næði kjöri sem forseti. Clinton segir að Bush hafi unnið kosningarnar á sínum tíma út á þessa setningu „Lesið af vörum mér - það verða engir nýir skattar lagðir á“ en nú sé komið að skulda- dögunum hjá Bush. Eins og kunn- ugt er neyddist Bush til þess að Atvinnurekendur í Þýskalandi eru óánægðir með skólakerfið þar í landi: Vilja kennslu í mannlegum samskiptum og mannasiðum! Talsmenn helstu og mestu fyrir- tækja í Þýskalandi segjast vera óánægðir með þá menntun sem skólar landsins veiti nemendum. Þegar nemendur útskrifist og komi til starfa hjá fyrirtækjunum séu þeir oft illa læsir, skrifi vont mál og séu lélegir í reikningi. Dagblaðið „Die Welt“ fjallaði um þetta mál í gær og bar fyrir sig kvartanir frá ýmsum stórfyrirtækj- um í Þýskalandi. Hið tvöfalda starfsmenntakerfi í Þýskalandi, þar sem starfsþjálfun á vettvangi og kennslu í skólastofu er blandað saman, hafði vakið aðdáun annarra þjóða. í slíkt verknám hafa oft sótt nemendur sem ekki treysta sér í langskólanám af einhverjum or- sökum. Dagblaðið „Die Welt“ dregur þá ályktun eftir að hafa gert könnun meðal 50 stærstu fyrirtækja Þýska- lands „að óánægja í þýskum iðnaði með menntun og þjálfun starfs- fólks fari mjög vaxandi". Starfsfólk fyrirtækja á nú sífellt erfiðara með einbeitingu, það get- ur ekki unnið saman í hópum og því hafi farið aftur í mannasiðum og allri félagslegri leikni, segja iðjuhöldar og vinnuveitendur. Þegar atvinnurekendur eru spurðir hvernig þeir vilji hafa skól- ana svara flestir á einn veg. Þeir segja að smærri bekkjardeildir séu til bóta, leggja beri áherslu á hefð- bundnar kennsluaðferðir og auka beri kennslu í mannlegum sam- skiptum. Loks segja atvinnurek- endur að þörf sé á að tengja námið væntanlegu starfi nemandans enn meir en orðið er, m.ö.o. að gera nám hagnýtara. —Reuter/Krás. hækka skatta talsvert í Bandaríkj- unum. í ræðu sem Clinton hélt á kosn- ingafundi við héraðssjúkrahúsið í Chicago lofaði hann því að skera niður skrifstofubáknið í heilbrigð- iskerfinu og láta sparnaðinn renna til rannsóknastarfa ef hann yrði kjörinn forseti. Nefndi hann sér- staklega rannsóknir á brjósta- krabbameini í því sambandi. Clinton bætti því við að nú væri Bush örvæntingarfullur og vildi að umræðan í kosningabaráttunni snerist um utanríkismál en ekki innanríkismál eða skatta. Talsmenn Hvíta hússins hafa nú um hríð lagt áherslu á það hve mikla reynslu Bush hafi í utanrík- is- og alþjóðamálum. Þeir segja að Clinton sé reynslulaus og óábyrg- ur. Clinton og félagar hans svara fullum hálsi og segja að Bush og repúblikanar séu í sandkassa hvað utanríkismál varði, þeir leiki sér með utanríkismál í stað þess að koma lagi á innanríkismál svo sem með því að útvega landsmönnum störf. Atvinnuleysi í Bandaríkjun- um var í júní síðastliðnum 7,8% sem er það hæsta í átta ár. Eftir kosningafundina í New Orleans í gær hélt Clinton á heima- slóðir og ákvað að draga nokkuð úr kosningabaráttu sinni í nokkra daga. Hann ætlar að safna kröftum fyrir næstu lotu sem verður í næstu viku. Þá keyra þeir félagarn- ir, Clinton og Gore, í rútu um fylki Bandaríkjanna. Þeir hafa ekki látið uppi hvert næst verður haldið. I fyrstu lotu rútuferðarinnar óku þeir tæpa 2000 km og hvarvetna drógu þeir að sér mikinn mann- fjölda. -Reuter/Krás. Kínverjar í stórviðskiptum við Samveldisríkin: Viðskiptasamningur upp á 19 milljarða á einu bretti Kínverskt fyrirtæki, sem er í eigu einkaaðila, átti nýlega viðskipti við rússneska aöila sem teljast nokkuð stór í sniðum. Kínverjamir gerðu sér lítið fyrir og skiptu á ýmsum iðnvaraingi og fjórum Tupolev TU- 154M farþegaþotum sem Rússarair smíða. Verðmæti þessa vamings, sem Kínverjarnir gáfu fyrir flugvélarnar, er metinn á 321 milljón dala eða ná- lægt 19 milljörðum ísl. króna. Kín- verski iðnvarningurinn fyllti 500 vagna í vöruflutningalest. Kínverska fréttastofan New China News Ag- ency greindi frá þessu í gær. Fréttastofan sagði að kínverska fyrirtækið sem hér um ræðir væri Norðmenn veiða hvali þrátt fyrir aðgerðir Grænfriðunga og: Halda sínu striki hvað sem tautar og raular Greenpeace umhverfisvemdar- samtðldn sögðu í gær að þeim hefðl teklst að þvinga norskan hvalvciðibát tll þess að hætta hrefnuveiðum. Sldp þeirra Grænfriðunga, MV* Solo, hefur nú um hrið íylgt eftír norska hvalveiðibátnum Nybraena sem er eitt sex norskra hvalveiði- skipa sem nú eru stðdd í Barents- hafl. Haft var eftír prófessor Lars Walloec, yflrmanni norskra hvala- rannsókna, að hvalveiðibátamir hefðu fyrirskipun um að reyna ekld að skjóta hval ef skip Græn- friðunga væri nærri. Allar tiiraun- ir til hvalveiða gætu stofnað mannslífum í hættu ef Grænfrið- ungar væru að þvælast fyrir. Walloee sagði að Rússar hefðu heimilað Norðmönnum að skjóta 15 hrefnur á þessum slóðum, þ.e. í Barentshafl, og yrðu þær einfald- iega veiddar af elnhverjum hinna hvalveiðibátanna flmm. Hann bættí því við að Nybraena hefði þegar tekist að veiða sex hrefnur í sjónum umhverfls Bjamareyjar og skipið myndi bráðlega halda aftur inn í rússneska lögsögu. Þessir hvalir sem Norðmenn hafa veríð að veiða undanfarið eru veiddir í vísindalegum tilgangi en strax á næsta ári ætla þeir að hefja veiðar í atvinnuskyni ems og kunnugt er af fréttum. —Reuter/Krás. Nande Economic Group en þetta fyrirtæki hefði tekið höndum saman við ýmis ríkisrekin fyrirtæki og verksmiðjur í því skyni að koma á viðskiptum við Samveldisríkin og ríki í Austur-Evrópu. í þessu nýja kínverska viðskipta- bandalagi eru auk ofangreinds fyrir- tækis og New Times Corp., sem er útflutningsfyrirtæki í eigu kín- verska ríkisins, 100 ríkisrekin fyrir- tæki og verksmiðjur víðs vegar í Kína. „Gömlu Sovétríkin eru gífurlega stór markaður og það er mjög ábata- samt að eiga viðskipti við gömlu sovésku lýðveldin," sagði Mou Qiz- hong sem er stofnandi og forseti Nande fyrirtækisins. „Það er bein- línis heimskulegt að fara ekki inn á þennan markað nú þegar hann er galopinn hverjum sem er,“ bætti hann við. Kínverska fyrirtækið Nande mun senn opna skrifstofu í Moskvu og er henni ætlað að markaðssetja kín- verskar vörur í Samveldisríkjunum. Þar ræðir um hinn aðskiljanlegasta varning allt frá rafeindabúnaði og heimilistækjum til matvæla og vefnaðarvöru. Allar eru þessar vörur frá hinni nýju fyrirtækjasamsteypu í Kína. —Reuter/Krás. Genf - /Eðstu yfirmenn flótta- mannahjálpar S.Þ. funduðu (gær um ástandið í Júgóslavíu. Þeir höfðuðu til mannúðar og báöu allar ríkisstjómir heims að opna lönd sín fyrir stríðshrjáðum flóttamönnum. I Bonn hétu þýsk stjómvöld því að taka við nokkrum þúsundum í við- bót ef ofangreindir fundarmenn næðu ekki samkomulagi um sam- eiginlega flóttamannahjálp Evrópu- þjóða. Lundúnir - Nú eru þrír dagar liðn- ir síðan friðarviðræður hinna þriggja deiluaöila í Bosníu hófust. Ekki er í sjónmáli neinn sýnilegur árangur af viðræðunum. Serbar, sem eru einn þriggja aðila f þessum átökum, héldu uppi miklum árásum á Sarajevo í nótt og svo viröist sem þeir hafi beint skotum sínum að gamla borgarhlutanum en einnig út- hverfinu Dobrinja þar sem flestir íbúanna eru múslimar. Baghdad - Eftiriitsmenn S.Þ. sem leita vopna í Irak luku leit sinni í landbúnaöarráðuneytinu í Baghdad í gær. Leit þeirra var árangurslaus eins og við var að búast. Þeir segja mögulegt að Irökum hafi tekist að skjóta undan upplýsingum um vopnabúnað sinn sem þama var verið að leita að. Moskva - Boris Yeltzin, forseti Rússlands, sagöi í gær að hann myndi óska eftir stjómarskrárbreyt- ingu á næsta ári þar sem honum yrði veittur réttur til þess að stjóma með tilskipunum. Einnig sagðist hann vilja geta skipað tímabundið embættismenn með mikil völd. Antananarivo, Madagascar - Vopnaðir menn gerðu tilraun til stjórnarbyltingar á Madagascar í gær og stóðu aðgerðir þeirra í þrjá tíma. Byltingartilraun þeirra var með nokkuð undarlegum hætti því hún var tilkynnt f fjölmiðlum áður en hún hófst. Byltingarmenn gáfust síðan upp fyrir stjómarhemum þeg- ar Ijóst var að undirtektir almenn- ings voru ekki miklar við byltingar- hugmyndum þeirra. Abidjan, Fílabeinsströndinni - Þingiö á Fílabeinsströndinni sam- þykkti almenn lög um sakaruppgjöf pólitískra fanga þar sem hundruð manna yrðu látnir lausir. Á sama tíma kveða lögin á um að ekki megi hrófla við lögreglu eða her þótt við- komandi hafi gerst sekir um hrotta- skap. Moskva - Friðargæslusveitir fóru í gær til Moldóvu sem var tymjm lýð- veldi í Sovétríkjunum gömlu. Þar ætla þessar sveitir að kveða niður þjóöemisdeilur og skilja að strið- andi aðila. Þeir eru annars vegar Moldóvar og hins vegar Slavar í Dnestr héraði sem vilja sjálfstæði frá Moldóvu. Þessar aðgerðir koma í kjölfar annarra sambærilegra sem efnt var til f Suður Ossetíu. Þær að- gerðir voru samvinnu- og tilrauna- verkefni Rússa og Georgíumanna en Suður Ossetia er einmitt i lýö- veldinu Georgíu. Róm - Hin mánaðar gamla rikis- stjórn Italíu stóð af sér vantraust- stillögu á italska þinginu í gær. Stjórnin þarf nú bæði að berjast við bágan efnahag landsins jafnt sem mafíuna og morðingja hennar. Nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar á þinginu er talin sigur fyrir forsætis- ráðherrann, Giuliano Amato, og til- raunir hans til þess að rétta Ítalíu af. Moskva - Fransk-rússnesk áhöfn í rússnesku geimskipi náði í gær til rússnesku geimstöðvarinnar Mir og tókst að tengjast stöðinni. Tilgangur ferðarinnar er að bjarga þessari sex ára gömlu geimstöð frá ótímabæru andláti. Itar-Tass fréttastofan greindi frá því í gær að geimfarið, sem er Soyuz-TM og lagði af stað í ferð þessa á mánudag, hafi einung- is verið þrjár mínútur á eftir áætlun þegar það tengdist Mir-stööinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.