Tíminn - 30.07.1992, Side 7
Fimmtudagur 30. júlí 1992
Tíminn 7
Við leit aðdáenda villta
vestursins í Andesfjöll-
um í Bólivíu hafa menn
kannski fundið gröf
bandarísku stigamann-
anna Butch Cassidy og
The Sundance Kid.
Dýrgripir Prudencios Bolívar leynast
í tveim kössum sem á er skrifað „Var-
úð, sprengifimt". Þorpsdómarinn í San
Vicente leggur varlega báða trékassana
á vinnuborðið í bakherbergi skrifstofu
sinnar. Á veggnum hanga meitlar, í
hominu er hrúgað upp súrefnistækj-
um. f kössunum báðum var áður
geymt dýpamít — Prudencio Bolívar
hefur umsjón með birgðum silfur-
námunnar sem þessi eyðilegi staður
hátt í suðurbólivíönskum hluta Andes-
fjalla þakkar tilveru sfna.
Langur lærleggur
Hátíðlega lyftir hann lokinu af köss-
unum. Úr hrúgu olíuborins pappírs og
dagblaðarifrilda dregur hann fram —
ökklabein, rifbein, mjaðmagrind, leifar
af hauskúpu manns. „Þetta," segir
hann og lyftir stóm beini í hægri
hendi, „var einu sinni lærleggur Butch
Cassidy". Ljómandi sýnir hann annað
glæsilegt sýnishom. „Þetta hlýtur að
hafa verið fótleggur Sundance Kid“.
Hann leggur lærlegginn að eigin
mjaðmagrind og segir: „Svona hávax-
inn er enginn Bólivíani."
Satt að segja er lærleggurinn jafnvel
lengri en tíðkast á norðurevrópskum
lífvörðum. Reyndar var The Sundance
Kid hávaxinn á sinnar tíðar mæli-
kvarða, hærri en Meðalameríkaninn.
Að vísu er ekki enn 100% öruggt að
beinin í kössum Prudencios Bolívar
séu líkamsleifar hinna tveggja frægu
bandarísku stigamanna — enn er eftir
að gera erfðafræðilegan DNA-saman-
burð, áreiðanlegustu aðferð til að
sanna úr hverjum beinin em. „En öll-
um sönnunargögnum ber saman,"
segir Clyde Snow.
Þessi frægi réttarlæknir, sem hefur
metið sannleiksgildi líkamsleifa
„dauðaengilsins frá Auschwitz", Jósefs
Mengele, mun innan skamms skýra frá
hvort beinin í San Vicente séu í raun
byssumannanna. Ömggt er þó að sögu
Butch Cassidy og The Sundance Kid,
sem var svanasöngur villta vestursins,
lauk í þurmm jarðvegi San Vicente, í
4500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Stigamennimir tveir bám beinin í
bólivíanska þorpinu í Andesfjöllum og
vom grafnir þar í kirkjugarðinum. Þar
grófu Clyde Snow og menn hans
beinagrindurnar líka upp í desember á
liðnu ári. „Vindurinn hvein sterkara en
nokkm sinni í desember og það var
alltof kalt miðað við sumar í Andes-
fjöllum," segir Pmdencio Bolívar. „Við
álítum að hinir dauðu hafi látið í ljósi
vanþóknun sína á röskuninni á grafar-
rónni á þennan hátt. Ég bað sálir
Butch og Sundance afsökunar og færði
þeim fórnir."
Þetta gerðist
7. nóvember 1908
Áður en þeir mfú grafarróna reyktu
mennimir sígarettu, tuggðu kókablöð
og drukku snafs til að milda andana. Á
1,20 metra dýpi rákust þeir á fýrstu
beinin. „Hvítu mennimir, „gringóam-
ir“, vom grafnir á mexíkanskan máta,
án líkkistu," segir Froilán Risso.
Risso er 54 ára, vörður við silfumám-
una í San Vicente. Hann er lykilmað-
urinn f lokaáfanga langrar og ævin-
týraríkrar ferðar um ameríska sögu.
Hann kemur sér makindalega fyrir á
legsteini í litla kirkjugarðinum og seg-
ir söguna, sem faðir hans hafði sagt
honum meðan hann var lítill strákur.
Hún átti sér stað 7. nóvember 1908 og
er ótrúlega lík Hollywoodmyndinni frá
1968 með Paul Newman sem Butch
Cassidy og Robert Redford í hlutverki
The Sundance Kid.
„Gringóamir höfðu ráðist á sendi-
menn Aramayo-námufélagsins, sem
komu með launin til verkamannanna,"
segir Froilán Risso. „Þeir ætluðu að
gista í San Vicente. En einhver kom
upp um þá við herinn."
Hersveitin í Uyuni sendi sveit 12 her-
manna og þeir umkringdu húsið.
Njósnari var sendur inn, en gringóam-
ir höfðu engar vöflur á heldur skutu
hann til bana. Þá hófu hermennimir
skothríð.
Gáfu sig á tal við
bandarískan fomleifa-
fræðing 1908
Bandaríski fomleifafræðingurinn
Hiram Bingham, sá sem uppgötvaði
stórkostlegu Inkaborgina Machu Picc-
hu f Perú, hitti trúlega Butch Cassidy
og The Sundance Kid, þegar hann fór í
nóvember 1908 frá Argentínu til Bóliv-
íu. í argentínsku landamæraborginni
La Quiaca ávörpuðu hann „tveir tryll-
ingslega útlftandi Engilsaxar, sem
sögðu okkur skelfilegar sögur af hætt-
unum á vegum Bólivíu, þar sem sagt
var að norður-amerískir stigamenn
iðkuðu iðju sína,“ segir Bingham í bók
sinni .Across South America" sem út
kom 1911.
Þessir villimannlegu náungar viður-
kenndu loks fyrir vísindamanninum
að þeir lifðu af því að gera árásir á pen-
ingaflutninga undir vopnaðri vemd og
seldu Bingham, sem var skemmt, múl-
dýr. Það vom fyrst Anne Meadows og
Dan Buck sem fundu frásögninni af
þessu atviki í bók Binghams merkingu
og tengdu hana Butch Cassidy og The
Sundance Kid.
Síðustu dagana í lífi ræningjanna
hafa Buck og Meadows sett saman skv.
nákvæmum skrám Aramayo- námu-
fyrirtækisins, Francke & Company.
Miðvikudaginn 4. nóvember 1908
réðust tveir grímuklæddir gringó-
bandittar á Carlos Peró, forstjóra Ar-
amayonámunnar, þegar hann var að
flytja laun námuverkamannanna með
múldýralest. Peró tilkynnti atburðinn í
næstu búðir námumanna.
Áður en langt um leið vom lögregla,
hermenn og vopnuðu námuverðimir í
öllum suðurhluta Bólivíu kallaðir út.
„Skothríðin stóð í tvo klukkutíma, þá
var engin hreyfing í húsinu lengur.
Þegar hermennimir réðust til inn-
göngu lágu byssumennimir þar, dauð-
ir. Annar hafði skotið hinn og síðan
sjálfan sig."
Faðir Froiláns Risso fylgdist með
jarðsetningunni í þorpskirkjugarðin-
um. Síðar sýndi hann syni sínum leg-
staðinn. „Hann sagði við mig: Ein-
hvem tíma koma gringóar til San Vi-
cente og spyrja eftir bandittunum.
Sýndu þeim þá legstaðinn og segðu
þeim allt sem ég hef sagt þér.“
Áttatíu og þrem
árum síðar
Það var ekki fyrr en 83 ámm eftir
skotbardagann að gringóar skutu upp
kollinum í San Vicente. Það voru
bandarísku hjónin og sagnfræðingam-
ir Anne Meadows og Daniel Buck.
„Burch Cassidy var a.m.k. 20 sinnum
lýstur dauður á þrem ólíkum megin-
löndum,“ segir Dan Buck. Breski
ferðabókarhöfundurinn Bmce Chat-
win, sem rakst á slóð stigamannanna í
Patagóníu, fúllyrðir að þeir hafi snúið
aftur til Bandaríkjanna. Aðrir áhuga-
menn um örlög þeirra kumpána hafa
ímyndað sér glæpamennina tvo í Evr-
ópu eða Ástralíu. Bandarískur sagn-
fræðingur, kvenkyns, þóttist hafa
fundið þá í mexíkönsku byltingunni,
við hlið Panchos Villa. Hið fræga leyni-
lögreglufyrirtæki Pinkerton, sem var á
slóð bandittanna ámm saman, gaf þá
skýrslu 1921,13 ámm eftir sennilegan
dauða þeirra, að glæpamennimir væm
lífs „í Suður- Ameríku".
Aðeins eitt virtist óumdeilanlegL í
mars 1901 höfðu The Sundance Kid og
vinkona hans, Etta Place, haldið af stað
frá New York til Buenos Aires undir
nöfnunum Mr. og Mrs. Harry A. Place,
sjóleiðina um borð í S.S. Herminius.
Butch Cassidy fór í fótspor þeirra ári
seinna. Þetta vom endalok villta vest-
ursins og nýi tíminn hafði ekki pláss
fyrir slíka menn.
Stórtækir ræningjar
Á ámnum 1889 til 1901 höfðu Ro-
bert LeRoy Parker, öðm nafni Butch
/ hópi frægustu stigamanna villta vestursins voru þeir Butch Cassidy og The Sundance Kid.
Stigamenn:
Bein Butch Cassidy
og Sundance
Kid fundin?
Þorpsdómarinn Bolivar sýnir hér
leggi, sem augsýnilega eru
lengri en svo aö þeir geti veriö
úr Bólivíana.
Þrem dögum síðar rakst eftirlitssveit
hersins í San Vicente á stigamennina. í
skotbardaga létu glæpamennimir lífið
— fram að þessu stemma skjölin við
söguna sem faðir Froiláns Risso sagði.
Fá þorpsbúar beinin
aftur? Þeir vilja hafa
þau til sýnis
Er þar með ræningjaráðgátan leyst?
Varla alveg.
Því að Butch Cassidy og The Sund-
ance Kid vom ekki einu hvítu menn-
imir sem dóu f San Vicente í byrjun
aldarinnar. Þeirra á meðal er líka Þjóð-
verjinn Gustav Zimmer, námuverk-
fræðingur sem sprakk í loft upp þegar
hann gerði tilraun til að þíða frosið
dýnamít. Sennilega var hann líka jarð-
settur í San Vicente. Og þar er líka
nafnlaus Svíi, sem óvart skaut sjálfan
sig þegar hann sté af baki múldýrs.
Engu að sfður em í kjálka, sem senni-
lega tilheyrði The Sundance Kid, gull-
tennur, sem gerðar vom í Bandaríkj-
unum. Sennileg hauskúpa Butch
Cassidy er að auki illa brotin — The
Sundance Kid á að hafa drepið vin sinn
með skoti í andlitið.
íbúar San Vicente hafa nú mestar
áhyggjur af því að svo kunni að fara að
Clyde Snow skili beinunum ekki aftur,
en þau hefur hann tekið með sér til
Bandaríkjanna til rannsóknar.
Námuverkamennimir em að vísu
bara einfalt fólk, en þeir eru ekki
heimskir. Pmdencio Bolívar, þorps-
dómari, segir: „Við viljum reisa gler-
grafhýsi, þar sem ferðamenn gætu
virt fyrir sér beinagrindumar."
Cassidy, og Harry Alonzo Longa-
baugh, öðm nafni The Sundance Kid,
ásamt glæpagengi sínu rænt í Kletta-
fjöllum fimm jámbrautarlestir, þrjá
banka og einum námulaunakassa, og
haft allt í allt meira en 200.000 dollara
(á núvirði um 2,5 milljónir dollara)
upp úr krafsinu. Umdeilt er hversu
mörg mannslíf árásir þeirra kostuðu.
Froilán Risso endursegir frásögn fööursfns af atburöunum 7. nóvem-
ber 1908.
Eftir þetta var leynilögreglufyrirtækið
Pinkerton á hælunum á þeim og gagn-
vart nýtísku rannsóknaraðferðum
hinnar upprennandi 20. aldar reyndust
bandittamir tveir illa búnir.
Að utan
Þeir leituðu hælis f Argentínu og sett-
ust að á búgarði í Patagóníu. Hvort
þeir urðu leiðir á lífinu uppi í sveit eða
hvort þeim var orðið vant fjármuna, er
ekki gott að segja. En 14. febrúar 1905
gerðu tveir gringóbandittar, sem eftir
lýsingum að dæma líktust mjög útlög-
unum tveim, áhlaup á „Banco de
Londres y Tárapacá" f Río Gallegos í
suðurhluta landsins.
Þeir neyddu bankastjórann til að af-
henda sér 23.000 pesoa í seðlum og
280 gullpesoa (miðað við nútímagengi
meira en 300.000 dollara) og flýðu á
hestum til norðurs. Þegar á sama ári
varð annar banki í Argentínu fyrir árás
tveggja enskumælandi glæpamanna
og brátt gekk í Buenos Aires sagan um
„gringóbandittana".
En Butch og Sundance voru
óheppnir. Bóndi í grenndinni, John
C. Perry að nafni, var áður en hann
fluttist til Argentínu lögreglustjóri í
Ozona, Texas. Perry skrifaði staðar-
blaðinu á heimaslóðum, Ozona Kic-
ker, að tveir landar á nýja staðnum
væru grunsamlega líkir Butch Cassi-
dy og The Sundance Kid. Aftur lögðu
stigamennimir á flótta, og í þetta
sinn yfir Andesfjöllin til Antofagasta f
norðurhluta Chile.
Samkvæmt minnismiða Pinkerton
frá 1906 aðstoðaði Frank D. Allen,
vararæðismaður Bandarfkjanna,
bandittana á þessu ári til að setjast að
í þessum eyðimerkurbæ. Antofag-
asta var hin æskilegasta bækistöð
fyrir þá Butch og Sundance. Á aðeins
fáum dögum gátu þeir riðið til Bóliv-
fu þar sem þeir rændu silfurnámur.
Dan Buck segir þá aldrei hafa
óhreinkað hreiðrið sitt heldur alltaf
framið ránin víðsfjarri heimili sínu.