Tíminn - 30.07.1992, Síða 12
iJGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Askriftarsími
Tímans er
686300
AUÐVITAÐ
Suöurlandsbraut 12
OAruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BATAR • VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
JSÍMI 679225
0°
HOGG-
DEYFAR
Versiið hjá fagmönnum
u) varahlutir
32 JÍMurshötoa^^^7474^J
Tíminn
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
Sveitarfélögum boðið upp á þjónustu varðandi skipulagningu á
öldrunarmálum: —r
ALDRAÐIR UT
í LÍFIÐ Á NÝ
Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfræöingur hefur að undanförau boöið öllum
sveitarfélögum á landinu utan Reykjavíkur að skipuleggja fyrir þau ráðgjöf
og þjónustu í öldrunarmálum og hefur því verið sýndur mikill áhugi. Að
mati Eyglóar mætti vel endurskoða öldrunarmál hér á landi og mætti gera
á þeim talsverða bragarbót án mikils kostnaðar.
„Við erum svo upptekin af stofn-
anaþjónustu en við þurfum að meta
út frá hverjum einstaklingi hvað
honum er fyrir bestu,“ segir Eygló.
„Kraftur og frumkvæði einstaklings-
ins þarf að haldast innan stofnunar
og utan. Það þarf að endurhæfa fólk
aftur út í lífið.“
Eygló segir jafnframt að aldraðir
vilji upplifa sig jákvæða og skapandi
og taka þátt í stefnumótum í öldrun-
arþjónustu og ffamkvæmd. Þeir eru
of oft í hlutverki þiggjanda.
Borið hefur á þeim misskilningi að
fólk haldi að það þurfi ekki að gera
neitt sjálft um leið og það flyst inn á
heimili fyrir aldraða og ýta aðstand-
endur jafnvel undir þetta sjónarmið.
Afleiðingin er sú að hlutirnir eru
gerðir fyrir fólk í stað þess að hjálpa
því til sjálfshjálpar, en það er að baki
allrar þjónustu samkvæmt lögunum.
Mikilvægt er að hver og einn geti
færst fljótt á milli þjónustustiga,
þannig að viss sveigjanleiki sé til
staðar í þjónustukeðjunni.
Eygló hefur mikinn áhuga á að
heimahjúkrun og heimilishjálp verði
sett undir sömu stjóm þar eð það
myndi þjóna betur hvað varðar
greiðslur og gæði í þjónustu. íslend-
ingar hafa dregist aftur úr hinum
Norðurlandaþjóðunum hvað það
varðar því þar er þegar byrjað að
vinna út frá þeirri stefnu.
Húsnæðismál aldraðra eru ofarlega í
huga Eyglóar og segir hún t.d. mega
láta aldraða koma inn í kostnaðinn
við húsnæðiskaup: „Mér finnst að
fólk eigi að hafa val um hvaða þjón-
ustu það velur sér og t.d. er nú verið
að byggja mikið af eignaríbúðum fyr-
ir aldraða. Það er æskilegt að fólk geti
breytt því fjármagni í annars konar
þjónustu ef það vill.“
Eygló vekur einnig athygli á því að
oft eru niðurgreiðslur vegna ýmissar
þjónustu í raun og veru óþarfar fyrir
suma einstaklinga eins og á fótsnyrt-
ingu og fargjöldum. Hún segir sjálf-
sagt að láta þá sem þurfa njóta slíks
en það séu hreint ekki allir.
.Auðvitað finnst mér niðurgreiðsla
fyrir sjúk gamalmenni mannréttindi
en það er þessi milliþjónusta sem við
ættum að setja spumingarmerki
við,“ segir Eygló. „Það er skynsam-
legt að byrja að draga úr þjónustu áð-
ur en við þurfum að gera það af því
það verða minni peningar. Ef ekkert
breytist þá bíður okkar kynslóð það
sarna," segir Eygló að lokum.
Eygló Stefánsdóttir sem býður sveitarfélögum upp á ráðgjöf í öldr-
unarþjónustu. Tímamynd sá
Barátta við Jökulsá í Brú sem rýfur land og reynir að eyðileggja
möguleika á gerð nákvæmra flug- og siglingakorta:
Færir brátt mælinga-
punkt Háskólans í kaf
Ólympíuleikar, skotfimi:
Carl J. í 50-51. sæti
Carl J. Eiríksson tók í gær-
morgun þátt í skotkeppni
ólympíuleikanna { Barcelona,
en um var að ræða svokallaða
enska keppni þar sem keppend-
ur, sem eru liggjandi, skjóta 60
skotum af riffli í skífu sem er í
50 m Qarlægð og hafa keppend-
ur til þess eina klukkustund og
fjörutíu og fimm mínútur. Carli
J. gekk nú ekki sem best í
keppninni í gær en hann hafn-
aði í öðru tii þriðja neðsta sæti
með 583 stig. Sá sem bar sigur
úr býtum er frá Þýskalandi og
fékk hann 597 stig, en átta
fyrstu kepptu siðan í úrsiita-
keppni og þar var það Lee Eun-
Chul frá Suður-Kóreu sem varð
óiympiumeistari.
Jökuisá á Brú er á góðri leið með að flæða yfir mælingarpunkt Háskólans,
sem er afar mikilvægur vegna segulmælinga sem þar eru gerðar. Að sögn
Araar Þoreifssonar, bónda í Húsey í Hróarstungu, voru vamargarðar gerð-
ir að ánni árið 1974 og henni þar með beint austur. „Síðan hefur hún brot-
ið land jafnt og þétt og tók í fyrrahaust á hálfum mánuði 48 metra og fór
vegurinn í sundur,“ segir Öra.
Nú á áin ekki nema u.þ.b. 150 m
að mælingarpunkti Háskólans en
aðeins tveir aðrir reglulegir slíkir
punktar eru á landinu; í Landeyjum
og Patreksfirði.
„Þetta er mælipunktur sem við
notum til að fylgjast með breyting-
um á seguisviði jarðar," segir Þor-
steinn Sæmundsson stjarnfræðing-
ur. „Þetta er m.a. gert til að finna
hvernig misvísun áttavita breytist,
til að geta gefið út réttu kortin fyrir
siglingar og flug en stefna hans
verður að vera þekkt í öllum lands-
hlutum."
Mælingapunkturinn fyrir austan er
gífurlega mikilvægur og búinn að
vera þarna frá árinu 1960. Erfitt er
að finna punkta til að mæla, því þeir
þurfa að vera þar sem segulsviðið er
jafnt á nokkru svæði. Það er erfitt
hér á íslandi því segulmögnuð
hraunlög eru alls staðar í jörðinni.
Segulsviðið er mjög úfið og mikil
breyting frá einum stað til annars.
Þykk sandlög eru aftur á móti í
jörðu fyrir austan og svæðið jafnt og
slétt. Þorsteinn er nýkominn þaðan
úr leit að öðrum hentugum punkti
til mælinga en hann segir ekki vera
Af 38.800 barnafjölskyldum á íslandi eru 35.500 neðan við tekjuviðmiðun
barnabótaauka:
„Skattmann“ endursendir 5,2
milljarða með 54.000 tékkum
Með kerfisbreytingu í greiðslu bamabóta í byrjun þessa árs var í stór-
auknum mæli farið yfir í tekjutengdan baraabótaauka. Við álagningu
kemur í jjós, að um 35.500 fá greiddan bamabótaauka á yfirstandandi
ári. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar voru bamafjölskyldur á íslandi
alls um 38.800 (giftir foreidrar, sambúðarfólk og einstæðir) um síð-
ustu áramóL Svo virðist því sem baraafólk sé almennt ekki tekjuhærra
en svo að yfir 90% baraafjölskyldna lenda undir þeim tekjumörkum
sem baraabótaaukinn miðast við.
Alls verða greiddar 1.800 m.kr.
í bamabótaauka á þessu ári, eða
um 50 þús.kr. að meðaltali á fjöl-
skyldu. Þar af verða um 550
milljónir greiddar út núna 1. ág-
úst.
Alls mun ríkið senda um 54.000
þegnum sínum, eða meira en
fjórðungi framteljenda, glaðning
upp á samtals 5,2 milljarða
króna núna um mánaðamótin,
þegar frá hefur verið dreginn um
einn milljarður króna upp í
skattaskuldir. Þar er um að ræða
barnabætur, barnabótaauka,
vaxtabætur, húsnæðisbætur og
endurgreiðslu ofgreiddra tekju-
skatta og útsvars. Sumir munu
fá margar þessara bóta. Lang-
flestir, eða tæplega 52 þúsund
einstaklingar, munu fá tékkann
sinn lagðan beint inn á banka-
reikning.
Stærsta upphæðin er 2,2 millj-
arða vaxtabætur sem skiptist á
milli 33.700 húseigenda (um
65.000 kr. að meðaltali á mann).
Tíu þúsund húseigendur til við-
bótar fá síðan rúmlega 600 millj-
ónir í húsnæðisbætur (61.000
kr. að meðaltali). Um 1.180
milljónir verða sendar foreldr-
um í barnabætur og barnabót-
auka. Enn eru þá ónefndar 2,3
milljarða endurgreiðslur of-
greiddra tekjuskata og útsvars.
Meðal þeirra sem fá hluta af
þeim glaðningi eru um 6.000
manns sem fjárfestu í hlutabréf-
um í fyrra. - HEI
HSBEBBBBBBBBBBlM
völ á öðrum stað jafngóðum.
Erfiðlega hefur gengið að fá fjár-
magn til að beina ánni í burtu að
sögn Arnar: „Það er mjög nauðsyn-
legt ef búseta á að vera hér að taka
ána í tveimur tii þremur skorpum
og halda henni frá með þokkalegum
görðum."
Landgræðslan hefur stutt við fram-
kvæmdir gegn landbrotinu en síðan
1970 hefur áin fært sig austur um
1,7 km og mikið afrennsli rennur
austur í Lagarfljót en landinu hallar
austur. í vor hefrir verið unnið að því
að verja veginn og virðist duga.
„Það er vel hægt að halda fljóti í
skefjum eins og Hornfirðingar hafa
sýnt með allar jökulárnar sem hjá
þeim eru. Það er ekkert óviðráðan-
legt að ráða við jökla ef skynsamlega
er að því unnið," segir Örn að lok-
um. —GKG.
Danskt skip strandaði
í fyrrakvöld:
Erik enn
á strand-
stað
Ekki er vitað hvað varð til þess að
danska skipið Erik Boye strandaði í
Breiðdalsvík í fyrrakvöld. En skipið
fór aftur á bak frá bryggjunni og
stöðvaði ekki fyrr en það lenti á skeri
utan við höfnina.
Varðskipið Óðinn hefur dælt allri
olíu úr skipinu yfir í Stapafell en það
voru um 48 tonn.
Ekki verður reynt að losa skipið af
strandstað fyrr en búið verður að
losa allan saltfarm þess líka en hann
er um 900 tonn.
Tvö göt hafa fundist á skipinu og
unnu kafarar Landhelgisgæslunnar
að því í gær að þétta þau. —GKG.