Tíminn - 31.07.1992, Side 2

Tíminn - 31.07.1992, Side 2
2 Tíminn Föstudagur 31. júlí 1992 Alvarleg umferðarslys hafa orðið I miðeyjargatinu á Laugaveginum. Niðurstaða Umferðarnefndar um miðeyjargat og vinstri beygju yfir tvær akreinar: Heklugatinu lokað og Laugavegur endurmetinn Á aukafundi Umferðamefndar á miðvikudag var tekin ákvörðun um að mæla með því við borgarráð að loka umdeildu miðeyjargati fyrir framan Hekluhúsið á Laugavegi. Einnig á að endurskoða Laugaveg frá Nóatúni að Kringlumýrarforaut og finna á þeim kafla varanlega iausn. Umferðamefnd er ekki ákvörðunaraðiii, heldur borgarstjóri og Borgarráð. Ef borgarstjóri tek- ur ekki af skarið og skipar að loka gatinu, þá verður það væntanlega gert eft- ir fund Borgarráðs á þriðjudaginn kemur. Tilefni aukafundar Umferðamefnd- ar var að borgarstjóri fékk bréf frá eftirtöldum aðilum: Félagi ísl. bif- reiðaeigenda, Sniglunum, Lands- sambandi ísl. akstursíþróttafélaga og fyrirtækinu Heklu. Allir þessir aðilar fóru fram á að miðeyjargatinu yrði lokað án tafar, á meðan frekari athuganir fari fram. Borgarstjóri fól síðan Umferðamefnd að taka af- stöðu til þessara erinda. Margrét Sæmundsdóttir, Kvenna- lista, fulltrúi minnihlutans í Um- ferðarnefnd, segir það alla tíð hafa verið sína skoðun að loka ætti gat- inu. Tillaga hennar þessa efnis hafi verið felld í Borgarstjórn í júnf, en nú hefði lokunin verið samþykkt samhljóða. Baldvin Jóhannesson, Sjálfstæðisflokki, varaformaður nefndarinnar, lagði fram tillögu á fundinum þess efnis að yfirverk- fræðingi Umferðamefndar yrði falið að kanna möguleika á breyttu skipu- lagi Laugavegar milli Kringlumýr- arbrautar og Nóatúns, sem miði að því að bæta aðkomu að fyrirtækjum og stofnunum. Sérstaklega verði kannaður möguleiki á ljósastýrðum gatnamótum Laugavegar og Laug- amesvegar. Tillögur, sem lúta að þessu, verði lagðar fram á næsta fundi Umferðarnefndar. Tillagan var samþykkt einróma. Samkvæmt þessari tillögu virðist sem menn stefni á að setja upp um- ferðarljós við innkeyrsluna að Sjón- varpshúsinu. Margrét Sæmundsdóttir telur að með samþykkt á lokun miðeyjar- gatsins hafi þau, sem berjist fyrir forvörnum gegn slysum, unnið sig- ur í þessu máli. Hún lagði fram bók- un á fundinum eftir að samþykktin var gerð, þar sem hún sagðist vonast til að unnið verði af krafti að for- vömum í umferðinni í Reykjavík. Borgarráð tekur síðan væntanlega ákvörðun um lokun gatsins á þriðjudag. Borgarstjóri gæti líka með einu símtali látið loka gatinu strax og látið setja þar upp búkka. Ekki náðist í borgarstjóra í gær vegna þessa máls, þar sem hann var ífríi. -BS S VR: Fjöldi farþcga. cknir km. strælisvagna og bílacign í Rcykjavík 1970 - .1991 Fjöldi bfla Milljónir 1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 ■ Milijónir farþcga O Milljónir kxn. Bílar p.10 íbúa Álagning opinberra gjalda á Suðurlandi: Sigfús bygg- inga- meistari efstur á Suðurl. Álagningarskrár í Suðurlandsum- dæmi 1992 liggja nú frammi á skrifstofu skattstjóra, Þrúðvangi 20 á Hellu, og hjá umboðsmönnum hvers sveitarfélags í umdæminu dagana 31. júlí-13. ágúst og er kærufrestur til og með 29. ágúst Heildarálagning gjalda á Suður- landi er 2.757 milljónir kr. Álagning á einstaklinga 16 ára og eldri er 2.272 milljónir kr. og á lögaðila 380 milljónir kr. Á böm undir 16 ára aldri eru lagðar 5 milljónir kr. Heildarupphæð barnabótaauka er 124 milljónir kr., húsnæðisbætur eru 33 milljónir og vaxtabætur eru 79 milljónir kr. Þá nema barnabæt- ur fyrir þriðja ársfjórðung 1992 um 38 milljónum kr. Hæstu gjaldapóst- ar hjá einstaklingum eru tekjuskatt- ur 1.102 milljónir kr. og útsvar 733 milljónir. Hæstu gjaldapóstar hjá lögaðilum eru tryggingagjald 199 milljónir kr. og aðstöðugjald 144 milljónir kr. Þeir eintaklingar á Suðurlandi, sem hæst gjöld greiða, eru þessir: Sigfús Kristinsson Selfossi kr. 6.335.762. Erlingur Jónsson Þorlákshöfn kr. 5.525.267. Henning Friðriksson Stokkseyri kr. 4.944.634. Bragi Einarsson Hveragerði kr. 4.732.340. Þorleifur Guðmundsson Þorláks- höfn kr. 4.242.800. Bjöm Guðjónsson Hveragerði kr. 4.24.347. Þeir lögaðilar, sem hæst gjöld greiða, eru þessir: Kaupfélag Ámesinga Selfossi kr. 48.843.715. Mjólkurbú Flóamanna Selfossi kr. 25.709.412. Höfn hf. Selfossi kr. 15.083.242. Glettingur hf. Þorlákshöfn kr. 11.565.227. Sláturfélag Suðurlands Hvolsvelli kr. 10.440.798. Sjúkrahús Suðurlands Selfossi kr. 9.941.095. Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli kr. 9.856.690. —sá Bókaforlagið Mál og menning: Rússagullið fór e.t.v. til útgáfu bóka tveggja sovéskra höfunda Starfsmenn bókaforlagsins Máls og menningar hafa faríð yfir öll skjöl foríagsins frá árinu 1970 til að kanna hvort þar komi fram styrkveitingar sovéska kommúnistaflokksins, sem fréttamaður- inn Jón Ólafsson hefur skoðað f Moskvu. í ársreikningum er ekk- ert að finna um styrkveitinguna, en upphæð hennar samsvarar útgáfukostnaði bóka tveggja sovéskra höfunda á árínu 1970. Fréttamaöurinn Jón Ólafsson hæð um 18% af veltu fyrirtæki*- gróf upp í Moskvu, að Kristinn E. ins, sem var 9.777.787 krónur, og Andrésson, þáverandi fram- um 13% af skuldum þess, en kvæmdastjóri og stjómarformað- samkvæmt efhahagsreikningi ur Máls og menningar, halfi veitt voru þær 13.640.073 krónur. viðtöku slyrk upp á 20 þúsund Rekstrarafkoma félagsins var því Bandarikjadali, sem svarar tíl um siæm, en ótaldar voru eignir í hús- 1.760.000 króna á þáverandi lnu Laugavegur 18, sem var að- gengi. Samkvæmt ársreiknlngum eins að litlu Íeyti veðsett á þessum fyrir árið 1970 nemur þessi upp- tíma. Því hafi félaglð átt eignir umfram skuldir og gjaldþrot var styrk sem forlagið er talið hafa ekld yfirvofandi. Styrkurinn, hafi fengið. Engar sannanir eru þó fyr- hann runnið tii féiagsins, hefði ir að styrkurinn hafi farið til út- hins vegar bætt iausafjárstöðu gáfu þessara bóka, enda ekkert þess. Afkoma félagsins var áfram getið um styrkfnn í ársreikningum slæm næstu ár á eftir og rekstrar- félagsins. fjárskortur viðvarandi. Samkvæmt heimiidum Tímans Árið 1970 voru meðal útgáfu- kemur innfiutningsfyrírtæki, sem bóka foríagsins þtjár bækur eftir ekki starfar lengur, við sögu. Sag- VJ. Lenín og ennfremur komu út an hermir að fyrirtældð hafi fiutt tvö síðustu bindin f ævisögu rúss- út sardínudósir til Rússlands ðg neska höfundarins Konstantíns fengið riflega greitt fyrir hvetja Pástovskí, Mannsævi 3 og 4. Áður dós. Styrkurinn hafi borist með hÖíðu komið út fyrri tvö bbidin og þeim hættí til landsins og því eðll- útgáfukostnaður allra þessara sov- iegt að hann komi hvergi fyrir í ésku bóka nam samtals 1.632.665 ársreikningum félagsins. krónum, sem samsvarar nær þeim -BS Farþegum SVR fækkað um helming á 20 árum Nýtt fréttablað SVR sýnir athyglis- verða mynd af þróun farþegafjölda og eknum kílómetrum hjá SVR ann- ars vegar og fjölda einkabíla borgar- búa s.l. tvo áratugi hins vegar. Arið 1970 áttu Reykvíkingar aðeins um 17.500 fólksbfla, sem þýddi að nærri því 5 borgarbúar voru þá um hvern fólksbfl. Vagnar SVR óku þá um 3.600 þúsund kflómetra á ári og fluttu hátt í 14 milljónir farþega. Um tveim áratugum síðar hafði bflafloti Reykvíkinga vaxið í um 48.000 fólksbfla, þannig að aðeins um tveir borgarbúar voru þá um hvern bfl. Akstur vagna SVR hafði þá aukist um 4.600 þúsund kflómetra. En á sama tíma og aksturinn hefúr aukist um meira en fjórðung hefur farþegunum samt fækkað um hátt í helming. Frá 1988-1990 voru stræt- isvagnafarþegar aðeins í kringum 7.300 á ári og fækkaði síðan enn í fyrra. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.