Tíminn - 06.08.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1992, Blaðsíða 6
6 Tlminn Fimmtudagur 6. ágúst 1992 „Þróunarhjálp“ Svía sætir ámæli Wiesenthalstofnunarinnar fyrir ad vera ad hluta hernaðaraðstoð við óróaríki: Hlutleysi í orði en allt annað á borði Takist Saddam Hussein aö koma írak á bekk meö kjamorkuveldunum þá mun hann eiga Svíum þakk- arskuld aö gjalda aö mati Wiesenthalstofnunarinnar Samkvæmt nýrri skýrslu frá Simon Wiesenthalstofnuninni hefur hervæðing Miðaustur- landa náð því marki að líklegt sé að fyrir tilstilli hennar muni sjóða upp úr á þessu svæði fyrir alvöru á yfirstandandi áratug. Hér er raunar ekki um neinar nýjar fréttir að ræða og aðrir hlutar skýrslunnar vekja meiri og verðskuldaða athygli hér í Svíþjóð og ef til vil víðar. Hér er um að ræða þá hluta skýrsl- unnar þar sem vikið er að þætti ýmissa evrópskra stórfyrirtækja í þessari hernaðaruppbyggingu, fyrst og fremst sænskra og þýskra. Svíar hafa helst komið við sögu í íran og Líbýu þar sem þeir hafa miðlað af tæknikunnáttu sinni á sviði vopnaframleiðslu, kjarnorku og fjarskipta. Meðal annars er talið að sænsk fyrirtæki hafi aðstoðað ír- ani við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra sem að öllum líkindum mun skipa landinu á bekk með kjarn- orkuveldunum að fimm til sex ár- um liðnum, ef svo fer fram sem horfir og eftirlitsmönnum SÞ tekst ekki að fullu að fylgja eftir ákvörð- unum öryggisráðsins hvað þessi mál varðar. Þau sænsku fyrirtæki sem um er einkum rætt í þessu samhengi eru vopnaverksmiðjan Bofors og Nobel. Auk þess hefur Volvo reist verksmiðju í íran sem einkum fæst við framleiðslu vöru- bfla til hernaðarnota. í Líbýu hafa sænsk fyrirtæki kennt og þjálfað menn í notkun stýrikerfa fýrir eldflaugar síðan ár- ið 1977. Þetta hefur verið gert sam- kvæmt samningi um þróunarað- stoð Svía við Líbýu sem gerður var árið 1974 og ekkert bendir til ann- ars en að einstök framkvæmdaat- riði þess samnings séu fullkunnug sænskum stjórnvöldum. Samning- urinn var á sínum tíma undirritað- ur af Olov Palme og stjórnanda vopnaframleiðslufyrirtækisins FFV sem lengst af hefur verið í eigu sænska ríkisins og annast stóran hluta þróunarhjálpar Svía við Lí- býu. Ásakanir Simon Wiesenthalstofn- unarinnar á hendur Svíum fyrir þátt þeirra í hernaðaruppbyggingu Miðausturlanda eru mjög alvarlegs eðlis því að öll slík hernaðaraðstoð brýtur illilega í bága við opinbera utanríkisstefnu Svía, hlutleysis- stefnuna sem fylgt hefur verið.frá lokum síðari heimsstyrjaldar. —IVJ, Svíþjóð Stærðfræðin lagði sitt af mörkum við sköpun forngrískrar listar Foragrískir myndhöggvarar tóku stærðfræðina í sína þjón- ustu er þeir unnu sín helstu listaverk. Þetta hafa nýlegar rannsóknir foraleifafræðings- ins Colins Renfrew lávarðar frá Cambridge leitt í ljós. Eftir að hafa kannað af sumum fegurstu listaverkum veraldar frá fyrri öldum - hinar 4500 ára gömlu höggmyndir frá grísku eyjunum - hefur hann uppgötvað að helming- ur þeirra var hannaður samkvæmt reglum stærðfræðinnar. Þetta er ein elsta sönnun um notkun stærðfræðinnar í sögu ver- aldar. Renfrew lávarður, sem er yfirmað- ur McDonald fornleifafræðistofn- unarinnar við Cambridge háskóla og hefur ritað bók um þetta efni, Andi Eyjahafsins, heldur því fram að forsögulegir íbúar grísku eyj- anna hafi notað þrjár einfaldar stærðfræðireglur þegar þeir bjuggu til trúarlíkneski sín. Höfuð líkneskjanna voru ævin- lega þungamiðja útreikninganna. A árunum 2700 til 2400 f.Kr. var nær helmingur líkneskjanna. sem framleidd voru nákvæmlega fimm „höfuð“ á hæð. Um það bil 10% voru aðeins samanreknari, eða að- eins fjögur „höfuð" á hæð. Höfuðstærðin var mismunandi en í stærðfræðilega útreiknuðu högg- myndunum var þessari fer- og fimmföldu reglu fylgt út í æsar. Eftir 2.500 f.Kr. urðu trúarlík- Eftir David Keys Þessi stytta er 4500 ára gömul og gerö eftir þeirri reglu aö hæöin skuli vera sexföld höf- uðlengdin. Höfuö þessarar styttu hailar aðeins aftur sem gerir það aö verkum að hún viröist heröa- breiöarí en hún er í raun neskjurnar íturvaxnari þegar þriðja reglan hóf innreið sína. Þá varð mikill meirihluti höggmynd- anna ávallt sex höfuð á hæð, sam- kvæmt rannsóknum Renfrews lá- varðar. Þessi fer-, fimm- og síðar sexfalda regla var notuð af myndhöggvur- unum óháð raunverulegri stærðar höfuðsins eða styttunnar sem það var hluti af. Svo virðist að aðeins hlutföllin hafi skipt máli. Reyndar eru stytturnar - sem all- ar eru af kvenfólki með krosslagða arma - allt frá fimm sentímetrum upp í 170 sentímetra á hæð. Allar eru þær úr glansandi hvítum marmara og vel má vera að þær eigi að tákna einhverja forna gríska gyðju sem nú er fallin f gleymsku. Flestar hafa þær fundist í gröfum, þó svo að þær stærri hafi eflaust staðið í hofum eða á helgum stöð- um. Höggmyndalistin á grísku eyjun- um er og mun verða ráðgáta. Þessi forsögulegu og stærðfræðilega unnu listaverk voru, þrátt fyrir nú- tímalegt útlit, aðeins gerð á fimm hundruð ára tímabili á þriðja ár- þúsundinu f.Kr. Höggmyndirnar eru margar hverjar á meðal mikilvægustu og dýrmætustu listaverka heims og sumar eru metnar á allt 100 millj- ónir króna. Þó hafa tiltölulega fáar þeirra fundist í fornleifagreftri. Flestar voru uppgötvaðar af grafarræn- ingjum og fjársjóðsleitendum. SARAJEVO — Miklar sprengjuárásir þvinguðu SÞ til að ffesta björgunaraðgerðum á Sarajevoflugvelli í 72 klst. og friðargæslumenn veltu því fýrir sér að yfirgefa borgina. „Það kemur að því að við verðum að endurmeta stöð- una. Ég held að sá tími sé kominn,“ sagði Mik Magnus- son talsmaður SÞ. WASHINGTON — Bush Bandaríkjaforseti sagði í við- tali að hann hefði ekki útilok- að þann möguleika að beita bandarískum hersveitum í júgóslavneska borgarastríð- inu. En engu valdi yrði beitt nema að vel athuguðu máli. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRN- AR — Öryggisráðið hefur krafist þess að Rauði kross- inn og aðrar alþjóðlegar stofn- anir fái að kanna fangabúðir og fangelsi í fyrrum Júgóslav- íu, einkum og sér í lagi Bo- sníu-Hersegóvínu, sökum þráláts orðróms um grimmd- arverk. PRETORIA — Nelson Man- dela leiddi þúsundir blökku- manna í kröfugöngu að stjómarbyggingum Suður-Afr- íku til þess að krefjast þess að endi verði bundinn á yfir- ráð hvítra í landinu. RÓM — Friðarviðræður, sem ætlað er aö binda enda á 16 ára borgarastyrjöld í Mósam- bík, hófst heillavænlega þeg- ar forseti landsins átti fund með fyririiða uppreisnar- manna. MOSKVA — Friðargæslu- sveitir tóku öll völd í Austur- Moldóvíu eftir að hinar stríð- andi fylkingar yfirgáfu vígvöll- inn. Átök brutust þá út í öðr- um hluta þessa fyrrum sovétríkis þegar Aserum og Armenum lenti saman í Nag- orno-Karabkh. ISLAMABAD — Nawaz Sharif forsætisráðherra sagði það hugsjón Pakistana að frelsa Kashmir undan yfirráð- um Indverja. TÓKÝÓ — Japanska strandgæslan hélt sex liðs- mönnum Greenpeace-sam- takanna í yfirheyrslum klukkustundum saman eftir að þeir síðarnefndu höfðu reist stóran fána í japanskri höfn til að mótmæla fýrirætl- unum Japana um flutning á plútóníum. SAN FRANCISCO — Tutt- ugu og sex miklir skógareldar geisa nú um vesturríki Banda- ríkjanna og þekja alls um 60.000 hektara. Sérfræðingar segja að ástandið eigi enn eftir að versna. LOS ANGELES — Alríkis- dómstóll hefur ákært að minnsta kosti þrjá iögreglu- menn fýrir að hafa brotið mannréttindi á Rodney King, en atburðurinn náðist á mynd- band eins og frægt er oröið og varð til þess að miklar óeirðir brutust út i Los Ange- les.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.