Tíminn - 06.08.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.08.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími ÁUÐVITAÐ Tímans er 686300 Suðurlandsbraut 12 Óðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 ;| ýp HÖGG- > . DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahluti Haœarsböföa 1 - s. 67-67-44 B 44, Fundur útvegsmannafélaga á Austurlandi með þingmönnum kjördæmisins í gær: Ný lög verði sett um Hagræðingarsjóð Útvegsmannaféiag Austfjaröa og Útvegsmannafélag Hornafjarðar héldu í gær fund með þingmönnum Austurlands á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Á fundinum kom fram ótti útvegsmanna við fyrir- sjáanlegar afleiðingar minni botnfiskkvóta fyrir atvinnulíf á Austur- landi. í ályktunum fundarins kemur fram að útvegsmenn á Austurlandi telja að beita eigi Hagræðingarsjóði til að bæta þeim skipum sem verst fara út úr skerðingu botnfiskveiðiheimilda á yfirstandandi fiskveiðiári og því næsta skaða þeirra. Veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs verði úthlutað í þessum tilgangi endurgjaldslaust. Til þess að svo megi verða er skorað á Alþingi íslendinga að það breyti núgildandi lögum um Hagræðing- arsjóð. Þá beinir fundurinn því til stjórn- valda að þau beiti sér fyrir aðgerðum sem auðvelda myndu fyrirtækjum í sjávarútvegi að takast á við þann vanda sem fyrirsjáanlegur er, til dæmis með því að létta opinberum álögum af greininni og með því að lengja gjaldfrest lána og fresta af- borgunum af þeim. „Manni finnst skilningsleysi stjórn- valda í þessu máli svo yfirgengilegt að engu tali tekur. Við vonum hins vegar að þingmenn kjördæmisins skilji sinn vitjunartíma í þessu, eins og þeir hafa gert oft áður,“ sagði Ei- ríkur Ólafsson, formaður útvegs- mannafélags Austfjarða. Eiríkur sagði að undirtektir þing- manna stjórnarandstöðu á fundin- um hefðu verið afdráttarlausar, þeir hefðu allir lýst sig fylgjandi því sem fram kemur í ályktunum fundarins. Stjórnarþingmenn hefðu hins vegar verið varfærnari en þó sýnt málefn- inu ákveðinn skilning. —sá Landsliðsþjálfari velur leikmenn fyrir landsleik: ísland — ísrael á sunnudag kl. 18 Tveir landsleikir í knattspyrnu veröa á sunnudaginn. Unglinga- landsliö okkar undir 21 árs keppir við unglingalandslið ísrael á Akr- anesvelli kl.14 og A-landsliðið keppir við A-landslið ísraela á Laug- ardalsvelli kl. 18. Leikirnir eru þýðingarmiklir æfingalandsleikir og forysta KSÍ hvetur landsmenn til menn. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari kynnti í gær val sitt á leikmönnum í A-landsliðið. Markverðir eru Birkir Kristinsson Fram og Friðrik Frið- riksson ÍBV. Varnarmenn eru Guðni Bergsson Tottenham, Valur Valsson UBK, Kristján Jónsson, Fram og Arnór Guðjohnsen, Bordeaux. Miðjumenn eru Andri Marteinsson FH, Baldur Bjarnason Fylki, Baldur Bragason Val, Arnar Grétarsson UBK, Rúnar Kristinsson KR, Sigurður Jónsson að mæta á völlinn og styðja sína ÍA, Ólafur Þórðarson Lyn og Þor- valdur Örlygsson Nottingham Forr- est. Sóknarmenn eru Sigurður Grétarsson Grasshoppers, sem jafn- framt er fýrirliði, Hörður Magnús- son FH og Valdimar Kristófersson Fram. Þessir leikir voru ákveðnir í vetur áður en íslendingar léku við ísrael í Telavív 8. apríl. Þá gerði A-landsliöið 2-2 jafntefli. Eggert Magnússon for- maður KSÍ telur þessa leiki mjög þýðingarmikla fyrir undirbúning Frá hægri: Eggert Magnússon formaöur KSÍ, Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari, Gústaf Bjarnason aöstoöarþjálfari og Snorri Frið- laugsson framkvæmdastjóri KSÍ. HM-leikjanna í haust, en mjög nauðsynlegt sé nú að fá fólk á völl- inn, það verður að takast að skapa hér alvöru heimavöll. Með alvöru heimavelli sé átt við að fullt af fólki komi á völlinn og hafi áhrif bæði á gestaliðið og svo dómaratríóið. Að- altakmark íslenska landsliðsins nú sé að komast á HM ‘94 og það takist aðeins með sterkum heimaleikjum. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari sagði eftir val leikmanna að ef þetta lið spilaði vel saman treysti hann því til að geta unnið hvaða lið sem er, hérna heima. -BS Gengisfelling nú hjálpar ekki hætishót vegna þess að hún eykur ekki tekjur okkar mælt í ECU segir Sigurður B. Stefánsson: Ohagræðiö af íslensku krónunni æ Ijósara með hverjum deginum „Óhagræðið af íslensku krónunni, gjaldmiðli sem aðeins 260 þúsund manns nota í viðskiptum sín á milli, verður æ ljósara með hverjum deginum. Gengisfelling nú hjálpar t.d. ekki hætishót ef kemur til harkalegrar skerðingar þorskveiðiheimilda — vegna þess að hún eykur ekki tekjur okkar neitt mælt í ECU. Það eina sem gagnar við slíkan tekjumissi er aðhald og minni útgjöld — rétt eins og ECU væri gjaldmiðill okkar en ekki krónan," segir Sigurð- ur B. Stefánsson framkvæmdastjóri í sérriti VÍB um fjármál ein- staklinga. Afnám allra hafta í fjármálavið- skiptum við útlönd um næstu ára- mót telur Sigurður marka mestu tímamót í íslenskri fjármálasögu frá því að verðtrygging var heimiluð með lögum 1979. Með fullu frelsi í fjármálaviðskiptum frá ársbyrjun 1993 sé hins vegar líklegt að verð- trygging líði undir lok — ekki með neinum hvelli eða lagasetningu heldur vegna þess að með frjálsum viðskiptum verði hún ónauðsynleg fyrir sparifjáreigendur og óæskileg fyrir lántakendur. í staðinn komi viðmiðun við ECU í vaxandi mæli á næstu árum. „Slík viðmiðun við Evrópumynt sem gæti orðið sameiginlegur gjald- miðill Evrópulanda árið 2000 er ís- lendingum á allan hátt eðlileg og skynsamleg (ECU vegur nú þegar 76% í gengiskörfu íslensku krón- unnar), enda óhagræðið af íslensku krónunni ljósara með degi hverj- um.“ Sigurður segir frelsi í fjármálavið- skiptum hafa áhrif á fleiri vegu sem einnig færi okkur nær ECU. íslend- ingum sé nauðsynlegt að ávaxta hluta eigna sinna í útlöndum til að dreifa áhættu. Á móti íslensku fé sem þannig renni til útlanda sé nauðsynlegt að iaða nýtt erlent fé til landsins svo jöfnuður haldist. „Útboð íslenskra skuldabréfa sem ætluð eru útlendingum ekki síður en íslendingum, skráð á Verðbréfa- þingi íslands, þurfa að vera í ECU og ekki í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að erlendir fjárfestar eru ófúsir til að taka þá gengisáhættu sem fýlg- ir íslensku krónunni þegar úrval annarra skuldabréfa er í boði (spurningin er aðeins; hvers vegna gildir ekki það sama um íslenska fjárfesta?)," spyr Sigurður. Með útgáfu skuldabréfa með ECU- viðmiðun fáist líka nákvæmur sam- anburður við vexti á erlendum markaði. Þannig ætti mismunurinn á íslenskum og erlendum vöxtum smám saman að hverfa. „Upphaf er- lendra viðskipta markar því ekki síð- ur tímamót en heimild til verðtrygg- ingar gerði fyrir þrettán árum,“ seg- ir Sigurður B. Stefánsson. - HEI Tíminn FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 Gæsaveiðitímabilið hefst 20. ágúst: Ekki mikið af gæs í ár Skotvciðimenn bíða nú spenntir cftir að gæsaveiðitímabilið hefjist, en 20. ágúst má heQa velðarnar. Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Skotveiðifélags íslands, segir að margt bendi tii að ástand íslensku gæsastofnanna verði ekki eins gott í ár og áður. Kemur þar tvennt til, slæmt veðurfar og aúkning á tófum í byggð. Sverrir hefur undanfarið verið á ferð um Vesturland, á stöðum sem þekktlr eru fyrir gæs. Hann segist hafa séð minna af gæs en oft áður, færri gæshr og minni ungahjarðir. Ástæðuna teiur hann slæmt veð- urfar fram efthr sumri. Gæsimar verpa fremur snemma og því hafa ungarnlr farið illa út úr langvar- andi hretum. En þegar gæsaungar komast á flot eru þeir ekki í eins mikiili hættu vegna veðurs, en þá tekur annað við. Mikið er af tófu, stórum búr- tófum sem eru afkvæmi eldisrefa. Þær halda sig ekld á fjöllum held- ur gera sér grenl ofan í fjöru. Þeg- ar gæsin kemur síðan í land aö nóttu til með unga sína eru ung- amir í sérstakri hættu, því tófan er vel á verði. Hún grynnkar mikið á gæsastofninum, það sem hún ekki tók í eggjum og smáungum heidur hún áfram að taka f stálpuðum ungum. Sverrir segir að íslensku gæsa- stofhamir séu þó ekíri í hættu. Mikið hafi verið af gæs og ungam- ir aðeins hiutí af stofnunum. Ann- ars vegar er um að ræða íslensku grágæsina og hins vegar heiðar- gæs. þaö má vera að heiöargæsin sé í hvað mestri hættu, því hún kemst ekkert á sjó og má þola öil veður í landi. í vor var kafsnjór og slydda og krapi á hálendinu þar sem hún heldur sig. Því er hætta á að ungar hennar hafi farið illa. En þaö em ekki aðeins íslenskir veiöimenn sem hafa áhuga á gæs- inni. Á vetrum heidur hún sig á Bretlandseyjum og heimamenn þar skjóta mikið af henni. Því þurfl veiöimenn hér á landi ekkert að hh'fa gæsinni. Hins vegar segir Sverrir að breskir fuglafræðingar hafl nokkrar áhyggjur af biesgæsa- stofninum, en hann hefur hér við- komu vor og haust á leið tíl Græn- lands. Fuglafræðingamir hafa átt vinsamleg samskiptí við Skot- veiöifélagið og beðlö um að ekki sé skotíö vísvitandi á þann stofh, þar sem stærö hans fari minnkandi. Helsinginn er annar stofn sem kemur hér við vor og haust, en hann er ekki í neinnl úbýmingar- hættu. Sverrir segir í iokin að þeir hjá Skotveiðifélaginu leggi mesta áherslu á að menn fylgi siöfræð- inni, skjóti ekki gæsir í sámm og ekki gæsir í varphugleiðlngum á vorin, það sé villimannlegt. -BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.