Tíminn - 19.08.1992, Side 1
Miðvikudagur
19. ágúst 1992
152. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Smávægilegar breytingar verða gerðar á þingskaparlögunum:
Samkomulag um
7 í forsætisnefnd
í gær náðist samkomulag milli þingflokkanna um að gera breyting-
ar á þingskaparlögum. Gengið verður endanlega frá samkomulag-
inu fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að fjölgað verði í forsætis-
nefnd þingsins úr fimm í sjö. Jafnframt verða gerðar smávægilegar
breytingar á ræðutímum í styttri þingumræðum. Engin breyting
verður þó gerð á ræðutíma í fýrstu umræðu um stjómarfrumvörp.
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, sagði í
samtali við Tímann í gær að hann
teldi þetta ágæta lendingu sem
þama hafi náðst. Hann sagði að það
myndi stuðla að bættri stjóm þings-
ins að stjómarandstaðan fengi nú
aðgang að forsætisnefndinni þannig
að skoðanaskipti gætu gengið greið-
ar fyrir sig. „Ég er því ágætlega
ánægður með þessa niðurstöðu,"
sagði Páll og bætti því við að þing-
flokksformenn stjómarflokkanna
hafi sýnt af sér mikinn samstarfs-
vilja og raunar allt annað viðhorf en
við upphaf þings í fyrra. Ekki náðist
samkomulag um kjör í forsætis-
nefndina í fyrrahaust og var hún al-
farið skipuð þingmönnum úr
stjómarflokkunum. Með því að
fjölga í forsætisnefndinni munu all-
ir þingflokkar eiga þar fulltrúa, en
Sjálfstæðisflokkurinn verður með
þrjá fulltrúa í nefndinni. Krafa sjálf-
stæðismanna um að hafa fleiri full-
trúa í nefndinni, í samræmi við
þingstyrk sinn, olli því að stjórnar-
andstaðan tók ekki sæti í henni í
fyrrahaust.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu
á að í tengslum við breytinguna á
forsætisnefndinni verði gerðar
breytingar á þingskaparlögunum
sem miði að því að þrengja ræðu-
tíma meira en þegar hefur verið
gert. Stjómarandstaðan féllst á að
gera smávægilegar breytingar á um-
ræðutíma í styttri umræðum, en
hafnaði tillögu sjálfstæðismanna
um að umræðutími við fyrstu um-
Kókaín fannst eftir eltingarleik í fórum manns í fyrrinótt:
ræðu um stjórnarfrumvörp verði
takmarkaður. Tími til umræðna um
þingsköp verður minnkaður úr
fimm mínútum í þrjár. Þá verður
ræðutíma í umræðum utan dag-
skrár og umræður í fyrirspurnatíma
aðeins breytt. Þá felst í því sam-
komulagi sem gert var í gær sú ný-
breytni að ráðherrum eru sett tíma-
mörk, 10 vikur, varðandi það hversu
lengi þeir geta dregið að skila inn
skýrslum sem þeir eru krafðir um á
þingi. Engar slíkar takmarkanir hafa
verið um þetta atriði.
í dag verður kosið í þingnefhdir.
Forseti þingsins verður einnig kos-
inn, en frestað verður að kjósa vara-
forseta sem mynda forsætisnefndina
þangað til búið er að afgreiða frum-
varp um breytingu á þingskaparlög-
um. Vonast er eftir að frumvarpið
verði að lögum á morgun og þá
verði varaforsetamir kosnir.
-EÓ/BG
Þrátt fyrir að þinghald sé varla hafið hefur þegar safnast fyrir stór
bunki af þingskjöium á borð þingmanna. Um er að ræða gögn um
EES-málið. Flest af þeim hafa þingmenn séð áður, en koma nú til
þeirra í endanlegri gerð.
Berjasprettan í ár:
Léleg á Vestur-
landi en góð
á Austf jörðum
Misjafnlega horfir með beija-
sprettu um þessar mundir.
Þannig er eyðilegt um að litast
á Vesturlandi og Vestfjörðum
en útlitið mjög gott á Aust-
fjörðum. Búast má við sæmi-
legri beijasprettu á Norður-
Iandi.
Álit bænda á Vesturlandi og
Vestfjörðum er samhljóma, þ.e.
„berjaspretta er lélegri en verið
hefur lengi.“ Jafnvel gengu
sumir svo langt að segja að hún
væri engin. Þannig er hljóðið í
fólki á Búðum á Snæfellsnesi að
þar sjáist varla ber og er köldu
árferði í sumar og vor kennt
um. Svipað er hægt að segja um
Sunnlendinga en á svæðinu í
kringum Kirkjubæjarklaustur
sjá menn fram á frekar lélegt
berjaár.
Austfírðingar geta hins vegar
verið kátir þessa dagana. „Það
er mikið af berjum en þó ber
mest á aðalbláberjum, sem fólk
er byrjað að tína,“ segir Jó-
hanna, bóndi á Sólbakka í Mjóa-
firði. Hún telur þó að krækiber
þurfi að þroskast betur og þurfi
meira sólskin.
Viðhorf Norðlendinga er
þokkalegt. Þannig segja bænd-
ur á Árskógsströnd að vænlega
horfi með berjatínslu en berin
séu ekki orðin nógu þroskuð
enn þá. Þar er álitið að ekki
verði hægt að hefja tínslu fyrr
■en um næstu mánaðamót.
Helst er kuldahretinu í lok júní
kennt um svo og kulda í vor
sem leið.
Við Mývatn fengust þær upp-
lýsingar að þar væri berja-
spretta léleg. „Berjaspretta er
seinna á ferðir.ni en hún var í
fyrra og ekki horfur á að hún
verði mikil og þá einna helst
krækiber," sagði Ingi Tryggva-
son á Narfastöðum. -HÞ
Ungur lögreglumaður
er ennþá í lífshættu
Flak lögreglubílsins sem kviknaði í eftir áreksturinn.
Tlmamynd Aml Bjama
25 ára gamall maður situr nú
bak við lás og slá eftir að lögregl-
an fann rúmlega eitt kfló af
kókaíni í bfl hans að loknum
miklum eltingarleik í fyrrinótt.
Fíkniefnalögreglan hafði fylgt
manninum eftir í bfl og gáfu þeir
honum loks merki um að nema
staðar við sundlaugarnar í Laugar-
dal. Því hlýddi maðurinn ekki, held-
ur ók á miklum hraða norður Vest-
urlandsveg. Þá voru fleiri lögreglu-
bflar kallaðir til aðstoðar og var ein-
um þeirra lagt á veginum við
Skálatún í Mosfellsbæ. Honum var
þó vikið úr vegi þegar bfll mannsins
birtist á ofsahraða. Hann ók aftan á
lögreglubflinn, sem var ekið á 50-70
km hraða í sömu átt og flóttabfln-
um, og kom upp eldur í lögreglu-
bflnum. Þrítugur lögreglumaður,
sem sat í farþegasæti, hlaut alvar-
legt höfuðhögg við áreksturinn og
liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Borgarspítalans. Til allrar hamingju
tókst félögum hans að bjarga hon-
um úr bflnum áður en eldurinn
gaus upp. Slysavaldurinn meiddist
örlítið við áreksturinn.
Þegar taka átti þann, sem eltur
hafði verið, höndum stakk hann
einn lögreglumannanna með skær-
um í brjóstið. Vasabók í brjóstvasan-
um kom þó í veg fyrir að sár hlytist
Heyfengur góður en lítil sala á heyi:
Ekkert hey til Noregs
Jónas jónsson búnaðarmálastjóri
segir að Norðmenn séu hættir við að
kaupa hey af íslendingum og Svíar
séu enn að hugsa sig um. Hann telur
heyfeng vera góðan um aUt land.
„Rigningamar komu snemma í Nor-
egi og þar gátu menn því bjargað sér. í
Svíþjóð er enn verið að athuga þetta
og hugsanlegt er að eitthvað hey verði
selt þangað," segir Jónas. Hann bend-
ir á að Austfirðingar hafi þó selt hey til
Færeyja eins og undanfarin ár en þar
sé um lítið magn að ræða.
Jónas álítur að heyskapur hafi geng-
ið vel alls staðar á landinu og að árið
sé því gott. „Það sem mestu munaði
um er að nú er hvergi kal í túnum eða
skemmdir á ræktun og tíðin hefur
verið þokkaleg,“ segir Jónas.
Hann telur að kuldahretið Norðan-
lands í júnflok hafi ekki haft áhrif á
heyfeng þar sem spretta hafi verið
komin vel á veg og menn sums staðar
byrjaðir að slá.
Jónas segir að menn séu ekki allir
búnir að heyja þar sem margir slái
tvisar sinnum og þá sérstaklega Norð-
anlands.
af.
Þá fannst rúmlega eitt kíló af kóka-
íni í bfl mannsins, sem hefur ekki
komið við sögu fíkniefnadeildarinn-
ar áður. Tveir menn, annar um þrí-
tugt og hinn um fertugt, hafa verið
handteknir í tengslum við þetta mál.
Sá yngri hefur áður gerst brotlegur
við fíkniefnalöggjöfina og verður
líklega óskað eftir gæsluvarðhaldi
yfir honum og einnig manninum
sem handtekinn var í nótt.
Yfirheyrslur stóðu yfir mönnunum
þremur í gær.
—GKG.