Tíminn - 19.08.1992, Side 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 19. ágúst 1992
Borgir íbúar á ha. íbúar á ha - elsti borgarhluti Bensínl. á íbúa á ári Akstursvegal. almenningsv. á íb. á ári (km) Hlutfall alm.v. og lesta af öllum ferðum Götur m. á íbúa Bílastæði p. 1000 störf í miðbæ
Reykjavik 25 1) 47 2) 715 3) 466 -8-10% 3,5 -300 4)
Borgir í N-Ameríku 14 45 2.300 • 522 4.4% 6,6 380
Borgir í Evrópu 54 91 530 1.790 24.8% 2,1 211
Borgir í Ástralíu 14 24 1.380 856 7,5% 8,7 327
Borgir í Asíu 160 464 220 3.060 64,1% 1,0 67
Taflan sýnir ýmsar upplýsingar um þéttleika byggðar, umferð og gatnakerfi í Reykjavík og í samanburði við meðaltal fjölda helstu borga
i Evrópu, N-Ameríku, Ástralíu og Asíu. Vekur m.a. athygli að akstur SVR er minni á hvem borgarbúa í Reykjavík en samsvarandi þjón-
usta í amerískum borgum.
Reykvíkingar eyða tvöfalt til þrefalt meira bensíni en fólk í Vín, Berlín og Amsterdam:
Reykjavík líkari
borgum í Bandaríkj-
unum en Evrópu
Sarajevo —
Nær 1000 almennir borgarar,
aðallega serbneskar konur,
börn og gamalmenni, voru
flutt frá Sarajevo í fylgd vopn-
aðra varða frá SÞ og var ferð-
inni heitið til Belgrad. Á mánu-
daginn var ráðist á sex hæða
hótel, þar sem flóttamenn
höfðust við, og létust fimm
manns.
Houston —
Bush Bandarikjaforseti hefur
sagt að Bandaríkin muni ekki
leggja ein til atlögu til að
neyða Iraka til að halda
samninga Sameinuðu þjóð-
anna, en lýsti yfir trausti á því
að þau ríki, sem sameinuðust
í Persaflóastríðinu, muni
standa saman ef aðgerða
verður þörf.
París —
Utanríkisráðherra Frakka, Ro-
land Dumas, segir að sam-
herjamir frá Flóabardaga hafi
í hyggju að hindra flugher ír-
aka í því að ráðast á shíta-
múslima í suðurhluta íraks.
Hvað snertir þéttleika byggðar og helstu þætti samgöngukerfisins virðist
Reykjavík líkjast fremur borgum í Ameríku en evrópskum borgum. Fjöldi
íbúa á hektara í eidri borgarhverfum Reykjavíkur (innan Hringbrautar og
Snorrabrautar) er svipaður og í amerískum borgum en aftur á móti helm-
ingi lægrí en í evrópskum. í borgum Evrópu eru ferðir almenningsvagna og
lesta um fjórðungur allra ferða, borið saman við 8-10% í Reykjavík og 4-
5% í Ameríku. 1 borgum Evrópu aka almenningsvagnar um 1.800 km á
íbúa á árí að meðaltali, borið saman við 470 km í Reykjavík og 520 km í
borgum Ameríku.
Þessi fróðlegi samanburður kem-
ur fram í grein sem Bjarni Reynar-
son, aðstoðarforstöðumaður Borg-
arskipulags Reykjavíkur, skrifar í
tímaritið Arkitektúr og skipulag.
Heimildir um erlendar borgir hefur
hann frá Peter Newman, áströlskum
umhverfisfræðingi og sérfræðingi í
bfiaumferð og orkunotkun, sem hélt
fyrirlestur á Borgarskipulagi um
þetta efni.
Evrópskar borgir tvö-
falt þéttbýlli
Þéttleiki byggðar virðist að vísu
nokkuð á reiki, enda átt við borgar-
svæði sem skilgreind eru á mismun-
andi hátt í hinum ýmsu löndum að
sögn greinarhöfundar. Sé miðað við
allt höfuðborgarsvæðið (utan Kjal-
arness og Kjósar) eru íbúar á hekt-
ara aðeins 3, en aftur á móti 16 ef
lína er dregin umhverfis þéttbýlið á
svæðinu, sem er svipað og í amer-
ískum borgum. í meðfylgjandi töflu
reiknar Bjarni með 25 íbúum á ha í
Reykjavík borið saman við 54
íbúa/ha í evrópskum borgum og 160
íbúa/ha í borgum Asíu. Þegar hins
vegar aðeins er reiknað með eldri
borgarhlutum er Reykjavík með
álíka fjölda á hektara og borgir Am-
eríku en helmingi færri en evrópsk-
ar borgir. í borgum Asíu býr fólk tíu
sinnum þéttar.
Þegar gatnakerfi borga er skipt nið-
Alþjóðleg þingmannaráðstefna
um málefni Norðurheimskauts-
svæðanna verður haldin í Reykja-
vík haustið 1993 fyrir tilstilli for-
sætisráðherranefnd Norðurland-
anna.
Ætlunin er að fjalla þar um nýt-
ingu auðlinda og fleiri sameigin-
ur í metra á íbúa kemur að jafnaði 1
metri í hlut borgara í Asíu, rúmir 2
metrar í borgum Evrópu, hálfur 4.
metri á hvern Reykvíking, og hálfur
7. metri á borgarbúa í Amerfku.
Almenningssamgöng-
ur minni í Reykjavík
en amerískum borg-
um
Hlutföllin snúast síðan við þegar
kemur að hlutföllum almennings-
vagna og lestaumferð borganna. At-
hygli vekur að akstursvegalengd
SVR á hvern íbúa í Reykjavík er nær
60 km styttri en eknir km/íbúa al-
menningsfarartækja í amerískum
borgum, sem eru þó frægar fyrir
flest fremur en sæmilegar almenn-
ingssamgöngur.
I Reykjavík aka almenningsfarar-
tæki aðeins tæpa 470 km á íbúa bor-
ið saman við 1.790 km á íbúa í borg-
um Evrópu. Munurinn er því fjór-
faldur. Enda eru slík farartæki fjórð-
ungur umferðarinnar í borgum
Evrópu en aðeins 8-10% hér á landi.
Reykvíkingar mestu
bensínbrennarar
Evrópu
Þegar kemur að bensíneyðslunni
bjargar það hins vegar Reykvíking-
um hvað þeir eru fáir og borgin
leg hagsmunamál þessara svæða,
m.a. umhverfis- og samgöngumál.
Þingmönnum Norðurlandanna,
Kanada, Bandaríkjanna og Rúss-
lands verður boðið að sitja þingið
auk vísindamanna og sérfræðinga.
Ráðamenn á Norðurlöndunum
hafa undanfarið öðlast skilning á
þeirra þar með fremur lítil. í banda-
rískum borgum (þar sem margir
þurfa að aka 1-2 klukkutíma í vinn-
una á morgnana) er bensíneyðslan
mikilvægi þess að taka upp svæð-
isbundð samstarf á norðurhveli og
beindi Norðurlandaráð á þingi
sínu í Helsinki í mars sl. þeim til-
mælum til ríkisstjórna Norður-
landa að þær taki upp samstarf um
málefni Norðurheimsskautssvæð-
anna. —GKG.
2.300 lítrar á íbúa að meðaltali (um
3.000 lítrar á íbúa í Houston).
Reykvíkingar (íslendingar) komast
af með 715 lítra — en það er þó
meira en í nokkurri þeirra evrópsku
borga sem samanburðurinn nær til.
Meðaltalið í Evrópu er 530 lítrar af
bensíni á mann. Hamborg og Frank-
furt eru þar efst á blaði, París og
Brússel í kringum meðaltalið, Lond-
on þar vel fyrir neðan og íbúar
Amsterdam nota innan við 400 lítra
af bensíni á hvern borgarbúa, eða
nærri því helmingi minna en Reyk-
víkingar. Þá má geta þess að þótt
Japanir smíði mikið af bfium til út-
flutnings, m.a. stærsta partinn af
öllum bfium á íslandi, þá bendir
helmingi minni bensíneiðala á
mann í Tókýó til miklu minni bíla-
eignar þar í landi en hér.
- HEI
London—
Breska stjómin hefur fengið
stuðning allra flokka til að
grípa til hernaðaraðgerða
gegn írökum.
Jerúsalem —
James Baker, fýrrum ráðherra
Bandaríkjanna, hefur stungið
upp á því við (sraela og Sýr-
lendinga að bandarískar her-
sveitir hafi aðsetur á Gólan-
hæðum í tengslum við friðar-
samning sem er í undirbún-
ingi, en samkvæmt honum
munu Sýrlendingar fá yfirráð
yfir hæðunum á ný.
Mogadishu —
Fariö er að flytja matarbirgðir
úr skipum með herþyrlum
áleiðis til sveltandi fólks í
Sómalíu. Herflugvél flutti 34
hermenn til Mombasa á
mánudaginn til þess að
aðtoða við að koma 145.000
tonnum af mat til fólksins í
Sómalíu.
Ghadir, Líbanon —
Þýsk blaðakona var drepin í
Líbanon í gær þegar
sprengja, sem fest hafði verið
undir bíl hennar, sprakk.
Blaðakonan, hin 29 ára gamla
Marian Hulsen, var gift lí-
bönskum næturklúbbaeig-
anda en starfaði sem frétta-
maður fyrir Der Spiegel og
þýskar sjónvarpsstöðvar í
Líbanon.
Moskva —
Yfir 2.000 erlendir fangar frá
31 landi voru í haldi í fanga-
búðum í Síberíu undir ógnar-
stjórn Stalíns, að sögn rúss-
neska öryggisráðuneytisins.
Að sögn Itar-Tass var þar
m.a. um að ræða tvo Breta,
yfir 200 Austurríkismenn, 501
Búlgara, 29 Ungverja, 116
Þjóðverja og 155 Mongóla.
Sukhumi, Georgíu —
Stjórnvöld í Georgíu hafa sent
hermenn og skriðdreka inn í
höfuðborg Abkasíu til þess að
brjóta niður mótspymu að-
skilnaðarsinna þar.
Alþjóðleg þingmannaráðstefna í Reykjavík 1993:
Nýting auðlinda rædd