Tíminn - 19.08.1992, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 19. ágúst 1992
Framsóknarmenn hafa lagt fram frumvarp um að aflaheimildum Hagræðingarsjóðs verið ráðstafað til jöfnunar:
Telja þetta einu raun-
hæfu leiðina í stöðunni
Skerðing á aflaheimildum
Vestfirðinga mundi t.d. minnka
úr nær 4.900 þorskígildistonn-
um niður í rúmlega 2.100 þíg.L
ef Alþingi samþykkir nýtt frum-
va.p átta þingmanna Framsókn-
arflokksins um að sjávarútvegs-
ráðherra verði heimilað að út-
hluta aflaheimildum Hagræð-
•ngarsjóðs sjávarútvegsins til
jöfnunar, í samráði við sjávarút-
vegsnefnd Alþingis og hags-
munaaðila í sjávarútvegi. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að heimild-
um sjóðsins verði úthlutað án
endurgjalds að öllu leyti til
þeirra skipa sem verða fyrir
verulegum samdrætti í aflatekj-
um milli veiðitímabila.
Aflaheimildum skal ráðstafa þannig
að skerðing heildaraflaheimilda
verði sem jöfnust hjá þeim skipum
sem sæta ákvæðum um leyfilegan
heildarafla.
„Sjávarútvegsráðherra hefur lagt
til að sjóðurinn verði notaður með
svipuðum hætti og hér er lagt til,
enda eina leiðin í þeirri stöðu sem
nú er uppi. Því vænta flutnings-
menn frumvarpsins að mál þetta fái
skjóta meðferð á Alþingi og þannig
verði komið til móts við þarfir sjáv-
arútvegsins," segir m.a. í greinar-
gerð.
Tilganginn segja flutningsmenn
þann að jafna að nokkru leyti það
mikla áfall sem þorskveiðiflotinn
verði fyrir vegna skertra aflaheim-
ilda á fiskveiðiárinu 1992- 1993.
Bent er á að á fyrsta starfsári Hag-
ræðingarsjóðs hafi aflaheimildum
hans verið varið til að mæta skert-
um aflaheimildum loðnuveiðiskip-
anna. Á síðasta ári hafi þær gengið
til flotans í heild. Nú blasi við meiri
skerðing en nokkru sinni fyrr og þá
ákveði ríkisstjórnin að selja þessar
heimildir hæstbjóðanda og afnema
Tafla 2 Breyting aflahdmílda tnilll fiskvelöiára eftir kjðrdeemum
Kjördfetni MiSEQunur á úthJutun mliil 1991/19« og 1992/1993 þíg. lestír hlutfail DkmíI 1 12,000 þíg. dneífl hlutfallslega þCg; lesfir hlut/alj Dætal 2 12.000 14'- í jöfuun þíg, lestír hluifai!
Su&urUnd 13 0,02* 1.649 2,79% 377 0,64%
Reykjíníi -2.195 -3,12* -359 -0,51% -857 -1,22%
Reyfy'avfl: 194 0,53% 1.268 3,49% 374 1,03%
Veiturland -3.011 -6,94% -1.802 -4,15% -1.339 -3,09%
Veeifiróir' -4.S65 -8,36% -3.252 -5,59% -2.146 •3,69%
Norðurltnd vettra -1.770 -6,37% -983 -3,53% -826 •2,97%
Noröuriand eystra -5.537 -7,20% -3.351 -4,36% -2.S69 -3,34%
Aurturltnd -3.780 -6,44% -2,194 -3,74% -1.993 -3,39%
Samteli -20.952 -4,86% -9.024 -2,10% -8.980 -2,09%
Fyrsti dálkur töflunnar sýnir breytingu milli fiskveiðiára á aflamarki skipa með heimahöfn í hverju kjördæmi miðað viö þá ákvörðun sem
tekin hefur verið um heildarafla og óbreyttan loðnuafla. Annar dálkur (dæmi 1) sýnir sömu upplýsingar, að því viðbættu að aflaheimild-
um Hagræöingarsjóðs væri dreift í samræmi við hlutdeild hvers skips. Aftasti dálkurinn (dæmi 2) er þeim 12.000 þorskígildistonnum,
sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar, aftur á móti „úthlutað" til þeirra skipa sem verða fyrir hlutfallslega mestri skerðingu. Niðurstaðan
verður sú að ekkert skip skerðist þá meira en 5,2% og mesta skerðing á kjördæmi fer niður í 3,7% í staðinn fyrir 8,4% miðað við óbreytta
úthlutun. Nærri heimingur 12.000 þíg.t. sjóðsins mundu skiptast milli skipa á Vestfjörðum og Norðurlandi- eystra.
Leiðrétting
Vegna misskilnings var í frétt
blaösins í gær sagt að grunur
léld á um að um ölvun hafi ver-
Íð að ræða þegar árekstur varð á
gatnamótum Suðurlandsbraut-
ar og Grensásvegar á sunnu-
dagskvöld. Það er rangt og eng-
inn grunur er uppi um ölvuna-
rakstur. Hlutaðeigandi eru
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
möguleika til jöfnunar. Það skref
sem hér sé stigið sé óviðunandi fyr-
ir þá aðila sem mest byggja á þorsk-
veiðum. í þessu felist slíkt óréttlæti
að ekki verði við unað.
Flutningsmenn segja ljóst að
rekstrarskilyrði sjávarútvegsins
verði ekki lagfærð með þessari að-
gerð einni saman. Þar þurfi fleira að
koma til. Þessi jöfnun sé þó for-
senda þess að eðlilegt jafnræði ríki í
greininni, þótt vissulega hafi komið
til álita að nýta jafnframt aðrar afla-
heimildir til jöfnunar. Með úthlut-
un á aflakvótum fyrir fiskveiðiárið
1992-1993 hafi ríkisstjórnin útilok-
að að hægt sé að grípa til slíkra úr-
ræða. Sem dæmi um hvað hægt
hefði verið að gera benda flutnings-
menn á að rækjuafli var aukinn sér-
staklega á árinu 1991 til úthlutunar
vegna loðnubrests.
Jafnframt sé nauðsynlegt að bæta
rekstrarskilyrði sjávarútvegs að
öðru Ieyti, m.a. með því að létta af
honum margvíslegum kostnaði.
Rafmagnsverð sé of hátt, aðstöðu-
gjald sé óréttmætt og vextir allt of
háir. Ríkisstjórnin hafi auk þess
beitt sér fyrir margvíslegum álög-
um á sjávarútveginn. Aðilar í grein-
inni meti hækkanir á opinberum
álögum allt að 1 milljarði á árinu
1992.
„íslenskt samfélag þolir ekki þann
mikla samdrátt, bölsýni og gjaldþrot
sem núverandi ríkisstjórn hefur
hrundið af stað. Með samþykkt þessa
frumvarps er stigið mikilvægt skref í
þeirri viðleitni að styðja við bakið á
íslenskum sjávarútvegi sem býr nú
við þrengri stöðu en oftast áður.“
Flutningsmenn frumvarpsins eru
þeirrar skoðunar að best sé að
breyta lögunum um Hagræðingar-
sjóð í upprunalegt horf, en jafn-
framt verði opnuð varanleg heimild
til að beita sjóðnum í tilfellum sem
þeim sem menn standi nú frammi
fyrir og hafi staðið frammi fyrir
vegna loðnubrests 1990. Þar sem
eðlilegt sé að bíða með þær breyt-
ingar þar til við endurskoðun laga
um stjórnun fiskveiða segjast flutn-
ingsmenn flytja breytingartillögu
sem ákvæði til bráðabirgða í þeirri
von að um það geti skapast meiri
samstaða. Halldór Ásgrímsson er
fýrsti flutningsmaður frumvarpsins
en aðrir eru Stefán Guðmundsson,
Guðni Ágústsson, Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, Finnur Ingólfsson,
Steingrímur Hermannsson, Ingi-
björg Pálmadóttir og Ólafur Þ.
Þórðarson, þannig að flutnings-
menn koma úr öllum kjördæmum
landsins.
Meðfylgjandi upplýsingar um
breytingar á aflaheimildum eru
fengnar frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu vegna beiðni á fundi sjávarút-
vegsnefndar. Reiknuð voru áætluð
áhrif af dreifingu aflaheimilda
Hagræðingarsjóðs til einstakra
skipa til samræmis við aflahlut-
deild hvers skips og hins vegar
áhrif þess að nýta aflaheimildir
sjóðsins til þess að hækka aflamark
þeirra skipa sem verða fyrir mestri
skerðingu.
- HEI
Hér gefur á að líta hluta þeirra 23 námsmanna sem njóta
Fulbrightstyrkja á næsta skóiaári við móttöku sem þeim
var haldin af Menningarstofnun íslands og Bandaríkj-
anna. Alls nema styrkirnir nær níu milljónum króna en
mikilvægi þeirra fer nú vaxandi eftir að úthlutunarregl-
um LÍN var breytt.
—GKG.
Þingflokkur Siálfstæðisflokksins kemur saman í dag
til að taka ákvörðun um skipan í nefndir:
Hafnar Sjálfstæðis-
flokkurinn Eykoni?
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
Ins mun koma saman til fundar
snemma í dag til að taka ákvörð-
un um skipan fulitrúa flokksins
í nefndir. Reiknað er með að
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra geri tillögu um það á
fundinum að Eyjólfur Konráð
Jónsson, formaður utanríkis-
málanefndar, verði ekki koslnn í
nefndina.
Sjálfstæðisflokkurinn óskaði
eftír því að kosningum f nefnd-
ir, sem vera áttu í gær, yrði
frestað um einn dag. Ástæðan
er að verið er að leita eftir sam-
komuiagi við stjórnarandstöð-
una um kosningu í forsætis-
nefndina og eins hitt að Sjálf-
stæðisfiokkurinn hefur ekki
tekið ákvörðun um hvaða menn
verði fulltrúar flokksins f utan-
ríkismálanefnd.
Beöið hefur verið eftir Davíð
Oddssyni, en hann kom heim f
gær af fundi með forsætisráð-
herrum Norðurlandanna. Áður
en Davíð fór út ræddi hann tví-
vegis við Eyjólf Konráð um for-
mennsku í utanríklsmálanefnd.
Hvorugur hefur viljað segja
hvað þeim fór á milli á fundun-
um, en Eyjólfur Konráð sagöi
eftir seinni fundinn að hann
Eyjóifur Konráð Jónsson.
gæfl kost á sér til áframhaldandi
formennsku í utanríkismála-
nefnd. í gær var litið svo á að
Davíð yrði að taka ákvöröun um
það hvort Eyjólfi Konráði yrði
áfram stillt upp sem fulltrúa
flokksins f utanríkismálanefnd.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætiar
að koma í veg fyrír að Eyjólfur
Konráð verði kosínn formaður
utanrfkismálanefndar verður
flokkurinn að koma í veg fyrir
að hann verði yfirleitt kosinn í
nefndina. Síðastliðið haust fékk
Eyjólfur Konráð atkvæði ailra
fulltrúa stjórnarandstööunnar í
kosningu um formennsku f
nefndinni. Raunar var það
Steingrímur Hermannsson sem
stakk upp á Eyjólfi í formanns-
sætið þar sem engin uppá-
stunga kom frá stjórnarliðum.
Reikna má með að stjórnarand-
stæðingar styðji Eyjólf Konráð
áfram til forystu í nefndinni
þegar formaður verður kosinn.
Atkvæði þeirra og Eyjólfs Kon-
ráðs sjálfs myndu því nægja til
að hann yrði áfram formaður.
Eyjólfur Konráð sagðt í sam-
tali við Tímann að hann vonaði
að ekki verði kosið f þingflokkn-
um um skipan í nefndir. Venjan
sé að samkomulag sé f flokkn-
um um nefndarskipan. Hann
sagðist telja óheppilegt að
skipta um formann í utanríkis-
málanefnd nú og myndi þykja
það mjög miður ef sú yrði raun-
tn.
-EÓ