Tíminn - 19.08.1992, Side 3

Tíminn - 19.08.1992, Side 3
Miðvikudagur 19. ágúst 1992 Tfminn 3 Borgarlistamenn valdir: Hulda og Friðrik Ida Hákon myndlistarmaður var í gær valin borgarlistamaður næstu 3 árin og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður valinn borgarlistamaður til eins árs við há- tíðlega athöfn í Höfða þar sem Markús Öm Antonsson borgarstjóri afhenti þeim verðlaunin á 206. af- mælisdegi borgarinnar. Við sama tækifæri voru afhentar viðurkenningar ýmissa fegmnar- nefnda Reykjavíkur fyrir árið 1992. Fegursta gata Reykjavíkur 1992 hef- ur verið valin Akrasel. Jafnframt fengu verðlaun fjölbýlishúsalóðirn- ar Fomhagi 11-17 og Veghús 1-5. Viðurkenningar fyrir lóðir stofnana og fyrirtækja hlutu Harpa hf., Stór- höfða 44, Kjúklingastaðurinn Kentucky Fried Chicken, Faxafeni 2, og Stjórnstöð Landsvirkjunar, Bú- staðavegi 7. Loks fengu Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16 og Iðunn apótek, Laugavegi 40 A viðurkenningu fyrir endurbætur á gömlum húsum og varðveislu innnréttinga. lögð fynr borgarráð Tillaga og greinargerð um stofn- un hfutafélags um atvinnuþróun- arfyrirtæki í Reykjavík vnru lögð fyrir borgarráð í gær af þeim Aðal- steini Guðjohnsen, Eggert Jóns- sýni, Hannesi Valdimarssyni og Þórði Þ. Þorbjaraarsyni. Þeir voru valdir úr sérstökum sam- ráðshópi sldpuðum af borgar- stjóra tíl verksins en það cr fiður í undirbúning að langtímastefnu Reykjavíkurborgar í atvinnumál- um með hliðsjón af samningun- um mm Evrópskt efnahagssvæðL Lagt er til að fyrirtækið verði nefnt Aflvald hf. og er því ætlað að efla atvinnulíf í Reykjavík. Mælst er til þess að það fcúd til starfa innan árs. Lagt er til að borgar- sjóður og borgarfyrirtæld leggi fé- laginu áriega tíl fé til rekstrar og verkefnisbundinna styrkja sam- tals 50 milljónir kr. og tryggljafn- framt að Wutafjárfamlög í fjár- nemi a.m.k. 100 milljónum kr. næstu 5 árin. Þegar því tímabili lýkur verður árangurinn af starf- semi féiagsins metínn og ákvörð- un tekin um framhald eða slit á féiaginu. Val verkefna og forgangsröðunar í starfsemi félagsins ræðst af markmiðum þar sem áhersla er lögð á nýsköpun. í greinargerð- inni segir að efla þurfi atvinnu- rekstur sem tengist verðmæta- sköpun í tcngslum við utanríkis- verslun, stuðlar að nýsköpun og vexti innfendra atvinnugreina, eykur veltu og bætir efnahag. Svo segir: „Fyrirfcekið mun fylgjast með öilum þáttum at- vinnulífsins, en þegar kemur að Qárfestum styrirveitingu eða annarri fyrir- greiðslu hafa ofangreind atriði forgang. Fyrirtæfdnu er ekki ætí- að að leggja fram fé tíl sviða sem sínnt er á annan hátt innan borg- arkerfisins, svo sem með beinum rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar eða með fjárfraralög- um til sérsviða eins og ferðamáia- þjónustu, íþróttamála eða menn- ingarmála." Meðal verkefna fyririældsms verða markaðssetning og kynning á styrideika Rcykjavíkur sem ákjÓsanlegs staðar fyrir atvinnu- rekstur, finna leiðir og skapa hvata tíl fjárfestingar og Örva þannig fyrirtækjarekstur, þróa að- feirðir tÚ að grclna tækifæri og setja þau í samhengi við kostí Reykjavíkur og Íeita að eriendum sem geta aukið áhættufjármagn í landinu, skapað fjölbreytni, stuðlað að nýjungum og veitt atvinnulífinu sfyrk. Sigrún Magnúsdóttír, fulltrúi Framsóknarflokks, fystí yflr ánægju sinni með greinargerðina og lét bóka: „Ég hef tröllatrú á tnöguleikum Reykjavíkur tíl ný- sköpunar í atvinnumálum. Við eigum nokkrar auðlindir sem enn eru fólgnir í miklir ónýttír mögu- íeikar.*' Ólína Þorvarðardóttir, fufltrúl Nýs vettvangs, lét bóka að þetta væri jákvætt framtak í framtíðar- áformum til eflingar reykvísku at- vinnuh'fl en bætti við: „Ég vek þó athygii á að enn skortír nokkuð á að borgin hafi brugðist við því at- vinnuástandi sem brennur á okk- ur núna með skammtímaúrræð- um.“ —-GKG. Borgarstjóri afhendir Friöriki Þór Friörikssyni verðlaunin. Tímamynd Áml BJama Samþykkt með 4 at- kvæðum gegn 1: HSÍ fær 2 milljónir Júlíus Hafstein lagði til við Borgar- ráð í gær að Handknattleikssam- bandið hlyti styrk að upphæð 2 milljónir kr. vegna góðs árangurs þess á Ólympíuleikunum í Barcel- ona. Júlíus nefnir tvær aðstæður tillögu sinni til stuðnings. í fyrsta lagi keppa aðeins 12 bestu lið í heimi á leikunumm en ekki 16 eins og í öðr- um keppnum og er því erfiðara að öðlast keppnisrétt. í öðru lagi fékk Handknattleiks- sambandið aðeins að vita með tveggja daga fyrirvara um keppnis- rétt íslenska handknattleiksliðsins. Því fékk liðið ekki þann undirbúning sem best varð á kosið. Vegna þessa stutta fyrirvara fengu HSÍ og lands- liðið ekki sambærilegan stuðning og aðrir keppendur á Ólympfuleikun- um. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og var það Ólína Þorvarðardóttir sem mælti á móti henni. Hún lét bóka að hún telji rétt að málefni handknattleiks- sambandsins verði rædd „í tengslum við næstu fjárhagsáætlun þannig að óskir sambandsins komi fram mað rökstuddum hætti líkt og gengur og gerist við afgreiðslu annarra styrk- veitinga". Jafnframt bendir Ólína á að máleftii íslensku óperunnar, sem neitað var um styrk til utanfarar fýrir skömmu. Borgarráð samþykkti tillögu frá íþrótta- og tómstundaráði um að einstök gjöld fullorðinna í sundlaug- ar borgarinnar hækki úr 120 kr. í 150 kr. Önnur gjöld hækka ekki. —GKG. Verkalýðsformenn vilja: Réttlát skipti! Formenn verkalýðs- og sjómanna- félaga á Suðurnesjum skora á ríkis- stjórnina að skipta aflaheimildum úr hagræðingarsjóði réttilega milli landshluta. Þetta kemur fram í ályktun ffá for- mönnunum. Þar kemur og fram sá vilji þeirra að ekki verði um bein peningaframlög að ræða til ein- stakra útgerða „þar sem enginn vissa er fyrir því að það treysti at- vinnu verkafólks og sjómanna," eins og segir í ályktuninni. Jafnframt vilja formennirnir minna á geigvænlegt atvinnuástand á Suð- urnesjum og vilja að ríkistjómin taki fullt tillit til þess við endanlegar ákvarðanir sínar. -HÞ Gæsaveiðin byrjar brátt: Búast má við 5.000 skyttum Formaður Skotsambands íslands álítur að gæsaveiðin þyrfti að byrja mánuði seinna nú en í fyrra vegna lélegs árferðis. Þá býst hann við að um 5.000 gæsaskyttur fari á stúfana er veiði hefst þann 20 ágúst. „Þegar varpið er seint út af lélegri tíð þá eru þetta hálf- fleygir ungar. Því finnst mér að veiðitíminn ætti að byrja mánuði seinna en nú er,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, formað- ur Skotsambands íslands. Hann segir að gæsum hafi fækkað á Suðurlandi vegna ágangs veiði- manna en nóg sé af henni á Norður- landi. „Ég var fyrir norðan á Blönduósi og þar er mikið af gæs,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að hér áður fyrr hafi veiðin byggst á nytjum en nú sé þetta fyrst og fremst sportveiðimennska. -HÞ OFFRAMBOÐ Á NAUTA- KJÖTI FRAM Á NÆSTA ÁR Á aöalfundi Landssambands kúa- bænda sem lauk á Hvanneyri í gær voru ræddar leiöir til aö minnka framboö á nautakjöti. Stefán Tryggvason, framkvæmdastjóri LK, telur fyrirsjáanlegt að offram- boð verði á nautakjöti fram á næsta ár. Á fundinum voru jafnframt ræddar tillögur um breytta flokkun á nautakjöti. Á verðlagsárinu 1990-1991 var um 1500 færri ungkálfúm slátrað en tvö árin þar á undan. Það eru því óvenju margir gripir í eldi hjá bændum um þessar mundir. Bænd- ur hafa verið hvattir til þess allt þetta ár að farga ungkálfum í stað þess að setja þá á. Verð á ungkálfa- kjöti til þænda var m.a. hækkað í upphafi árs úr 2.500 kr. í 7.000 kr. Margir hafa tekið mark á þessari hvatningu og því hefur slátrun á ungkálfum aukist. Það tekur hins vegar vel á annað ár að minnka of- framboðið með þessum hætti. Ekki mun vera áhugi á því meðal kúabænda að koma á framleiðslu- stýringu á nautakjöti líkt og er í sauðfiárframleiðslu. í staðinn hafa verið ræddar hugmyndir sem allar miða að því að auka jafnvægi á nautakjötsmarkaðinum. Þar er m.a. um að ræða breyttar reglur um flokkun og verðlagningu á kjötinu, auknar kröfur um aðbúnað og upp- lýsingar til framleiðenda um ástand og horfur í framleiðslu- og sölumál- um. Erfiðlega hefur gengið að fá góðar upplýsingar um hvað margir gripir eru í eldi hjá bændum á hverjum tíma, en talið er að upplýsingamar gætu auðveldað mjög allar tilraunir til að halda jafnvægi á markaðin- um. Kröfur sláturleyfishafa og neyt- enda um nautakjöt em að breytast. Almennt er nú óskað eftir þyngri skrokkum (180-220 kg). Þá eru menn að gera sér betur grein fyrir að fita og ástand gripsins þegar hann er felldur, hefur afgerandi áhrif á bragðgæði kjötsins. Á aðal- fundinum á Hvanneyri voru lagðar fram tillögur að nýju kjötmati. Þær miða að því að bæta flokkunina þannig að neytendur geti treyst því að kjöt í bestu flokkunum sé ávallt úrvalskjöt. Hæfileg fita verður nú talin æskileg. Hins vegar getur gripur sem er mjög „stressaður" þegar hann er drepinn átt það á hættu að verða verðfelldur. Ef grip- urinn er mjög spenntur og stress- aður þegar hann er drepinn kemur það niður á bragðgæðum kjötsins. Kúabændur ræddu einnig al- mennt um horfur á kjötmarkaðin- um, en horfur eru á að samkeppni milli kjöttegunda eigi eftir að auk- ast. Reiknað er með að sala á kinda- kjöti haldi áfram að minnka, en aðr- ar kjöttegundir reyni að ná aukinni markaðshlutdeild. Verð og gæði kjötsins skipta þar máli. - EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.