Tíminn - 19.08.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 19. ágúst 1992
Tíminn 5
Magnús H. Gíslason:
Vafasöm sagnfræði
Fyrir nokkru skrifaði Jón ráðherra Sigurðsson grein í Morgunblaðið í
tilefni af aldarafmæli Haralds heitins Guðmundssonar. Þetta er mikil
grein og margorð, sem ekki er óeðlilegt þegar rakinn er starfsferill þessa
merka og mikilhæfa stjómmálamanns. Skiljanlegt er að Jón hafi gjam-
an viljað skrifa um þennan ágæta frænda sinn, þótt e.tv. hefði farið bet-
ur á því að einhver annar hefði tekist það á hendur, því frændsemin er
það eina sem tengir þá Harald og Jón.
Haraldur Guðmundsson gegndi
miklum fjölda margháttaðra trúnað-
ar- og ábyrgðarstarfa um ævina og
leysti þau áreiðanlega öll svo af
hendi að ekki varð með sanngirni að
fundið. Allt þetta tíundar Jón Sig-
urðsson vel og rækilega í grein sinni
og lýkur miklu lofsorði á Harald yfir-
leitt.
Aftur á móti finnst mér minningu
Haralds enginn greiði gerður með
því að læða því að mönnum að hann
verið einhvers konar steinrunninn
íhaldsskratti, líkt og Jón sjálfur. Ég
held að því hafi þvert á móti verið
víðs frjarri. Haraldur var svo sannar-
lega enginn gæsalappa- jafnaðar-
maður, heldur einlægur og sannur
jafnaðarmaður, sósíalisti, félags-
hyggjumaður. Um það bera bæði orð
hans og verk ótvírætt vitni. Og það
er kaldhæðnislegt að Jón Sigurðsson
og aðrir gervikratar skuli nú leggja
allt kapp á að naga rætur þess vel-
ferðarkerfis sem Haraldur Guð-
mundsson og samstarfsmenn hans
eiga allan höfundarrétt að.
Jón baslar mikið við að sýna fram á
að Haraldur hafi verið „ákveðinn
andstæðingur kommúnista allan
sinn stjórnmálaferil" og hafi undir-
strikað þá andstöðu sína með því að
hætt opinberum stjómmálaafskipt-
um þegar Alþýðuflokkurinn ákvað
að ganga til stjómarsamstarfs við
Framsóknarflokkinn og Alþýðu-
bandalagið 1956. Það er rétt að Har-
aldur kaus að eiga ekki hlut að þeirri
stjómarmyndun. Hitt þykir mér
orka mjög tvímælis að sú afstaða
hans hafí öðru fremur mótast af
andúð á kommúnistum. Haraldur
vissi það eins og aðrir að áhrif
kommúnista voru um þetta leyti
mjög þorrin í samtökum sósíalista,
miðað við það sem verið hafði fram-
an af árum, enda Alþýðuflokksfor-
inginn Hannibal Valdimarsson,
ásamt ýmsum krötum öðmm, geng-
inn til liðs við AJþýðubandalagið. Eg
hef heldur engar fregnir af því að
Haraldur hafi verið andsnúinn þátt-
töku Alþýðuflokksins í „nýsköpunar-
stjórninni" svonefndu. Var þó ólíkt
sterkari kommúnistalitur á Sósíal-
istaflokknum þá en orðinn var á Al-
þýðubandalaginu 1956 og höfuðpáfi
kommanna, að flestra áliti, Brynjólf-
ur Bjarnason, einn af ráðherrum
„nýsköpunarstjómarinnar" og fór
þar með engu þýðingarminni mála-
flokk en sjálf menntamálin. Og ef
mig minnir rétt var kommúnistinn
Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra.
Hitt þykir mér sennilegra að eðlileg
pólitísk þreyta hafi ráðið afstöðu
Haralds 1956. Hann var búinn að
standa í eldlínu stjómmálamanna á
fjórða áratug og átti þar glæstan fer-
il að baki. Hefur margur þreyst fyrr í
þeirri orrahríð. Hann gat því lagt frá
sér vopnin með fullri reisn.
Og enn er svo sennilegt að þau átök
sem staðið höfðu yfir í Alþýðu-
flokknum hafi dregið úr áhuga Har-
alds á að halda áfram þátttöku í
stjórnmálum, en þar tókust annars
vegar á menn með áþekkar íhalds-
hneygðir og núverandi forysta Al-
þýðuflokksins og svo hinir sem enn-
þá höfðu manndóm til þess að halda
á loft hinum upphaflegu hugsjónum
jafnaðarmanna og töldu þeim betur
borgið með því að vinna til vinstri en
hægri.
Þótt ofan á yrði að kratar tækju þátt
í stjómarmyndun Hermanns Jónas-
sonar 1956 þá var það af takmörkuð-
um heilindum gert og kom það brátt
í ljós með ótvíræðum hætti. Raunar
duldust engum óheilindi krata strax
og talið hafði verið upp úr kjörköss-
unum. Kosningabandalag Fram-
sóknar- og Alþýðuflokksins — sem
íhaldið sagði ólöglegt þótt það hefði
áður staðið að nákvæmlega sams
konar bandalagi við Bændaflokkinn
— var m.a. byggt á því að framsókn-
armenn styddu frambjóðendur AI-
þýðuflokksins í sumum kjördæmum
og gagnkvæmt. Kosningaúrslitin
komu hins vegar upp um strákinn
Tuma. Þau leiddu nefnilega í Ijós að
framsóknarmenn stóðu við sinn
hluta þessa samkomulags en krat-
arnir að takmörkuðu leyti. Þótt
nokkurs ósamræmis hafi gætt í af-
stöðu Haralds Guðmundssonar til
kommúnista, eins og hér hefur verið
bent á, þá hef ég enga trú á að hann
hafi átt þátt í þessum vinnubrögðum
eða hvatt til þeirra. Til þess var hann
allt of heiðarlegur.
Það er því blátt áfram móðgun við
minningu þessa merka stjórnmála-
manns að vera nú að reyna að læða
því inn hjá fólki að hann hefði getað
átt samfélag við þann fénað sem nú
ræður iögum og lofum í Alþýðu-
flokknum. Meðal slíks safnaðar hefði
hann ekki einu sinni getað dvalið
næturlangt.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir:
Ríóráðstefnan og
hinn mannlegi þáttur
Hefur þú upplifað að fá tíma hjá sérfræðingu klukkan nákvæmlega þetta?
Hefur þér verið boðið upp á að þegar þú mættir stundvíslega á biðstofu
sérfræðingsins, þurftir þú að bíða — jafnvel hálfa klukkustund? Hvem-
ig leið þér? Fannst þér þetta sjálfsagt? Eða fannst þér sem tíma þínum
væri sóað. Finnst þér tími þinn ekki dýrmætur?
Margt hefur verið skrifað um
Umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna sem haldin var í Ríó sl.
vor. Greinahöfundar hafa verið að
velta því fyrir sér hvort þessi ráð-
stefna hafi verið gagnleg eða ekki.
Allir greinarhöfundar, sem ég hef
lesið, hafa komist að þeirri niður-
stöðu að þessi ráðstefna hafi verið
hin gagnlegasta. Þar hafi orðið til
formlegar afurðir í formi sam-
þykkta auk þess sem vandamál
heimsbyggðarinnar hafi verið
raedd á breiðum grundvalli.
Ég ætla ekki í þessu greinarkorni
að velta því fyrir mér hvort þessi
ráðstefna skilaði miklu eða litlu né
heldur í hvaða formi það var.
Hins vegar ætla ég að vekja at-
hygli á þeirri óvirðingu sem æðstu
leiðtogar heim sýndu hver öðrum,
svo og öðrum ráðstefnugestum, að
skipuleggjendum ráðstefnunnar
ógleymdum.
í fréttaflutningi af ráðstefnunni
kom fram að hverjum þjóðarleið-
toga var fyrirfram úthlutað
ákveðnum tíma til að ávarpa ráð-
stefnuna.
í umræddri frétt kom einnig fram
að aðeins tveir af hinum fjölmörgu
leiðtogum sáu ástæðu til að virða
þessi tímamörk. Það voru Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, og
Castro Kúbuleiðtogi.
Vegna þessa hljóta þeir þjóðar-
leiðtogar, sem seint voru á mæl-
endaskrá, að hafa orðið að sætta
sig við það að bíða eftir að geta
ávarpað ráðstefnuna. Einnig hljóta
ráðstefnugestir að hafa orðið að
hlíta því að dagskrá ráðstefnunnar
færi verulega úr skorðum, að
ógleymdum óþægindum þeirra
sem án efa hafa verið búnir að
leggja á sig ærna vinnu við að
skipuleggja tímasetningar ráð-
stefnunnar.
Er tími þessara valdamiklu ein-
staklinga ekki dýrmætari en þetta,
eða eru þeir vanir því að sýna öðr-
um slíkan yfirgang? Kunna þeir
ekki að taka tillit til annarra eða
hafa þeir ekki lært að skipuleggja
tíma sinn betur en þetta?
Það er ástæðulaust að láta sér fátt
um finnast þegar tímamörk eru
ekki virt. Það skiptir máli ef þú
ætlar að sitja fund sem á að standa
í tvær klukkustundir að honum
ljúki innan þess tíma. Þú gætir t.d.
verið á leiðinni annað, jafnvel á
mikilvægari fund.
Mér finnst mér sýnd mikil óvirð-
ing ef mér hefur verið úthlutað
ákveðnum tíma hjá sérfræðingi og
er svo látin bíða. Á sama hátt sýni
ég þeim, sem hefur gefið mér hluta
af sínum dýrmæta tíma, óvirðingu
ef ég mæti of seint.
Ég hef verið virkur félagi í ITC-
samtökunum á íslandi undanfarin
tvö starfsár. Innan þessara alþjóða-
samtaka læra félagarnir að skipu-
leggja tíma sinn. Þar læra þeir að
byggja upp hnitmiðaðar ræður og
flytja þær á fyrirfram ákveðnum
tíma. Þar eru refsistig fyrir að virða
ekki tímamörk og ræðumönnum
er vikið úr ræðustóli ef þörf krefur.
Þar læra félagarnir að virða aðra
og þeim er kennt að skilja að tím-
inn er dýrmætur.
Sennilega, ef ég hefði heyrt frétt-
ina um málgleði leiðtoganna á ráð-
stefnunni í Ríó fyrir um það bil
tveimur árum, hefði ég látið mér
fátt um finnast. Ég hefði einfald-
lega ekki skynjað óvirðinguna við
einstaklinginn sem felst í fréttinni.
Ég hefði sennilega ekki skynjað að
verið er að óvirða mannleg sam-
skipti og almenn kurteisi er fótum
troðin.
En með því að starfa innan ITC
hef ég skynjað að það er almenn
kurteisi við áheyrendur að ræðu-
menn virði fyrirfram ákveðin tíma-
mörk.
Ég tek því undir með Ragnari
Reykás að við eigum ekki „að láta
vaða yfir okkur á skítugum skón-
um“ án þess að skynja hvað í at-
höfninni felst.
Höfundur er húsmóðir og félagi i ITC.
Streptokinase, tPA eða Apsac?
Síðla í mars 1992 voru birtar nið-
urstöður rannsóknar, Isis-3, á veg-
um háskólans í Oxford, á verkan
þriggja hjartalyfja („clot- busters"),
streptokinase, sem á markað kom á
sjötta áratugnum, og tPA sem
Genentech framleiðir og Apsac sem
SmithKline Beecham framleiðir.
Náði rannsóknin Isis-3 til 46.000
sjúklinga í 20 löndum. Streptokin-
ase reyndist ekki aðeins eins árang-
ursríkt og hin, heldur hafði
færri óæskilegar aukaverkanir.
Og tekið ásamt asperíni fækkaði
það dauðsföllum eftir hjarta-
áföll. Áður hafði þessi sama niður-
staða fengist af tveimur öðrum at-
hugunum, Gissi-1, sem stjórnað var
frá Mílanó, og Isis-2 á vegum há-
skólans í Oxford.
Bandaríkin eru helsti markaður
tPA, þar sem það er gefið öðrum
hverjum hjartasjúklingi. Nam sala
þess þarlendis 195 milljónum doll-
ara 1991. í Evrópu er tPA yfirleitt
ekki gefið sjúklingum fyrr en eftir
annað hjartaáfall. Genentech dregur
niðurstöður Isis-3 í efa og einnig
SmithKline Beecham á þeim for-
sendum að tPA það sem gefið var
evrópsku sjúklingunum hafi verið
framleitt af Wellcome (fram til
1990) og sé ekki alveg sams konar
og það lyf sem nú er framleitt. Ný at-
hugun hefur verið hafin, Gusto,
m.a. til að skera úr um hvort þau tvö
afbrigði tPA hafi alveg sams konar
verkanir, að því er Financial
Times sagði 28.-29. mars 1992.
Streptokinase framleiða Kabi
Pharmacia, Astra og Hoechst.
Ur viðskiptalifinu