Tíminn - 19.08.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. ágúst 1992 Tíminn 7 Golfsamband tslands fékk þá bestu afmælisgjöf sem hugsast getur frá Úlfari Jónssyni og ís- lenska karlalandsliðinu á Norð- uriandamótinu í golfi sem friun fór á Grafarholtsvelli nú um helgina, en golfsambandið átti 50 ára afmæli á föstudaginn. Tveir Norðurlandameistaratitlar unnust og Karen Sævarsdóttir og kvennalandsliðið aðeins hársbreidd frá því að vinna titil. Það þarf ekki að taka fram að ár- angiir Úlfars og landsliðanna beggja er langbesti árangur ís- lenskra kylfmga á Norðurlanda- móti til þessa og sýnir ljóslega gíf- urlegar framfarir í golfíþróttinni hér á landi. Á mótinu voru leiknar 54 holur og tóku íslendingar snemma forystuna bæði í karla og kvennaflokki. Eftir tvo hringi af þremur hafði íslenska karlasveitin 6 högga forystu á næstu þjóð sem var Danmörk og kvennasveitin 2 högga forystu á Svíþjóð. Eftir loka- hringinn hafði karlasveitin aukið þennan mun í 10 högg, en kvenna- sveitin gaf dálítið eftir og hleypti bæði Svíþjóð og Noregi fram fyrir sig og sænsku stúlkumar stóðu uppi sem sigurvegarar. En mesta keppnin var sú hver yrði Norðurlandameistari í karlaflokki. Það vom 3 kylfingar sem börðust um efsta sætið; Anders Hansen frá Danmörku, Öyvind Rojahn frá Nor- egi og svo Úlfar Jónsson. Þessir þrír skiptust á að vera með eins högga forystu á hina tvo lengi vel, en á fjórðu síðustu brautinni gekk Dananum afleitlega og „lék sig úr leik“ um titilinn. Á sama tíma náði Norðmaðurinn eins höggs forystu á Úlfar sem síðan hélst þangað til á síðustu holunni. En þá brást allt hjá Norðmanninum og Úlfar með rólegri og yfirvegaðri spila- mennsku stóð uppi sem sigurveg- ari. Rojahn varð í öðm sæti og Hansen í því þriðja. En sigur Úlfars dugði ekki einn og sér til þess að ís- lenska sveitin sigraði á mótinu. Aðrir íslenskir keppendur stóðu sig einnig afburðavel. Þannig urðu þeir Guðmundur Sveinbjömsson og Sigurjón Amarsson í sjötta og sjö- unda sæti og hinn ungi og efnilegi Birgir Leifur Hafþórsson lenti í ní- unda sæti. Röðin í sveitakeppninni varð eftirfarandi: ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. í kvennaflokki var einnig mikil spenna. Þar varð norska stúlkan Vi- beke Stensmd Norðurlandameist- ari eftir harða og mikla keppni við Karen Sævarsdóttur. Og í lokin Öyvind Rojahn slær hér hiö örlagaríka teighögg á 18. braut sem nánast kostaöi hann sigurinn á mótinu. Norðurlandamótinu í golfi lauk um helgina: Island á toppnum munaði aðeins einu höggi á henni og Karen. Tveimur höggum þar á eftir kom svo Marika Soravuo frá Finlandi. Það munaði því ekki miklu að Karen tækist það sama og Úlfari. En Karen er einungis 19 ára og hennar dagar munu koma þó síðar verði. Þá stóð Ragnhildur Sig- urðardóttir sig einnig mjög vel og lenti í fjórða sæti. Röðin í sveitakeppni kvenna varð eftirfarandi: Svíþjóð, Noregur, ís- land, Danmörk og Finnland. Veðrið hefði að ósekju mátt vera aðeins betra, en rok og dálítil rign- ing var báða dagana. Keppendur létu það þó ekki á sig fá, né heldur áhorfendur sem fjölmenntu og fylgdu efstu mönnum eftir á loka- hringnum. Siguröur Pétursson, þjálfari Islenska liösins, fær svipaöa meöferö og pönnusteikt ýsa fær á veitinga- húsum. Munurinn er sá aö Siguröi er velt upp úr sandi en ekki raspi. Áhorfendur — meö regnhlffar — létu sig ekki vanta. -< Ótrúlegt en satt; pútt Guömundar Sveinbjörnssonar fór ekki ofan í holuna. Kennslubókardæmi um hina frægu hársbreidd. Úlfar Jónsson Noröurlanda- meistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.