Tíminn - 19.08.1992, Side 9
Miðvikudagur 19. ágúst 1992
Timinn 9
Brúðkaup Whitney Houston og Bobby Brown
var með glæsibrag miklum og ekki er brúð-
kaupsferðin síðri:
Leigðu
snekkju
fyrir hálfa
milljón
á dag
Eins og skýrt var frá hér í Speglin-
um fyrir skömmu héldu Whitney
Houston og Bobby Brown brúðkaup
sitt fyrir skemmstu með pomp og
pragt og var ekkert til sparað.
Flestir hefðu eflaust verið orðnir
auralausir og með krítarkortið hjá
lögfræðingi eftir slíka veislu, en þessi
skötuhjú munar greinilega ekki mik-
ið um milljón dollara eða svo.
Þegar veislunni miklu var lokið var
haldið í brúðkaupsferð um Miðjarð-
arhafið. Og það var sko ekki verið að
kúldrast um borð í einhverju al-
múgalegu farþegaskipi. Það dugði
ekkert minna en skemmtisnekkja,
hún var að vísu tekin á Ieigu en ekki
keypt, en leigan er 550 þúsund doll-
arar á dag.
Snekkjan heitir Fiífanella, nafnið
minnir nú helst á Ieiðinlegan púðlu-
hund, og er 45 metrar á lengd.
Heimahöfn hennar er Fort Lauder-
dale í Kaliforníu.
Hjónin hófu ferð sína í Porto Cervo
á Sardiníu, þar sem lagt var að
bryggju fyrir framan bústað Aga
Khan. Porto Cervo er nú einn helsti
tískustaður á Ítalíu.
Eftir það var haldið til Korsíku og
síðan á hvem draumastaðinn við
Miðjarðarhafið eftir annan.
Snekkjan Fiffanella er hinn glæsilegasti farkostur.
Whitney og Bobby á leiöinni í land.
Siakaö á á ströndinni.
Stórstjörnurnar þurfa að slaka á eins og við hin og nýlega sást:
Phil Collins í
frfi á Rivíerunni
Phil Collins, söngvari hljóm-
sveitarinnar Genesis, var nýlega í
fríi á frönsku Rívíerunni ásamt
tveimur elstu bömum sínum,
þeim Joey, 18 ára, og Simon, 14
ára.
Þessa tvo syni á Phil Collins
með fyrri konu sinni, Andreu. Þeir
búa í Kanada hjá móður sinni. En
Phil á líka þriggja ára gamla dótt-
ur, Lily að nafni, með Jill seinni
konu sinni.
Phil Collins er frægur fyrir
fleira en söng og hljóðfæraleik, því
hann hefur reynst liðtækur leikari
og lék meðal annars í kvikmynd-
inni Buster, sem fjallaði um lestar-
ránið mikla á Bretlandi, og fékk
góða dóma fyrir leik sinn.
Nú er hljómsveit hans, Genesis,
á hljómleikaferð. En Phil Collins
nældi sér í smáfrí milli hljómleika
til þess að slaka á með sonum sín-
um. Synirnir komu sérstaklega frá
Kanada til Frakklands til að eyða
frfinu með hinum fræga föður sín-
um. Eftir fríið var ætlunin að halda
aftur til Bretlands til að ljúka yfir-
reiðinni.
Undarlegt meö hann Phil Collins, einhvern veginn minnir hann síst af
öllu á poppstjörnu.
Það er erfitt að sitja fyrir tímunum saman þegar maður er bara
fimm ára og þá er stundum:
Látið sverfa til stáls
Þessar fimm litlu stelpur komust í
úrslit í bamafegurðarsamkeppni
sem haldin var á Bretlandi fyrir
skömmu.
Það var sápuframleiðandinn Pears
sem stóð fyrir keppninni. Sú sem bar
sigur úr býtum situr lengst til hægri
á myndinni. Við sigurinn fékk hún
um 120.000 krónur og verður í aug-
lýsingum fyrirtækisins í eitt ár.
Stelpurnar vom til fyrirmyndar til
að byrja með við myndatökuna,
brostu út að eyrum og settu upp
englasvipinn eftir pöntun.
En þá hljóp snurða á þráðinn. Ekki
er alveg vitað hvað gerðist, en einni
þeirra fannst sér skyndilega virkilega
misboðið. Og fólk á þessum aldri sér
enga ástæðu til þess að láta ekki til-
finningar sínar í ljós — með hnúum
og hnefum ef svo ber undir.
Nema litli sigurvegarinn. Hún Iæt-
ur atganginn í stallsystrum sínum
ekkert á sig fá og englasvipurinn
haggast ekki. Hún á áreiðanlega
framtíð fyrir sér í fyrirsætubransan-
um.
■