Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur2. september 1992 Horft yfir flötina á 9. braut. Golfskálinn í baksýn. Hjónin aö Bakkakoti ásamt syninum Magnúsi. Það var fyrir nokkrum árum sem tveir eldri menn stóðu upp í hlíð í Mosfellsdalnum og virtu fyrír sér nokkurra hektara land- svæði. Annar mannanna var bóndi og hafði nytjað iands- svæðið til margra ára, en hinn var eigandi þess. Nú var komið að því að bóndinn vildi minnka við sig og þeir voru að velta því fyrir sér hvað hægt væri að gera við landið. „Það er ábyggilegt að aldrei hleypi ég hestum hér til beitar“ sagði eigandi landsins. „Hvað hefur þú hugsað þér þá að gera?“ spyr þá bóndinn. „Nú ætli ég byggi ekki bara golfvöll” svaraði þá eigandinn. Bóndinn hvessir á hann augunum því honum vitanlega hafði landeigandinn aldrei snert á golf- kylfú. Uppbygging vallarins Hugmyndin var komin. Golfvöllur skyldi það vera. Með það sama hóf landeigandinn, Steinar Guðmunds- son og kona hans Jósíana Magnús- dóttir uppbyggingu golfvallar í Mos- fellsdal sem síðar fékk nafnið Bakka- kotsvöllur. Þetta framtak þeirra vakti töluverða athygli í golfheimin- um á íslandi. Steinar hafði þá unnið í meira en 30 ár við ofdrykkjuvamir, m.a. á Sogni og hafði skrifað bækur um ofdrykkjuvandamálið. Hann hafði þá ekki komið nálægt golfí- þróttinni. Þau fengu Geir Svansson, kunnan kylfing og golfhönnuð til þess að teikna upp golfvöll á land- inu. Og nú tveimur árum síðar er ekki hægt að segja annað en að framkvæmdin hafi tekist vonum framar, því þarna er að finna einn af skemmtilegri 9 holu golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugamál og vinna „Það voru margir sem sögðu í upp- hafi að þessar framkvæmdir væru hrein og bein fífldirfska. Þetta hefur vissulega verið töluvert meiri vinna en við áttum von á, en á móti kemur að okkur grunaði aldrei að þetta gæti verið svona dýrðlegt og gef- andi“ segir Steinar. „Þama gátum við Jósíana samræmt áhugamál okkar og vinnu. Við vildum rækta landið og gera það fallegt. Skóg- ræktin var því kveikjan að þessu öllu saman. Og nú er hér að finna tölu- verða trjárækt á landi þar sem ekki var hægt að finna hríslu á áður. Golfið fór síðan ágætlega saman við þetta áhugamál, en golfarar eru upp til hópa yndislegt fólk. Þannig hafa aldrei komið til neinir árekstrar á öllu þessu tímabili. Hvort sem er um að ræða eldra fólk eða unglinga; allir ganga vel um völlinn og aldrei nein vandamál" bætirSteinar við. Allir leggjast á eitt Steinar og Jósíana eru þó ekki ein á báti því það má segja að öll fjölskyld- an vinni samhent að rekstrinum og uppbyggingunni. „Magnús sonur okkar og Gísli Snorrason, tengda- sonur okkar em með okkur af full- um krafti í þessu. Og í raun vinnur öll fjölskyldan að þessu; bamaböm- in líka“ segir Jósíana. Magnús er umsjónarmaður golfklúbbs Bakka- kots og Gísli er vallarstjóri. Þeir tveir vinna þó fulla vinnu annars staðar. „Fjölskyldan verður nú seint rík á þessu því það er mikill kostnað- ur sem fylgir því að reka golfvöll. Til að mynda em slátturvélar og önnur tæki frekar dýr, en þetta hefst með þessari miklu sjálfboðavinnu fjöl- skyldunnar" segir Steinar. „Við hóf- um fljótlega rekstur golfklúbbs við völlinn, eða 15. júní 1991 og var hann þá jafnframt “tekinn út” af Golfsambandinu og í dag em um 140 meðlimir í klúbbnum og fer sí- fellt fjölgandi. Við viljum þó ekki fá of marga inn í klúbbinn; völlurinn ber það einfaldlega ekki“ segir son- urinn Magnús. Merkilegt landsvæði „Þetta er í rauninni merkilegt land. Þannig má nefna að forveri traktors- ins á íslandi, hinn svokallaði Þúfna- bani var fyrst notaður hér á landi á því svæði sem 1. og 3. brautin em nú. Þetta er rétt fyrir 1930. Og svo má einnig nefna að teigurinn á 3. braut er nákvæmlega á þeim stað þar sem baðstofan var á bænum Bakkakoti sem völlurinn er kenndur við“ segir Steinar. Stefnum hærra Til marks um gott ræktunarstarf má nefna að við golfvöllinn má nú GOlaF finna meira en 40 mismunandi trjá- tegundir - sem allar virðast lifa góðu iífi. Trjágróður er þó enn ekki að finna í miklum mæli við brautimar, en þau rækta þess meira við skálann í sérstökum gróðurlundi. „Það er bara byrjunin; meiningin er að hefja skipulagða trjárækt meðfram öllum brautum vallarins" segir Steinar. Og til marks um náttúrusjónarmiðin þá er sú regla í gildi á vellinum að menn mega færa klúlu sína ef þeir eiga á hættu að slá í tré; regla sem þekkist ekki annars staðar. „Lykill- inn að góðum golfvelli er natni og virðing fyrir náttúrunni. Maður þarf að hafa persónulegt samband við hverja holu. Og allar eru holurnar ó- líkar hverri annarri. Þannig má finna hér margar mismunandi flatir. Undir sumum er mýrlendi, öðrum er grjót, enn öðrum er mold og svona mætti lengi telja. Hver braut er meðhöndluð á sinn sérstaka hátt“. Hafa ekki ánetjast bakteríunni „Fjölskyldan leikur golf af og til. Maður er þó aldrei fyrr byrjaður að leika þegar maður sér verkefni sem þarf að sinna. Þá hættir maður og fer að vinna að lagfæringum. Maður kemst því aldrei margar holur í einu. Það er nú einnig svo að þetta er mikið starf og því gefst lítill tími fyrir að leika sjálfur. Við erum þó að- eins farin að snerta kylfurnar meira" segir Steinar að lokum. Og það er ekki annað hægt að segja en að fjöl- skyldan uni sér vel þarna í Mosfells- dalnum; skáhallt á móti Nóbels- skáldinu. Þetta er greinilega líf þeirra og yndi. Upphafshögg á 6. braut. Sarajevo — Serbar og múslimar hafa háð harða baráttu umhverfis Sarajevo og undir hefur tekið í borginni af sprengingum og skothríð, þrátt fyrir alþjóðleg tilmæli um að friður verði saminn. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Genf segir að finna verði landleið til að koma birgðum til Sarajevo í vetur til þess að koma í veg fyrir hungursneyð. Moskva — Eduard Shevardnadze, Georgíuleiðtogi, segir herfor- ingja hafa skýrt sér frá því að margir Georgíumenn hefðu verið drepnir af Rússum í Abkhaziu. Rússneska vamar- málaráðuneytið þverneitar þessum áburði. Moskva — Rússar hafa tilkynnt að þeir hafi í hyggju að senda tvö herskip til Persaflóa sem lið í alþjóðlegri friðargæslu þar. Bagdad — Kjarnorkurannsóknarmenn SÞ byijuðu að kanna svæði í (rak í gær og enn hefur allt gengið vel, að sögn tals- manna þeirra. Baku, Azerbadjan — Háttsettur aðili innan varnamálaráðs Azera sakar Armena um að hafa rofið vopnahléið í Nagorni-Karab- akh með því að notfæra sér það til þess að flytja þangaö fleiri vopn og hersveitir. Kabul — Herflugvélar vörpuðu sprengjum á flugvöll skæru- liða í vesturhluta Afganistan á sama tíma og menn, sem voru að semja um vopnahlé, sögðust vera að leita leiða til þess að aöskilja stríðsaðila fyrir utan stríðshrjáða Kabul. Jóhannesarborg — Þrír áhafnarmeðlimir fórust þegar flugvél, sem var að flytja fréttamenn til Suður-Afr- íku, fórst í Suður-Angóla á mánudagskvöldiö. Prag — Alexander Dubcek, leiðtogi vorsins í Prag árið 1968, slas- aðist illilega í bílslysi og lækn- ar segja að hann kunni að vera með brotinn hrygg, mjaðmargrind og rifbein, að sögn sovésku fréttastofunnar CSTK. Homestead, Flórída — George Bush Bandaríkja- forseti kom til þeirra svæða í gær sem verst hafa orðið úti af völdum fellibylsins Andrews. Þetta er í annað skiptið sem forsetinn kemur á þessar slóðir frá þvi fellibylur- inn geisaði fyrir átta dögum. Washington — Stjórn Bush hefur gefið það í skyn við leiðtoga bandarískra gyðinga að hún hafi í hyggju að selja Sádí- aröbum allt að 72 F-15 herflugvélar. Talsmenn Hvíta hússins segja slíka sölu hafa komið til tals en að engar ákvarðanir hafi veriö teknar. Belgrad — Forsætisráðherra Júgóslavíu Milan Panic býr sig nú undir pólitísk átök til að verjast vantrausti sem stuðningsmenn Serbaforseta, Slobodan Milosvec hafa lýst á hendur honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.