Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Öéruvisi bílasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYNO HJÁ OKKUR ■ BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 0. G: J i ^Sfej'briel SÆ HÖGG- . DEYFAR Verslió hjá fagmönnum i varahlutir Haraarsböfóa 1 - s. 67-6744 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 2. SEPT. 1992 Heilbrigðisráðherra segir að enginn fjárhagsvandi sé til staðar á Kópavogshæli: KÓPAVOGSHÆU GERT AÐ SPARA MEIRA EN ÖDRUM Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær í umræðum um málefni Kópavogshælis að fjárhagsvandi hælisins hafi veríð ieystur. Hann sagði jafnframt að forsvars- menn Kópavogshælis hefðu ekki sent ráðuneytinu eríndi vegna fjárhagsvanda stofnunarínnar líkt og ýmsar aðrar stofnanir hefðu gert. í umræðunum var harðlega gagnrýnt að heilbrígð- isráðherra skyldi ekki hafa skipað nefnd tii að gera tillögur um framtíðarskipulag Kópavogshælis, eins og félagsmálanefnd Al- þingis gerði tillögu um á síðasta árí. Það var Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður (Alb.) sem hóf um- ræðuna. Hún sagði að launa- greiðslur á Kópavogshæli frá janúar til júlí á þessu ári væru 9,5 milljónum króna lægri en á sama tíma í fyrra. Þetta er 6% lækkun. Launagreiðslur hafa ekki verið lægri að raungildi síðustu þrjú ár. Önnur rekstrargjöld eru tveim milljónum krónum lægri en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt hefur Kópavogshæli farið 6,5 milljónir umfram fjárheimildir. Margrét spurði hvort stofnuninni hafi ver- ið gert að spara meira en öðrum sjúkrastofnunum og hvort heil- brigðisráðherra sé tilbúinn til að beita sér fyrir að auknum fjárveit- ingum verði beint til Kópavogs- hælis. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra svaraði ekki þess- Forystumenn í sjávarútvegi víðs vegar úr heiminum heimsækja ísland: Fundur um útvegsmál Þessa dagana stendur yfir hér á landi fundur Alþjóðlegra samtaka aðila í sjávarútvegi (ICFA). Fundinn sækja um 20 manns alls staðar að úr heim- Sóknardeilur í Keflavík: Fundur með biskupi Á morgun mun biskup haida fund með sóknarnefnd og sókn- arpresti Keflavíkurkirkju. Þar er æt unin aft reyna tíl þrautar aft koi iast aft samkomulagf. JÞetta er dlt f blftstöftu þangaft tíl," segir Birgir Guftnason sem sætí á í sóknarnefnd. Birgir segir aft allir séu sam- mála um aft reyna að komast aft samkomulagi og taka á þeim málum sem um hefúr verift deilt. Jtíenn hafa veríft í sumar- leyfum en prestur hefúr mess- aft,“ segir Birgir, Aft sögn Birgis kvaddi séra Helga Soffía Kon- ráftsdóttír söfnuðinn um síft- ustu helgi en hún var ráöin í aft leysa séra Odd af. -HÞ inum. íslenskir og erlendir sérfræðingar flytja erindi á fundinum, en auk þess heim- sækja fundarmenn fisk- vinnslustöðvar og fiskmarkaði í Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi. Þá verður hvalstöðin í Hvalfírði heimsótt. Meðal umræðuefna á fundinum er nýting fiskistofna, nýting sjávar- spendýra, viðskipti með sjávaraf- urðir, umhverfismál og fleira. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra flutti ræðu við upphaf fundarins. Hann lagði áherslu á mikilvægi frjálsra viðskipta með sjávarafurðir og ræddi um þau skref sem fyrirhugað er að stíga í átt til frjálsari viðskipta meö samn- ingum um Evrópskt efnahagssvæði og GATT. Hann sagði óviðunandi fyrir íslendinga ef viðskipti með sjávarafurðir verða undanskilin í GATT. Þorsteinn sagði sjálfsagt og eðli- legt að hvalir og önnur sjávarspen- dýr verði nýtt eins og aðrar auð- lindir sjávar. Hann greindi frá ástæðum fyrir ákvörðun íslendinga að segja sig úr Alþjóðlega hval- veiðiráðinu. Þorsteinn sagði að umhverfissamtök gegndu mikil- vægu hlutverki við að tryggja nauðsynlega verndun sjávar og sjávarauðlinda, en ýmis umhverfis- samtök hefðu því miður kosið að hunsa vísindaleg rök um nýtingu sjávarspendýra. Ráðstefnunni lýkur 3. september. - EÓ um spurningum beint, en sagði að rekstur Kópavogshælis hefði verið samkvæmt áætiun fyrstu fimm mánuði ársins. Sparnaður- inn þessa mánuði hefði verið 8%. Síðan hafi eitthvað farið úrskeiðis í rekstri hælisins. Sighvatur sagð- ist mundi eiga fund með stjórn- endum Kópavogshælis í dag. Fjárhagsvandi hælisins hafi hins vegar verið leystur á fundi for- stjóra Ríkisspítalanna og fram- kvæmdastjóra Kópavogshælis síðastliðinn föstudag. Akveðið hefði verið að ráða í 19 stöður af þeim 30 sem lausar hefðu verið. Það kom fram í máli Finns Ing- ólfssonar (Ffl), sem gagnrýndi harðlega málatilbúnað og fjár- veitingar ríkisstjórnarinnar til hælisins, að í tíð síðustu ríkis- stjórnar sendi heilbrigðisráð- herra sérstakt bréf til stjórnar Ríkisspítala þar sem óskað var eft- ir að sparnaðaraðgerðir snertu ekki rekstur Kópavogshælisins. Þetta sagði Finnur hafa verið gert vegna eðlis hælisins en það er heimili þess fólks sem þar er og óhægt er um vik í öllum sparnaði. í umræðum um málið var vakin athygli á því að þetta mái væri rætt á Alþingi sama dag og ný lög um málefni fatlaðra tækju gildi. Kópavogshæli félli hins vegar ekki undir ákvæði laganna. Hælið væri skilgreint sem sjúkrastofn- un. Við afgreiðslu laganna um málefni fatlaðra á síðasta þingi var samþykkt í félagsmálanefnd Alþingis að beina því ti! heilbrigð- isráðherra að skipuð verði nefnd til að gera tillögur um framtíð Kópavogshælis. Ráðherra hefur ekki skipað nefndina þrátt fyrir að öll nefndin, utan einn nefndar- manna, stæði að nefndarálitinu. Sighvatur sagði að nýju lögin um málefni fatlaðra kölluðu á að framtíð ýmissa fleiri stofnana yrði skoðuð. Það yrði gert. Þingnefnd- ir gætu hins vegar ekki fyrirskip- að ráðherra að skipa nefndir. Á Kópavogshæli búa nú 135 ein- staklingar. Fyrir fáum árum voru þeir tæplega 200. Sú skoðun kom fram í umræðunum að mikill meirihluti vistmanna ætti heima á sambýlum fyrir fatlaða og stefna bæri að því að koma þeim þangað. Sighvatur sagði hins vegar að það væri mat sérfræðinga að áfram yrði þörf fyrir um 100 sjúkrarúm fyrir alvarlega sjúka fatiaða ein- staklinga. Hann tók hins vegar undir að meirihluti vistmanna á Kópavogshæli ætti heima á sam- býlum fyrir fatlaða. -EÓ Jóhann Ingvason tekur vió námsstyrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar úr hendi Hauks Guðlaugssonar stjórnarformanns sjóösins. Sitjandi eru Örn Falkner sem hlaut styrk til fram- haldsnáms í organleik í Róm, Sigrún Karlsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem báöar sitja í stjórn sjóðsins. Tímamynd Árni Bjama Minningarsjóður Karls Sighvatssonar: STYRKJUM ÚTHLUTAÐ í FYRSTA SKIPTIÐ Styrkjum úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar hefur verið úthlut- að í fyrsta sinn en sjóðurinn var stofnaður á síðastliðnu ári og var stofnframlagið arður af minning- arhljómleikum um Karl heitinn sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu. Þremur styrkjum var úthlutað; eínum vegna kaupa á orgeli í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði, náms- styrk vegna náms í alhliða hljóm- borðsleik og námsstyrk vegna framhaldsnáms í organleik. Jóhann Ingvason á Akureyri hlaut styrk til náms í alhliða hljóm- borðsleik, en hann stundar slíkt nám við Berkeley tónlistarháskól- an í Boston. Þá hiaut Örn Falkner styrk til framhaldsnáms í organ- leik. Hann hyggst stunda það á næsta ári í Róm. Örn starfar nú sem organisti í sömu sóknarkirkj- um og Karl Sighvatsson gerði þeg- ar hann lést. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.