Tíminn - 12.09.1992, Page 2

Tíminn - 12.09.1992, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 12. september 1992 Menntamálaráðherra segir að 210 milljónir hjá LÍN muni í haust fara í að lána fyrir skólagjöld- um og vaxtakostnaði og segir nýnema hafa misnotað lánasjóðskerfið: 15-20% nema á námslánum án þess að vera við nám „Tilgangurinn var sá aö fækka þeim sem þáöu lán hjá Lánasjóöi íslenskra námsmanna en voru ekki viö nám. Ég bendi á það, sem ég sagði í ræðu minni og hafði eftir Jóni Torfa Jónassyni dósent, aö 15-20% innritaðra stúdenta skrái sig á hverju ári en sæki ekki skólann. Það er þetta fólk sem þáði lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og við töldum ekki rétt að svo gerði. Lánasjóðurinn reiknar hins vegar með í sínum áætlunum núna að fækkun umsækjenda verði um 4-6% en ekki 15- 20%.“ Þetta sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra á Alþingi í gær í lokaræðu sinni í um- ræðum utan dagskrár um málefni Háskóla íslands, en Ingibjörg Sólrún Císladóttir kvaddi sér hljóðs um það mál. Ofangreindar upplýsingar komu fram hjá ráðherranum sem andsvar við ræðu Valgerðar Sverrisdóttur sem sagði að tilgangur ríkisstjórn- arinnar með setningu laganna um Lánasjóðinn á síðasta vori hafi bein- línis verið að fækka námsmönnum. Hún sagði að það ætti því ekki að koma á óvart þó námsmönnum fækkaði. Hins vegar sagði hún það koma á óvart ef ráðherra ætlaði ekki einu sinni að standa við loforð sín frá umræðunum á Alþingi í fyrravor um að lána fyrir vöxtum og skóla- gjöldum. Menntamálaráðherra sagði hins vegar í umræðunum að við þau lof- orð yrði staðið og vísaði hann í því sambandi til fundargerða stjórnar LÍN þar sem m.a. kemur fram að lánað verður vegna skólagjalda manna nú þegar og á svipuöum tíma og tíðkast hefur. „Það þýðir um 210 milljónir króna sem verða greiddar út úr LÍN á þessu hausti. Á sama hátt hefur verið ákveðið að bæta við sérstöku vaxtaálagi á námslán vegna þess að þau greiðast nú að meðaltali 2-4 mánuðum seinna frá LíN til námsmanna en áður. Þetta álag verður greitt til allra sem fá lán hjá lánasjóðnum, Iíka þeirra sem ekki fara til bankanna til að fá bráða- birgðalán," sagði Ólafur G. Einars- son. Tilefni þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir óskaði eftir þessum um- ræðum utan dagskrár er sú staða sem komin er upp í Háskólanum og benti hún á það í upphafsræðu sinni að konum fækkaði um 30% meðal nýnema á meðal karlkyns nýnemun fækkaði aðeins um 17%. Þessi hlut- fallslega mikla fækkun kvenna sagði hún beina afleiðingu aðgerða ríkis- stjórnarinnar sem bitnuðu sérstak- lega á konum. Ingibjörg Sólrún taldi að ef ríkisstjórnin hækkaði ekki fjár- framlög til Háskólns væru aðeins þrír möguleikar fýrir hendi. f fýrsta lagi að fella niður nám í tilteknum deildum og greinum. í öðru legai að takmarka aðgang nýnema að H.í. sem þó væri ekki heimilt að óbreytt- um Iögum. í þriðja lagi væri að hækka innritunargjöldin við Há- skólann. Hún sagði að ekkert af þessum úrræðum væri þess eðlis að Háskólinn gæti tekið af skarið með það. Hér væri um pólitískar ákvarð- anir að ræða sem taka þyrfti á Al- þingi. Hún bætti því við að ef þessar ákvarðanir yrðu teknar á þeim grundvelli sem markaður hafi verið með breytingu á Lánasjóðnum þá væri ljóst að Háskólinn væri gerður að skóla hinna útvöldu. Hann yrði einhvers konar „elítu“-skóli fyrir ungt fólk sem væri vel sett fjárhags- lega, menntunarlega og félagslega. Hún sagðist ekki tilbúin til að breyta þjóðskólanum H.í. í „elítu“-skóla. Athyglisvert var í þessum umræð- um að jafnmargar konur kvöddu sér hljóðs og karlar þrátt fýrir að þær séu mun færri en karlarnir. Auk Ingibjargar Sólrúnar töluðu þær Valgerður Sverrisdóttir, Kristín Ást- geirdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Sigríður Þórðardóttir. Úr hópi karla á þingi töluðu auk ráðherra þeir Ól- afur Ragnar Grímsson, Steingrímm- ur Sigfússon, Árni Johnsen og Tóm- as Ingi Olrich. Bankar í atvinnurekstri: Getur hent sig á krepputímum Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbanka fslands, segir að æski- legast sé að bankar séu ekki beinir rekstraraðilar í atvinnufýrirtækj- um, þótt það geti hent sig á krepputímum. Hins vegar telur hann núverandi skipulag eðlilegast að bankar séu eingöngu lánastofn- anir. í umræðum um atvinnumálin á Alþingi fýrr í vikunni var þeirri hug- mynd varpað fram hvort ekki væri nauðsynlegt að breyta lögunum um banka á þann veg að þeim verði heimilt að eiga beina eignaraðild að atvinnufyrirtækjum í ljósi þess ástands sem nú er í atvinnumálum landsmanna. Davíð Oddsson for- sætisráðherra lét þá svo ummælt að þetta mál væri eins og önnur til skoðunar í ríkisstjóminni. Þá telur Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, að allir aðilar, hvort sem það er ríkið, bankar, atvinnulífið eða aðrir, verði að leggjast á eitt til að snúa vöm í sókn til að efla atvinnuástandiðAð sögn Stefáns Pálssonar hafa þessar hugmyndir ekki verið ræddar innan Búnaðarbankans né heldur hefur hann trú á því að það verði gert á sameiginlegum vettvangi bank- anna. „Ekki nema það komi þá sem álitamál frá Alþingi sem við þurf- um að taka afstöðu til,“ sagði Stef- án Pálsson, bankastjóri Búnaðar- banka íslands. -grh Hallinn á ríkissjóði verður 12 milljarðar: Ríkisendurskoðun biðst afsökunar Ríkisendurskoöun hefur sent frá sér greinargerð í tilefni umræðna um skýrslu stofnunarinnar um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. í greinargerðinni biðst Ríkisendurskoöun velvirðingar á því að hafa láðst að geta þess með sama hætti og gert var í fyrra hvaða áhrif lántökur ríkissjóðs hefðu á hall- ann. í greinargerðinni segir Ríkisend- urskoðun að stofnunin telji að gera eigi grein fýrir öllum skuldbinding- um ríkissjóðs í ríkisbókhaldi um leið og þær eru ákveðnar. Taldar eru upp ábendingar stofnunarinnar vegna skuldbindinga sem ríkissjóð- ur tók á sig í fýrra vegna búvöru- samnings og Byggðastofriunar. Ríkisendurskoðun telur að í lögum um ríkisbókhald sé kveðið skýrt á um að gera beri grein fýrir öllum lántökum ríkissjóðs í fjárlögum eða fjáraukalögum. Engu breyti hvort greiðsluhreyfing eigi sér stað og ekki eigi að gera neinn greinarmun á því hvort um sé að ræða hreina Iánasamninga, samninga um yfir- töku skulda annarra aðila eða ein- hliða skuldayfirlýsingar fjárlaga. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Rétt er að benda á að í þeim tilvik- um, sem deilt hefur verið um hvort lánasamninga beri að telja með í uppgjöri vegna framkvæmdar fjár- laga, hefur ríkissjóður undirritað sérstök skjöl til staðfestingar þess- um skuldbindingum." í samræmi við þetta telur Ríkisend- urskoðun að horfur séu á að hallinn á ríkissjóði á þessu ári verði 11,5 til 12 milljarðar. -EÓ Hamborg í Faxaskála Það er heldur betur heitt í einu homi Faxaskála við Reykjavíkurhöfn um þessar mundir en þar er verið að skapa sömu aðstæður og voru í Hamborg í Þýskalandi síðsumars, þegar upp komu i skemmdir í gámum sem innihéldu i skreiðarhausa. Það er Rannsóknastofn- | un fiskiðanðarins sem hefur umsjón með þessari vísindalegu tilraun en hún ;; er unnin í samvinnu við Eimskip og ís- I lensku skreiðarsöluna. Á myndinni eru I 1 þau Gunnar Guðmundsson, deildar- I ) tæknifræðingur á tæknideild RF, og ? j Karin Steinecke, líffræðingur og veð- | I urfræðingur. Tínumyml Ámi Bjinu 1 80% þjóðarinnar segjast ekkert vita um EES-samninginn þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi varið miklu fé til að fræða almenning um málið: Er ekki rétt að fá nýjan kennara? Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður sagði á Alþingi í fyrradag að Jóni Bald- vin Hannibalssyni utanríkisráðherra hefði mistekist að uppfræða almenn- ing um innihald samningsins um Evrópskt efnahagssvæði þrátt fýrir að hafa fengið til þess ærið fjármagn. Ólafur lagði til að Alþingi tæki sjálft að sér að kynna samninginn. Almenningur treysti Alþingi mun betur til þessa verks en utanríkisráöuneytinu. í skoðanakönnun sem utanríkis- ráðuneytið lét gera fýrir sig um þekkingu almennings á EES- samn- ingnum kemur fram að 80% svar- enda vita ekkert um málið eða hafa á því mjög litla þekkingu. Einungis 1,2% svarenda höfðu kynnt sér mál- efnið mjög vel. Ólafúr Þ. Þórðarson sagði það ágætt framtak hjá utanríkisráðu- neytinu að kanna hvernig því hafi tekist til við kynninguna. Niðurstað- an hljóti hins vegar að valda utan- ríkisráðherra miklum vonbrigðum. „Hæstvirtur utanríkisráðherra og ég eigum það sameiginlegt aö hafa báðir fengist við kennslu þó nokk- urn hluta ævinnar," sagði Ólafur. „Ég er þeirrar skoðunar að ef tveir nemendur af þrjátíu falla í bekk þá bendi allt til þess að þeir prívat og persónulega, einhverra hluta vegna, hafi ekki getað tileinkað sér kennsl- una eða hafi ekki haft áhuga á að kynna sér námsefnið. Gerist það aft- ur á móti að tveir af þrjátíu nái próf- inu en hinir allir falli þá er ég þeirr- ar skoðunar að það sem gerst hafi sé að kennarinn hafí ekki komið náms- efninu eðlilega á framfæri við bekk- inn. Það má vel vera að utanríkis- ráðherra sé annarrar skoðunar, en ég hygg að flestir myndu í því tilfelli ekki afskrifa bekkinn sem nothæfan til þess að nema fræðin heldur fara í það að athuga hvort eitthvað væri að kennslunni." Ólafur sagði það brýnt að fleiri en utanríkisráöuneytið fái fjármagn til að kynna efni EES-samningsins. Eðlilegt væri að því verði dreift m.a. til þeirra hópa sem eru andvígir samningnum og til Alþingis, en fram komi í skoðanakönnuninni að það sé sú stofnun sem almenningur treystir best til að kynna málið. Utanríkisráðherra svaraði ásökun um að hann væri lélegur kennari og sagði: „Ólafur Þ. Þórðarson vitnaði til kennslureynslu og taldi að ef ekki tekst vel til við að koma námsefni til skila þá sé það sök kennara. Ég get fallist á það. En þegar niðurstöður þessarar könnunar eru skoðaðar þá kemur á daginn að kennarar hafa verið margir. Þaö hafa nefnilega margir tekið að sér að fara með upp- lýsingar fyrir íslensku þjóðina í þessu máli, þar á meðal Ólafur Þ. Þórðarson sem farið hefur með fleipur í hverju málinu á fætur öðru. Þar á meðal um stjórnarskrármál sem opinberar að hann hefur ekki kynnt sér málið og skilur það jafnvel ekki.“ Jón Baldvin sakaði Ólaf og fleiri um að reka hræðsluáróður. Hann vitn- aði til þess að í skoðanakönnuninni hefði komið fram að fólk óttaðist um stjórn fiskveiða við íslands, um fullveldi íslands og um fjárfestingar útlendinga í íslensku atvinnulífi, ef við gengjum í EES. Jón Baldvin sagði þetta ástæðulausan ótta. Ólafur Þ. benti á að aðeins 1,2% svarenda hefðu sagst hafa kynnt sér málið mjög vel. Flestir í þessum hópi væru fýlgismenn samningsins. Ólafur sagði þetta benda til að ef sér hefði tekist að kenna eitthvað um EES þá hafi það ekki fallið í góðan jarðveg. „Ég fæ nú ekki séð að það gangi hjá ráðherra að halda því fram að það fjármagn sem hann fékk til að sjá um kennsluna hafi verið not- að af mér til að koma röngum upp- lýsingum á framfæri. Hann er einn handhafi þess fjármagns sem fór í þessa kennslu. Það er sá sem fjár- magnið fékk sem verður að standa skil á því verkefni sem hann tók að sér. Hefði ráðherrann verið maður til að leggja það til að þessu fjár- magni yrði dreift þá hefði hann get- að kvartað yfir því að hinir hefðu ekki staðið sig,“ sagði Ólafur. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.