Tíminn - 12.09.1992, Side 4

Tíminn - 12.09.1992, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 12. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hróifur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 F orréttindin varin Undirbúningur undir gerð fjárlaga stendur nú sem hæst í herbúðum stjórnarliða. Að vonum er sú fjárlagagerð ekki Iétt verk og mikill höfuðverkur hvernig á að afla tekna til þess að standa undir útgjöldum. Samdráttar- og kreppustefnan hefur sagt til sín í afkomu ríkissjóðs, og þeir svartsýnustu spá atvinnuleysistölum allt upp í 6% á næsta ári. Það eitt að sú spá gangi eftir mun hafa gífurleg útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð og samdrátt í tekjum. Þær fréttir, sem borist hafa af hugrenningum stjórnar- liða og þeim hugmyndum sem eru til umfjöllunar í stjórnarflokkunum, eru ekki gæfulegar. Það, sem frést hefur, er að afnema eigi ýmsar undanþágur í virðisauka- skatti, svo sem af ferðaþjónustu, eða hótelgistingu öllu heldur, íþróttastarfsemi og húshitun svo að eitthvað sé nefnt. Þessar hugrenningar sýna að ekki er litið á afkomu rík- issjóös sem hluta af lífinu í landinu. Er rétti tíminn núna, þegar ljóst er að hátt verðlag hérlendis hefur bein áhrif á ferðamannastrauminn, að hækka þessa þjónustu enn frekar með opinberum aðgerðum? Eykur það atvinnu í landinu, eða tekjur ríkissjóðs af ferðamönnum? Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Auknar álögur munu stór- skaða þessa atvinnugrein og ýta henni út af markaðnum. Það er athyglisvert að nú er talað um tvö þrep í virðis- aukaskatti, en umræður um tvö skattþrep í tekjuskatti virðast ekki vera uppi innan stjórnarflokkanna. Þó ættu atburðir sumarsins að vera sérstök ástæða til þess að vekja hana upp og leggja aukinn skatt á háar tekjur. Um- ræðurnar um kjaradóm drógu fram í dagsljósið fjöl- menna sveit manna í opinberri þjónustu með frá 500 þúsund og upp í eina milljón króna á mánuði. í einka- geiranum er jafnvel um enn hærri fúlgur að ræða í stjórnunarstöðum. Það mætti ætla að þessir menn þyldu að herða ólina dálítið, ekki síður en láglaunafólk sem þarf að hita upp húsin sín. Þess væri auðvitað að vænta að þessi mál væru í umræðunni innan stjórnarflokkanna nú, ekki síst til þess að fólk fengi tilfinningu fyrir því að örlítill vilji til jafnaðar og réttlætis væri í þjóðfélaginu. Svo virðist ekki vera, enda er ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn ver hálaunastéttirnar með kjafti og klóm, og Alþýðu- flokkurinn lyppast niður í hvert skipti sem til alvörunnar kemur í þessum málum. Stjórnarliðar völdu aldraða, sjúklinga og námsmenn til þess að bera þyngstu byrðarnar við síðustu fjárlagagerð. Árangurinn birtist meðal annars í því, að búið er að hrekja fólk frá námi í verulegum mæli, út í hraðvaxandi atvinnuleysi. Nú er markhópurinn sjálfboðaliðar í íþróttastarfsemi, ferðaþjónustan og þeir sem hafa hæsta húshitunarkostnaðinn. Þess ber reyndar að vænta að horfið verði frá einhverj- um af þessum áformum, en umræðurnar sýna hvar áherslurnar Iiggja. Sjálfstæðisflokkurinn ver forréttinda- stéttirnar í landinu með kjafti og klóm, og Alþýðuflokk- urinn eins og hann leggur sig lufsast með þeim. Atli Magnússon: Edinborgarförin Ég slóst í hóp Edinborgararfara í fyrrahaust, hersingar kaupglaðra landa sem hugðust gera reyfara- kaup stuttan spöl undan ströndinni — því stuttur er þessi spölur orð- inn á síðustu tímum er draumur- inn um að maðurinn geti flogið eins og fuglinn hefur ræst svo dá- samlega og rækilega. Kátt var á Hjalla í flugvélinni heiman og heim, því margt var með ungra og röskra manna, sennilega sjómanna, með handleggi með stálvöðvum eftir glímur við Ægi á hafinu uppi við freðna feðraslóð. Þeir skörtuðu nú Texashöttum eða bréfhöttum með blístrum á og gerðu sér tíð er- indi fram og aftur um örþröngan gang með mjaðarfullin og skemmtu sér hið besta í hvívetna. Sjálfsagt „gaf á bátinn" úr kollun- um en enginn sem varð fyrir ágjöf gerði mikinn uppsteit, því það lá yndi og íslenskur bróðurhugur í loftinu í þess orðs fyllsta skilningi. Skörulegt skipulag Vel var að móttökum staðið, rösk- legar frúr með aðstoð skoskra hjálparkokka höfðu séð til þess að hverjum og einum hafði verið til- reiddur sinn staður er á hótelið kom og þangað var mönnum vísað til herbergia af festu og öryggi. Mun þeim ekki hafa farist verk sitt skörulegar úr hendi sem vísuðu ný- komnum til „sængur“ í Buchenw- ald. Þó ber að geta þess að allt fór þetta fram með allri þeirri lipurð og þýðleika sem með nokkru móti verður ætlast til af hálförmagna manneskjum sem verða að greiða úr tveimur eða þremur svona „tros- sum“ á dag. Hér á eftir mætti svo skrifa eins og í dagbók skátaflokks eftir vel heppnaða dvöl á Úlfljóts- vatni: „Fóru svo allir í háttinn og sváfu eins og steinar um nóttina." Þetta held ég að hafi átt við um flesta. Nýr helgistaður Senn var tekið að versla — og versla — og versla og einkum í verslunarhöllinni „Macro". Versl- unarmiðstöðin „Macro" er löngu orðin víðkunn á landi hér og hefur þannig hreppt sess þann sem gröf Tómasar Becket skipaði í huga ís- lendinga á miðöldum, en hennar vitjuðu allir íslendingar sem á Bretagrund stigu fyrrum. Hvergi nærri er „Macro" jafníburðarmikið hús og til dæmis Kringlan, enginn marmari né kristalsveggir. Þetta er þvert á móti eitt afarmikið gímald en óskaland er það samt, hlaðið vamingi sem ekkert kostar svo heitið geti og öll lífsins gæði eru mmm I Tímans m UIIWIW lás ■ '**«»*»» 'fll I hér saman komin á örlitlu svæði. Hér öðlast alþýðumaðurinn það sem aðeins „uppinn" og „gróssér- inn“ geta keypt á íslandi. Svona hlýtur það að hafa átt að líta út „Sovét íslandið", sem Jóhannes heitinn úr Kötlum var alltaf að bíða eftir en kom ekki. Enn reyndi á hæfileika fararstjór- anna sem einnig hér skyldu sjá til með sauðunum, því auðvitað dreifðust þeir um gímaldið, svo það hefði að réttu lagi þurft þyrlu til þess að fylgjast með hvar þeir leit- uðu haga. En sem góðir fjallkóngar höfðu þeir séð við þessum vanda og landeigendur léð þeim aðgang að hátalarakerfi byggingarinnar, svo af og til minntu þeir á sig með þrumuraust ofan úr háloftunum, eins og þegar Drottinn talaði út úr skýinu til Israels... Biðröð En allt gott tekur enda og menn þyrptust að kössunum að borga og það gat orðið vafningasamt, því snurður vildu hlaupa á samskipta- þræðina milli miðstöðva hinna heimsfrægu greiðslukorta og pen- ingaskrína „Macro“. Aftur og aftur hljóp allt í bremsu og tóku að lýjast fæturnir undir fólki í risavöxnum biðröðum þar sem hver og einn ók handvagni með stórum kúf upp af, svo þetta leit út eins og hersing flóttamanna við landamærastöð sem bíður í ofvæni eftir að komast undan óvígum ofsóknarher. Skosk- ar húsmæður sem farið höfðu út að versla svo sem nokkrar pylsur til heimilisins biðu stúrnar á svipinn innan um þetta kraðak og sáu fram á að þær mundu ekki verða búnar að elda fyrr en um miðnæturbil. Því hrutu af og til ýmis beiskjuyrði á skosku í biðröðinni í garð vor landa. Þetta fólk hefur víst ekki skilið hver efnahagsávinningur þjóð Burns og Walters Scott var af þessum kauphéðnum ofan af ís- landi. En svona er hugsunarháttur almúgans alltaf smár í sniðunum og líklega hefur þeim þótt verðlag- ið í „Macro" alveg nógu hátt fyrir sitt leyti. Einhvern veginn fór um mig sú tilfinning að Skotarnir hafi horft á okkur þarna og hugsað svip- að og ísfirðingar og Akureyringar um rússneska togarakarla sem hlaða dekkið á skipunum hjá sér af- lóga bílum sem þeir kaupa á slikk. Að ári liðnu Að ári liðnu geng ég enn í skosk- um skóm og þeir duga mér sjálfsagt eitthvað enn þótt teknir séu þeir að lýjast. Ég geng líka í skoskum skyrtum, þótt brátt fari kraginn að gulna og rönd að setjast í hálsmálið sem ekki þvæst úr. Én ég tek undir með öðrum sem hólpnir urðu fýrir pílagrímsför sína til „Macro.“ Mér og mínum hefur búnast betur fyrir vikið. Ég er sjálfsagt haldinn sama almúgalega hugsunarhættinum og húsmæðurnar sem fyrr er að vikið og geri mér ekki rellu af þótt inn- lent viðskiptalíf hafi orðið af nokkr- um viðskiptum fyrir þetta uppátæki mitt. íslenskir kaupmenn kváðu vera þungir á brún og segjast geta sýnt fram á að þeir selji síst of dýrt þegar allar þeirra margvíslegu kostnaðatölur liggi fyrir og að umbun þeirra fyrir amstur og and- vökur sé síst of mikil. Þeir hrópa í reiði og angist á tollverðina og heimta að þeir snúi öllu við í flug- höfninni og skatti í topp hvert pút og plagg, sem keypt var á skoskan slikk. En almúginn hlær og aftur eru flugvélar teknar að fyllast hersing- um með Texashatta og húfúr með blístrum á, sem kljúfa loftin suður til „Macro." í Múrmansk og Len- ingrad er brúnin sjálfsagt líka þung á þeim sem auðgast ætla á notuð- um Lödum, þegar togararnir koma frá íslandi, færandi varninginn heim. En þetta eru nú einu sinni tímar hinna frjálsu og óheftu við- skipta, sem oss er tjáð að blessun muni stafa af fyrir heim allan langt fram á ókomna daga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.